Sumarstörf

Vinsamlega fyllið út upplýsingar á því umsóknarformi sem birtist þegar sótt er um starf. Það er yfirleitt beðið um að a.m.k. starfsferilskrá fylgi útfylltri umsókn.

Starfsmaður í Sundlaugina Versölum / SalalaugUmsóknarfrestur til: 26. mars 2017

Starfsmaður í sundlaugina Versölum Í Sundlauginni Versölum vinna 23 einstaklingar, 6 til 7 starfsmenn á hverri vakt. Laugin er opin virka daga frá kl. 06:30 til 22:00 og um helgar frá 08.00 til 20.00. Vinnan hefst 15 mín. fyrir opnun og lýkur 30 mín. eftir lokun. Unnið er á tveimur vöktum virka daga en einni vakt um helgar.

Helstu verkefni og ábyrgðSkipta má störfum starfsmanna sundlaugar í þrjú svið, ÖRYGGI, ÞRIF og ÞJÓNUSTU. Á vinnustaðnum eru þrjú megin störf sem starfsfólk þarf að leysa af hendi. Laugarvörður sem hefur útisvæði og innlaugar sem öryggis- og þrifasvæði. Baðvörður sem gætir öryggis og þrifa í bað- og búningsklefum. Afgreiðsla þar sem sala í laug og á ýmsum vörum fer fram, símsvörun, upplýsingagjöf, þrif og öryggiseftirlit. Starfsmenn fá námskeið í fyrstu hjálp, björgun og fleiru.

HæfniskröfurStarfsfólk sundlauga verður að vera orðið 20 ára. Góð sundkunnátta er áskilin, því laugarverðir verða að standast sundpróf, sem er svipað og 10. sundstig grunnskóla. Stundvísi, samstarfseiginleikar, reglusemi, vinnusemi, samviskusemi og þjónustulund eru eiginleikar sem við metum mikils. Sundlaugin Versölum er reyklaus vinnustaður.

Frekari upplýsingar um starfiðLaunakjör samkvæmt kjarasamningi Kópavogsbæjar og Starfsmannafélags Kópavogs.Starfshlutfall: 100% starf og hlutastörfStarfstímabil: frá síðari hluta maí til síðari hluta ágúst

Námskeið og þjálfun fara fram dagana 22. til 26. maí.

Nánari upplýsingar veitir Guðmundur Halldórsson forstöðumaður í síma 570 0480 eða á gudmundur.h@kopavogur.is.

Sækja um starf

Starfsmaður á skrifstofu þjónustumiðstöðvarUmsóknarfrestur til: 26. mars 2017

Starfsmaður á skrifstofu Þjónustumiðstöðvar Kópavogsbæjar

Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar auglýsir starf sumarafleysingafólks á skrifstofu.

Helstu verkefni og ábyrgð

· Aðstoð við tímaskráningar starfsmanna.

· Merking vinnuseðla fyrir verkbókhald.

· Símavarsla og afgreiðsla á ýmsum erindum bæjarbúa í samráði við verkstjóra og forstöðumann.

· Umsjón með vörslu gagna sem viðkoma daglegum rekstri í Þjónustumiðstöð.

· Öll almenn skrifstofustörf,þar með talið tölvuvinnsla í Word og Excel, tölvupóstaskriftir, skráning fundargerða flokkstjórafunda, samantekt á tímafjölda starfsmanna fyrir launadeild.

· Frágangur og skráning á umsóknum sumarstarfsmanna ásamt uppgjörsmálum.

· Önnur tilfallandi störf, t.d. umsjón í mötuneyti og aðstoð á birgðastöð.

Hæfniskröfur

· Umsækjendur skulu vera 20 ára eða eldri.

· Reynsla af bókhaldi og góð almenn tölvukunnátta kostur.

Starfsemi Þjónustumiðstöðvar Kópavogsbæjar

Helstu verkefni Þjónustumiðstöðvar Kópavogsbæjar eru viðhald og umhirða gatna og stíga, hreinsun og fegrun bæjarins, hreinsun niðurfalla, ýmis málningarvinna, beðahreinsun, umhirða gróðurs, þökulagnir og sláttur opinna svæða.

Frekari upplýsingar um starfiðLaunakjör samkvæmt kjarasamningi Kópavogsbæjar og Eflingar. Starfshlutfall 100%

Starfstímabil 8. maí til 31. ágúst

Nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu Þjónustumiðstöðvar í síma 441 9000 eða í tölvupósti thjonustumidstod@kopavogur.is.

Sækja um starf

Starfsmaður á hæfingarstöðUmsóknarfrestur til: 26. mars 2017

Sumarstarfsmaður óskast á vinnustað fyrir fatlað fólk í Kópavogi

Velferðarsvið Kópavogsbæjar óskar eftir starfsmanni til starfa í dagvinnu á hæfingarstöð fyrir fatlað fólk í Kópavogi. Hæfingarstöðin býður uppá dagþjónustu, starfs- og vinnuþjálfun fyrir fatlaða einstaklinga. Meginmarkmið stöðvarinnar er leitast við með víðtækri hæfingu að efla og styðja notendur til virkari þátttöku í eigin lífi og þar með samfélaginu

Starfshlutfall og ráðningartími Um er að ræða 100 % stöðu í dagvinnu. Vinnutími er 8:00 ? 16:00, og 8:30 ? 16:30. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf fyrir 1. júní.

Menntunar- og hæfniskröfur

· Góð almenn menntun og/eða reynsla sem nýtist í starfi

· Stundvísi og samviskusemi

· Hæfni í mannlegum samskiptum

· Framtakssemi og jákvæðni í starfi

· Starfið getur verið líkamlega krefjandi

· Góð íslenskukunnátta

Helstu verkefni

· Þátttaka í faglegu starfi

· Einstaklingsmiðaður persónulegur stuðningur við notendur í starfi

· Þátttaka í starfsþjálfun fatlaðs fólks

Frekari upplýsingar

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Launanefndar sveitarfélaga og Starfsmannafélags Kópavogs.

Þeir sem ráðnir eru til starfa hjá velferðarsviði Kópavogs þurfa að skila sakavottorði eða veita heimild til að leitað sé upplýsinga af sakaskrá. Umsækjandi þarf að hafa náð 20 ára aldri.

Upplýsingar gefur Líney Óladóttir forstöðuþroskaþjálfi, í síma 564-5300 eða 554-7575 eða á netfanginu lineyo@kopavogur.is

Karlar jafnt sem konur eru hvattir til að sækja um starfið.

Eingöngu er hægt að sækja um starfið rafrænt á vef Kópavogsbæjar www.kopavogur.is

Sækja um starf

Starfsmaður í UT deildUmsóknarfrestur til: 26. mars 2017

Starfsmaður í UT deild

Helstu verkefni

· Starfið felst í að sinna afleysingu í UT þjónustu.

· Aðstoða notendur bæði símleiðis með yfirtöku tölva og á hinum ýmsu starfstöðvum Kópavogsbæjar.

· Sumarstarfsmenn munu einnig sinna margvíslegum öðrum verkefnum eins og uppsetningu á tölvum og spjaldtölvum sem og öðrum tæknibúnaði.

Menntunar- og hæfniskröfur

· Stúdentspróf

· Kostur er að umsækjandi hafi reynslu að UT þjónustu

· Kostur er að umsækjandi sé í eða hafi lokið að fullu eða hluta tölvunarfræði-, hugbúnaðarverkfræði- eða rafmagnsverkfræðinámi.

Frekari upplýsingar

Launakjör eru skv. kjarasamningi Kópavogsbæjar og viðeigandi stéttarfélags.

Nánari upplýsingar um störfin veitir Kristín Ingimarsdóttir, þjónustustjóri notenda- og tölvuþjónustu eða Ingimar Þór Friðriksson, forstöðumaður upplýsingatæknideildar eða í síma 441 1111. Einnig má senda fyrirspurnir á póstföngin ingimar@kopavogur.is eða kristin@kopavogur.is.

Konur jafn sem karlar eru hvattar til að sækja um starfið.

Eingöngu er hægt að sækja um starfið rafrænt á vef Kópavogsbæjar www.kopavogur.is

Sækja um starf

Starfsmaður í félagslega heimaþjónustuUmsóknarfrestur til: 26. mars 2017

Starfsmaður í félagslega heimaþjónustu

Velferðarsvið ? þjónustudeild aldraðra

Félagsleg heimaþjónusta hefur það markmið að aðstoða notendur sem geta ekki án utanaðkomandi aðstoðar séð um heimilishald. Þjónustan getur verið veitt tímabundið eða til lengri tíma, allt eftir aðstæðum hvers og eins.

Helstu verkefni og ábyrgð

· Markmið þjónustunnar er að styðja notendur til sjálfstæðis og unnið er inni á heimilum við margvísleg verkefni sem snúa að heimilishaldi og þrifum.

· Að auki veitir starfsmaður félagslegan stuðning til þeirra sem á þurfa að halda, s.s. í formi samveru, fylgdí búð, gönguferða og stuðnings við að sækja félagsstarf.

Hæfniskröfur

· Umsækjendur skulu vera 20 ára og eldri.

· Æskilegt er að umsækjendur hafi reynslu af að starfa með öldruðum, séu stundvísir, jákvæðir og eigi auðvelt með mannleg samskipti.

· Reglusemi og góð mæting eru eiginleikar sem við metum mikils.

· Gott vald á íslensku er skilyrði.

Nánari upplýsingar

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Kópavogsbæjar og Eflingar. Í boði eru bæði full störf og hlutastörf á dagvinnutíma.

Við hvetjum karla jafnt sem konur til að sækja um starfið.

Athugið að einungis er tekið á móti rafrænum umsóknum á heimasíðu Kópavogsbæjar: www.kopavogur.is

Nánari upplýsingar um starfið gefur Anna Klara Georgsdóttir annaklara@kopavogur.is

Sækja um starf

Starfsmaður í íbúðakjarnaUmsóknarfrestur til: 26. mars 2017

Íbúðakjarni í Kópavogi auglýsir eftir sumarstarfsmanni

Um er að ræða starf í íbúðakjarna fyrir fatlað fólk í Kópavogi. Allir íbúar eiga það sameiginlegt að vera ungt fólk sem þarf þjónustu allan sólarhringinn. Stuðningur við fatlað fólk við allar athafnir daglegs lífs til þess að það geti lifað eðlilegu lífi og tekið þátt í samfélaginu. Starfið getur verið líkamlega krefjandi.

Menntunar- og hæfniskröfur

· Þekking og reynsla af störfum með einhverfu og/eða þroskahömlun er kostur.

· Þarf að hafa náð 20 ára aldri

· Góð almenn menntun

· Sveigjanleiki, hæfni í mannlegum samskiptum og góð íslenskukunnátta

· Frumkvæði, jákvæðni og sjálfstæð vinnubrögð

· Almenn ökuréttindi

Um er að ræða 50% - 80% starf í vaktavinnu, á dag-, kvöld-, og helgarvöktun.

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Starfsmannafélags Kópavogs.

Konur jafnt sem karlar eru hvattar til að sækja um starfið.

Upplýsingar gefur Unnar Þór Reynisson í síma 570 1548 eða á netfanginu unnarthor@kopavogur.is

Sækja um starf

Starfsmaður í sundlaug KópavogsUmsóknarfrestur til: 26. mars 2017

Starfsmaður í sundlaug Kópavogs

Í Sundlaug Kópavogs vinna 29 starfsmenn, 7 til 10 starfsmenn á hverri vakt. Laugin er opin virka daga frá kl. 06:30 til 22:00 og um helgar frá 08.00 til 20.00. Vinnan hefst 15 mín. fyrir opnun og lýkur 30 mín. eftir lokun. Unnið er á tveimur vöktum virka daga en einni vakt um helgar.

Helstu verkefni og ábyrgðSkipta má störfum starfsmanna sundlaugarinnar í þrjú svið, ÖRYGGI, ÞRIF og ÞJÓNUSTU. Á vinnustaðnum eru þrjú megin störf sem starfsfólk þarf að leysa af hendi. Laugarvarsla sem felst í öryggiseftirliti og þrifum við laugar bæði úti og inni. Baðvarsla sem einkum er fólgin í þrifum í bað- og búningsklefum auk öryggisvörslu á þeim stöðum. Afgreiðsla þar sem sala í laug og á ýmsum vörum fer fram, símsvörun, upplýsingagjöf, þrif og öryggiseftirlit. Starfsmenn fá námskeið í fyrstu hjálp, björgun og fleiru.

HæfniskröfurStarfsfólk sundlauga verður að vera orðið 20 ára. Góð sundkunnátta er áskilin, því laugarverðir verða að standast sundpróf, sem er svipað og 10. sundstig grunnskóla. Stundvísi, samstarfseiginleikar, reglusemi, vinnusemi, samviskusemi og þjónustulund eru eiginleikar sem við metum mikils. Sundlaug Kópavogs er reyklaus vinnustaður.

Frekari upplýsingar um starfiðLaunakjör samkvæmt kjarasamningi Kópavogsbæjar og Starfsmannafélags Kópavogs.Starfshlutfall 100% Starfstímabil frá síðari hluta maí til síðari hluta ágúst Námskeið og þjálfun fara fram dagana 22. til 26. maí.

Nánari upplýsingar veitir Jakob Þorsteinsson forstöðumaður í síma 570 0470 eða á jakob@kopavogur.is.

Sækja um starf

Starfsmaður í félagslega heimaþjónustuUmsóknarfrestur til: 26. mars 2017

Starfsmaður í félagslega heimaþjónustu

Velferðarsvið ? þjónustudeild aldraðra

Félagsleg heimaþjónusta hefur það markmið að aðstoða notendur sem geta ekki án utanaðkomandi aðstoðar séð um heimilishald. Þjónustan getur verið veitt tímabundið eða til lengri tíma, allt eftir aðstæðum hvers og eins.

Helstu verkefni og ábyrgð

· Markmið þjónustunnar er að styðja notendur til sjálfstæðis og unnið er inni á heimilum við margvísleg verkefni sem snúa að heimilishaldi og þrifum.

· Að auki veitir starfsmaður félagslegan stuðning til þeirra sem á þurfa að halda, s.s. í formi samveru, fylgdí búð, gönguferða og stuðnings við að sækja félagsstarf.

Hæfniskröfur

· Umsækjendur skulu vera 20 ára og eldri.

· Æskilegt er að umsækjendur hafi reynslu af að starfa með öldruðum, séu stundvísir, jákvæðir og eigi auðvelt með mannleg samskipti.

· Reglusemi og góð mæting eru eiginleikar sem við metum mikils.

