Byggðakönnun Kársness

Kópavogskirkja og Kársnesið.
Kópavogskirkja og Kársnesið.

Byggðakönnun Kársness hefur verið gefin út rafrænt og er aðgengileg á vef Kópavogsbæjar. Í byggðakönnuninni er gerð grein fyrir sögulegu yfirliti um þróun byggðar og byggingarsögu Kársness. Staðháttum er lýst og greint frá upphafi og lykilþáttum í þróun byggðarinnar. Greint er frá húsum, mannvirkjum og náttúrusvæðum sem njóta verndar samkvæmt lögum. Þá er gefið yfirlit yfir einkenni byggðar og byggðarmynstri og lögð fram skráning og varðveislumat sem er grunnur að tillögum um hverfisvernd í hverfisskipulagi.

Byggðakönnunin er unnin af Önnu Maríu Bogadóttur arkitekt hjá Úrbanistan sem halda mun fyrirlestur um hana 8. maí kl. 12.15 í Salnum. Í fyrirlestrinum fer Anna María yfir sérstöðu byggðar á Kársnesi í sögulegu, skipulagslegu, hugmyndafræðilegu og umhverfislegu samhengi.

Þetta er í fyrsta sinn sem unnin er svona ítarleg byggðakönnun hjá Kópavogsbæ. Verkið er 338 blaðsíður, ríkt af ljósmyndum en áherslan var á að setja efnið fram á aðgengilegan og myndrænan hátt. Leitað var fanga í skjalasöfnun og rætt við heimildamenn, en einnig eru fjöldi nýrramynda í byggðakönnuninni.

Byggðakönnun gefur yfirlit um þróun byggðar og byggingarsögu. Í varðveislumati Byggðakönnunarinnar er lagt mat á yfirbragð byggðarinnar, náttúrutengingar og götumyndir. „Þetta er glæsilegt rit sem varpar ljósi á þróun byggðarinnar á Kársnesi á einfaldan og áhugaverðan hátt,“ segir Auður Dagný Kristinsdóttir skipulagsstjóri Kópavogs.

Byggðakönnunin var unnin að beiðni umhverfissviðs bæjarins í samræmi við skipulagslög. Hún var samþykkt í skipulagsráði Kópavogsbæjar og lögð fram í bæjarstjórn.

Skoða Byggðakönnun Kársness.