Kóder forritunarnámskeið

Bókasafn Kópavogs, í samstarfi við Kóder, mun bjóða upp á ókeypis Hopscotch námskeið fyrir krakka á aldrinum 6-12 ára. Hopscotch fyrir iPad hjálpar krökkum að læra grunnhugtök forritunar í gegnum kubbaforritun.
 
Gott er að hafa iPad meðferðis að heiman. Skráning fer fram á bylgjaj@kopavogur.is
 
Viðburðurinn er liður í fjölskyldustundum Menningarhúsanna í Kópavogi.