Sumartónleikar Bachelsi / Summer Concerts Bachelsi

English below

Sumartónleikar Bachelsis verða haldnir næstkomandi fimmtudag kl. 18. í sýningarsal Gerðarsafns, innan um verk Gerðar Helgadóttur á yfirstandandi sýningu safnsins; Gerður: Yfirlit. Bachelsi samanstendur af fiðluleikurunum Ingibjörgu Ástu Guðmundsdóttur og Sólrúnu Ylfu Ingimarsdóttur en þær kynntust við nám í Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar. Í sumar hafa þær tekið fyrir tónverk J. S. Bach með nýrri nálgun og útsett með fleiri hljóðfæraleikurum.  Tónleikarnir eru tæpur klukkutími að lengd og að þeim loknum er boðið upp á bakkelsi á neðri hæð safnsins þar sem áður var Garðskálinn. Tónlistarmenn sem koma fram ásamt tvíeykinu eru:  Katrín Helga Ólafsdóttir á rafbassa, Rögnvaldur Konráð Helgason, óbó og Brynjar Friðrik Pétursson á klassískum gítar.

Verkefnið er hluti af Skapandi sumarstörfum á vegum Kópavogsbæjar og aðgangur er ókeypis.

 

--------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

 

Bachelsi’s summer concert

Next Thursday at 6 p.m. the duo Bachelsi will perform works from J.S Bach in Gerðarsafn Kópavogur Art Museum. The duo consists of violinists Ingibjörg Ásta Guðmundsdóttir and Sólrún Ylfa Ingimarsdóttir. This summer they studied pieces by Bach and arranged them to various instruments. The concerts are an hour long and afterwards we offer our guests some pastries.

Musicians joining the concert are: Katrín Helga Ólafsdóttir, electric bass, Rögnvaldur Konráð Helgason, oboe and Brynjar Fridrik Pétursson, classical guitar.