Raftónlistarnámskeið fyrir unglinga

Raftónlistarkonan Steinunn Eldflaug mun kenna unglingum undirstöðuatriði í raftónlist og lagagerð en Menningarhúsin í Kópavogi bjóða uppá námskeiðið sem er liður í Barnamenningarhátíð í Kópavogi. Aðeins 16 þátttakendur komast að á námskeiðið sem fer fram í Molanum, ungmennahúsi, en skráning fer fram á netfangið menningarhusin@kopavogur.is. Steinunn Eldflaug mun kenna notkun á trommuheila, sequencer og fleiri græjum í því skyni að unglingar læri að setja saman flott lag á einfaldan hátt.