Þinghólsbraut 10.

Á embættisafgreiðslufundi skipulagsstjóra var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa dags. 27. maí 2022, þar sem sótt er um byggingarleyfi fyrir 44,6 m² viðbyggingu á suðurhlið hússins. Núverandi húsnæði er 177 m², verður eftir breytingu 221,6 m². Fyrir liggur samþykki nágranna.
Uppdættir í mkv. 1:500 dags. 27. janúar 2022. 

Embætti skipulagsfulltrúa samþykkti með tilvísan í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum í Þinghólsbraut 7, 8, 9, 11, 12, 13 og Kópavogsbraut 49.

Nánar um tillöguna vísast til kynningargagna.

Eru þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta hvattir til að kynna sér tillögurnar. Athugasemdir og ábendingar skulu hafa borist skriflega til skipulagsdeildar, Digranesvegi 1, 200 Kópavogi eða á netfangið skipulag@kopavogur.is eigi síðar en kl. 12:00 mánudaginn 4. júlí 2022.

Skipulagsfulltrúinn í Kópavogi.

Þinghólsbraut 10.
Tímabil
1. júní til 4. júlí 2022