· Gott vald á íslensku er skilyrði.

Nánari upplýsingar

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Kópavogsbæjar og Eflingar. Í boði eru bæði full störf og hlutastörf á dagvinnutíma.

Við hvetjum karla jafnt sem konur til að sækja um starfið.

Athugið að einungis er tekið á móti rafrænum umsóknum á heimasíðu Kópavogsbæjar: www.kopavogur.is

Nánari upplýsingar um starfið gefur Anna Klara Georgsdóttir annaklara@kopavogur.is

Sækja um starf

Starfsmaður á heimili fyrir fatlað fólkUmsóknarfrestur til: 26. mars 2017

Starfsmaður á heimili fyrir fatlað fólk Markmið þjónustu við fatlað fólk hjá Kópavogsbæ er að veita persónulegan stuðning og einstaklingsmiðaða og sveiganlega þjónustu sem skal tryggja fötluðu fólki jafnrétti og sambærileg lífskjör á við aðra íbúa bæjarins.

Starfshlutfall og ráðningartími Um er að ræða allt að 50 til 100% stöðu í vaktavinnu.

Menntunar- og hæfniskröfur

· Félagsliði eða að minnsta kosti tveggja ára nám í framhaldsskóla.

· Hæfni í mannlegum samskiptum

· Íslenskukunnátta

· Framtakssemi og jákvæði viðhorf í starfi

· Æskilegt er að umsækjandi hafi reynslu af starfi með fötluðu fólki

Helstu verkefni og ábyrgð

· Einstaklingsmiðaður persónulegur stuðningur við íbúa í þeirra daglega lífi, jafnt innan sem utan heimilis.

· Almenn heimilisstörf

· Samvinna við starfsfólk, aðstandendur og aðra þjónustuaðila íbúa.

Frekari upplýsingar

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Launanefndar sveitarfélaga og Starfsmannafélags Kópavogs.

Þeir sem ráðnir eru til starfa hjá velferðarsviði Kópavogs þurfa að skila sakavottorði eða veita heimild til að leitað sé upplýsinga af sakaskrá. Umsækjandi þarf að hafa náð 20 ára aldri.

Nánari upplýsingar veitir Anna Björk Sverrisdóttir í síma 441-9670 eða í tölvupósti annabjork@kopavogur.is

Karlar jafnt sem konur eru hvattir til að sækja um starfið.

Eingöngu er hægt að sækja um starfið rafrænt á vef Kópavogsbæjar www.kopavogur.is

Sækja um starf

Starfsmaður á gæsluvelliUmsóknarfrestur til: 26. mars 2017

Starfsmaður á gæsluvelliDagvistun Menntasvið ? Leikskóladeild

Gæsluleikvellirnir eru ætlaðir börnum á aldrinum 20 mánaða til 6 ára. Markmið með þjónustu leikvallanna er að bjóða börnum upp á öruggt útileiksvæði þar sem möguleikar eru til frjálsra leikja í umsjá þjálfaðra starfsmanna.Gæsluleikvellirnir eru þrír: Holtsvöllur v/Borgarholtsbraut, Lækjavöllur v/Dalsmára, og Hvammsvöllur v/Hvammsveg.

Helstu verkefni og ábyrgð

· Starfsmaður ber ábyrgð á að hafa eftirlit og umsjón með börnum í leik og að tryggja öryggi þeirra á gæsluleikvellinum.

· Hann ber ábyrgð á að efla sjálfstæði barna til útileikja og þarf að hafa yfirsýn yfir hópinn og örva til frjálsra leikja.

· Hann sér um dagleg þrif og tiltekt á inni- og útisvæðum og hirðir um leikföng vallarins.

· Annast móttöku og aðlögun barna og dagleg samskipti við foreldra. Sinnir almennri umönnun barnanna og gætir öryggis í starfi með þeim.

· Næsti yfirmaður er yfirmaður gæsluvallar sem skipuleggur starfið og verkaskiptingu.

HæfniskröfurÆskilegt að umsækjendur hafi reynslu og áhuga á að starfa með börnum. Umsækjendur skulu vera 18 ára og eldri.

Frekari upplýsingar um starfiðLaunakjör samkvæmt kjarasamningi Kópavogsbæjar og Starfsmannafélag Kópavogs. Starfshlutfall 81%

Nánari upplýsingar veitir María Kristjánsdóttir í síma 570 1500 eða í tölvupósti, maria.k@kopavogur.is.

Sækja um starf

Skapandi störf í Molanum - fædd 1991 - 1999Umsóknarfrestur til: 26. mars 2017

Molinn ungmennahús Skapandi Sumarstörf Molans

18 ára aldurstakmark ? fædd á tímabilinu 1991-1999

Hópum og einstaklingum býðst að starfa við skapandi verkefni í Kópavogi. Um er að ræða starf í allt að 8 vikur á tímabilinu 2. júní til 28. júlí 2017.

Helstu verkefni og ábyrgð

Starfsfólk skapandi sumarstarfa Molans er ætlað að glæða bæinn lífi, gera hann skemmtilegri, fallegri og fjölbreyttari með listrænum, skapandi uppákomum. Verkefnin eru fjölbreytt og höfða til mismunandi aldurshópa og áhugasviða.

Með umsókn þarf eftirfarandi að fylgja:

 • Greinargóð lýsing á verkefninu, umfangi þess og markmiðum.
 • Tíma- og verkáætlun verkefnisins.
 • Fjárhagsáætlun.
 • Upplýsingar um alla aðstandendur verkefnisins og tilgreindur einn tengiliður.

Athugið! Hægt er að senda lýsinguna á verkefninu með sem viðhengi á rafrænu umsókninni eða skila í umslagi merkt ?Skapandi Sumarstörf 2017? í Molann ungmennahús Hábraut 2, 200 Kópavogi.

Hæfniskröfur

Umsækjendur þurfa að vera fæddir á tímabilinu 19991-1999 og hafa lögheimili í Kópavogi.

Við val á verkefnum verður meðal annars tekið tillit til raunhæfni og frumleika verkefnisins, fjárhagsáætlunar, fjölbreytni verkefna, kynjahlutfalli umsækjenda og gæði umsókna.

Athugið að aðeins er um laun að ræða en ekki önnur fjármögnun á verkefninu.

Frekari upplýsingar um starfiðLaunakjör samkvæmt kjarasamningi Kópavogsbæjar og Starfsmannafélags Kópavogs.

Nánari upplýsingar veitir starfsfólk Molans í símum 441 9290 / 840 2609 eða í tölvupósti, molinn@molinn.is.

Sækja um starf

Sjúkraliðar í Roðasali - dagþjálfun fyrir aldraðaUmsóknarfrestur til: 26. mars 2017

Sjúkraliðar og starfsmenn við aðhlynningu í Roðasali - dagþjálfun og sambýli fyrir minnissjúka

Í Roðasölum 1 er hjúkrunarsambýli og dagþjálfun sem ætlað er minnissjúkum öldruðum í Kópavogi. Starfsemin hófst formlega þann 19. janúar 2005. Kópavogsbær sér um reksturinn og fær greidd daggjöld frá ríkinu. Í sambýlinu búa 11 einstaklingar en í dagþjálfuninni eru 20 einstaklingar á dag.

Helstu verkefni og ábyrgð

· Störfin felst meðal annars í að sinna daglegri afþreyingu og aðstoða heimilismenn og daggesti við athafnir daglegs lífs, svo sem eins og næringu, hreyfingu og persónulegt hreinlæti.

· Mikið er lagt upp úr því að styðja við og hvetja viðkomandi til sjálfsbjargar.

· Starfsmenn og sjúkraliðar skulu leggja sig fram við að veita sem besta þjónustu hverju sinni og að leysa verkefni vel af hendi.

Hæfniskröfur

· Umsækjendur skulu vera 18 ára og eldri.

· Æskilegt að umsækjendur hafi reynslu og/eða áhuga á að starfa með öldruðum, séu stundvísir, jákvæðir og eigi auðvelt með mannleg samskipti.

· Reglusemi og góð mæting eru eiginleikar sem við metum mikils hjá umsækjendum.

Nánari upplýsingar Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi launanefndar sveitarfélaga við Sjúkraliðafélags Íslands eða Eflingu.

Athugið að um er að ræða hlutastörf og 100% störf í vaktavinnu við hjúkrunarsambýlið.

Um er að ræða 100% störf í dagvinnu í dagþjálfun

Karlar jafnt sem konur eru hvattir til að sækja um starfið.

Athugið að einungis er tekið á móti rafrænum umsóknum á heimasíðu Kópavogsbæjar: www.kopavogur.is

Nánari upplýsingar um störfin gefur Ída Atladóttir forstöðumaður ida@kopavogur.is í síma 441-9621 og Fanney Gunnarsdóttir deildarstjóri fanneyg@kopavogur.is í síma 441-9622

Sækja um starf

Molinn ungmennahús - LeiðbeinandiUmsóknarfrestur til: 26. mars 2017

Molinn ungmennahúsLeiðbeinandi yfir skapandi sumarstörf í Molanum

22 ára aldurstakmark ? fædd 1995 eða fyrr

Í Molanum munu hópar og einstaklingar starfa við ýmis verkefni í sumar. Leiðbeina þarf sumarstarfsmönnum við að glæða bæinn lífi með margvíslegum uppákomum og vinna að kynningar og markaðsmálum. Auglýst er eftir leiðbeinanda til að fara fyrir hópi sumarstarfsfólks í Molanum. Um er að ræða starf í allt að 10 vikur á tímabilinu 22. maí til 28. júlí 2017.

Helstu verkefni og ábyrgð

 • Eftirlit með vinnuframlagi, tíma- og verkáætlun ungmennanna sem starfa í Molanum.
 • Umsjón með hönnun á dreifibréfi/upplýsingabæklingi um sumarstarf Molans.
 • Ráðgjöf og aðstoð við skipulagningu.
 • Samskipti við stofnanir og fyrirtæki í bænum.

Hæfniskröfur

Umsækjendur þurfa að vera fæddir árið 1995 eða fyrr og hafa lögheimili í Kópavogi.

Eftirfarandi eru kostir sem leitað er eftir þegar farið er yfir umsóknir:

 • Reynsla og menntun á sviði lista, t.d. leiklist, tónlist eða myndlist.
 • Reynsla og menntun í markaðs- og kynningarmálum.
 • Þekking á tækjabúnaði sem notaður er við tónlistarflutning.
 • Yfirgripsmikil tölvukunnátta.
 • Sjálfstæði og frumkvæði í starfi.

Frekari upplýsingar um starfiðLaunakjör samkvæmt kjarasamningi Kópavogsbæjar við Starfsmannafélag Kópavogs.

Nánari upplýsingar veitir Andri Lefever í símum 570 9292 / 840 2609 eða í tölvupósti, andri@kopavogur.is.

Sækja um starf

Skrifstofustarf á launadeildUmsóknarfrestur til: 26. mars 2017

Sumarstarf á launadeild skrifstofa Kópavogsbæjar

Sumarið 2017

Sumarstarfsmaður launadeildar vinnur mest í tengslum við sumarstarfsmenn í Vinnuskóla og Áhaldahúsi sem og starfsmenn í almennum sumarstörfum hjá Kópavogsbæ. Leitað er að starfsmanni í fullt starf tímabilið frá maítil og með ágúst.

Á launadeild starfa 6 starfsmenn í fullu starfi en meðalfjöldi starfsmanna hjá Kópavogsbæ er yfir 3.000 talsins á um 160 vinnustöðum en starfsmönnum fjölgar um 2000 yfir sumartímann .

Helstu verkefni og ábyrgð

Helstu verkefnin felast í innskráningu ráðningasamninga og vinnutíma inn í launakerfi bæjarins sem er SAP kerfi og viðhald þeim tengt, ásamt mánaðarlegri umsýslu sem upp kemur í dagsins önn. Mikil samskipti við starfsmenn Vinnuskóla Kópavogs og deildarstjóra víða um bæjarkerfið. Einhver verkefni sem koma til vegna afleysinga launafulltrúa yfir sumarfrístímann. Önnur tilfallandi verkefni geta skotið upp kolli og verða þá unnin undir handleiðslu deildarstjóra eða launafulltrúa. Unnið er í samræmi við útgefna gæðaferla.

Hæfniskröfur

Umsækjendur skulu hafa lokið stúdentsprófi. Gerð er krafa um góða tölvufærni og þekkingu á helstu Microsoft forritum (Word, Excel, Outlook). Stundvísi og góð mæting eru skilyrði.

Frekari upplýsingar um starfið

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Kópavogsbæjar og Starfsmannafélags Kópavogs.

Starfshlutfall: 100%

Starfstímabil: á milli 12 og 16 vikur

Nánari upplýsingar veitir Ásmundur R. Richardsson deildarstjóri launadeildar í síma 570 1500 fyrir kl. 13.00 virka daga eða í tölvupósti, asmundur@kopavogur.is.

Sækja um starf

Skrifstofustarf á umhverfissviðiUmsóknarfrestur til: 26. mars 2017

Skrifstofustarf á umhverfissviði

Umhverfissvið hvetur þá, sem hafa hafið eða lokið námi á tengdri námsbraut, svo sem verk- eða tæknifræði, byggingarfræði eða öðrum tæknigreinum á framhaldsstigi til að sækja um.

Helstu verkefni og ábyrgð

· Eftirlit og úttekt á innviðum Kópavogs.

· Gagnaöflun og skráningu gagna.

· Skönnun og skráning teikninga.

Hæfniskröfur

· Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð.

· Hæfni í að lesa uppdrætti.

· Grundvallar tölvukunnátta (Word og Excel og önnur helstu forrit).

· Þekking á staðháttum æskileg.

Frekari upplýsingar um starfið

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Kópavogsbæjar og Starfsmannafélags Kópavogs. Starfshlutfall: 100% Starfstímabil: 12 til 17 vikur Nánari upplýsingar veitir Karl Eðvaldsson, deildarstjóri gatnadeildar, í síma 441-0000 eða í tölvupósti, karl.edvalds@kopavogur.is.

Sækja um starf

Smíðavöllur - leiðbeinandiUmsóknarfrestur til: 26. mars 2017

Smíðavöllur - leiðbeinandi

Smíðavöllur er kofabyggð fyrir unga smiði á aldrinum 9 til 12 ára. Smíðavöllur er opin frá kl. 10:00 ? 15:00 virka daga á meðan á námskeiðinu stendur.

Helstu verkefni og ábyrgðÞátttaka og leiðsögn í hópastarfi á vettvangi. Undirbúningur og frágangur í upphafi /lok hvers dags. Næsti yfirmaður er forstöðumaður námskeiðsins.

