Vatnsendahvarf. Lýsing skipulagsverkefnis.

Bæjarstjórn Kópavogs samþykkti þann 27. september 2022 að kynna skipulagslýsingu vegna fyrirhugaðrar breytingar á Aðalskipulagi Kópavogs fyrir Vatnsendahvarf í samræmi við 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. 

Breytingin er gerð í tengslum við vinnu deiliskipulag fyrir svæðið í samræmi við ábendingar og umsagnir sem hafa borist. Í aðalskipulagsbreytingunni verður afmörkun landnotkunarreita fyrir íbúðarsvæði, opin svæði og samfélagsþjónustu breytt, fellt verður út svæði fyrir verslun og þjónustu í útjaðri íbúðarsvæðisins og sú þjónusta sem þar var fyrirhuguð færð miðsvæðis inn í hverfið nálægt skóla og leikskóla. Auk þess er staðsetning minjasvæðis leiðrétt. Í athugun er að breyta Kambavegi í safngötu frá Vatnsendavegi – að og frá hverfinu.

Nánari upplýsingar veitir starfsfólk skipulagsdeildar í síma 441-0000 frá kl. 8:30 til 16:00 mánudaga til fimmtudaga og á föstudögum frá kl. 8:30 til 13:00.  Eru þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta hvattir til að kynna sér tillögurnar. Athugasemdir og ábendingar skulu hafa borist skriflega til skipulagsdeildar, Digranesvegi 1, 200 Kópavogi eða á netfangið skipulag@kopavogur.is eigi síðar en kl. 15:00 fimmtudaginn 27. október 2022.

Skipulagsfulltrúinn í Kópavogi.

Vatnsendahvarf. Lýsing skipulagsverkefnis.
Tímabil
1. október 2022 - 27. október 2022