Umhverfisstefna

Umhverfisstefnan og framkvæmd hennar skal vera liður í daglegu starfi Kópavogsbæjar og stofnana bæjarins. Umhverfisstefnuna á að kynna fyrir starfsfólki, íbúum og starfsmönnum fyrirtækja í Kópavogi og birta opinberlega á vef Kópavogsbæjar. 

Við framkvæmd stefnunnar skal leitast við að hafa jafnræði allra íbúa og jafnrétti að leiðarljósi og tryggja aðgengi fatlaðra sem ófatlaðra. Umhverfis- og samgöngunefnd Kópavogs ber ábyrgð á umhverfisstefnunni og vinnur hana í samvinnu við allar deildir og stofnanir bæjarins hvað varðar framkvæmd og eftirlit og í samráði við íbúa. Stefnan verði endurskoðuð á þriggja ára fresti. 

Skoða Umhverfisstefnu á PDF sniði

Síðast uppfært 24. febrúar 2021