HæfniskröfurStarfsmaðurinn hafi reynslu af starfi með börnum, búi yfir umburðalyndi, skilning, leikgleði og jákvæðri hvatningu. Starfsmaðurinn sýni frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum og veiti stuðning þegar þannig aðstæður koma upp. Umsækjendur skulu vera 20 ára og eldri.

Frekari upplýsingar um vinnutímaVinnutími er frá kl. 08:00 - 16:00 eða 09:00 -17:00.

Launakjör samkvæmt kjarasamningi Kópavogsbæjar og Starfsmannafélags Kópavogs.Starfshlutfall 100%

Starfstími er í júní ? júlí.

Nánari upplýsingar veitir Arna Margrét Erlingsdóttir verkefnastjóri frístunda ? og forvarnadeildar. s. 570 ? 1500. Netfang: arnam@kopavogur.is

Sækja um starf

Smíðavöllur - aðstoðarleiðbeinandiUmsóknarfrestur til: 26. mars 2017

Smíðavöllur -aðstoðarleiðbeinandi

Smíðavöllur er kofabyggð fyrir unga smiði á aldrinum 9 til 12 ára. Smíðavöllur er opin frá kl. 10:00 ? 15:00 virka daga á meðan á námskeiðinu stendur.

Helstu verkefni og ábyrgðÞátttaka og leiðsögn í hópastarfi á vettvangi. Undirbúningur og frágangur í upphafi/ lok hvers dags. Næsti yfirmaður er forstöðumaður námskeiðsins.

HæfniskröfurUmburðarlyndi , jákvæð hvatning og leikgleði. Reynsla af starfi með börnum æskileg. Umsækjendur skulu vera 18 ára og eldri.

Frekari upplýsingar um starfið

Vinnutími er frá kl. 08:00 - 16:00 eða 09:00 - 17:00.

Launakjör samkvæmt kjarasamningi Kópavogsbæjar og Starfsmannafélags Kópavogs.Starfshlutfall 100%

Starfstími er í júní ? júlí

Nánari upplýsingar veitir Arna Margrét Erlingsdóttir verkefnastjóri frístunda ? og forvarnadeildar s. 570 ? 1500. Netfang: arnam@kopavogur.is Sækja um starf

Skrifstofustarf í vinnuskóla og skólagörðumUmsóknarfrestur til: 26. mars 2017

Skrifstofustarf við skólagarða og vinnuskóla

Vinnuskóli Kópavogs starfar í júní og júlí ár hvert. Þar gefst 14 - 17 ára unglingum (fæðingarár 1998 ? 2001) kostur á að vinna við fjölbreytt störf hjá bæjarfélaginu. Vinna í skólanum er í senn uppeldi, afþreying og tekjusköpun fyrir unglingana. Í skólanum er unglingum kennt að umgangast verkefni sín, notkun verkfæra og að bera virðingu fyrir samstarfsfólki sínu.

Skólagarðar Kópavogs starfa frá því í byrjun júní og framundir lok ágúst. Í Skólagörðunum gefst börnum á aldrinum 6 ? 13 ára tækifæri á að rækta sinn eigin matjurtagarð. Börnin fá um 12 m² garð, útsæði, plöntur, fræ og leiðsögn við ræktun. Auk ræktunarinnar er margvíslegt um að vera. Leikjadagar eru haldnir reglulega þar sem farið er í ýmsa leiki eða ákveðnar uppákomur. Skólagarða eru starfræktir á þremur stöðum í bænum, við Dalveg, Víðigrund og við Arnarnesveg, á mótun Sala- og Kórahverfis.

Í Vinnuskólanum og Skólagörðunum starfa rúmlega 60 starfsmenn (yfirflokkstjórar, flokkstjórar, aðstoðarflokkstjórar ásamt starfsfólki á skrifstofu). Rúmlega 900 unglingar starfa í Vinnuskólanum og um 200 börn eru í Skólagörðunum.

Helstu verkefni og ábyrgð

Verkefni skrifstofu Vinnuskólans eru margþætt. Starfsmenn sjá um upplýsingagjöf til foreldra gegnum símtöl, tölvupósta og heimasíðu Vinnuskólans. Starfsmenn hafa umsjón með launafærslum starfsmanna, auk þess að fylgjast með starfi nemenda sem vinna utan hefðbundna vinnuhópa.

Hæfniskröfur

Reynsla af vinnu sem krefst mikils skipulags æskilegt. Gott vald á íslenskri tungu, stúdentspróf æskilegt. Umsækjendur skulu vera 22 ára eða eldri. Stundvísi og samviskusemi skilyrði. Vinnuskóli og Skólagarðar eru tóbakslausir vinnustaðir.

Frekari upplýsingar

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Kópavogsbæjar og Starfsmannafélags Kópavogs. Starfshlutfall: 100% Starfstímabil: breytilegt

Nánari upplýsingar veitir Svavar Pétursson, verkefnastjóra Vinnuskólans og skólagarða, í síma 441-7080 eða í tölvupósti, svavarp@kopavogur.is.

Sækja um starf

Starfsmaður í þjónustuver KópavogsbæjarUmsóknarfrestur til: 26. mars 2017

Starfsmaður í þjónustuveri Kópavogsbæjar

Helstu verkefni

Starfið fellst í að sinna afleysingu starfsmanna í þjónustuveri Kópavogsbæjar. Starfsmaður í þjónustuveri sinnir móttöku og almennri þjónustu viðskiptavina, símsvörun og upplýsingamiðlun fyrir bæjarskrifstofur Kópavogs, í samræmi við skilgreint hlutverk þjónustuvers. Þjónustufulltrúi tekur virkan þátt í vinnu við skráningu, uppfærslu og miðlun upplýsinga til jafnt innri sem ytri viðskiptavina.

Menntunar- og hæfniskröfur

· Stúdentspróf

· Kostur er að umsækjandi hafi reynslu af þjónustu.

Frekari upplýsingar

Launakjör eru skv. kjarasamningi Kópavogsbæjar og viðeigandi stéttarfélags.

Nánari upplýsingar veitir Sigurbjörg Hrönn Hauksdóttir, þjónustustjóri Þjónustuvers eða Ingimar Þór Friðriksson, forstöðumaður upplýsingatæknideildar í síma 441 0000. Einnig má senda fyrirspurnir á póstföngin sigurbjorg@kopavogur.is eða ingimar@kopavogur.is.

Við hvetjum karla jafnt sem konur til að sækja um starfið.

Eingöngu er hægt að sækja um starfið rafrænt á vef Kópavogsbæjar www.kopavogur.is

Sækja um starf

Starfsmenn við aðhlynninguUmsóknarfrestur til: 26. mars 2017

Starfsmenn við aðhlynningu í Roðasali dagþjálfun og sambýli fyrir minnissjúka

Í Roðasölum 1 er hjúkrunarsambýli og dagþjálfun sem ætlað er minnissjúkum öldruðum í Kópavogi. Starfsemin hófst formlega þann 19. janúar 2005. Kópavogsbær sér um reksturinn og fær greidd daggjöld frá ríkinu. Í sambýlinu búa 11 einstaklingar en í dagþjálfuninni eru 20 einstaklingar á dag.

Helstu verkefni og ábyrgð

· Störfin felst meðal annars í að sinna daglegri afþreyingu og aðstoða heimilismenn og daggesti við athafnir daglegs lífs, svo sem eins og næringu, hreyfingu og persónulegt hreinlæti.

· Mikið er lagt upp úr því að styðja við og hvetja viðkomandi til sjálfsbjargar.

· Starfsmenn og sjúkraliðar skulu leggja sig fram við að veita sem besta þjónustu hverju sinni og að leysa verkefni vel af hendi.

Hæfniskröfur

· Umsækjendur skulu vera 18 ára og eldri.

· Æskilegt að umsækjendur hafi reynslu og/eða áhuga á að starfa með öldruðum, séu stundvísir, jákvæðir og eigi auðvelt með mannleg samskipti.

· Reglusemi og góð mæting eru eiginleikar sem við metum mikils hjá umsækjendum.

Nánari upplýsingar Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi launanefndar sveitarfélaga við Sjúkraliðafélags Íslands eða Eflingu.

Athugið að um er að ræða hlutastörf og 100% störf í vaktavinnu við hjúkrunarsambýlið.

Um er að ræða 100% störf í dagvinnu í dagþjálfun

Eru karlar jafnt sem konur, hvattir til að sækja um starfið.

Athugið að einungis er tekið á móti rafrænum umsóknum á heimasíðu Kópavogsbæjar: www.kopavogur.is

Nánari upplýsingar um störfin gefur Ída Atladóttir forstöðumaður ida@kopavogur.is í síma 441-9621 og Fanney Gunnarsdóttir deildarstjóri fanneyg@kopavogur.is í síma 441-9622

Sækja um starf

Verkamaður við þjónustumiðstöð - garðyrkjaUmsóknarfrestur til: 26. mars 2017

Verkamaður við Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar - garðyrkja

Helstu verkefni og ábyrgð

Verkamaður starfar undir stjórn flokkstjóra, helstu verkefni vinnuhópanna eru beðahreinsun, umhirða gróðurs, hreinsun og umhirða stofnanalóða en auk þeirra er ýmis þjónusta við bæjarstofnanir. Verkamaður skal fara vel með tæki og verkfæri í hans umsjón, þrif og annað viðhald framkvæmt reglulega. Sérstaklega skal þess gætt að öryggisatriði séu ávallt í fullkomnu lagi, bæði hvað varðar tækjabúnað og útbúnað (persónuhlífar, endurskinsfatnað og fleira).

HæfniskröfurUmsækjendur skulu vera 18 ára eða eldri (f. 1999 eða fyrr).

Starfsemi Þjónustumiðstöðvar Kópavogsbæjar

Helstu verkefni Þjónustumiðstöðvar Kópavogsbæjar eru viðhald og umhirða gatna og stíga, hreinsun og fegrun bæjarins, hreinsun niðurfalla, ýmis málningarvinna, beðahreinsun, umhirða gróðurs, þökulagnir og sláttur opinna svæða. Frekari upplýsingar um starfiðLaunakjör samkvæmt kjarasamningi Kópavogsbæjar og Eflingar. Starfshlutfall 100%

Starfstímabil 22. maí til 18. ágúst

Nánari upplýsingar eru veittará skrifstofu Þjónustumiðstöðvar í síma 441 9000 eða í tölvupósti thjonustumidstod@kopavogur.is.

Sækja um starf

Verkamaður við þjónustumiðstöðUmsóknarfrestur til: 26. mars 2017

Verkamaður við Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar almenn þjónusta

Helstu verkefni og ábyrgð

Verkamaður starfar undir stjórn flokkstjóra, helstu verkefni vinnuhópanna eru viðhald og umhirða gatna og stíga, hreinsun og fegrun bæjarins, hreinsun niðurfalla, ýmis málningarvinna og þökulagnir en auk þeirra er ýmis þjónusta við bæjarstofnanir. Verkamaður skal fara vel með tæki og verkfæri í hans umsjón, þrif og annað viðhald framkvæmt reglulega. Sérstaklega skal þess gætt að öryggisatriði séu ávallt í fullkomnu lagi, bæði hvað varðar tækjabúnað og útbúnað (persónuhlífar, endurskinsfatnað og fleira).

HæfniskröfurUmsækjendur skulu vera 18 ára eða eldri (f. 1999 eða fyrr).

Starfsemi Þjónustumiðstöðvar Kópavogsbæjar

Helstu verkefni Þjónustumiðstöðvar Kópavogsbæjar (áður nefnt Áhaldahús) eru viðhald og umhirða gatna, almenn ruslahreinsun, fegrun bæjarins, ýmis málningarvinna, beðahreinsun, umhirða gróðurs og sláttur opinna svæða.

Frekari upplýsingar um starfiðLaunakjör samkvæmt kjarasamningi Kópavogsbæjar og Eflingar. Starfshlutfall 100%

Starfstímabil 22. maí til 18. ágúst

Nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu Þjónustumiðstöðvar í síma 441 9000 eða í tölvupósti thjonustumidstod@kopavogur.is.

Sækja um starf

Ungmenni í frístundaklúbbinn TröðUmsóknarfrestur til: 26. mars 2017

Frístundaklúbburinn Tröð - Ungmenni fædd 1993 til 2000

Starfs ? og frístundaklúbburinn hefur aðsetur í Tröð v/ Meltröð 6. í Kópavogi. Klúbburinn er fyrir ungmenni með sérþarfir á aldrinum 17 til 24 ára. Í klúbbnum er boðið er upp á atvinnu ? og frístundaúrræði sem sniðið er að þörfum og getu hvers einstaklings.

Helstu verkefni og ábyrgðÞátttaka í vinnutengdum verkefnum og í hópastarfi á vettvangi. Undirbúningur og frágangur í upphafi/lok hvers dags. Næsti yfirmaður er forstöðumaður í Tröð.

Í verkefnum í Tröð er lögð áhersla á fræðandi og uppbyggilega nálgun, sem til viðbótar við hefðbundna sumarvinnu hjá bænum, lítur meðal annars að kynningu á almennum vinnumarkaði.

Frekari upplýsingar um starfiðLaunakjör samkvæmt kjarasamningi Kópavogsbæjar og Starfsmannafélags Kópavogs.Starfstímabil er allt að 8 vikur frá 1. júní - 21. júlí.

Nánari upplýsingar veitir Arna Margrét Erlingsdóttir verkefnastjóri frístunda ? og forvarnadeildar. Netfang arnam@kopavogur.is

Sækja um starf

Verkamaður við þjónustumiðstöð - slátturUmsóknarfrestur til: 26. mars 2017

Verkamaður við Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar sláttur

Helstu verkefni og ábyrgð

Verkamaður starfar undir stjórn flokkstjóra, helstu verkefni vinnuhópanna eru sláttur opinna svæða og stofnanalóða. Verkamaður skal fara vel með tæki og verkfæri í hans umsjón, þrif og annað viðhald framkvæmt reglulega. Sérstaklega skal þess gætt að öryggisatriði séu ávallt í fullkomnu lagi, bæði hvað varðar tækjabúnað og útbúnað, s.s. persónuhlífar, endurskinsfatnað og fleira.

HæfniskröfurUmsækjendur skulu vera 18 ára eða eldri (f. 1999 eða fyrr).

Starfsemi Þjónustumiðstöðvar Kópavogsbæjar

Helstu verkefni Þjónustumiðstöðvar Kópavogsbæjar eru viðhald og umhirða gatna og stíga, hreinsun og fegrun bæjarins, hreinsun niðurfalla, ýmis málningarvinna, beðahreinsun, umhirða gróðurs, þökulagnir og sláttur opinna svæða.

