Um vinnustaðinn

Kópavogur er næst stærsta sveitarfélag landsins og hjá bænum er lögð mikil áhersla á að veita íbúum eins góða og fjölbreytta þjónustu og mögulegt er. 

Kópavogsbær er afar stór atvinnurekandi með yfir 2000 starfsmenn í fjölbreyttum störfum. Á sumrin bætist svo stór hópur ungmenna við starfsmannahópinn en þá tekur til starfa Vinnuskóli Kópavogs auk þess sem svipað stór hópur af ungmennum 18 ára og eldri fara þá í margvísleg störf fyrir bæinn.

Allir vinnustaðirnir miða að því að veita íbúum bæjarins sem allra bestu þjónustu og tryggja velferð íbúa Kópavogs. Mikil áhersla er lögð á að starfsumhverfi starfsmanna sé með sem allra bestum hætti.

Ráðningar hjá Kópavogsbæ byggja á faglegu ráðningaferli þar sem gætt er að jafnræði og hlutleysi og val miðast við reynslu, menntun og hæfni til að takast á við starfið. Öll störf hjá bænum eru auglýst hér á heimasíðu bæjarins. Smella hér til að sjá laus störf.

Síðast uppfært 25. september 2018