Eineltisstefna

Kópavogsbær hefur það að leiðarljósi að vera góður vinnustaður og starfsmönnum líði vel í vinnunni.

Þann 12. Janúar 2012 var eineltisstefna Kópavogsbæjar samþykkt. Uppfærð stefna var samþykkt í bæjarstjórn 13. október 2015. Þar kemur fram sú meginstefna að Kópavogsbær hafi það að leiðarljósi að vera góður vinnustaður og að starfsmönnum líði vel í vinnunni.

Eineltisteymi Kópavogsbæjar er skipað fulltrúum allra sviða bæjarins, auk jafnréttisráðgjafa. Hlutverk teymisins er að veita stjórnendum ráðgjöf þegar einelti eða vísbending um einelti kemur upp á vinnustað. Teyminu er heimilt að sækja sér utanaðkomandi ráðgjöf.

Skoða Eineltisstefnu í PDF sniði

Síðast uppfært 25. september 2018