Menning á miðvikudögum í Menningarhúsunum í Kópavogi

Menningarhúsin í Kópavogi skiptast á að bjóða ókeypis dagskrá á hverjum miðvikudegi í vetur. Fyrsta og þriðja miðvikudag í mánuði er ljósmyndagreining í Héraðsskjalasafni Kópavogs en greiningin hefst kl. 10:30 og er í samstarfi við Sögufélag Kópavogs. Tónleikar, leiðsagnir og upplestrar eru  hinsvegar á dagskrá í Salnum, Gerðarsafni, Náttúrufræðistofu Kópavogs og Bókasafni Kópavogs og hefst sú dagskrá ætíð kl. 12:15.

Dagskráin er sem hér segir:

Menning á miðvikudögum í Menningarhúsunum í Kópavogi

Salurinn, Náttúrufræðistofa Kópavogs, Bókasafn Kópavogs, Gerðarsafn og Héraðsskjalasafn Kópavogs bjóða upp á fjölbreytta dagskrá á hverjum miðvikudegi. Allir hjartanlega velkomnir og þátttaka ókeypis.

Hádegi í París
27. september kl. 12:15 Salurinn

Hafdís Vigfúsdóttir flautuleikari og Svanur Vilbergsson gítarleikari leika tónlist eftir Poulenc, Ibert, Debussy og Ravel.

Ljósmyndagreining

4. október kl. 10:30-11:30 Héraðsskjalasafn Kópavogs

Sérfræðingar Héraðsskjalasafns í félagi við Sögufélag Kópavogs spjalla um myndir sem varðveittar eru í Héraðsskjalasafninu og nýta sér vitneskju gesta.

 

Ekki vera sár

4. október kl. 12:15 Bókasafn Kópavogs

Kristín Steinsdóttir ræðir um bækur sínar og les upp úr og segir frá nýrri bók sinni, Ekki vera sár  í notalegu umhverfi aðalsafns Bókasafns Kópavogs.

 

Jarðfræði Íslands Náttúrufræðistofa Kópavogs

11. október kl. 12:15

Leiðsögn með sérfræðingum Náttúrufræðistofu um nýopnaða sýningu sem fjallar um jarðfræði Íslands.

 

Ljósmyndagreining Héraðsskjalasafn Kópavogs

18. október kl. 10:30-11:30

Sérfræðingar Héraðsskjalasafns í félagi við Sögufélag Kópavogs spjalla um myndir sem varðveittar eru í Héraðsskjalasafninu og fá álit gesta.

 

Skoðum málverk! Gerðarsafn

18. október kl. 12:15

Kristján Steingrímur Jónsson og Einar Garibaldi Eiríksson fara með gesti í leiðangur um sýninguna Stað-setningar í Gerðarsafni.

 

 

Árferð  Salurinn
25. október kl. 12:15
Laufey Sigurðardóttir fiðluleikari og Elísabet Waage hörpuleikari ferðast með áheyrendum um árstíðirnar og dægrin. Þær flytja m.a. verkið Árferð eftir Báru Grímsdóttur en verkið er byggt á íslenskum þjóðlagaarfi.

 

Ljósmyndagreining Héraðsskjalasafn Kópavogs

1.nóvember  kl. 10:30-11:30

Sérfræðingar Héraðsskjalasafns í félagi við Sögufélag Kópavogs spjalla um myndir sem varðveittar eru í Héraðsskjalasafninu og fá álit gesta.

 

Matarmenning Íslendinga  Bókasafn Kópavogs

1. nóvember kl. 12:15

Nanna Rögnvaldsdóttir matgæðingur og höfundur ræðir um matarmenningu Íslendinga í gegnum tíðina á aðalsafni Bókasafns Kópavogs.

 

Pöddustund Náttúrufræðistofa Kópavogs

8. nóvember kl. 12:15

Skordýrasafn Náttúrufræðistofunnar skoðað frá ýmsum hliðum.

 

Ljósmyndagreining  Héraðsskjalasafn Kópavogs

15. nóvember kl. 10:30-11:30

Sérfræðingar Héraðsskjalasafns í félagi við Sögufélag Kópavogs spjalla um myndir sem varðveittar eru í Héraðsskjalasafninu og fá álit gesta.

Gamalt og nýtt fyrir sembal Salurinn
15. nóvember kl.12:15

Guðrún Óskarsdóttir semballeikari fléttar saman ólíkum verkum frá barokktímanum og 21.öld.

Innlit í listaverkageymslur Gerðarsafn

22. nóvember kl. 12:15

Brynja Sveinsdóttir sérfræðingur á Gerðarsafni sýnir gestum hvar og hvernig verk Gerðar Helgadóttur er komið fyrir í geymslum safnsins.

 

Bókmenntaumfjöllun Bókasafn Kópavogs

29. nóvember kl. 12:15

Fjallað verður um bókmenntir og jólabókaútgáfuna á aðalsafni Bókasafns Kópavogs.

 

Ljósmyndagreining Héraðsskjalasafn Kópavogs

6. desember kl. 10:30-11:30

Sérfræðingar Héraðsskjalasafns í félagi við Sögufélag Kópavogs spjalla um myndir sem varðveittar eru í Héraðsskjalasafninu og fá álit gesta.

 

Spjall um sýningargerð Gerðarsafn

6. desember kl. 12:15

Þeir félagar segja frá gerð sýningarinnar Stað-setningar en seinni hluti sýningarinnar stendur nú  yfir.

 

Og kóngarnir heilögu sungu Salurinn
13. desember kl. 12:15
Hanna Dóra Sturludóttir söngkona og Snorri Sigfús Birgisson píanóleikari flytja jólalög og lög sem lýsa upp skammdegið.