Íþróttastefna

Íþróttastefnu  er ætlað að vera leiðarljós Kópavogsbæjar við gerð áætlana sveitarfélagsins á sviði íþróttamála og til bættrar heilsu Kópavogsbúa í framtíðinni. 

Hlutverk íþróttastefnu Kópavogsbæjar er að styðja við almenna heilsueflingu og efla það íþróttastarf sem fram fer í bæjarfélaginu. Stefnan á að höfða til allra íbúa óháð aldri, stétt, stöðu, uppruna, kyni, kynhneigð eða kynvitund. Stefnan lítur að fjölbreyttri íþróttaaðstöðu, skipulagi almenningsíþrótta, íþróttastarfi barna og unglinga, afreksíþróttum og samstarfi bæjarins við íþróttafélögin.

Ætlunin er að efla gott samstarf bæjarfélagsins og íþróttafélaganna. Tilgangurinn er að efla hreyfingu, bæta heilsu og stuðla að forvörnum. Stefnan er unnin í kjölfar funda sem Íþróttaráð efndi til með forsvarsmönnum íþróttafélaga, einstakra deilda og með almenningi.

Skoða Íþróttastefnu á PDF sniði

Síðast uppfært 24. febrúar 2021