Listamannaspjall I Artist talk

English below

Listamannaspjall með Steinunni Önnudóttur & lokadagur sýningar

Sunnudaginn 7. október kl. 15:00-16:00 fer fram listamannaspjall með Steinunni Önnudóttur en spjallið markar einnig lokadag sýningarinnar sem staðið hefur yfir síðan í lok ágúst. Á sýningunni  SKÚLPTÚR / SKÚLPTÚR  býður safnið samtímalistamönnum að ganga inn í sýningu Gerðar Helgadóttur undir hatti sýningarraðarinnar og með því er gerð tilraun til að draga fram skúlptúrinn í samtímanum, ekki einungis sem mikilvægum hluta listasögunnar heldur einnig sem lifandi sjónrænu tungumáli samtímalistarinnar. Listamenn sýningarinnar í ár eru Áslaug Íris Katrín Friðjónsdóttir, Jóhanna Kristbjörg Sigurðardóttir, Steinunn Önnudóttir, Styrmir Örn Guðmundsson og Gerður Helgadóttir.

Athuganir Steinunnar Önnudóttur eru á bilinu milli ásetnings og tilviljana sem er ríkjandi í verkum hennar. Á sama tíma og hún tekur efnið föstum tökum skilur hún eftir rými til að leyfa því að þróast í óvæntar áttir. Steinunn fæst fyrst og fremst við málverk og skúlptúra sem renna gjarnan saman og skilin eru óljós.

Steinunn (f. 1984) útskrifaðist með BA í myndlist frá Gerrit Rietveld Academie í Amsterdam árið 2011 og lauk einnig BA í grafískri hönnun frá sama skóla árið 2009. Hún býr og starfar í Reykjavík þar sem hún rekur sýningarrýmið Harbinger en hefur einnig fengist við útgáfu bóka og bókverka.

Aðgangur á safnið gildir á viðburðinn.

 

 

Artist talk with Steinunn Önnudóttir & the final day of the exhibition

15:00-16:00

 

An artist talk will take place in Gerðarsafn Sunday the 7th of October at 3 p.m. Steinunn Önnudóttir will discuss her work in the exhibtion SCULPTURE / SCULPTURE. The event also marks the last day of the exhibiton.

SCULPTURE / SCULPTURE is an exhibition series that seeks to honor sculptor Gerður Helgadóttir (1928-1975), whom the museum is named after. The exhibition shows her contribution to Icelandic art as well as giving insight into the medium in contemporary times. This year´s exhibition showcases works by contemporary artists alongside the works of Gerður Helgadóttir. Participants for the series this year have been selected out of over 100 artists that applied. They are Áslaug Íris Katrín Friðjónsdóttir, Jóhanna Kristbjörg Sigurðardóttir, Steinunn Önnudóttir and Styrmir Örn Guðmundsson.

Steinunn’s observations on the gap between intention and coincidence is prominent in her work. She is resolute in her dealings with the material but also gives it space to develop in unexpected directions. Steinunn is primarily preoccupied with paintings and sculptures which often blend together and the boundaries between them are blurry.

Steinunn (b. 1984) finished her BA in art from Gerrit Rietveld Academie in Amsterdam in 2011, first having finished a BA in graphic design from the same institution in 2009. She lives and works in Reykjavík where she runs the exhibition space Harbinger and has also published books and other items.

The event is included in the admission to the museum.