Stuðningur við fjölskyldur

PMTO stendur fyrir Parent Management Training – Oregon og er gagnreynt meðferðarúrræði fyrir foreldra og aðra sem koma að uppeldi. 

PMTO - foreldrafærni

Rannsóknir hafa leitt í ljós að PMTO dregur úr hegðunarvanda barns á heimili og hefur auk þess jákvæð áhrif á samskipti innan fjölskyldu og frammistöðu barns í námi.

Í PMTO er unnið með ákveðna grunnþætti í því skyni að stuðla að jákvæðri hegðun barns og draga úr hegðunarvanda. Þessir þættir eru: kerfisbundin hvatning til að kenna nýja hegðun og beina athygli að því sem vel gengur; að setja mörk til að draga úr og stöðva óæskilega hegðun; markvisst eftirlit þar sem foreldrum er kennt að hafa eftirlit með því hvar barnið er og aðhefst á hverjum tíma; lausnaleit þar sem foreldrar eru þjálfaðir í aðferðum til að leysa ágreining; jákvæð samvera og afskipti sem felst í ýmsum leiðum foreldra til að sýna börnum sínum ást og umhyggju. Jafnframt er lögð áhersla á skýr fyrirmæli, vinnu með samskipti og tilfinningar og samvinnu heimilis og skóla.

Nánar er hægt að lesa um PMTO á Íslandi hér: https://www.pmto.is/

 • PMTO foreldranámskeið

  PMTO foreldranámskeið fyrir foreldra barna á aldrinum 4 - 12 ára eru haldin reglulega á vegum velferðar- og menntasviðs Kópavogsbæjar. Um er að ræða 8 vikna hópnámskeið þar sem PMTO meðferðaraðilar vinna með foreldrum einu sinni í viku og foreldrar vinna síðan heima á milli tíma. Námskeiðin hafa verið vel sótt og samkvæmt mati foreldra er mikil ánægja með þau og flestir telja sig færari við uppeldi barna sinna eftir námskeiðin en áður.

  Til að komast á PMTO foreldranámskeið geta foreldrar sótt umsóknareyðublað á heimsíðu eða óskað eftir því að skóli barnsins eða ráðgjafar á velferðarsviði hafi milligöngu með umsókn.

  Vantar link.

 • PMTO hópmeðferð (PTC)

  PMTO hópmeðferð (PTC) er 14 vikna hópmeðferð fyrir foreldra barna 6 – 14 ára, með samskipta- og hegðunarvanda. Lögð er áhersla á vinnu með verkfærum PMTO og sveigjanleika til að mæta þörfum hverrar fjölskyldu. Reyndir meðferðaraðilar vinna með hópnum og foreldrar vinna heima á milli tíma. Unnið er með ákveðna grunnþætti til að stuðla að jákvæðari hegðun barnsins og draga úr hegðunarvanda.

  Til að komast í PTC hópmeðferð geta foreldrar óskað eftir því að skóli barnsins eða ráðgjafar á velferðarsviði hafi milligöngu með umsókn.

   

 • Einstaklingsmeðferð í PMTO

  Einstaklingsmeðferð í PMTO er fyrir foreldra barna með flókinn samskipta- og hegðunarvanda. Lögð er áhersla á markvissa vinnu með foreldrum þar sem unnið er sérstaklega út frá þörfum hverrar fjölskyldu. Um er að ræða einstaklingsþjónustu sem felst m.a. í allt að 20 viðtölum hjá PMTO meðferðaraðila. Tímasetning viðtala fer eftir þörfum hverrar fjölskyldu. Unnið er með ákveðna grunnþætti til að stuðla að jákvæðri hegðun barnsins og draga úr samskipta- og hegðunarvanda.

  Til að komast einstaklingsmeðferð í PMTO geta foreldrar óskað eftir því að ráðgjafar á velferðarsviði hafi milligöngu með umsókn.

 • PMTO í leik- og grunnskólum

  Skólum gefst tækifæri á að senda fagfólk á námskeið í PMTO-grunnmenntun. Megintilgangur námskeiðsins er að efla fagfólk innan skólans til að takast á við hegðunarvanda nemenda með markvissum og jákvæðum hætti. Fagfólki með PMTO- grunnmenntun er ætlað að styrkja annað starfsfólk og foreldra þegar takast þarf á við hegðunarvanda í skóla.

 • Næstu námskeið

  Haldin verða tvö 8 vikna námskeið haustið 2019.

  PMTO námskeið fyrri foreldra 4-6 ára barna verður haldið á mánudögum kl. 17:00-19:00 og hefst 2. september og líkur 21. október.

  PMTO námskeið fyrri foreldra 6-14 ára barna verður haldið á miðvikudögum kl. 17:00-19:00 og hefst 4. september og líkur 23. október.

  Námskeiðin verða haldin á velferðarsviði Kópavogs, Fannborg 6 á 1. hæð. Þátttökugjald er 12.000 fyrir fjölskyldu. Innifalin eru  námskeiðsgögn og veitingar

Fagfólk með sérþekkingu á aðferðum PMTO

Lilja Rós Agnarsdóttir, félagsráðgjafi, MA og forstöðumaður Áttunar-uppeldisráðgjafar

Árni Sveinsson, félagsfræðingur og ráðgjafi Áttunar-uppeldisráðgjafar

Ásdís Emilía Gunnlaugsdóttir, leikskólasérkennari og sérkennsluráðgjafi

Nánari upplýsingar

Síðast uppfært 04. desember 2019