Vatnsendahæð - Vatnsendahvarf

Tillaga að nýju deiliskipulagi. Forkynning. 

Bæjarstjórn samþykkti 8. mars 2022 að  vísa tillögu að nýju deiliskipulagi Vatnsendahæðar í Vatnsendahvarfi til forkynningar á vinnslustigi í samræmi við 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Megintilgangur deiliskipulagsvinnunnar er að móta hverfi með vistvænum áherslum í samræmi við markmið Aðalskipulags Kópavogs 2019-2040. Deiliskipulagssvæðið er um 29 hektarar og liggur að mörkum Reykjavíkur, Kórahverfis og Hvörfum í Vatnsenda. Gert er ráð fyrir nýju íbúðahverfi með fjölbreyttu formi íbúða, leikskóla og útivistarsvæðum ásamt verslun- og þjónustu. Tillagan gerir ráð fyrir 500 íbúðum alls, þar af um 150-200 íbúðum í sérbýli, (einbýli, raðhús/parhús). Hámarkshæð bygginga er 3 hæðir auk kjallara. 

Ef óskað er eftir nánari upplýsingum um tillöguna er hægt að senda fyrirspurn á starfsfólk skipulagsdeildar á netfangið skipulag@kopavogur.is.

Fimmtudaginn 7. apríl milli kl. 17 og 18 verður opinn kynningarfundur um tillöguna í sal Hörðuvallaskóla. Þar verður tillagan kynnt og starfsfólk skipulagsdeildar ásamt skipulagsráðgjöfum svara fyrirspurnum.

Eru þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta hvattir til að kynna sér tillögurnar.

Athugasemdir og ábendingar skulu hafa borist skriflega til skipulagsdeildar, Digranesvegi 1, 200 Kópavogi eða á netfangið skipulag@kopavogur.is eigi síðar en kl. 13:00 föstudaginn 22. apríl 2022.

Streymi frá íbúafundi í Hörðuvallaskóla 7.aprlíl 2022 um vinnslutillögu í forkynningu 

Ávarp Helgu Hauksdóttur formanns skipulagsráðs um deiliskipulag í forkynningu - nýtt hverfi á Vatnsendahæð í Vatnsendahvarfi

Kynningarmyndband um nýtt hverfi á Vatnsendahæð