Fréttir

Tilkynningar

Viðburðir

18.09.2024 kl. 14:00 - Bókasafn Kópavogs

Hannyrðaklúbburinn Kaðlín

Hannyrðaklúbburinn Kaðlín hittist alla miðvikudaga á 2. hæð aðalsafns. Heitt á könnunni og öll velkomin! Nánari upplýsingar veitir Gréta Björg Ólafsdóttir, gretabjorg@kopavogur.is Fylgist með í Facebook-hópnum Hannyrðaklúbburinn Kaðlín | Bókasafn Kópavogs.
18.09.2024 kl. 16:00 - Bókasafn Kópavogs

Bókmenntaklúbburinn Hananú!

Bókmenntaklúbburinn Hananú! hittist í Huldustofu á 3. hæð aðalsafns.  Annan hvern miðvikudag hittist á bókasafninu fremur siðprúður hópur fólks og ræðir hinar fögru orðlistir. Komið bara og gangið í bæinn, tölum um bækur – og Hananú! Fylgist með í Facebook-hópnum Bókmenntaklúbburinn Hananú | Bókasafn Kópavogs.
18.09.2024 kl. 12:15 - Gerðarsafn

Hljóðvefur um Hamskipti

Tónlistarmennirnir Kristófer Rodriguez Svönuson og Matthías M. D. Hemstock skapa hljóðheim við sýninguna Hamskipti | Listsköpun Gerðar Helgadóttur sem nú stendur yfir í Gerðarsafni. Inn í hljóðheiminn renna slagverkstónar og rafhljóð, dulúðug og kraftmikil, dansandi og svífandi, leitandi og frjáls en innblásturinn er sóttur í myndlist Gerðar Helgadóttur. Gestum er frjálst að ganga um sýninguna á meðan viðburðurinn varir, aðgangur er ókeypis og öll hjartanlega velkomin á meðan húsrúm leyfir. Gerður Helgadóttir var frumkvöðull innan höggmyndalistar og brautryðjandi í þrívíðri abstraktlist á Íslandi. Hún ögraði viðurkenndum hugmyndum um myndlist með tilraunakenndri nálgun sinni. Færni hennar var gífurleg, hún tileinkaði sér tækni fjölda flókinna aðferða og vann þvert á miðla, skapandi, dansandi, svífandi lipur, en á sama tíma svo kröftug. Í sýningunni Hamskipti er list Gerðar sett í sögulegt samhengi og verkin skoðuð út frá stefnum og straumum í samtíma hennar. Sjónum er einkum beint að örum breytingum í listsköpun Gerðar, þróun hennar úr hefðbundnu fígúratívu myndmáli yfir í hið óhlutbundna, hvernig hún fer úr steini í leir í járn og brons. Úr mjög formfastri myndbyggingu í svífandi léttleika og yfir í lífrænni og náttúrulegri form. Innsýn er veitt í hvernig leit Gerðar var bæði á andlega sviðinu og í listinni. List Gerðar gat verið skoðun á möguleikum efnisins, tenging inn á við, en pælingar hennar leita líka út fyrir hugarheim okkar, yfir í hið spítitíska og dulúðlega. Menning á miðvikudögum er styrkt af lista- og menningarráði Kópavogsbæjar.
21.09.2024 kl. 11:00 - Bókasafn Kópavogs

Tala og spila

Talar þú smá íslensku og vilt æfa þig? Komdu að spila og tala íslensku á aðalsafni Bókasafns Kópavogs, alla laugardaga frá 11:00 - 12:30. Kaffi og kósý, kostar ekkert. Velkomin! Viðburðaröðin Tala og spila er hluti af verkefninu Bókasafnið í fjölmenningarlegu samfélagi og er styrkt af Bókasafnasjóði, Nordplus og jafnréttis- og mannréttindasjóði Kópavogsbæjar og í samstarfi við hjálparsamtökin GETA - Get together. Español Hablas un poco de islandés y te gustaría practicar? Ven a jugar cartas, juegos de mesa y   charlar en islandés en la libreria de Kopavogur, oficina principal cada sábado de 11:00-12:30. Cafe, ambiente cálido y entrada gratuita. Bienvenidos! Esta es una serie de eventos llevados a cabo en colaboración con la organización GETA-aid.  Arabic English Do you speak a little Icelandic and want to practice? Come and play card- or board-games and talk Icelandic at the Kopavogur Library, main branch, every Saturday from 11:00-12:30 Coffee and cosy, free. Welcome! Tala og spila is a part of the project The library in a multilingual society funded by Nordplus, Bókasafnasjóður and Equality and Human Rights Council in Kópavogur. The project is also in cooperation with GETA - Get together organization.  Polski Czy mówisz trochę po islandzku? Przyjdź pograć w karty albo gry planszowe i mów po islandzku w bibliotece w Kópavogur każdej soboty 11:00 -12:30. Kawa i miły czas bezpłatnie. Zapraszamy! Pусский Если вы уже говорите немного по-исландски и хотите заговорить еще лучше, то приходите практиковать язык и играть в игры на исландском языке в библиотеку Копавогура каждую субботу с 11:00 до 12:30. Кофе и уют и все бесплатно. Добро пожаловать!
21.09.2024 kl. 13:00 - Bókasafn Kópavogs