Frekari upplýsingar um starfiðLaunakjör samkvæmt kjarasamningi Kópavogsbæjar og Eflingar. Starfshlutfall 100%

Starfstímabil 22. maí til 18. ágúst

Nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu Þjónustumiðstöðvar í síma 441 9000 eða í tölvupósti thjonustumidstod@kopavogur.is.

Sækja um starf

Verkamaður á íþróttavelliUmsóknarfrestur til: 26. mars 2017

Verkamaður á íþróttavöllum Verkamaður starfar undir stjórn flokkstjóra sem felur honum störf á hvaða íþróttasvæði innan bæjarmarka Kópavogs sem þörf er á hverju sinni. Þjónusta við íþróttafélög samkvæmt beiðni flokkstjóra. Verkamaður skal fara vel með tæki og verkfæri í hans umsjón, þrif og annað viðhald skal framkvæmt reglulega. Sérstaklega skal þess gætt að öryggisatriði séu ávallt í fullkomnu lagi, bæði hvað varðar tækjabúnað og útbúnað (persónuhlífar, endurskinsfatnað, öryggisbúnaður og fleira).

Helstu verkefni og ábyrgð

Viðhald og umhirða íþróttavalla, sláttur, merking valla, umhirða íþrótta- og sparkvalla bæjarins, málningarvinna, viðhaldsvinna, umhirða gróðurs, ruslahreinsun og undirbúningur fyrir leiki og mót á íþróttasvæðum í bænum.

HæfniskröfurUmsækjendur skulu vera 18 ára eða eldri.

Frekari upplýsingar um starfiðLaunakjör samkvæmt kjarasamningi Kópavogsbæjar og Starfsmannafélag Kópavogs.Ráðið er í tímavinnu

Nánari upplýsingar veitir Ómar Stefánsson forstöðumaður Kópavogsvallar í síma 863 5913 eða í tölvupósti, kopvollur@kopavogur.is.

Sækja um starf

Starfsmaður á heimili fatlaðs fólksUmsóknarfrestur til: 26. mars 2017

Starfsmaður óskast á heimili fatlaðs fólks í Kópavogi

Markmið þjónustu við fatlað fólk hjá Kópavogsbæ er að veita persónulegan stuðning og einstaklingsmiðaða og sveigjanlega þjónustu sem skal tryggja fötluðu fólki jafnrétti og sambærileg lífskjör á við aðra íbúa bæjarins.

Helstu verkefni og ábyrgð

· Einstaklingsmiðaður persónulegur stuðningur við íbúa í þeirra daglega lífi, jafnt innan sem utan heimilis

· Almenn heimilisstörf

· Samvinna við starfsfólk, aðstandendur og aðra þjónustuaðila íbúa

Menntunar- og hæfniskröfur

· Góð almenn menntun og/eða reynsla sem nýtist í starfi

· Góð íslenskukunnátta

· Hæfni í mannlegum samskiptum

· Framtakssemi og jákvæð viðhorf í starfi

· Æskilegt er að umsækjandi hafi reynslu af starfi með fötluðu fólki

Frekari upplýsingar um starfið Um er að ræða sumarstarf í 50 til 100% starf í vaktavinnu. Möguleiki á áframhaldandi hlutastarfi eftir sumarið.

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Launanefndar sveitarfélaga og Starfsmannafélags Kópavogs. Nánari upplýsingar veitir Sigríður H. Snæbjörnsdóttir, forstöðumaður í síma 564-2229, eða í tölvupósti sigridurhs@kopavogur.is

Sækja um starf

Yfirmaður á gæsluvelliUmsóknarfrestur til: 26. mars 2017

Yfirmaður á gæsluvelli Dagvistun Menntasvið ? Leikskóladeild

Gæsluleikvellirnir eru ætlaðir börnum á aldrinum 20 mánaða til 6 ára. Markmið með þjónustu leikvallanna er að bjóða börnum upp á öruggt útileiksvæði þar sem möguleikar eru til frjálsra leikja í umsjá þjálfaðra starfsmanna.Gæsluleikvellirnir eru þrír: Holtsvöllur v/Borgarholtsbraut, Lækjavöllur v/Dalsmára, og Hvammsvöllur v/Hvammsveg.

Helstu verkefni og ábyrgð

· Yfirmaður hefur yfirumsjón með starfsemi gæsluvallarins og ber ábyrgð á því starfi sem fer þar fram.

· Hann ber ábyrgð á að hafa eftirlit og umsjón með börnum í leik og að tryggja öryggi þeirra á gæsluleikvellinum.

· Hann ber ábyrgð á að efla sjálfstæði barna til útileikja og þarf að hafa yfirsýn yfir hópinn og örva til frjálsra leikja.

· Hann er verkstjóri með daglegum störfum, sér um innkomu fjármagns , þar með talið bókhald og uppgjör.

· Tekur fullan þátt í hinu daglega starfi.

Hæfniskröfur

· Æskilegt að umsækjendur hafi reynslu og áhuga á að starfa með börnum.

· Umsækjendur skulu vera 20 ára og eldri.

Frekari upplýsingar um starfiðLaunakjör samkvæmt kjarasamningi Kópavogsbæjar og Starfsmannafélag Kópavogs. Starfshlutfall 81%

Nánari upplýsingar veitir María Kristjánsdóttir í síma 570 1500 eða í tölvupósti, maria.k@kopavogur.is.

Sækja um starf

Yfirflokkstjóri í skólagarða og vinnuskólaUmsóknarfrestur til: 26. mars 2017

Yfirflokkstjóri í Vinnuskóla og Skólagörðum Kópavogs

Vinnuskóli Kópavogs starfar í júní og júlí ár hvert. Þar gefst 14 - 17 ára unglingum (fæðingarár 1999 ? 2002) kostur á að vinna við fjölbreytt störf hjá bæjarfélaginu. Vinna í skólanum er í senn uppeldi, afþreying og tekjusköpun fyrir unglingana. Í skólanum er unglingum kennt að umgangast verkefni sín, notkun verkfæra og að bera virðingu fyrir samstarfsfólki sínu.

Skólagarðar Kópavogs starfa frá því í byrjun júní og framundir lok ágúst. Í skólagörðunum gefst börnum á aldrinum 6 ? 13 ára tækifæri á að rækta sinn eigin matjurtagarð. Börnin fá um 12 m² garð, útsæði, plöntur, fræ og leiðsögn við ræktun. Auk ræktunarinnar er margvíslegt um að vera. Leikjadagar eru haldnir reglulega þar sem farið er í ýmsa leiki eða ákveðnar uppákomur. Skólagarðar eru starfræktir á þremur stöðum í bænum, við Dalveg, Víðigrund og við Arnarnesveg, á mótun Sala- og Kórahverfis.

Í Vinnuskólanum og Skólagörðunum starfa rúmlega 60 starfsmenn (yfirflokkstjórar, flokkstjórar og aðstoðarflokkstjórar ásamt starfsfólki á skrifstofu). Um 900 unglingar starfa í Vinnuskólanum og um 200 börn eru í Skólagörðunum .

Helstu verkefni og ábyrgð

Yfirflokkstjóri skipuleggur og ber ábyrgðá verkefnum vinnuflokka og skólagarða, skilum flokkstjóra og garðstjóra á vinnutímum unglinga, sér um skráningu á vinnutíma starfsmanna og skilar inn greinargerð um starfið í sumarlok. Yfirflokkstjóri gætir þess að vinnuflokkar og skólagarðar hafi þau tól og tæki sem þeir þurfa og aðstoðar þá með úrvinnslu verkefna.

Hæfniskröfur

Umsækjendur þurfa að hafa reynslu í verkstjórn og af starfi Vinnuskóla. Þeir skulu vera 24 ára eða eldri. Stundvísi og góð mæting eru skilyrði sem og ökuréttindi. Vinnuskólinn er tóbakslaus vinnustaður.

Frekari upplýsingar

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Kópavogsbæjar og Starfsmannafélags Kópavogs. Starfshlutfall: 100% Starfstímabil: breytilegt

Nánari upplýsingar veitir Svavar Pétursson, verkefnastjóra Vinnuskólans og skólagarða, í síma 441-7080 eða í tölvupósti, svavarp@kopavogur.is.

Sækja um starf

Umhverfisfulltrúi í vinnuskóla og skólagarðaUmsóknarfrestur til: 26. mars 2017

Umhverfisfulltrúi í vinnuskóla og skólagörðum

Vinnuskóli Kópavogs starfar í júní og júlí ár hvert. Þar gefst 14 - 17 ára unglingum (fæðingarár 1998 ? 2001) kostur á að vinna við fjölbreytt störf hjá bæjarfélaginu. Vinna í skólanum er í senn uppeldi, afþreying og tekjusköpun fyrir unglingana. Í skólanum er unglingum kennt að umgangast verkefni sín, notkun verkfæra og að bera virðingu fyrir samstarfsfólki sínu.

Skólagarðar Kópavogs starfa frá því í byrjun júní og framundir lok ágúst. Í Skólagörðunum gefst börnum á aldrinum 6 ? 13 ára tækifæri á að rækta sinn eigin matjurtagarð. Börnin fá um 12 m² garð, útsæði, plöntur, fræ og leiðsögn við ræktun. Auk ræktunarinnar er margvíslegt um að vera. Leikjadagar eru haldnir reglulega þar sem farið er í ýmsa leiki eða ákveðnar uppákomur. Skólagarða eru starfræktir á þremur stöðum í bænum, við Dalveg, Víðigrund og við Arnarnesveg, á mótun Sala- og Kórahverfis.

Í Vinnuskólanum og Skólagörðunum starfa rúmlega 60 starfsmenn (yfirflokkstjórar, flokkstjórar, aðstoðarflokkstjórar ásamt starfsfólki á skrifstofu). Rúmlega 900 unglingar starfa í Vinnuskólanum og um 200 börn eru í Skólagörðunum.

Helstu verkefni og ábyrgð

Skipuleggja umhverfisstarf Vinnuskólans og Skólagarða. Fræða og vinna að fræðsluefni fyrir nemendur og starfsmenn Vinnuskólans og Skólagarða. Skýrsluvinna og samvinna við starfsmenn Landverndar. Kjörin vettvangur fyrir nemendur í umhverfis- og/eða kennslufræðum.

Hæfniskröfur

Gott vald á íslenskri tungu og stúdentspróf. Umsækjendur skulu vera 22 ára eða eldri. Stundvísi og samviskusemi skilyrði. Vinnuskóli og Skólagarðar eru tóbakslausir vinnustaðir.

Frekari upplýsingar

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Kópavogsbæjar og Starfsmannafélags Kópavogs. Starfshlutfall: 100% Starfstímabil: breytilegt

Nánari upplýsingar veitir Svavar Pétursson, verkefnastjóra Vinnuskólans og skólagarða, í síma 441-7080 eða í tölvupósti, svavarp@kopavogur.is.

Sækja um starf

Sumarstarfsmenn í leikskólann MarbakkaUmsóknarfrestur til: 26. mars 2017

Leikskólinn Marbakki óskar eftir að ráða sumarstarfsmenn

Leikskólinn Marbakki er fimm deilda skóli sem er staðsettur í íbúðarhverfi við sjávarsíðuna og ber nafn eftir því. Leikskólinn er fyrir börn frá eins árs aldri. Einkunarorð leikskólans eru sjálfstæð, glöð og skapandi börn og unnið er eftir vinnuaðferð Reggio Emilia í starfinu með börnunum sem byggir á hugmyndafræði Loris Malaguzzi. Leikskólinn er opinn frá 7:30 árdegis til 17:00 síðdegis.

Ráðningarhlutfall og tími

Ráðningartími er frá 1. júní. 2016 til 31. ágúst 2017. Vinnutími er 8 klst. á dag og fer eftir samkomulagi. Leikskólinn lokar í 4 vikur vegna sumarleyfa frá 7. júlí til 7. ágúst.

Hæfniskröfur

· Leitað er að einstakling með reynslu af starfi með börnum.

 • Þolinmæði og hæfni í mannlegum samskiptum.
 • Viðkomandi þarf að vera sjálfstæður, skapandi og drífandi,
 • Stundvísi og áreiðanleiki skilyrði.

Frekari upplýsingar

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga, Starfsmannafélags Kópavogs og KÍ.

Unnið er samkvæmt starfslýsingum Félags leikskólakennara en starfslýsingar má finna á http://ki.is

Mjög viðamiklar upplýsingar um Marbakka og leikskólastarfið er að finna á: http://marbakki.kopavogur.is/

Bent er á að samkvæmt lögum verða umsækjendur að skila sakavottorði.

Upplýsingar gefa Hólmfríður Sigmarsdóttir leikskólastjóri í síma 441 5801 eða gsm. 8402682 og Irpa Sjöfn Gestdóttir aðstoðarleikskólastjóri síma 441 5802 eða gsm. 8211894. Einnig má senda fyrirspurnir á netfangið fridur@kopavogur.iseða irpasg@kopavogur.is

Karlar jafnt sem konur er hvattir til að sækja um starfið.

Einungis er hægt að sækja um starfið rafrænt á vef Kópavogsbæjar

Sækja um starf

Starfsmenn í leikskólann BaugUmsóknarfrestur til: 26. mars 2017

Sumarstarfsmenn í leikskólann Baug

Leikskólinn Baugur tók til starfa í október 2007 og er 8 deilda leikskóli. Leikskólinn starfar eftir hugmyndafræði Reggio Emilia og til að nálgast hugmyndafræðina er stöðvavinna notuð þar sem lögð er áhersla á að skapa fjölbreytilegt leikumhverfi sem ýtir undir ímyndunarafl, sköpunarkraft og tjáningu barnanna. Við notum opinn efnivið þar sem börnin fá tækifæri til að rannsaka og gera tilraunir með efniviðinn sem ýtir undir skapandi hugsun þar sem þau móta sjálf hugmyndir sínar. Við leggjum áherslu á fjölbreytta hreyfingu þar sem markmiðið er að efla grófhreyfingar, einbeitingu, styrk og jafnvægi. Upplýsingar um leikskólann má finna á http://baugur.kopavogur.is/

Ráðningarhlutfall og tími

Ráðningartími er frá 15. maí til 31. ágúst 2017. Vinnutími er 8 klst. á dag og fer eftir samkomulagi. Leikskólinn lokar í 4 vikur vegna sumarleyfa frá 10. júlí ? 4. ágúst.

