Sveitarstjórnarkosningar fara fram 14. maí 2022.
Local government election will be held in Iceland on 14 May 2022.
Kjörfundur í Kópavogi stendur yfir frá 09.00 til 22.00. Kjörstaðir í Kópavogi eru tveir, íþróttahúsið Smárinn og íþróttahúsið Kórinn.
Íbúar vestan Reykjanesbrautar og í Lindahverfi kjósa í íþróttahúsinu Smáranum, Dalsmára 5. Íbúar austan Reykjanesbrautar að frátöldum þeim sem búa í Lindahverfi kjósa í íþróttahúsinu Kórnum, Vallakór 12.
Kjósandi skal gera kjörstjórn grein fyrir sér á kjörstað með því að framvísa kennivottorði eða nafnskírteini eða á annan fullnægjandi háttað mati kjörstjórnar. Ef hann þannig á rétt á að greiða atkvæði samkvæmt kjörskránni afhentir fulltrúi í kjörstjórn honum einn kjörseðil.
Hægt er að fylgjast með kjörsókn í Kópavogi hér.
Kjörstjórn
Yfirkjörstjórn í Kópavogi skipa: Snorri Tómasson, Ingibjörg Ingvadóttir, Jón Ögmundsson. Aðsetur kjörstjórnar á kjördag verður í íþróttahúsinu Smáranum, sími 899 3608. Talning atkvæða fer fram í íþróttahúsinu Kórnum að kjörfundi loknum.
Talning
Talning atkvæða í sveitarstjórnarkosningum þann 14. maí 2022 í Kópavogi fer fram í íþróttahúsinu Kórnum að Vallakór 12–14 og hefst að kjörfundi
loknum kl. 22.
Kjörskrá
Kjörskrá vegna sveitarstjórnarkosninga 14. maí 2022 liggur frammi í þjónustuveri á Bæjarskrifstofum Kópavogs, Digranesvegi 1, frá og með 23.apríl næstkomandi. Ef einhverjar athugasemdir eru við kjörskrána ber að snúa sér með þær til bæjarlögmanns.
Kosning utan kjörfundar
Utankjörfundaratkvæðagreiðsla við embætti Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu vegna kosninga til sveitarstjórna sem fram fara 14. maí 2022 hefst þann 15. apríl nk. og fer eingöngu fram í Holtagörðum á 2. hæð. Nánar um kosningu utan kjörfundar 2022.
Opnunartími:
15. - 16. apríl, kl. 11:00 - 14:00
19. apríl - 1. maí, kl. 10:00 - 20:00
2. maí - 13. maí, kl. 10:00 - 22:00
Information in English
Information in English about the election.