Vatnsendablettur 724.

Á fundi skipulagsráðs 20. júní sl. lagt fram erindi Andra Martins Sigurðssonar byggingartæknifræðings dags. 13. júní 2022 f.h. lóðarhafa, þar sem sótt er um breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar. Byggingarreitur verði stækkaður til suðurs á suðausturhorni reitsins um 3,76 metra og verði samsíða lóðarmörkum í 4,89 metra fjarlægð. Hámarksbyggingarmagn á lóðinni helst óbreytt miðað við gildandi skipulagsskilmála. Þá er óskað eftir breytingu á aðkomu að lóðinni, sem verði í suðvesturhorni lóðarinnar. Fyrir liggur samþykki landeiganda.
Skipulagsráð samþykkti með tilvísun í 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að framlögð tillaga að breyttu deiliskipulagi verði grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum Vatnsendabletta nr. 0, 18, 720, 721, 722, 723 og 725. 

Tillagan er sett fram á uppdráttum í mkv. 1:2000 og 1:500 ásamt greinargerð dags. 20. júní 2022.

Nánar um tillöguna vísast til kynningargagna.

Eru þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta hvattir til að kynna sér tillöguna. Athugasemdir og ábendingar skulu hafa borist skriflega til skipulagsdeildar, Digranesvegi 1, 200 Kópavogi eða á netfangið skipulag@kopavogur.is eigi síðar en kl. 16:00 mánudaginn 8. ágúst 2022.

Skipulagsfulltrúinn í Kópavogi.

Vatnsendablettur 724.
Tímabil
5. júlí til 8. ágúst 2022.