Þinghólsskóli

Á fundi skipulagsráðs Kópavogs 6. febrúar sl. var lögð fram tillaga umhverfissviðs að breyttu deiliskipulagi á lóð Kópavogsbrautar 58. Þinghólsskóli, samþykkt í bæjarstjórn 26. september 2000 og birt í B-deild stjórnartíðinda 20. nóvember 2000. Í breytingunni felst að komið verði fyrir byggingarreit á einni hæð fyrir 2 samtengdar lausar skólastofur á suðvestur hluta lóðarinnar. Hámarks hæð byggingarreitar er áætluð 3 metrar og áætluð stærð byggingarreits er um 141m2. Skólastofum er ætlað að mæta skammtímaþörf fyrir kennslustofur þar til nýr Kársnesskóli við Skólagerði verður tekinn í notkun. Þær verða síðan fjarlægðar aftur og skólalóð sett í fyrra horf sem malbikað leiksvæði. Svæðið er skilgreint fyrir samfélagsþjónustu í Aðalskipulagi Kópavogs 2019-2014. Uppdráttur í mkv.1:1000, 1:2000 og 1:200 dags. 6. febrúar 2023.

Skipulagsráð samþykkir með tilvísun í 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að framlögð tillaga verði grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum Kópavogsbrautar 55, 57, 59A, 59B, 59C, 59D, 61, 62, 63, 64, 65, 66, 57, 68, Þinghólsbraut 18, 20, 22, 24, 26, Vallargerðis 20, 22, 24, 25, 26 og 27.

Frestur til að gera athugasemdir við kynnta tillögu er til kl. 15:00 mánudaginn 13. mars 2023.

Ábendingum og athugasemdum við framlagða tillögu skal skila skriflega til Skipulagsdeildar Kópavogs, Digranesvegi 1, 200 Kópavogi eða með tölvupósti á skipulag@kopavogur.is.

Vakin er athygli á 43. gr. skipulagslaga 123/2010 en þar segir meðal annars:

  • Nú telur sveitarstjórn að gera þurfi breytingar á samþykktu deiliskipulagi og skal þá fara um breytinguna eins og um nýtt deiliskipulag sé að ræða. Þó er ekki skylt að taka saman lýsingu, skv. 1. mgr. 40. gr., vegna breytinga á deiliskipulagi.
  • Nú telur sveitarstjórn að gera þurfi breytingar á samþykktu deiliskipulagi sem séu það óverulegar að ekki sé talin ástæða til meðferðar skv. 1. mgr. og skal þá fara fram grenndarkynning. Við mat á því hvort breyting á deiliskipulagi teljist óveruleg skal taka mið af því að hve miklu leyti tillagan víkur frá notkun, nýtingarhlutfalli, útliti og formi viðkomandi svæðis.
  • Við útgáfu framkvæmda- og byggingarleyfa getur sveitarstjórn heimilað að vikið sé frá ákvæði 2. mgr. þegar um svo óveruleg frávik er að ræða að hagsmunir nágranna skerðist í engu hvað varðar landnotkun, útsýni, skuggavarp eða innsýn.
Þinghólsskóli
Tímabil
10. febrúar til 13. mars 2023.
Kynningargögn