Markaðsstofa Kópavogs

Markaðsstofa Kópavogs er sjálfseignarstofnun sem stofnuð er af Kópavogsbæ. Stjórn stofunnar er skipuð fjórum fulltrúum frá Kópavogsbæ og þremur fulltrúum frá atvinnulífinu.

Markaðsstofa Kópavogs hefur eftirtalin verkefni: Að efla atvinnuþróun og starfa að ferða- og markaðsmálum í Kópavogi í nánu samstarfi atvinnulífsins, sveitarfélagsins og annarra sem vilja stuðla að uppbyggingu í bænum. Að styrkja stöðu Kópavogs sem næststærsta sveitarfélags landsins, áfangastaðar í ferðaþjónustu og miðstöðvar verslunar og þjónustu.

Að styrkja ímynd svæðisins og auka eftirspurn eftir hvers konar þjónustu í samstarfi og samráði við fyrirtæki, samtök, íþróttafélög og menningarstofnanir.

Markaðsstofa Kópavogs Facebook logo

Síðast uppfært 26. júlí 2023