Náttúruvísindi, ljóðlist og myndlist á heilsdagsnámskeiði

Heilsdagsnámskeið í Menningarhúsunum í Kópavogi fyrir 6 – 9 ára krakka 14. – 18. ágúst frá 9:00-16:00

14. – 16. ágúst kl. 9:30 – 12:00
Fjöruferðir og rannsóknarvinna með sérfræðingum Náttúrufræðistofu 

17. og 18. ágúst kl. 9:30 – 12:00
Ljóðasmiðja með Höllu Margréti Jóhannsdóttur á Bókasafni Kópavogs

12:00 – 13:00 
Hádegishlé með leiðbeinendum á vegum Kópavogsbæjar

14. – 18. ágúst kl. 13:00 – 16:00
Listsmiðja með myndlistarmönnunum Bryndísi Hrönn Ragnarsdóttur og Linn Björklund. Þrívíddarverk og fleira í anda Gerðar Helgadóttur unnið í Gerðarsafni
Hámarksfjöldi þáttakenda er 18 börn og námskeiðsgjald 24.000kr. Þátttakendur hafi meðferðis hlífðarfatnað og hádegisnesti.

Skráning á http://sumar.kopavogur.is/rit-leiklist-visindi-og-myndlist/
Nánari upplýsingar: menningarhusin@kopavogur.is