Menntunar- og hæfniskröfur

· Leitað er að einstakling með reynslu af starfi með börnum.

 • Þolinmæði og hæfni í mannlegum samskiptum.
 • Viðkomandi þarf að vera sjálfstæður, skapandi og drífandi,
 • Stundvísi og áreiðanleiki skilyrði.

Frekari upplýsingar

· Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga, Starfsmannafélags Kópavogs og FL

· Unnið er samkvæmt starfslýsingum Félags leikskólakennara en starfslýsingar má finna á http://ki.is

· Bent er á að samkvæmt lögum verða umsækjendur að skila sakavottorði.

Umsóknarfrestur er til og með 26. mars 2017

Upplýsingar gefa Margrét Magnúsdóttir, leikskólastjóri í síma 4415601

Guðbjörg Sóley Þorgeirsdóttir, aðstoðarleikskólastjóri í síma 4415602 eða á netfangið baugur@kopavogur.is

Karlar jafnt sem konur er hvattir til að sækja um starfið.

Einungis er hægt að sækja um starfið rafrænt á vef Kópavogsbæjar

Sækja um starf

Starfsmenn í leikskólann ArnarsmáraUmsóknarfrestur til: 26. mars 2017

Starfsmenn í leikskólann Arnarsmára

Arnarsmári er 5 deilda skóli fyrir 90 börn. Markmiðið er að laða fram í fari barnanna frumkvæði, vináttu og gleði, með sérstaka áherslu á iðkun dyggða. Útikennsla er ríkur þáttur í námi barnanna. Skólinn hefur flaggað grænfána frá 2010 og umhverfisvernd er í hávegum höfð í Arnarsmára. Við óskum eftir sumarstarfsfólki í fullt starf frá maí til september.

Menntunar- og hæfniskröfur· Starfsreynsla með börnum. - Aldursviðmið, 18 ára og eldri · Leitað er að ábyrgum og jákvæðum einstaklingi sem á auðvelt með mannleg samskipti

StarfskröfurUnnið er samkvæmt starfslýsingum Félags leikskólakennara en starfslýsingar má finna á http://ki.is

Frekari upplýsingar

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Launanefndar sveitarfélaga og KÍ eða SFK.

Upplýsingar um leikskólann má finna hér: http://arnarsmari.kopavogur.is

Bent er á að samkvæmt lögum verða umsækjendur að skila sakavottorði.

Upplýsingar gefa Brynja Björk Kristjánsdóttir leikskólastjóri og Rannveig Jónsdóttir aðstoðarleikskólastjóri í síma 441 5300. Einnig má senda fyrirspurnir á netfangið arnarsmari@kopavogur.is

Karlar jafnt sem konur er hvattir til að sækja um starfið.

Sækja um starf

Starfsmenn í jafningjafræðslu Hins HússinsUmsóknarfrestur til: 26. mars 2017

Sumarstarf í Jafningjafræðslu Hins Hússins

Fræðslu- og forvarnarstarf fyrir ungt fólk.

Vinnuskólinn í Kópavogi, í samstarfi við Hitt húsið, auglýsir eftir ábyrgu, metnaðarfullu og skemmtilegu ungu fólki í sumarstarf. Starfið er lifandi, krefjandi og skemmtilegt. Frábært tækifæri fyrir þá sem hafa áhuga á að leggja sitt af mörkum og hafa góð áhrif út í samfélagið.

Helstu verkefni og ábyrgðLeiðbeinendur sjá um framkvæmd á verkefnum Jafningjafræðslunnar í sumar.

Á meðal verkefna Jafningjafræðslunnar er:

- Fræðslustarf á meðal ungs fólks

- Vímulausar uppákomur

- Greinaskrif á heimasíðu

- Vera jákvæð og góð fyrirmynd

HæfniskröfurStarfið er ætlað ungmennum sem fædd eru árin 1997 og 1998.

Frekari upplýsingar um starfiðLaunakjör samkvæmt kjarasamningi Kópavogsbæjar og Starfsmannafélags Kópavogs.Starfshlutfall: 100%. Starfstímabil: 22. maí til og með 14. júlí. Vinnutími frá 08:00 til 16:00 alla virka daga.

Nánari upplýsingar veitir Bogi Hallgrímsson verkefnastjóri í síma 411 5522 eða á bogi@hitthusid.is.

Sækja um starf

Starfsmenn í íbúðarkjarna fyrir fatlað fólkUmsóknarfrestur til: 26. mars 2017

Starfsmenn óskast í íbúðakjarna fyrir fatlað fólk í Kópavogi Velferðarsvið Kópavogsbæjar óskar eftir starfsmönnum 20 ára eða eldri til starfa.

Starfshlutfall og ráðningartími Um er að ræða allt að 90% stöðu í vaktavinnu.

Menntunar- og hæfniskröfur

· Félagsliði, stúdentspróf eða önnur sambærileg menntun

· Hæfni í mannlegum samskiptum

· Íslenskukunnátta

· Framtakssemi, áreiðanleiki, heiðarleiki og jákvæðni í starfi

· Starfið getur verið líkamlega krefjandi

· Bílpróf æskilegt

Helstu verkefni og ábyrgð

· Einstaklingsmiðaður persónulegur stuðningur við íbúa í daglegu lífi, jafnt innan sem utan heimilis.

· Samvinna við starfsfólk, aðstandendur og aðra þjónustuaðila íbúa.

Frekari upplýsingar

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Launanefndar sveitarfélaga og Starfsmannafélags Kópavogs.

Þeir sem ráðnir eru til starfa hjá velferðarsviði Kópavogs þurfa að skila sakavottorði eða veita heimild til að leitað sé upplýsinga af sakaskrá. Umsækjandi þarf að hafa náð 20 ára aldri.

Nánari upplýsingar veitir Bryngerður Bryngeirsdóttir forstöðumaður í síma 441-9560 eða í tölvupósti binna@kopavogur.is

Karlar jafnt sem konur eru hvattir til að sækja um starfið.

Eingöngu er hægt að sækja um starfið rafrænt á vef Kópavogsbæjar www.kopavogur.is

Sækja um starf

Stuðningsfulltrúi á áfangaheimili fyrir fatlaðaUmsóknarfrestur til: 26. mars 2017

Stuðningsfulltrúi óskast á áfangaheimili fyrir fatlað fólk í Kópavogi

Velferðarsvið Kópavogs óskar eftir stuðningsfulltrúa til starfa á áfangaheimili fyrir fatlað fólk í Kópavogi. Á heimilinu sækja tíu einstaklingar þjónustu, fimm í einu, og þar er lögð áhersla á að þjónustunotendur búi sig undir flutninga að heiman. Starfið felst í því að veita aðstoð og leiðbeiningar við allt er lýtur að daglegu lífi þjónustunotenda bæði inni á heimilinu og utan þess.

Starfshlutfall og ráðningartími

Um er að ræða fullt starf yfir sumartímann þar sem unnið er á vöktum.

Menntunar- og hæfniskröfur

· Þekking og reynsla af vinnu með einstaklingum með þroskahömlun er kostur.

· Góð íslenskukunnátta.

· Hæfni í mannlegum samskiptum.

· Framtakssemi og sjálfstæði.

· Jákvæðni og sveigjanleiki í starfi.

· Geta unnið vel með öðrum.

· Helstu verkefni og ábyrgð

· Einstaklingsmiðaður, persónulegur stuðningur við þjónustunotendur.

· Vera þjónustunotendum góð fyrirmynd.

· Stuðla að auknu sjálfstæði þjónustunotenda.

· Almennt heimilishald.

· Samvinna við starfsmenn og aðstandendur.

· Fjölbreytt verkefni.

Frekari upplýsingar

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Launanefndar sveitarfélaga.

Þeir sem ráðnir eru til starfa hjá Félagsþjónustu Kópavogs þurfa að skila sakavottorði eða veita heimild til að leitað sé upplýsinga af sakaskrá. Umsækjandi þarf að hafa náð 20 ára aldri.

Upplýsingar gefa Brynja Eyþórsdóttir, forstöðuþroskaþjálfi, í síma 554-3414 eða á netfangið brynjae@kopavogur.is eða Sigríður Heiða Kristjánsdóttir, deildarstjóri, netfang sigridurheida@kopavogur.is

Karlar jafnt sem konur eru hvattir til að sækja um starfið.

Eingöngu er hægt að sækja um starfið rafrænt á vef Kópavogsbæjar www.kopavogur.is

Sækja um starf

Sumarstarfsmenn á leikskólann NúpUmsóknarfrestur til: 26. mars 2017

Sumarstarfsmenn í leikskólann Núp

Leikskólinn Núpur er 5 deilda leikskóli sem staðsettur er í Núpalind 3.Einkunnarorð Núps eru sjálfstæði og sköpun í samvinnu og gleði. Við leggjum áherslu á Fjölgreindir í leikskólastarfi og að hin siðferðislegu gildi samfélagsins endurspeglist í öllu leikskólastarfinu s.s. virðing fyrir einstaklingnum, samábyrgð, umhyggja, sáttfýsi og tjáningarfrelsi allra.

Ráðningartími og starfshlutafall

Starfið felst í kennslu og umönnun barna á aldrinum eins til sex ára. Starfshlutfall er 100%

Menntunar- og hæfniskröfur

· Leikskólakennaramenntun eða önnur menntun

· Ábyrgur og jákvæður einstaklingur sem á auðvelt með mannleg samskipti.

· Skapandi og metnaðarfullur einstaklingur.

· Sjálfstæði í vinnubrögðum.

· Góð íslenskukunnátta skilyrði

Frekari upplýsingar

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Launanefndar sveitarfélaga og KÍ.

Unnið er samkvæmt starfslýsingum Félags leikskólakennara en starfslýsingar má finna á http://ki.is

Þeir sem ráðnir eru til starfa á leikskólum Kópavogs þurfa að skila sakavottorði.

Upplýsingar gefa Svana Kristinsdóttir, leikskólastjóri, og Bryndís Baldvinsdóttir aðstoðarleikskólastjóri, í síma 441-6600. Einnig má senda fyrirspurnir á nupur@kopavogur.is

Karlar jafnt sem konur eru hvattir til að sækja um starfið.

Eingöngu er hægt að sækja um starfið rafrænt á vef Kópavogsbæjar www.kopavogur.is

Sækja um starf

Sumarstarfsmaður í leikskólann KópahvolUmsóknarfrestur til: 26. mars 2017

Sumarstarfsmenn í leikskólann Kópahvol

Leikskólinn Kópahvoll er fjögurra deilda skóli með 80 börnum. Einkunnarorð skólans eru leikur, list og lífsleikni. Heimasíða leikskólans er http://kophvoll.kopavogur.is

Ráðningartími og starfshlutfall

Ráðningartími er frá 15. maí til 31. ágúst 2017.

Vinnutími 8 klst. á dag.

Leikskólinn lokar í 4 vikur vegna sumarleyfa frá 10. júlí ? 4. ágúst.

Menntunar- og hæfniskröfur

· Leitað er eftir einstakling með reynslu af starfi með börnum.

· Ábyrgur og jákvæður einstaklingur sem á auðvelt með mannleg samskipti.

· Viðkomandi þarf að vera sjálfstæður, skapandi og drífandi

· Stundvísi og áreiðanleiki skilyrði

Frekari upplýsingar

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Launanefndar sveitarfélaga og KÍ eða SFK.

Unnið er samkvæmt starfslýsingum Félags leikskólakennara en starfslýsingar má finna á http://ki.is

Þeir sem ráðnir eru til starfa á leikskólum Kópavogs þurfa að skila sakavottorði.

Umsóknarfrestur er til 26. mars 2017. Konur jafnt sem karlar eru hvattar til að sækja um starfið.

Upplýsingar gefa í síma 441-6501, Halla Ösp Hallsdóttir, Leikskólastjóri eða 4416502, Stefanía Finnbogadóttir, aðstoðarleikskólastjóri

Einnig má senda fyrirspurnir á netfangið kopahvoll@kopavogur.is

Eingöngu er hægt að sækja um starfið rafrænt á vef Kópavogsbæjar www.kopavogur.is

Sækja um starf

Sumarstarf í móttöku á velferðarsviðiUmsóknarfrestur til: 26. mars 2017

Sumarstarf í móttöku á velferðarsviði Kópavogsbæjar

Um er að ræða fjölbreytt starf í móttöku á velferðarsviði þar sem viðkomandi sinnir ritara- og móttökustörfum fyrir deildir sviðsins eftir því sem við á. Megin verkefnin felast í móttöku, skráningu gagna, skjalavörslu, frágangi fundargerða, útsendingu bréfa og símavörslu. Móttökuritari sér um að þjónusta sviðsins sé aðgengileg með því að aðstoða og leiðbeina fólki sem þangað leitar.

Helstu verkefni

· Annast afgreiðslu og símavörslu, skráir mál fyrir fundi og gengur frá fundargerðum og bréfum til umsækjenda.

· Heldur utan um skráningu upplýsinga í Navision

· Annast skjalafrágang fyrir þjónustudeild fatlaðra og aðrar deildir eftir þörfum

· Undirbýr gögn fyrir fundi félagsmálaráðs í samvinnu við aðra ritara velferðarsviðs

· Sinnir öðrum verkefnum sem honum kunna að vera falin af yfirmanni, svo sem vegna sérstaks húsnæðisstuðnings.

Menntunar- og hæfniskröfur

· Stúdentspróf

· Góð tölvukunnátta og reynsla í notkun Word og Excel

· Góð íslensku- og enskukunnátta

· Reynsla af móttökustarfi æskileg

· Góð þjónustulund og hæfni í mannlegum samskiptum

Um er að ræða sumarafleysingu frá 1. júní til og með 31. ágúst 2017.

Laun eru samkvæmt kjarasamningum Starfsmannafélags Kópavogsbæjar.

Eingöngu er hægt að sækja um starfið á vef Kópavogsbæjar www.kopavogur.is

Nánari upplýsingar veitir Atli Sturluson rekstrarstjóri eða Bára Eyland í síma 441 0000.

Sækja um starf

Matráður í félagsmiðstöðvar eldri borgaraUmsóknarfrestur til: 26. mars 2017

Matráður í félagsmiðstöðvar eldri borgara

Félagsmiðstöðvar eldri borgara í Kópavogi eru eftirfarandi : Gjábakki, Fannborg 8, Gullsmári, Gullsmára 13 og í Boðinn Boðaþing 9.

Helstu verkefni og ábyrgð

· Starfar í matstofum/kaffistofum, sinnirlítilsháttar matseld, t.d.pasta og grænmetisréttir. Tekur til léttar veitingar/smurbrauð, skipuleggur matseðil og/eða innkaup allt að viku fram í tímann, þrif o.fl.