Friðardúfur á friðardegi

Á alþjóðlegum degi friðar ætlum við að gera saman litlar og fallegar friðardúfur úr silkipappír, stenslum, spotta og priki. Að smiðju lokinni verður hægt að taka dúfurnar með sér heim og leyfa þeim að flögra um loftin blá. Smiðjan hefst klukkan 13 og varir til klukkan 15. Á þeim tíma er hægt að koma hvenær sem er og dvelja eins lengi og hentar hverjum og einum. Smiðjan hentar vel fyrir börn og fjölskyldur. Öll hjartanlega velkomin á meðan húsrúm leyfir og aðgangur er ókeypis. Fjölskyldustundir á laugardögum eru styrktar af lista- og menningarráði Kópavogsbæjar. -- Dúfan hefur í gegnum aldir og árþúsundir öðlast sess sem sterkt og mikilvægt friðartákn innan ólíkra trúarbragða og menningarheima og því vel við hæfi að hylla friðardúfuna á alþjóðlegum friðardegi. 21. september var fyrst helgaður alþjóðlegum friði árið 1982 og til hans stofnað af Sameinuðu þjóðunum árið áður. Árið 2001 var dagurinn gerður að alþjóðlegum degi friðsamlegra aðgerða og vopnahlés. Sameinuðu þjóðirnar bjóða öllum þjóðum og íbúum heims að stöðva átök og hernaðaraðgerðir á deginum og að öðru leyti minnast dagsins með vitundarvakningu í menntastofnunum og hjá almenningi um málefni er snúa að friði.
21.09.2024 kl. 20:00 - Salurinn

Söngkvöld með hljómsveit Geirmundar Valtýssonar

Þið komið og syngið bæði Germundarlög og önnur lög sem allir kunna. Nú verður gaman - við lofum því! Við spilum undir: Geirmundur Valtýsson, harmonika Birgir Jóhann Birgisson, hljómborð Sólmundur Friðriksson, bassi Jói færeyingur, trommur
21.09.2024 kl. 13:00 - Bókasafn Kópavogs

Vísindakakó

Vísindakakó er viðburður fyrir forvitna krakka sem vilja eiga beint samtal við vísindafólk, heyra hvað það er að rannsaka og hvernig það er að starfa í vísindum. Gestum gefst tækifæri til að hitta aðila úr vísindasamfélaginu í óformlegu spjalli um þær vísindarannsóknir sem viðkomandi leggur stund á og ekki síst spyrja ótal spurninga um allt það sem við kemur því að starfa við rannsóknir og vísindi. Vísindafag dagsins er sálfræði og vísindamiðlarinn Þórhildur Halldórsdóttir, dósent við sálfræðideild Háskólans í Reykjavík. Viðburðarröðin hlaut styrk frá Vísindum og velferð: Styrktarsjóði Sigrúnar og Þorsteins árið 2023 til undirbúnings og framkvæmdar á Vísindakakó en verkefninu stýra Davíð Fjölnir Ármannsson, kynningarstjóri hjá Rannís og Martin Jónas B. Swift, verkefnastjóri STEM greina við Nýmennt á Menntavísindasviði Háskóla Íslands.
22.09.2024 kl. 12:00 - Gerðarsafn

Gluggar Gerðar Helgadóttur í Kópavogskirkju

Verið velkomin á erindi um steinda glugga Gerðar Helgadóttur með sr. Sigurði Arnarsyni sóknarpresti og Cecilie Gaihede sýningarstjóra sýningarinnar Hamskipti, sunnudaginn 22. september kl. 12:00 í Kópavogskirkju. Ákveðið var að fá Gerði Helgadóttur til að hanna gluggana vorið 1962 og tókst, með þrautseigju Gerðar og góðum stuðningi bæjaryfirvalda og íbúa í Kópavogi, að koma þeim í bygginguna fyrir vígsluna þá um veturinn. Gluggana vann Gerður í samstarfi við víðfræga gluggasmiðju Oidtman-bræðra í Þýskalandi.
23.09.2024 kl. 13:00 - Bókasafn Kópavogs

Sófaspjall um andleg mál

Sigurlaug Guðmundsdóttir býður okkur í notalegt sófaspjall um andleg mál. Sigurlaug leiðir spjallið og fer vítt og breitt um hvaðeina sem sem varðar duldu málefnin. Öll velkomin meðan húsrúm leyfir. Spurningar sem við veltum upp eru m.a.-Hvað felst í orkunni?-Hvaða máli skiptir hvernig við hugsum?-Hvað er skyggni?-Hvað eru bænir?-Hvað er ímyndunaraflið og hvernig getum við notað það okkur til góðs? -Hvað og hvar eru huldufólkið og álfarnir? -Hvernig sköpum við okkar eigin raunveruleika? Býður Sigurlaug gestum einnig að koma með eigin spurningar og vangaveltur.
24.09.2024 kl. 10:00 - Bókasafn Kópavogs

