Opin svæði

Í öllum hverfum bæjarins má finna leiksvæði til útivistar. Auk fjölbreyttra opinna svæða í bæjarlandi.

Opin svæði

Bæjarland Kópavogs er kjörið til útivistar og má þar finna fjöldann allan af fjölbreyttum og skemmtilegum opnum svæðum. Má þar nefna strandlengjuna á Kársnesi, Kópavogsdalinn, Fossvogsdalinn og Borgarholt. Af garðsvæðum má nefna Rútstún, Hlíðargarð, trjásafnið í Meltungu í Fossvogsdal og Guðmundarlund.

Leiksvæði

Á sjötta tug opinna leiksvæða eru í bænum. Leiksvæðum er viðhaldið af Þjónustumiðstöð og ábendingar um lagfæringar skulu berast þangað.  

 Stígar

Um opnu svæðin liggja tugir kílómetra af ýmsum gerðum göngustíga, hjólastíga og reiðstíga sem gera svæðin aðgengileg.

Skógræktar- og uppgræðslusvæði

Eiginleg skógrækt í landi Kópavogs hófst árið 1990 með Landgræðsluskógaverkefni. Um 650 ha landssvæðis í Kópavogi er skilgreint fyrir skógrækt og uppgræðslu og eru þau svæði að finna í Vatnsendalandi og Lækjarbotnum.  

 

 

    Síðast uppfært 15. júní 2017