· Annast innkaup á hráefni og áhöldum sem nota þarf í eldhúsi, kaffiteríu og matsal í samstarfi við forstöðumann

· Skráir matar- og kaffigesti

· Framreiðir hádegisverð og aðstoðar við framleiðslu

· Annast bakstur

· Innheimtir gjöld fyrir veitingar

· Annast skipulag og framkvæmd veitingaþjónustu fyrir stærri samkomur í samstarfi við forstöðumann

· Hefur umsjón með daglegum þrifum í eldhúsi, kaffiteríu og matsal (ekki gólfi)

Nánari upplýsingar

Aldur umsækjenda skal vera 20 ára og eldri.

Næsti yfirmaður er forstöðumaður félagsmiðstöðva eldri borgara í Kópavogi.

Starfstími er frá lok maí til ágúst. Vinnutími er frá kl. 8.00 - 16.00.

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Kópavogsbæjar og Starfsmannafélags Kópavogs. Starfshlutfall er 100 %.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Amanda K. Ólafsdóttir forstöðumaður félagsmiðstöðva eldri borgara í Kópavogi í síma 665 2923 eða í tölvupósti amanda.olafsdottir@kopavogur.is

Sækja um starf

Leiðbeinandi í sumarstarfi barna og ungmennaUmsóknarfrestur til: 26. mars 2017

Stuðningur í sumarstarfi barna og ungmenna

Leiðbeinandi

Starfið felur í sér stuðning með börnum og unglingum með sérþarfir á leikja- og íþróttanámskeiðum, vinnuskóla (7 til 17 ára ) og ungmennum á vinnuvettvangi ( 18 til 24 ára ).

Helstu verkefni og ábyrgð

· Stuðningur með börnum, unglingum og ungmennum til þátttöku á leikja - og íþróttanámskeiðum yngri barna og í sumarstarfi unglinga og ungmenna.

· Næsti yfirmaður er verkefnastjóri frístundadeildar Menntasviðs.

Hæfniskröfur

· Starfsmaðurinn hafi reynslu af starfi með börnum og ungmennum með sérþarfir, búi yfir umburðalyndi, skilning og jákvæðri hvatningu.

· Starfsmaðurinn sýni frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum og veiti stuðning við hvers kyns aðstæður sem upp kunna að koma.

· Umsækjendur skulu vera 20 ára og eldri.

Frekari upplýsingar um starfiðVinnutími er frá kl. 8 - 16 eða 9 ? 17 eða eftir skipulagi námskeiða og vinnuúrræða.

Launakjör samkvæmt kjarasamningi Kópavogsbæjar og Starfsmannafélags Kópavogs.Starfshlutfall 100%

Starfstími í yngri barna- og unglingastarfi eru 6 vikur en allt að 8 vikur með 18 ára og eldri.

Nánari upplýsingar veitir Arna Margrét Erlingsdóttir verkefnastjóri frístundadeildar. Netfang arnam@kopavogur.is

Sækja um starf

Flokkstjóri við þjónustumiðstöð - garðyrkjaUmsóknarfrestur til: 26. mars 2017

Verkamaður við Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar - garðyrkja

Helstu verkefni og ábyrgð

Verkamaður starfar undir stjórn flokkstjóra, helstu verkefni vinnuhópanna eru beðahreinsun, umhirða gróðurs, hreinsun og umhirða stofnanalóða en auk þeirra er ýmis þjónusta við bæjarstofnanir. Verkamaður skal fara vel með tæki og verkfæri í hans umsjón, þrif og annað viðhald framkvæmt reglulega. Sérstaklega skal þess gætt að öryggisatriði séu ávallt í fullkomnu lagi, bæði hvað varðar tækjabúnað og útbúnað (persónuhlífar, endurskinsfatnað og fleira).

HæfniskröfurUmsækjendur skulu vera 18 ára eða eldri (f. 1999 eða fyrr).

Starfsemi Þjónustumiðstöðvar Kópavogsbæjar

Helstu verkefni Þjónustumiðstöðvar Kópavogsbæjar eru viðhald og umhirða gatna og stíga, hreinsun og fegrun bæjarins, hreinsun niðurfalla, ýmis málningarvinna, beðahreinsun, umhirða gróðurs, þökulagnir og sláttur opinna svæða. Frekari upplýsingar um starfiðLaunakjör samkvæmt kjarasamningi Kópavogsbæjar og Eflingar. Starfshlutfall 100%

Starfstímabil 22. maí til 18. ágúst

Nánari upplýsingar eru veittará skrifstofu Þjónustumiðstöðvar í síma 441 9000 eða í tölvupósti thjonustumidstod@kopavogur.is.

Sækja um starf

Flokkstjóri við þjónustumiðstöð - almenn þjónustaUmsóknarfrestur til: 26. mars 2017

Flokkstjóri við Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar almenn þjónusta

Flokkstjóri stýrir vinnuhópi í almennri þjónustu. Helstu verkefni Þjónustumiðstöðvar Kópavogsbæjar eru viðhald og umhirða gatna og stíga, hreinsun og fegrun bæjarins, hreinsun niðurfalla, ýmis málningarvinna, beðahreinsun, umhirða gróðurs, þökulagnir og sláttur opinna svæða.

Helstu verkefni og ábyrgð

· Viðhald og umhirða gatna og stíga, hreinsun og fegrun bæjarins, hreinsun niðurfalla, ýmis málningarvinna og þökulagnir en auk þeirra er ýmis þjónusta við bæjarstofnanir.

· Flokkstjóri skal halda dagbók og skila vinnuskýrslum með verk- og starfsmannanúmerum fyrir sig og vinnuflokkinn sem undir hann heyrir.

· Skila skal vinnuskýrslum vikulega.

· Ætlast er til að flokkstjóri vinni með vinnuflokknum.

· Hann skal sjá um að tæki og verkfæri í umsjón hans og undirmanna hans séu ávallt í lagi og þrif og annað viðhald framkvæmt reglulega.

· Sérstaklega skal þess gætt að öryggisatriði séu ávallt í fullkomnu lagi, bæði hvað varðar tækjabúnað og útbúnað vinnuflokksins (persónuhlífar, endurskinsfatnað og fleira).

HæfniskröfurUmsækjendur skulu vera 20 ára eða eldri. Reynsla af stjórnun eða sambærilegum störfum æskileg.

Frekari upplýsingar um starfiðLaunakjör samkvæmt kjarasamningi Kópavogsbæjar og Eflingar. Starfshlutfall 100%

Starfstímabil 15. maí-18. ágúst

Nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu Þjónustumiðstöðvar í síma 441 9000 eða í tölvupósti thjonustumidstod@kopavogur.is.

Sækja um starf

Flokkstjóri við þjónustumiðstöð - skógræktUmsóknarfrestur til: 26. mars 2017

Flokkstjóri við Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar - skógrækt og uppgræðsla

Helstu verkefni og ábyrgð

Flokkstjóri stýrir vinnuhópi í skógrækt og uppgræðslu. Helstu verkefni vinnuhópanna eru skógræktar og uppgræðsluverkefni, í landi Kópavogs.

Flokkstjóri skal halda dagbók og skila vinnuskýrslum með verk- og starfsmannanúmerum fyrir sig og vinnuflokkinn sem undir hann heyrir. Skila skal vinnuskýrslum vikulega.

Ætlast er til að flokkstjóri vinni með vinnuflokknum. Hann skal sjá um að tæki og verkfæri í umsjón hans og undirmanna hans séu ávallt í lagi og þrif og annað viðhald framkvæmt reglulega. Sérstaklega skal þess gætt að öryggisatriði séu ávallt í fullkomnu lagi, bæði hvað varðar tækjabúnað og útbúnað vinnuflokksins (persónuhlífar, endurskinsfatnað og fleira).

HæfniskröfurUmsækjendur skulu vera 20 ára eða eldri. Reynsla af stjórnun eða sambærilegum störfum æskileg.

Starfsemi Þjónustumiðstöðvar Kópavogsbæjar

Helstu verkefni Þjónustumiðstöðvar Kópavogsbæjar eru viðhald og umhirða gatna og stíga, hreinsun og fegrun bæjarins, hreinsun niðurfalla, ýmis málningarvinna, beðahreinsun, umhirða gróðurs, þökulagnir og sláttur opinna svæða.

Frekari upplýsingar um starfiðLaunakjör samkvæmt kjarasamningi Kópavogsbæjar og Eflingar. Starfshlutfall 100%

Starfstímabil 15. maí-18. ágúst

Nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu Þjónustumiðstöðvar í síma 441 9000 eða í tölvupósti thjonustumidstod@kopavogur.is.

Sækja um starf

Flokkstjóri við þjónustumiðstöð - slátturUmsóknarfrestur til: 26. mars 2017

Verkamaður við Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar sláttur

Helstu verkefni og ábyrgð

Verkamaður starfar undir stjórn flokkstjóra, helstu verkefni vinnuhópanna eru sláttur opinna svæða og stofnanalóða. Verkamaður skal fara vel með tæki og verkfæri í hans umsjón, þrif og annað viðhald framkvæmt reglulega. Sérstaklega skal þess gætt að öryggisatriði séu ávallt í fullkomnu lagi, bæði hvað varðar tækjabúnað og útbúnað, s.s. persónuhlífar, endurskinsfatnað og fleira.

HæfniskröfurUmsækjendur skulu vera 18 ára eða eldri (f. 1999 eða fyrr).

Starfsemi Þjónustumiðstöðvar Kópavogsbæjar

Helstu verkefni Þjónustumiðstöðvar Kópavogsbæjar eru viðhald og umhirða gatna og stíga, hreinsun og fegrun bæjarins, hreinsun niðurfalla, ýmis málningarvinna, beðahreinsun, umhirða gróðurs, þökulagnir og sláttur opinna svæða.

Frekari upplýsingar um starfiðLaunakjör samkvæmt kjarasamningi Kópavogsbæjar og Eflingar. Starfshlutfall 100%

Starfstímabil 22. maí til 18. ágúst

Nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu Þjónustumiðstöðvar í síma 441 9000 eða í tölvupósti thjonustumidstod@kopavogur.is.

Sækja um starf

Flokkstjóri á íþróttavöllumUmsóknarfrestur til: 26. mars 2017

Flokkstjóri á íþróttavöllum

Helstu verkefni á Kópavogsvelli eru viðhald og umhirða íþróttavalla, sláttur, merking valla, umhirða íþrótta- og sparkvalla bæjarins, málningarvinna, viðhaldsvinna, umhirða gróðurs, ruslahreinsun og undirbúningur fyrir leiki og mót á íþróttasvæðum í bænum.

Helstu verkefni og ábyrgð

Flokkstjóri stýrir vinnuhópi. Helstu verkefni hans eru sömu og tilgreind eru hér að ofan. Flokkstjóri heldur dagbók og skilar vinnuskýrslum vikulega með verk- og starfsmannanúmerum fyrir sig og vinnuflokkinn sem heyrir undir hann.

Ætlast er til að flokkstjórar vinni með vinnuflokknum. Hann sér um að tæki og verkfæri í umsjón hans og undirmanna hans séu ávallt í lagi og þrif og annað viðhald sé framkvæmt reglulega. Flokkstjóri ber ábyrgð á að öryggisatriði séu ávallt í fullkomnu lagi, bæði hvað varðar tækjabúnað og útbúnað vinnuflokksins (persónuhlífar, endurskinsfatnað, öryggisbúnaður og fleira).

HæfniskröfurUmsækjendur skulu vera 20 ára eða eldri. Reynsla af stjórnun eða starfi á íþróttavelli æskileg.

Frekari upplýsingar um starfiðLaunakjör samkvæmt kjarasamningi Kópavogsbæjar og Starfsmannafélag Kópavogs.Ráðið er í tímavinnu.

Nánari upplýsingar veitir Ómar Stefánsson forstöðumaður Kópavogsvallar í síma 863 5913 eða í tölvupósti, kopvollur@kopavogur.is.

Sækja um starf

Flokkstjóri / garðstjóri í skólagörðumUmsóknarfrestur til: 26. mars 2017

Flokkstjóri / garðstjóri í Skólagörðum Kópavogs Skólagarðar Kópavogs starfa frá því í byrjun júní og fram undir lok ágúst. Í skólagörðunum gefst börnum á aldrinum 6 ? 13 ára tækifæri á að rækta sinn eigin matjurtagarð. Auk ræktunarinnar er margvíslegt um að vera. Leikjadagar eru haldnir reglulega þar sem farið er í ýmsa leiki eða ákveðnar uppákomur. Má nefna skoðunarferðir, ratleiki, boltaleiki, drullukökukeppni, íþróttamót, grillveislur og göngu- og hjólreiðatúrar um nágrennið. Skólagarðar eru starfræktir á þremur stöðum í bænum, við Dalveg, Víðigrund og Arnarnesveg (milli Sala- og Kórahverfis).

Helstu verkefni og ábyrgðUmsjón og ábyrgð á daglegu starfi. Skipulagning vikulegra atburða í samvinnu við yfirflokkstjóra. Aðstoða börn við hirðingu garða. Tímaskráningar aðstoðarflokkstjóra.

HæfniskröfurUmsækjendur skulu hafi náð 20 ára aldri, hafi reynsla af ræktun og/eða starfi með börnum. Stundvísi og góð mæting er skilyrði. Skólagarðar Kópavogs er tóbakslaus vinnustaður.

Frekari upplýsingar um starfiðLaunakjör eru samkvæmt kjarasamningi Kópavogsbæjar og Starfsmannafélags Kópavogs.Starfshlutfall: 100% Starfstímabil: Allt að 12 vikur Nánari upplýsingar veitir Svavar Pétursson, verkefnastjóra Skólagarðanna, í síma 441-7080 eða í tölvupósti, svavarp@kopavogur.is.

Sækja um starf

Aðstoðarmatráður í þjónustumiðstöðUmsóknarfrestur til: 26. mars 2017

Aðstoðarmatráður í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar

Helstu verkefni og ábyrgð

· Almenn eldhússtörf, vinna við frágang og þrif á eldhúsi og skrifstofum.

· Umsjón með daglegum ræstingum, heldur húsnæði Þjónustumiðstöðvar hreinu og snyrtilegu samkvæmt vinnuskipulagi/starfsáætlun hússins.

· Fer í sendiferðir og sér um innkaup þegar það á við.

· Sér um afgreiðslu á mat. Aðstoðar í eldhúsi o.s.frv. þrif á eldhúsi og skrifstofum

· Sinnir einnig öðrum þeim verkefnum sem stjórnendur fela honum og fallið geta að ofangreindum markmiðum.

