Víðihvammur 26

Á fundi skipulagsráðs þann 6. september 2021 var lagt fram erindi STÁSS Arkitekta fyrir hönd lóðarhafa Víðihvamms 26 dags. 13. ágúst 2021. Sótt er um leyfi til að rífa létta útbyggingu á austurhlið hússins og byggja þess í stað nýjan inngang. Þak viðbyggingar mun nýtast sem svalir út frá rishæð og viðbótar flóttaleið. Auk þessarar stækkunar er sótt um leyfi fyrir þremur minniháttar breytingum. Að stækka kvist á rishæð og stækka glugga á salerni. Breyta gluggaopi á austurhlið í hurðaop með svalahurð út á nýjar svalir. Breyta núverandi inngangi á norðurhlið í glugga á stækkuðu salerni á jarðhæð.Núverandi íbúðarhús er skráð 173,2 m². Lóðarstærð er 639 m². Núverandi nýtingarhlutfall er 0,27. Heildarbyggingarmagn á lóð eftir breytingu verður 240 m² sem mun gera nýtingarhlutfallið 0,38. Meðaltalsnýtingarhlutfall á lóðum við Víðihvamm 21, 23, 24, 25, 28, 30 og Fífuhvamm 31, 33 og 35 er 0,37 (lægst 0,26 og hæst 0,54). Uppdráttur í mkv. 1:100 dags. 20. janúar 2016.

Skipulagsráð samþykkir með tilvísun í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Víðihvamms 21, 23, 24, 25, 27, 28, 30, 32, Fífuhvamms 31, 33 og 35.

Kynning hófst 13. september 2021 og skal ábendingum og athugasemdum við framlagða tillögu skila skriflega til skipulagsdeildar Kópavogsbæjar, Digranesvegi 1, 200 Kópavogi eða með tölvupósti á skipulag@kopavogur.is  fyrir kl. 15:00 miðvikudaginn 13. október 2021. Eru þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta hvattir til að kynna sér tillöguna.

Víðihvammur 26
Tímabil
13. september 2021 - 13. október 2021