Myndlistarsýning | Huginn og Muninn

Cecilia Duif opnar sýningu á verkum sínum á aðalsafni laugardaginn 2. júní kl. 15. Á sýningunni er að finna vatnslita- og olíumyndir sem tileinkaðar eru hrafninum, einum helsta einkennisfugli íslenskrar náttúru. Fas hans, fjaðrahamurinn og augun heilluðu Ceciliu strax við fyrstu kynni eins og glögglega má sjá í verkum hennar.

Gréta Rún Snorradóttir leikur á selló fyrir sýningargesti.
Sýningin stendur yfir til 30. júní.