Kópavogur í nýju ljósi á Bókasafni Kópavogs

Bolli Magnússon opnar ljósmyndasýninguna "Kópavogur í nýju ljósi "á Bókasafni Kópavogs þriðjudaginn 15. ágúst og stendur sýningin yfir til 13. september.

 

Ljósmyndasýning Bolla fær Kópavogsbúa til að líta bæinn sinn öðrum augum með því að sýna þekkt kennileiti í nýju ljósi og benda á leyndar perlur í bænum sem fæstir hafa leitt hugann að.

 

Nánari upplýsingar veitir Ragna Guðmundsdóttir ragnag@kopavogur.is