Kópavogshreppur var stofnaður árið 1948 og voru íbúar þá rúmlega 900.
- Íbúar
- Börn og ungmenni
- Íþróttir & útivist
- Velferð
- Þjónusta
- Skipulagsmál
- Byggingarmál
- Samgöngur
- Umhverfi
- Menning
- Íbúaverkefni
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- þjónustugátt
- Ábendingar
Á afgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 26. september sl. var lögð fram umsókn Sigríðar Arngrímsdóttur arkitekts f.h. lóðarhafa Víðigrundar 23 um breytt deiliskipulag á lóðinni.
Í breytingunni felst viðbygging á einni hæð við vesturhlið núverandi einbýlishúss á lóðinni alls 35 m2. Nýtingarhlutfall á lóðinni hækkar úr 0,28 í 0,36 við breytinguna.
Embætti skipulagsfulltrúa samþykkir með tilvísun í 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að framlögð tillaga verði grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum Víðigrundar 11, 13, 21, 25, 29 og 31.
Ofangreind tillaga að breyttu deiliskipulagi Víðigrundar 23 er frábrugðin þeirri tillögu sem grenndarkynnt var í apríl og maí sl. að því leiti að dregið hefur verið úr umfangi viðbyggingarinnar, fallið hefur verið frá byggingu kjallara og kjallaratrappa, fjarlægð frá lóðarmörkum aukin og fyrirhuguð viðbygging lækkuð.
Frestur til að gera athugasemdir við kynnta tillögu er til kl. 16:00 þann 31. október 2022.
Ábendingum og athugasemdum við framlagða tillögu skal skila skriflega til skipulagsdeildar Kópavogs, Digranesvegi 1, 200 Kópavogi eða með tölvupósti á skipulag@kopavogur.is.
Takk fyrir! Ábending þín er móttekin
Kópavogshreppur var stofnaður árið 1948 og voru íbúar þá rúmlega 900.
Vissir þú af opnu bókhaldi Kópavogsbæjar? Þarna getur þú skoðað hvert og í hvað peningarnir fara.
Álfhóll við Álfhólsveg er jökulsorfinn klapparhóll sem nýtur bæjarverndar sem bústaður álfa.
Myndavefur Kópavogsbæjar birtir einnig gömul myndbönd úr Kópavogi. Sjáðu gömul myndbönd úr Kópavogi.
Íbúafjöldi í Kópavogi þann 1. ágúst 2023 var 40.288 íbúar.