Vatnið í náttúru Íslands

Hilmar J. Malmquist forstöðumaður Náttúruminjasafns Íslands segir frá undirbúningi sýningar á vegum Náttúruminjasafnsins í Perlunni. Um er að ræða sérsýningu þar sem meginviðfangsefnið verður ferskvatn og lífríki þess. Stefnt er að opnun sýningarinnar 1. desember n.k. og er vinna í verkefninu komin vel af stað. Opnunin markar merk tímamót í sögu safnsins en lengi hefur verið barist fyrir viðunandi sýningaraðstöðu fyrir þetta höfuðsafn þjóðarinnar í náttúrufræðum. Þetta yrði fyrsta sýningin sem Náttúruminjasafnið stendur að sjálft og setur upp á eigin vegum í tíu ára sögu safnsins.

Erindið er liður í dagskrá Menningarhúsanna í Kópavogi, Menning á miðvikudögum sem fer fram í viku hverri.