Fjölskyldustund í Gerðarsafni: Hver ert þú?

Hvernig litir þú út ef þú værir úr einu löngu striki? Hvernig lítur persónuleiki þinn út? Í smiðjunni sem er fyrir alla fjölskylduna verða gerðar sjálfsmyndir og skúlptúrar. Smiðjan er liður í fjölskyldustundum Menningarhúsanna í Kópavogi sem haldnar eru á hverjum laugardegi. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir.