Urðarhvarf 10

Bæjarstjórn Kópavogs samþykkti þann 10. janúar 2023 að auglýsa í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, tillögu að breyttu deiliskipulagi fyrir Urðarhvarf 10.

Í breytingunni felst aukning á byggingarmagni á lóð úr 3.800 m² í 5.900 m² þar af um 2.200 m² í kjallara. Nýtingarhlutfall eykst úr 0.65 í 1. Ytri byggingarreitur breytist og færist til vesturs um 3 metra vegna stoðveggjar sem þegar hefur verið byggður á lóðarmörkum Urðarhvarfs 8 og 10. Byggingarreitur kjallara stækkar til suðurs og verður hann að hluta til á tveimur hæðum. Gert verður ráð fyrir 134 stæðum á lóð þar af 34 stæðum í niðurgrafinni bílageymslu. Gert verður ráð fyrir 40 reiðhjólum á lóð og þar af verði helmingur hjóla í lokuðu rými í kjallara eða á lóð. Áður en aðalteikningar verða lagðar fyrir byggingarfulltrúa til afgreiðslu er gerð krafa um að byggingaráform verði lögð fyrir skipulagsráð til afgreiðslu.

Tillagan er sett fram á uppdrætti í mkv. 1:2000 dags. 19. desember 2022, uppfært 10. janúar 2023 ásamt skýringarmyndum og greinargerð. Nánar um tillöguna er vísað til kynningargagna.

Eru þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta hvattir til að kynna sér tillögurnar. Athugasemdir og ábendingar skulu hafa borist skriflega til skipulagsdeildar, Digranesvegi 1, 200 Kópavogi eða á netfangið skipulag@kopavogur.is eigi síðar en kl. 16:00 fimmtudaginn 2. mars 2023.

Urðarhvarf 10
Tímabil
14. janúar til 2. mars 2023.