HæfniskröfurUmsækjendur skulu vera 20 ára eða eldri. Reynsla af sambærilegum störfum er kostur en ekki skilyrði,

Starfsemi Þjónustumiðstöðvar Kópavogsbæjar

Helstu verkefni Þjónustumiðstöðvar Kópavogsbæjar eru viðhald og umhirða gatna og stíga, hreinsun og fegrun bæjarins, hreinsun niðurfalla, ýmis málningarvinna, beðahreinsun, umhirða gróðurs, þökulagnir og sláttur opinna svæða.

Frekari upplýsingar um starfiðLaunakjör samkvæmt kjarasamningi Kópavogsbæjar og Eflingar. Starfshlutfall 80%

Starfstímabil 1. júní til 18. ágúst

Nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu Þjónustumiðstöðvar í síma 441 9000 eða í tölvupósti thjonustumidstod@kopavogur.is.

Sækja um starf

Aðstoðarflokkstjóri í skólagörðumUmsóknarfrestur til: 26. mars 2017

Aðstoðarflokkstjóri í Skólagörðum Kópavogs

Skólagarðar Kópavogs starfa frá því í byrjun júní og fram undir lok ágúst. Í skólagörðunum gefst börnum á aldrinum 6 ? 13 ára tækifæri á að rækta sinn eigin matjurtagarð. Auk ræktunarinnar er margvíslegt um að vera. Leikjadagar eru haldnir reglulega þar sem farið er í ýmsa leiki eða ákveðnar uppákomur. Má nefna skoðunarferðir, ratleiki, boltaleiki, drullukökukeppni, íþróttamót, grillveislur og göngu- og hjólreiðatúrar um nágrennið. Skólagarðar eru starfræktir á þremur stöðum í bænum, við Dalveg, Víðigrund og Arnarnesveg (milli Sala- og Kórahverfis). Helstu verkefni og ábyrgðAðstoðarleiðbeinandi aðstoðar börn við hirðingu garða og er leiðbeinandi innan handar við önnur störf.

HæfniskröfurUmsækjendur skulu vera 18 ára eða eldri. Stundvísi og góð mæting er skilyrði. Skólagarðar Kópavogs er tóbakslaus vinnustaður.

Frekari upplýsingar um starfiðLaunakjör eru samkvæmt kjarasamningi Kópavogsbæjar og Starfsmannafélags Kópavogs.Starfshlutfall: 100% Starfstímabil: breytilegt Nánari upplýsingar veitir Svavar Pétursson, verkefnastjóra Skólagarðanna, í síma 441-7080 eða í tölvupósti, svavarp@kopavogur.is.

Sækja um starf

Aðstoðarleiðbeinandi á siglinganámskeiðUmsóknarfrestur til: 26. mars 2017

Aðstoðarleiðbeinandi á siglinganámskeið

Siglingaklúbburinn Kópanes er fyrir börn á aldrinum 9 til 12 ára og er með aðstöðu á siglingasvæði Ýmis við Naustavör í Kópavogi.

Helstu verkefni og ábyrgðÞátttaka og leiðsögn í hópastarfi á vettvangi. Undirbúningur og frágangur í upphafi/ lok hvers dags. Næsti yfirmaður er forstöðumaður námskeiðsins.

HæfniskröfurUmburðarlyndi , jákvæð hvatning og leikgleði. Reynsla af starfi með börnum æskileg. Umsækjendur skulu vera 18 ára og eldri.

Frekari upplýsingar um vinnutíma

Vinnutími er frá kl. 08:00 - 16:00 eða 09:00 - 17:00.

Launakjör samkvæmt kjarasamningi Kópavogsbæjar og Starfsmannafélags Kópavogs.Starfshlutfall 100%

Starfstími er í júní til júlí

Nánari upplýsingar veitir Arna Margrét Erlingsdóttir verkefnastjóri frístunda ? og forvarnadeildar, sími 570 ? 1500. Netfang: arnam@kopavogur.is

Sækja um starf

Aðstoðarleiðbeinandi á sumarnámskeiðUmsóknarfrestur til: 26. mars 2017

Aðstoðarleiðbeinandi á sumarnámskeiðum íþrótta- og tómstundafélaga

Sumarnámskeiðin fara fram á félagssvæðum íþrótta- og tómstundafélaganna. Námskeiðin eru ætluð börnum á aldrinum 6 til 12 ára. Um eru að ræða fjölbreytt íþrótta- og tómstundanámskeið.

Helstu verkefni og ábyrgð Þátttaka og leiðsögn í hópastarfi barna á vettvangi. Frágangur og þrif í lok hvers dags samkvæmt ákvörðun forstöðumanns. Næsti yfirmaður aðstoðarleiðbeinanda er forstöðumaður námskeiðsins.

Hæfniskröfur

· Umburðarlyndi, jákvæð hvatning og leikgleði.

· Reynsla af starfi með börnum æskileg.

· Umsækjendur skulu vera 18 ára og eldri (fæddir 1999 eða fyrr).

Frekari upplýsingarLaunakjör samkvæmt kjarasamningi Kópavogsbæjar og Starfsmannafélags Kópavogs.

Starfstími er 6- 8 vikur.

Nánari upplýsingar veitir Gunnar Guðmundsson, íþróttafulltrúi s. 570 ? 1500. Netfang: gunnarg@kopavogur.is

Sækja um starf

Forstöðumaður - Tröð frístundaklúbburUmsóknarfrestur til: 26. mars 2017

Forstöðumaður í Tröð frístundaklúbb

Starfs og frístundaklúbburinn í Tröð hefur aðsetur við Meltröð í Kópavogi. Klúbburinn er fyrir ungmenni með sérþarfir á aldrinum 17 til 24 ára. Í klúbbnum er boðið uppá atvinnu og frístundaúrræði sem sniðið er að þörfum og getu hvers einstaklings.

Helstu verkefni og ábyrgð

 • Stjórnun og skipulag á innra starfi, umsjón og leiðsögn á vinnu og tómstundatengdum verkefnum.
 • Setur upp einstaklingsmiðað skipulag fyrir ungmennin, sér um samskipti og kynningu á starfinu gagnvart forráðamönnum og við tengiliði fyrirtækja/stofnana vegna starfa.
 • Forstöðumaður sér um viðtöl við leiðbeinendur og gerð ráðningarsamninga fyrir leiðbeinendur og ungmenni.
 • Forstöðumaður sér um að halda fjárhagsbókhald sumarstarfsins og skilar skýrslu.
 • Næsti yfirmaður er deildarstjóri frístundadeildar Menntasviðs Kópavogs.

Hæfniskröfur

 • Reynsla af vinnu með fötluðum og menntun sem nýtist í starfi.
 • Stjórnunarreynsla, sjálfstæði í vinnubrögðum og skipulagshæfileikar.
 • Umsækjendur skulu vera 25 ára og eldri.

Frekari upplýsingar um starfið

Vinnutími er frá kl. 08:00 - 16:00 eða 09:00 - 17:00.

Launakjör samkvæmt kjarasamningi Kópavogsbæjar og Starfsmannafélags Kópavogs.Starfshlutfall 100%

Starfstímabil er 14 vikur frá 15. maí - 22. ágúst 2017

Nánari upplýsingar veitir Arna Margrét Erlingsdóttir verkefnastjóri á frístundadeild s. 441 0000. Netfang arnam@kopavogur.is

Sækja um starf

Flokkstjóri við vinnuskóla KópavogsUmsóknarfrestur til: 26. mars 2017

Flokkstjóri við Vinnuskóla Kópavogs

Vinnuskóli Kópavogs starfar í júní og júlí ár hvert. Þar gefst 14 - 17 ára unglingum (fæðingarár 1999 ? 2002) kostur á að vinna við fjölbreytt störf hjá bæjarfélaginu. Vinna í skólanum er í senn uppeldi, afþreying og tekjusköpun fyrir unglingana. Í skólanum er unglingum kennt að umgangast verkefni sín, notkun verkfæra og að bera virðingu fyrir samstarfsfólki sínu.

Helstu verkefni og ábyrgð

Flokkstjóri starfar undir stjórn yfirflokkstjóra. Hann stýrir starfi unglinganna, kennir þeim rétt vinnubrögð, er uppbyggilegur og til fyrirmyndar. Flokkstjóri ber að vinna með unglingunum. Hann ber ábyrgð á tímaskýrslum unglinganna og annarri pappírsvinnu sem til fellur.

Hæfniskröfur

Æskilegt er að umsækjendur hafi reynslu af starfi með unglingum og hafi náð 20 ára aldri. Stundvísi og góð mæting eru skilyrði. Vinnuskólinn er tóbakslaus vinnustaður.

Frekari upplýsingar

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Kópavogsbæjar og Starfsmannafélags Kópavogs. Starfshlutfall: 100% Starfstímabil: breytilegt

Nánari upplýsingar veitir Svavar Pétursson, verkefnastjóra Vinnuskólans, í síma 441-7080 eða í tölvupósti, svavarp@kopavogur.is.

Sækja um starf

Leiðbeinandi á hjóla- og útivistarnámskeiðUmsóknarfrestur til: 26. mars 2017

Leiðbeinandi á hjóla- og útivistarnámskeið

Hjóla og útivistarnámskeið eru með heimastöðvar í félagsmiðstöðinni Kjarnanum í Kópavogsskóla. Námkeiðin eru fyrir börn á aldrinum 9 til 12 ára. Áhersla á námskeiðunum er lögð á að börnin kynnist nærumhverfi sínu, leikjum ýmiskonar, vistvænum ferðamáta og fái aukna þekkingu á því sem náttúran býður uppá.

Helstu verkefni og ábyrgð Þátttaka og leiðsögn í hópastarfi á vettvangi. Undirbúningur og frágangur í upphafi /lok hvers dags. Næsti yfirmaður er forstöðumaður námskeiðsins.

Hæfniskröfur

· Starfsmaðurinn hafi reynslu af starfi með börnum, búi yfir umburðalyndi, skilning, leikgleði og jákvæðri hvatningu.

· Starfsmaðurinn sýni frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum og veiti stuðning þegar þannig aðstæður koma upp.

· Umsækjendur skulu vera 20 ára og eldri.

Frekari upplýsingar

Vinnutími er frá kl. 08:00 - 16:00.

Launakjör samkvæmt kjarasamningi Kópavogsbæjar og Starfsmannafélags Kópavogs.Starfshlutfall 100%

Starfstími er 6. júní til 14. júlí.

Nánari upplýsingar veitir Arna Margrét Erlingsdóttir verkefnastjóri á frístundadeild s. 441 0000. Netfang: arnam@kopavogur.is

Sækja um starf

Leiðbeinandi yfir skapandi sumarstörfum í MolanumUmsóknarfrestur til: 26. mars 2017

Leiðbeinandi yfir skapandi sumarstörf í Molanum

22 ára aldurstakmark ? fædd 1995 eða fyrr

Í Molanum munu hópar og einstaklingar starfa við ýmis verkefni í sumar. Leiðbeina þarf sumarstarfsmönnum við að glæða bæinn lífi með margvíslegum uppákomum og vinna að kynningar og markaðsmálum. Auglýst er eftir leiðbeinanda til að fara fyrir hópi sumarstarfsfólks í Molanum.

Um er að ræða starf í allt að10 vikur á tímabilinu 29. maí til 4. ágúst 2017.

Helstu verkefni og ábyrgð

 • Eftirlit með vinnuframlagi, tíma- og verkáætlun ungmennanna sem starfa í Molanum.
 • Umsjón með hönnun á dreifibréfi/upplýsingabæklingi um sumarstarf Molans.
 • Ráðgjöf og aðstoð við skipulagningu.
 • Samskipti við stofnanir og fyrirtæki í bænum.

Hæfniskröfur

Umsækjendur þurfa að vera fæddir árið 1995 eða fyrr og hafa lögheimili í Kópavogi.

Eftirfarandi eru kostir sem leitað er eftir þegar farið er yfir umsóknir:

 • Reynsla og menntun á sviði lista, t.d. leiklist, tónlist eða myndlist.
 • Reynsla og menntun í markaðs- og kynningarmálum.
 • Þekking á tækjabúnaði sem notaður er við tónlistarflutning.
 • Yfirgripsmikil tölvukunnátta.
 • Sjálfstæði og frumkvæði í starfi.

Frekari upplýsingar um starfiðLaunakjör samkvæmt kjarasamningi Kópavogsbæjar við Starfsmannafélag Kópavogs.

Nánari upplýsingar veitir Andri Lefever í símum 570 9292 / 840 2609 eða í tölvupósti, andri@kopavogur.is

Sækja um starf

Leiðbeinandi á kvikmyndanámskeiðUmsóknarfrestur til: 26. mars 2017

Leiðbeinandi - skapandi kvikmyndagerðarnámskeið

Skapandi kvikmyndanámskeið er með heimastöð í félagsmiðstöðinni Kúlunni í Hörðuvallaskóla. Námkeiðin eru fyrir börn á aldrinum 9 til 12 ára. Áhersla er lögð á að börnin kynnist lítillega kvikmyndagerð og möguleikum á að nýta tækni til sköpunnar og fá þannig útrás fyrir sköpunarkrafta sína. Þau öðlast reynslu í að vinna með öðrum að sameiginlegum markmiðum.

Helstu verkefni og ábyrgð

· Þátttaka og leiðsögn í hópastarfi á vettvangi.

· Undirbúningur og frágangur í upphafi /lok hvers dags.

· Næsti yfirmaður er forstöðumaður námskeiðsins.

Hæfniskröfur

· Starfsmaðurinn hafi reynslu af starfi með börnum, búi yfir umburðalyndi, skilning, leikgleði og jákvæðri hvatningu.

· Starfsmaðurinn sýni frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum og veiti stuðning þegar þannig aðstæður koma upp.

· Umsækjendur skulu vera 20 ára og eldri.

Frekari upplýsingar um vinnutíma Vinnutími er frá kl. 08:00 - 16:00.

Launakjör samkvæmt kjarasamningi Kópavogsbæjar og Starfsmannafélags Kópavogs.Starfshlutfall 100%

Starfstími er 6. júní ? 14. júlí.

Nánari upplýsingar veitir Arna Margrét Erlingsdóttir verkefnastjóri á frístundadeild s. 441 0000. Netfang: arnam@kopavogur.is

Sækja um starf

Leiðbeinandi á siglinganámskeiðUmsóknarfrestur til: 26. mars 2017

Leiðbeinandi á siglinganámskeið.

