Þinghólsbraut 59.

Á fundi skipulagsráðs 16. maí 2022 var lagt fram erindi byggingarfulltrúa dags. 8. apríl 2022 vegna umsóknar Albínu Huldu Thordarson arkitekts f.h. lóðarhafa um byggingarleyfi fyrir bílskúr ásamt bílskýli á norðaustur hluta lóðarinnar. Samtals 56,7 m2 að flatarmáli. Samþykki lóðarhafa Þinghólsbrautar 57 liggur fyrir.
Skipulagsráð samþykkti með tilvísun í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að framlögð tillaga verði grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum Þinghólsbrautar 57, 58, 60, 61 og 62. 

Tillagan er sett fram á uppdráttum í mkv. 1:200 og 1:100 ásamt greinargerð dags. 28. mars 2022.

Nánar um tillöguna vísast til kynningargagna.

Eru þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta hvattir til að kynna sér tillögurnar.  Athugasemdir og ábendingar skulu hafa borist skriflega til skipulagsdeildar, Digranesvegi 1, 200 Kópavogi eða á netfangið skipulag@kopavogur.is eigi síðar en kl. 12:00 fimmtudaginn 16. júní 2022.

Skipulagsfulltrúinn í Kópavogi.

Þinghólsbraut 59.
Tímabil
18. maí til 16. júní 2022