Börn og fjölskyldur

 Velferðarsvið veitir fjölbreyttan stuðning til barna og fjölskyldna þeirra.

Börn og fjölskyldur í Kópavogi geta fengið fjölbreyttan stuðning til að mæta þörfum vegna félagslegra aðstæðna, álags, veikinda eða fötlunar.

Stuðningurinn getur miðað að því að styrkja foreldra eða forsjáraðila við uppeldi barna eða til að styrkja þá í uppeldishlutverki sínu svo þeir geti búið börnum sínum örugg og þroskavænleg uppeldisskilyrði. Einnig getur stuðningurinn verið fyrir börn og fjölskyldur þeirra sem þurfa aðstoð vegna fötlunar, skerðinga, langvinnra veikinda og/eða félagslegra aðstæðna. Lesa má nánar um stuðning við börn og fjölskyldur hér.

Í Áttunni er veitt almenn uppeldisráðgjöf til foreldra í Kópavogi bæði í gegnum síma og í viðtölum á skrifstofum velferðarsviðs ásamt sértækari meðferð fyrir fjölskyldur sem búa við flóknari aðstæður. 

Ýmis námskeið fyrir foreldra og börn í Kópavogi eru haldin í samstarfi mennta- og velferðarsviðs s.s. kvíðanámskeið og PMTO -foreldrafærni námskeið.

Í Barnavernd er unnið að því markmiði að tryggja að börn sem búa við óviðunandi aðstæður eða börn sem stofna heilsu sinni og þroska í hættu fái nauðsynlega aðstoð. Leitast skal við að ná markmiðum með því að styrkja fjölskyldur í uppeldishlutverki sínu og beita úrræðum til verndar einstökum börnum þegar það á við.

Síðast uppfært 04. apríl 2022