Áttan - uppeldisráðgjöf

Áttan uppeldisráðgjöf veitir foreldrum ráðgjöf og stuðning við umönnun og uppeldi barna sinna.

Starfsfólk barnaverndar eða þjónustu- og ráðgjafardeildar fatlaðra sækir um úrræðið í samvinnu við foreldra. Þjónustan er þannig upp byggð að ráðgjafi Áttunnar kemur heim til fjölskyldunnar tvisvar í viku og stendur þjónustan að jafnaði yfir í 12-14 vikur.
Unnið er að því að greina vanda fjölskyldunnar, leiðbeina foreldrum og vinna með þeim að settum markmiðum. Bætt samskipti foreldra og barna, uppeldisaðferðir og umbunarkerfi eru þeir þættir sem oftast er unnið með í úrræðinu.

Í Áttunni er einnig boðið upp á PMTO meðferð fyrir foreldra. Í PMTO meðferð er unnið með ákveðna þætti til að stuðla að jákvæðri hegðun barnsins og draga úr hegðunarvanda.

Síðast uppfært 07. janúar 2020