Suðurlandsvegur, lagning strengja.

Kynning á framkvæmdaleyfisumsókn.

Á fundi skipulagsráðs Kópavogs 5. júlí sl. var lögð fram umsókn Verkís fh. Veitna ohf. um framkvæmdaleyfi til lagningar 11 kV rafstrengs, Lögbergslínu, nærri Suðurlandsvegi um Hellisheiði. Strengnum er ætlað að taka við hlutverki núverandi loftlínu sem verður tekin niður í kjölfarið. Framkvæmdin er á um 16,5 km löngum kafla og nær yfir land Kópavogsbæjar og Sveitarfélagsins Ölfus. Þar af er leiðin 10 km löng innan Kópavogsbæjar. Umsókninni fylgir greinargerð og uppdrættir í mkv. 1:35000 og 1:5000 dags. 25. júní 2021 ásamt fylgigögnum.

Skipulagsráð samþykkir með tilvísan í 8. gr. reglugerðar um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012 og 44. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna ofangreinda umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir hagsmunaaðilum og umsagnaraðilum.

Kynning hefst 14. júlí 2021 og skal ábendingum og athugasemdum við framlagða tillögu skila skriflega til skipulagsdeildar Kópavogsbæjar, Digranesvegi 1, 200 Kópavogi eða með tölvupósti á skipulag@kopavogur.is  fyrir kl. 16:00 miðvikudaginn 18. ágúst 2021. Eru þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta hvattir til að kynna sér tillöguna.