Hannyrðaklúbburinn Garn og gaman

Hannyrðaklúbburinn Garn og gaman hittist alla þriðjudaga á 2. hæð aðalsafns kl. 10. Heitt á könnunni og öll velkomin! Nánari upplýsingar veitir Gréta Björg Ólafsdóttir, gretabjorg@kopavogur.is Fylgist með í Facebook-hópnum Hannyrðaklúbburinn Garn og gaman | Bókasafn Kópavogs
24.09.2024 kl. 11:00 - Bókasafn Kópavogs

Get together

Get Together meet-ups will be held at the Library in Kópavogur, on the first floor in the Tilraunastofa - meeting room. The meet-ups are international meetings open to refugees, asylum-seekers, immigrants, and anyone seeking companionship. Whether you're a family or an individual, you're welcome to join us. Each week, we gather and do relaxing activities like painting, weaving, crafting, and more. It's all about getting together, making new friends, and sharing stories in a warm, supportive space.Get Together meet-ups are a collaboration between GETA aid organization and the Library in Kópavogur.We offer free coffee and treats for everyone! These meet ups are a part of the project The library in a multilingual society sponsored by Nordplus and Bókasafnasjóður. Get Together heldur alþjóðlegan fjölskyldu- og vinahitting á Bókasafni Kópavogs, á fyrstu hæð í Tilraunastofunni. Þetta er alþjóðlegur hittingur fyrir flóttafólk, hælisleitendur, innflytjendur og öll sem vilja félagsskap.Viðburðurinn er bæði fyrir fjölskyldur og einstaklinga. Í hverri viku munum við hittast og gera eitthvað skemmtilegt saman eins og að mála, prjóna, föndra o.fl. Í Get together hittum við nýja vini og deilum sögum okkar í þægilegu og öruggu umhverfi. Get Together er samstarfsverkefni milli GETA hjálparsamtök og Bókasafn Kópavogs. Við munum bjóða upp á kaffi og með því! Þessi viðburður er hluti af verkefninu Bókasafnið í fjölþjóðlegu umhverfi sem er styrkt af Nordplus og Bókasafnasjóði.
24.09.2024 kl. 20:00 - Bókasafn Kópavogs

Haltu mér - slepptu mér: miðlalæsi

Haltu mér - slepptu mér er fyrirlestraröð fyrir foreldra ungmenna á aldrinum 12-18 ára um ýmis málefni sem tengjast þroska og uppeldi unglinga. Fyrsti fyrirlesarinn er Skúli Bragi Geirdal með erindi um miðlalæsi og samfélagsmiðla. Algóritminn sem elur mig uppHvað segja rannsóknir okkur um stöðuna á miðlanotkun barna á Íslandi í dag? Skúli Bragi Geirdal fjölmiðlafræðingur sviðsstjóri SAFT – Netöryggismiðstöðvar Íslands fer hér yfir atriði í stafrænu umhverfi sem ber að varast auk þess að gefa góð ráð varðandi notkun barna á skjátækjum og samfélagsmiðlum. Hvernig er síminn hannaður til að grípa athygli okkar? Hvað þarf að hafa í huga varðandi samskipti á netinu, áreitni frá ókunnugum og deilingu nektarmynda? Hvaða aldurstakmörk eru á samfélagsmiðlum og afhverju? Er upplýsingaóreiða og skautun vandamál í íslensku samfélagi? Hvað áhrif mun gervigreindin hafa á okkar stafrænu tilveru á næstu árum. Erindið byggir á niðurstöðum rannsóknar Fjölmiðlnefndar í samstarfi við Menntavísindastofnun Háskóla Íslands og Maskínu. Skúli Bragi Geirdal – Sviðsstjóri Netöryggismiðstöðvar ÍslandsSkúli Bragi Geirdal er fjölmiðlafræðingur að mennt og sérfræðingur á sviði upplýsinga- og miðlalæsis. Hann starfar í dag sem sviðsstjóri SAFT - Netöryggismiðstöðvar Íslands. Skúli stofnaði og heldur úti Tengslaneti um upplýsinga- og miðlalæsi á Íslandi. Auk þess felst starf hans m.a. í stefnumótunarvinnu, alþjóðlegu samstarfi, fræðslustarfi og umsjón með rannsóknum nefndarinnar á miðlalæsi sem unnar eru í samstarfi við Menntavísindastofnun Háskóla Íslands og Maskínu. Nefndinni er ætlað það lögbundna hlutverk að efla miðlalæsi almennings og miða því verkefni hans að því að ná til fólks á öllum aldri til að auka færni þess í að nota samfélagsmiðla og leitarvélar og vera gagnrýnið á það hvaðan upplýsingar koma. Skúli er þá einnig stundakennari í fjölmiðlafræðum við Háskólann á Akureyri.
Fleiri viðburðir