Tónahvarf 12.

Til kynningar er umsókn Gunnars Sigurðssonar arkitekts f.h. lóðarhafa um breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar nr. 12 við Tónahvarf.
Í breytingunni felst stækkun byggingarreits um 3 x 6,4 metra á suðausturhluta lóðarinnar, um alls 19 m² þar sem komið verður fyrir inntaks- og lagnarými jarðhæð. Í breytingunni fellst einnig hækkun byggingarreits um 2 metra miðlægt á lóðinni svo tæknibúnaður geti staðið ofan efsta kóta.

Kynningaruppdráttur í mkv. 1:2000, 1:1000 og 1:500  dags. 3. október.

Á fundi skipulagsráð 3. október 2022 var samþykkt með tilvísun í 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að framlögð tillaga að breyttu deiliskipulagi verði grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum Tónahvarfs 7, 9, 10, Turnahvarfs 2 og 4. 

Nánar um tillöguna vísast til kynningargagna.

Eru þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta hvattir til að kynna sér tillögurnar. Athugasemdir og ábendingar skulu hafa borist skriflega til skipulagsdeildar, Digranesvegi 1, 200 Kópavogi eða á netfangið skipulag@kopavogur.is eigi síðar en kl. 12:00 föstudaginn 18. nóvember 2022.

Skipulagsfulltrúinn í Kópavogi.

Tónahvarf 12.
Tímabil
17. október til 18. nóvember 2022