Menningarhúsin: Vetrarfrí í grunnskólum

Ókeypis dagskrá fyrir skólakrakka í vetrarfríi verður á Bókasafni Kópavogs, aðalsafni og Lindasafni  og í Gerðarsafni. Dagskráin er sem hér segir:

Bókasafn Kópavogs:

20. febrúar  11:00 - 13:00 - Aðalsafn 

Bíófjör. "Leitin að Dóru" verður sýnd í Salnum á 1. hæð. 

20. febrúar 14:00 - 16:00 - Lindasafn

Ritsmiðja fyrir 9 - 12 ára krakka með Evu Rún. Skráning á menningarhusin@kopavogur.is

21. febrúar 13:00 - 15:00 Aðalsafn 

Spilum saman með Spilavinum sem verða með úrval af borðspilum.

21. febrúar 14:00 - 16:00 Lindasafn

Borðspil fyrir alla krakka.

Gerðarsafn:

20. og 21. febrúar kl. 14:00 - 16:00

Óvenjulega venjuleg ljóð/list fyrir krakka á unglingastigi. Ásta Fanney, skáld og myndlistarmaður, leiðir smiðju í ljóðagerð í samtali við myndlist. Skráning á menningarhusin@kopavogur.is.

 

 

Viðburðirnir eru ókeypis og allir velkomnir.