Jafnréttis- og mannréttindastefna

Jafnréttis- og mannréttindastefna Kópavogs er byggð á jafnræðisreglunni og miðar að því að allir fái notið mannréttinda án tillits til kyns, uppruna, þjóðernis, litarháttar, trúarbragða, stjórnmálaskoðana, kynferðis, kynhneigðar, aldurs, efnahags, ætternis, fötlunar, heilsufars eða annarrar stöðu. 

Kópavogsbær hefur einsett sér að vera í fararbroddi í mannréttindamálum með sérstakri áherslu á jafna stöðu kynjanna. Jafnréttis- og mannréttindastefnan er mikilvægt framlag til þess að ná því markmiði. Ég er stoltur af því að fá að hrinda þessari stefnu úr vör og heiti því að gera mitt besta í því að sjá markmiðum hennar fylgt eftir hjá Kópavogsbæ. 

Skoða Jafnréttis- og mannréttindastefnu á PDF sniði