Víðigrund 7

Í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, er hér með auglýst tillaga að breyttu á deiliskipulagi  í Kópavogi.

Á fundi skipulagsráðs 17. ágúst 2020 var lagt fram erindi Sigríðar Arngrímsdóttur arkitekts dags. 15. maí 2020 fh. lóðarhafa Víðigrundar 7 þar sem óskað er eftir breytingu á deiliskipulagi. Í breytingunni felst að ónýtt og kalt kjallararými undir húsinu verði íverurými þar sem koma á fyrir svefnherbergjum, baðherbergjum, þvottahúsi og geymslum auk þess sem rúmlega 30 m2 rýmis verður nýttur sem vinnustofa. Einnig mun ásýnd hússins breytast þar sem anddyri færist frá vesturhlið hússins á austurhlið auk þess sem komið verður fyrir gluggum og útidyrahurðum á kjallararýmið. Uppdrættir í mkv. 1:50 og 1:100 dags. í maí 2020.

Með vísan til 2. mgr. 43. gr. laga nr. 123/2010 er eftirtöldum lóðarhöfum gefinn kostur á að tjá sig um tillöguna:

Víðigrund 5, 9, 11 og 13.

Kynning hefst þann 11. janúar 2021 og skal ábendingum og athugasemdum við framlagða tillögu skila skriflega til Skipulagsdeildar Kópavogs, Digranesvegi 1, 200 Kópavogi eða með tölvupósti á skipulag@kopavogur.is fyrir kl. 15:00 fimmtudaginn 11. febrúar 2021.

Víðigrund 7
Tímabil
11. janúar 2021 - 11. febrúar 2021