Listamannaspjall / Artist talk

English below

Sunnudaginn 23. september kl. 15:00-16:00 fer fram listamannaspjall með Áslaugu Írisi Katrínu Friðjónsdóttur.  Á sýningunni SKÚLPTÚR / SKÚLPTÚR býður safnið samtímalistamönnum að ganga inn í sýningu Gerðar Helgadóttur undir hatti sýningarraðarinnar. Með því er gerð tilraun til að draga fram skúlptúrinn í samtímanum, ekki einungis sem mikilvægum hluta listasögunnar heldur einnig sem lifandi sjónrænu tungumáli samtímalistarinnar. Listamenn sýningarinnar í ár eru Áslaug Íris Katrín Friðjónsdóttir, Jóhanna Kristbjörg Sigurðardóttir, Steinunn Önnudóttir, Styrmir Örn Guðmundsson og Gerður Helgadóttir.

Verk Áslaugar eiga sterkar rætur í byggingariðnaði og skapa jafnframt hugrenningartengsl við borgarlandslagið hvað varðar efnisval, liti, form og næmt auga listamannsins fyrir umhverfi sínu.

Áslaug Íris Katrín Friðjónsdóttir (f. 1981) útskrifaðist frá Listaháskóla Íslands árið 2006 og lauk síðar mastersnámi frá School of Visual Arts í New York árið 2009. Auk sýningarhalds hefur hún tekið þátt í margs konar verkefnum bæði hér heima og erlendis.

 

Aðgangur á safnið gildir á viðburðinn.

 

-------------------------------------------------------------------------------------

 

An artist talk will take place in Gerðarsafn Sunday the 23rd of September at 3 p.m. Áslaug Íris Katrín Friðjónsdóttir will discuss her work in the exhibition SCULPTURE / SCULPTURE.

SCULPTURE / SCULPTURE is an exhibition series that seeks to honor sculptor Gerður Helgadóttir (1928-1975), whom the museum is named after. The exhibition shows her contribution to Icelandic art as well as giving insight into the medium in contemporary times. This year´s exhibition showcases works by contemporary artists alongside the works of Gerður Helgadóttir. Participants for the series this year have been selected out of over 100 artists that applied. They are Áslaug Íris Katrín Friðjónsdóttir, Jóhanna Kristbjörg Sigurðardóttir, Steinunn Önnudóttir and Styrmir Örn Guðmundsson.

Áslaug’s work is firmly rooted in the construction industry and also evokes images of urban landscapes, regarding material, colour, form and the artist’s perceptive eye for her surroundings. Áslaug Íris Katrín Friðjónsdóttir (b. 1981) obtained a BA degree in fine arts from the Iceland Academy of the Arts in 2006 and in 2009 she graduated from the School of Visual Arts in New York with a MFA. She has participated in numerous exhibitions in Iceland and abroad as well as been a part of several creative projects.

The event is included in the admission to the museum.