Bókasafn Kópavogs: Örnámskeið í rafbókasafninu

Örnámskeið í notkun Rafbókasafnsins

 

Fimmtudaginn 21. september verður örnámskeið í notkun Rafbókasafnsins á aðalsafni Bókasafns Kópavogs. Námskeiðið fer fram í fjölnotasalnum á 1. hæð klukkan 16.

 

Til að nýta sér Rafbókasafnið þarf gilt bókasafnsskírteini og PIN-númer hjá Bókasafni Kópavogs.

 

Rafbókasafnið samanstendur af fjölmörgum efnisflokkum og þar á meðal eru klassískar bókmenntir, spennusögur, ástarsögur, vísindaskáldsögur, ævisögur og fræðibækur. Flestar bækurnar eru á ensku en ráðgert er að í framtíðinni verði einnig hægt að fá íslenskt efni.

 

Gott er að hafa meðferðis snjalltæki á borð við spjaldtölvu eða snjallsíma en þó ekki nauðsynlegt.

 

Allir velkomnir!

 

Rafbókasafnið er aðgengilegt á www.rafbokasafnid.is. Nánari upplýsingar og leiðbeiningar má finna á heimasíðu bókasafnsins: http://www.bokasafnkopavogs.is/safnkostur/rafbokasafnid/