Gerðarsafn: Staðsetningar, annar hluti

Seinni hluti sýningarinnar Staðsetningar í Gerðarsafni stendur yfir frá 3. nóvember - 17. desember 2017.

Staðsetningar er sýning á verkum Einars Garibalda Eiríkssonar og Kristjáns Steingríms Jónssonar, sem hafa báðir mótað með sér persónulega nálgun í rannsóknum sínum á náttúru, stöðum og staðsetningum. Á seinni hluta sýningarinnar er ljósi varpað á sköpunarferli listamannanna og þær rannsóknir sem búa að baki listaverkunum.

Listamenn
Einar Garibaldi Eiríksson & Kristján Steingrímur Jónsson 

Sýningarstjórn
Jón Proppé & Kristín Dagmar Jóhannesdóttir