Gæðahandbók

Gæðakerfi Kópavogsbæjar byggir á stefnu bæjarstjórnar sem birtist í gæðastefnu hennar og samþykktum hverju sinni.

Gæðahandbók er sett upp til þess að halda utan um verkferli. Grunneiningar þess kerfis eru annars vegar „stoðferli“ sem lýsa framkvæmd einstakra þjónustuþátta og kerfislegri uppbyggingu þeirra. Hins vegar eru „viðhaldsferli“ sem lýsa úttektum gæðakerfisins, viðhaldi, mælingum og endurskoðun, stýringu skjala og endurbótum með tilliti til þarfa og væntinga viðskiptavina. Málefnasamningur bæjarstjórnar endurspeglar áherslur gæðakerfisins á hverjum tíma.

 

Hér kemur ný Gæðahandbók Kópavogsbæjar

Síðast uppfært 25. mars 2021