Siglingaklúbburinn Kópanes er fyrir börn á aldrinum 9 til 12 ára og er með aðstöðu á siglingasvæði Ýmis við Naustavör í Kópavogi.

Helstu verkefni og ábyrgðÞátttaka og leiðsögn í hópastarfi á vettvangi. Undirbúningur og frágangur í upphafi /lok hvers dags. Næsti yfirmaður er forstöðumaður námskeiðsins.

HæfniskröfurStarfsmaðurinn hafi reynslu af starfi með börnum, búi yfir umburðalyndi, skilning, leikgleði og jákvæðri hvatningu. Starfsmaðurinn sýni frumkvæði og sjálfsstæði í vinnubrögðum og veiti stuðning þegar þannig aðstæður koma upp. Umsækjendur skulu vera 20 ára og eldri.

Frekari upplýsingar um vinnutímaVinnutími er frá kl. 08:00 - 16:00 eða 09:00 - 17:00.

Launakjör samkvæmt kjarasamningi Kópavogsbæjar og Starfsmannafélags Kópavogs.Starfshlutfall 100%

Starfstími er í júní ? júlí.

Nánari upplýsingar veitir Arna Margrét Erlingsdóttir verkefnastjóri frístunda ? og forvarnadeildar s. 570 ? 1500. Netfang: arnam@kopavogur.is

Sækja um starf

Leiðbeinandi í frístundaklúbbinn HrafninnUmsóknarfrestur til: 26. mars 2017

Hrafninn frístundaklúbbur - Leiðbeinandi

Hrafninn er frístundaklúbbur barna og unglinga með sérþarfir á aldrinum 7 til 16 ára. Starfssemi klúbbsins er í húsnæði við Kársnesskóla í Skólagerði í vesturbæ Kópavogs. Yngri börnum á námskeiði í Hrafninum gefst tækifæri til að kynnast öðrum námskeiðum á vegum Kópavogsbæjar í fylgd með starfmanni frístundaklúbbsins. Á sama hátt gefst unglingum í frístundaklúbbnum kostur á að vinna létt störf eftir getu á vegum Vinnuskóla Kópavogs.

Helstu verkefni og ábyrgðÞátttaka og leiðsögn í hópastarfi á vettvangi. Undirbúningur og frágangur í upphafi /lok hvers dags. Næsti yfirmaður er forstöðumaður námskeiðsins.

HæfniskröfurStarfsmaðurinn hafi reynslu af starfi með börnum, búi yfir umburðalyndi, skilning, leikgleði og jákvæðri hvatningu. Starfsmaðurinn sýni frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum og veiti stuðning þegar þannig aðstæður koma upp. Umsækjendur skulu vera 20 ára og eldri.

Frekari upplýsingar um starfiðVinnutími er frá kl. 08:00 - 16:00 eða 09:00 - 17:00.

Launakjör samkvæmt kjarasamningi Kópavogsbæjar og Starfsmannafélags Kópavogs.Starfshlutfall 100%

Starfstími er frá 1. júní - 21. júlí.

Nánari upplýsingar veitir Arna Margrét Erlingsdóttir verkefnastjóri frístunda ? og forvarnadeildar. Netfang arnam@kopavogur.is

Sækja um starf

Forstöðumaður Siglingaklúbbsins KópanesUmsóknarfrestur til: 26. mars 2017

Forstöðumaður í Siglingaklúbbinn Kópanes

Siglingaklúbburinn Kópanes er fyrir börn á aldrinum 9 til 12 ára og er með aðstöðu á siglingasvæði Ýmis við Naustavör í Kópavogi.

Helstu verkefni og ábyrgð

· Forstöðumaður sér um stjórnun, skipulag á innra starfi, umsjón og leiðsögn á siglinganámskeiðum og um samskipti og kynningu á starfinu gagnvart forráðamönnum.

· Forstöðumaður sér um starfsmannaviðtöl við leiðbeinendur og gerð ráðningarsamninga.

· Forstöðumaður sér um fjárhagsbókhald og skil á vinnuskýrslum.

· Næsti yfirmaður er deildarstjóri frístundadeildar.

Hæfnis ? og menntunarkröfur

· Viðkomandi hafi menntun sem nýtist í starfi og stjórnunarreynslu, sé sjálfstæður í vinnubrögðum og búi yfir skipulagshæfileikum.

· Viðkomandi hafi jákvætt viðmót, áhuga, metnað til starfsins.

· Umsækjendur skulu vera 25 ára og eldri.

Frekari upplýsingar um vinnutímaVinnutími er frá kl. 08:00 - 16:00 eða 09:00 - 17:00.

Launakjör samkvæmt kjarasamningi Kópavogsbæjar og Starfsmannafélags Kópavogs.Starfshlutfall er 100%

Starfstími er frá 29. maí ? 28. júlí.

Nánari upplýsingar veitir Arna Margrét Erlingsdóttir verkefnastjóri á frístundadeild s. 441 0000. Netfang: arnam@kopavogur.is

Sækja um starf

Leiðbeinandi í frístundaklúbbinn TröðUmsóknarfrestur til: 26. mars 2017

Leiðbeinandi í frístundaklúbbnum Tröð

Starfs ? og frístundaklúbburinn hefur aðsetur í Tröð v/ Meltröð í Kópavogi. Klúbburinn er fyrir ungmenni með sérþarfir á aldrinum 17 til 24 ára. Í klúbbnum er boðið er upp á atvinnu ? og frístundaúrræði sem sniðið er að þörfum og getu hvers einstaklings.

Helstu verkefni og ábyrgðÞátttaka og leiðsögn í hópastarfi á vettvangi. Undirbúningur og frágangur í upphafi /lok hvers dags. Næstiyfirmaður er forstöðumaður í Tröð.

HæfniskröfurStarfsmaðurinn hafi reynslu af starfi með börnum, búi yfir umburðalyndi, skilning, leikgleði og jákvæðri hvatningu. Starfsmaðurinn sýni frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum og veiti stuðning þegar þannig aðstæður koma upp. Umsækjendur skulu vera 22 ára og eldri.

Frekari upplýsingar um starfiðVinnutími er frá kl. 08:00 - 16:00 eða 09:00 - 17:00.

Launakjör samkvæmt kjarasamningi Kópavogsbæjar og Starfsmannafélags Kópavogs.Starfshlutfall 100%

Starfstími er frá 25. maí ? 22. júlí

Nánari upplýsingar veitir Arna Margrét Erlingsdóttir verkefnastjóri frístunda ? og forvarnadeildar. Netfang arnam@kopavogur.is

Sækja um starf

Götuleikhúsið - leiðbeinandiUmsóknarfrestur til: 26. mars 2017

Götuleikhús Kópavogs - leiðbeinandi

Götuleikhús Kópavogs er vinnutengt verkefni fyrir 16 og 17 ára ungmenni. Ungmennin sækja um starf við Götuleikhúsið í gegnum vef Vinnuskóla Kópavogs. Starfssemin hefur aðsetur í húsnæði Leikfélags Kópavogs, Funalind 2.

Helstu verkefni og ábyrgðUndirbúningur, þátttaka og leiðsögn í leiklistarstarfi með unglingum.

HæfniskröfuraÆskilegt að viðkomandi hafi reynslu af leiklist og af starfi með ungmennum, búi yfir ákveðni, umburðalyndi, skilning, leikgleði og jákvæðri hvatningu. Leiðbeinandi sýni frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum.

Næsti yfirmaður er forstöðumaður Götuleikhússins. Umsækjendur skulu vera 20 ára og eldri.

Frekari upplýsingar Vinnutími er frá kl. 08:00 - 16:00 eða 09:00 - 17:00.

Launakjör samkvæmt kjarasamningi Kópavogsbæjar og Starfsmannafélags Kópavogs.Starfshlutfall 100%

Starfstími er í júní - júlí.

Nánari upplýsingar veitir Arna Margrét Erlingsdóttir verkefnastjóri frístunda ? og forvarnadeildar s. 570 ? 1500. Netfang: arnam@kopavogur.is

Sækja um starf

Félagsráðgjafi í ráðgjafa- og íbúðadeildUmsóknarfrestur til: 26. mars 2017

Félagsráðgjafi

Velferðarsvið Kópavogs óskar eftir félagsráðgjafa í afleysingarstarf í þrjá mánuði í sumar við að veita íbúum félagslega ráðgjöf og fjárhagsaðstoð.

Ráðningartími

Þrír mánuðir á tímabilinu 15. maí til 1. september 2017.

Menntunar- og hæfniskröfur

- Háskólamenntun á sviði félagsráðgjafar til starfsréttinda.

- Góð þekking og reynsla af einstaklingsráðgjöf.

- Mjög góð færni í mannlegum samskiptum og skipulagsfærni.

- Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum.

- Jákvæðni, áreiðanleiki og traust vinnubrögð.

- Kurteisi, þjónustulipurð og samviskusemi.

Frekari upplýsingar

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Launanefndar sveitarfélaga og Félagsráðgjafafélags Íslands.

Þeir sem ráðnir eru til starfa hjá velferðarsviði Kópavogsbæjar þurfa að skila sakavottorði eða veita heimild til að leitað sé upplýsinga af sakaskrá.

Nánari upplýsingar veitir Rannveig M. Þorsteinsdóttir deildarstjóri ráðgjafa og íbúðadeildar, netfang: rannveig@kopavogur.is

Sækja um starf

Helgarstarfsmaður í sundlaug KópavogsUmsóknarfrestur til: 26. mars 2017

Helgarstarfsmaður í sundlaug KópavogsÍ Sundlaug Kópavogs vinna 29 starfsmenn, 7 til 10 starfsmenn á hverri vakt. Laugin er opin virka daga frá kl. 06:30 til 22:00 og um helgar frá 08.00 til 20.00. Vinnan hefst 15 mínútum fyrir opnun og lýkur 30 mínútum eftir lokun. Unnið er á tveimur vöktum virka daga en einni vakt um helgar.

Helstu verkefni og ábyrgðSkipta má störfum starfsmanna sundlaugarinnar í þrjú svið, ÖRYGGI, ÞRIF og ÞJÓNUSTU. Á vinnustaðnum eru þrjú megin störf sem starfsfólk þarf að leysa af hendi:

· Laugarvarsla sem felst í öryggiseftirliti og þrifum við laugar bæði úti og inni.

· Baðvarsla sem einkum er fólgin í þrifum í bað- og búningsklefum auk öryggisvörslu á þeim stöðum.

· Afgreiðsla þar sem sala í laug og á ýmsum vörum fer fram, símsvörun, upplýsingagjöf, þrif og öryggiseftirlit. Starfsmenn fá námskeið í fyrstu hjálp, björgun og fleiru.

HæfniskröfurStarfsfólk sundlauga verður að vera orðið 20 ára. Góð sundkunnátta er áskilin, því laugarverðir verða að standast sundpróf, sem er svipað og 10. sundstig grunnskóla. Stundvísi, samstarfseiginleikar, reglusemi, vinnusemi, samviskusemi og þjónustulund eru eiginleikar sem við metum mikils. Sundlaug Kópavogs er reyklaus vinnustaður.

Frekari upplýsingar um starfiðLaunakjör samkvæmt kjarasamningi Kópavogsbæjar og Starfsmannafélags Kópavogs.Starfshlutfall: 32% (mögulega 16%) eða 22,5%. Hvoru tveggja helgarvinna.Starfstímabil: Stærri staðan frá síðari hluta maí fram í miðjan ágúst.

Unnar eru tvær helgar í röð og svo tvær helgar frí.

Vinnutími frá 07:45 til 20:30, laugardag og sunnudag.

Minni staðan frá síðari hluta maí til 31. september. Unnin er önnur hver helgi.

Vinnutími frá klukkan 11:30 til 20:30 laugardag og sunnudag. Námskeið og þjálfun fara fram dagana 22. til 26. maí.

Nánari upplýsingar veitir Jakob Þorsteinsson forstöðumaður í síma 570 0470 eða á jakob@kopavogur.is.

Sækja um starf

Helgarstarfsmaður í sundlaugina Versölum /SalalaugUmsóknarfrestur til: 26. mars 2017

Helgarstarfsmaður í sundlaugina Versölum / Salalaug

Í Sundlauginni Versölum vinna 23 einstaklingar, 6 til 7 starfsmenn á hverri vakt. Laugin er opin virka daga frá kl. 06:30 til 22:00 og um helgar frá 08.00 til 20.00. Vinnan hefst 15 mín. fyrir opnun og lýkur 30 mín. eftir lokun. Unnið er á tveimur vöktum virka daga en einni vakt um helgar.

Helstu verkefni og ábyrgðSkipta má störfum starfsmanna sundlaugar í þrjú svið, ÖRYGGI, ÞRIF og ÞJÓNUSTU. Á vinnustaðnum eru þrjú megin störf sem starfsfólk þarf að leysa af hendi. Laugarvörður sem hefur útisvæði og innlaugar sem öryggis- og þrifasvæði. Baðvörður sem gætir öryggis og þrifa í bað- og búningsklefum. Afgreiðsla þar sem sala í laug og á ýmsum vörum fer fram, símsvörun, upplýsingagjöf, þrif og öryggiseftirlit. Starfsmenn fá námskeið í fyrstu hjálp, björgun og fleiru.

HæfniskröfurStarfsfólk sundlauga verður að vera orðið 20 ára. Góð sundkunnátta er áskilin, því laugarverðir verða að standast sundpróf, sem er svipað og 10. sundstig grunnskóla. Stundvísi, samstarfseiginleikar, reglusemi, vinnusemi, samviskusemi og þjónustulund eru eiginleikar sem við metum mikils. Sundlaugin Versölum er reyklaus vinnustaður.

Frekari upplýsingar um starfiðLaunakjör eru samkvæmt kjarasamningi Kópavogsbæjar og Starfsmannafélags Kópavogs.Starfshlutfall: 29% (mögulega 14,5%) eða 22,5%. Hvoru tveggja helgarvinna.Starfstímabil: Stærri staðan frá síðari hluta maí til loka ágúst. Unnið er aðra hverja helgi eða eina helgi í mánuði. Vinnutími frá 07:45 til 20:30, laugardag og sunnudag. Minni staðan er frá byrjun júní til loka ágúst. Unnin er önnur hver helgi. Vinnutími frá klukkan 11:30 til 20:30 laugardag og sunnudag. Námskeið og þjálfun fara fram dagana 22. til 26. maí.

Nánari upplýsingar veitir Guðmundur Halldórsson forstöðumaður í síma 570 0480 eða á gudmundur.h@kopavogur.is.

Sækja um starf