Fréttir

Tilkynningar

Viðburðir

24.04.2024 kl. 08:00 - Bókasafn Kópavogs

„Hún skín í hjörtum okkar“

Hugleiðingar um vináttuna eftir börn í fjórðu bekkjum grunnskóla Kópavogs. Verkin, sem eru í formi texta og teikninga, voru unnin að loknum heimsóknum barnanna í Bókasafn Kópavogs í mars 2024 þar sem Bergrún Íris Sævarsdóttir, rithöfundur og teiknari, ræddi við þau um sköpunarkraftinn og vináttuna.Sýningin er á annarri og þriðju hæð bókasafnsins og stendur yfir frá 24. apríl til 12. maí næstkomandi.Sýningin er liður í Barnamenningarhátíð í Kópavogi 2024. Lista- og menningarráð Kópavogsbæjar styrkir hátíðina.
06.05.2024 kl. 08:00 - Bókasafn Kópavogs

Bókamarkaður

Mánaðarlegi bókamarkaðurinn okkar er á aðalsafni þessa vikuna. Bækur og fleira á góðu verði.
07.05.2024 kl. 10:00 - Bókasafn Kópavogs

Hannyrðaklúbburinn Garn og gaman

Hannyrðaklúbburinn Garn og gaman hittist alla þriðjudaga á 2. hæð aðalsafns kl. 10. Heitt á könnunni og öll velkomin! Nánari upplýsingar veitir Gréta Björg Ólafsdóttir, gretabjorg@kopavogur.is Fylgist með í Facebook-hópnum Hannyrðaklúbburinn Garn og gaman | Bókasafn Kópavogs
08.05.2024 kl. 16:00 - Bókasafn Kópavogs

Bókmenntaklúbburinn Hananú!

Bókmenntaklúbburinn Hananú! hittist í Huldustofu á 3. hæð aðalsafns.  Annan hvern miðvikudag hittist á bókasafninu fremur siðprúður hópur fólks og ræðir hinar fögru orðlistir. Komið bara og gangið í bæinn, tölum um bækur – og Hananú! Fylgist með í Facebook-hópnum Bókmenntaklúbburinn Hananú | Bókasafn Kópavogs.
08.05.2024 kl. 14:00 - Bókasafn Kópavogs

Hannyrðaklúbburinn Kaðlín

Hannyrðaklúbburinn Kaðlín hittist alla miðvikudaga á 2. hæð aðalsafns. Heitt á könnunni og allir velkomnir! Nánari upplýsingar veitir Gréta Björg Ólafsdóttir, gretabjorg@kopavogur.is Fylgist með í Facebook-hópnum Hannyrðaklúbburinn Kaðlín | Bókasafn Kópavogs.
08.05.2024 kl. 12:15 - Menning í Kópavogi

Kársnes. Úr ræktarlandi í nútímabyggð

Anna María Bogadóttir arkitekt bregður ljósi á sögu Kársnessins en erindi hennar byggir á vinnu við byggðakönnun fyrir Kársnes. Í máli og myndum verður  farið yfir sérstöðu byggðar í sögulegu, skipulagslegu, hugmyndafræðilegu og umhverfislegu samhengi.Fyrirlesturinn fer fram í forsal Salarins. Aðgangur er ókeypis og öll velkomin.Um Önnu Maríu:Anna María er arkitekt og menningarfræðingur sem leggur áherslu á menningar- og félagslegar hliðar arkitektúrs. Hún nálgast arkitektúr frá sjónarhóli hvunndagslífs í samhengi flókinna kerfa og hvata og vinnur með umbreytingu, arf og miðlun sem skapandi afl í arkitektúr. Verk Önnu Maríu og rannsóknir finna sér farveg þvert á miðla á hefðbundnum sem óhefðbundnum vettvangi. Anna María er stofnandi ÚRBANISTAN sem gegnum ráðgjöf, rannsóknir, sýningagerð og útgáfu kemur að hugmyndafræði og úrlausnum fjölbreyttra verkefna á sviði arkitektúrs, skipulags og varðveislu sem fela í sér rýmis-, borgar-, strategíu-, samræðu- og sýningahönnun. Anna María lauk meistaragráðu í arkitektúr frá Columbia-háskóla í New York árið 2009. Áður hafði hún starfað við menningar- og sýningastjórn í tæpan áratug og lokið M.A. gráðu í menningarfræði og M.Sc. gráðu í stafrænni hönnun og miðlun frá Upplýsingatækniháskólanum í Kaupmannahöfn. Anna María sendi frá sér bókina Jarðsetning haustið 2022 en bókin hefur vakið mikla eftirtekt og er Anna María tilnefnd til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs árið 2024.
11.05.2024 kl. 15:00 - Salurinn

Fjölskyldutónleikar með Dúó Stemmu

Dúó Stemma, skipað Herdísi Önnu Jónsdóttur víóluleikara og Steef van Oosterhout slagverksleikara, býður börnum og fjölskyldum þeirra á yndislega sumartónleika í Salnum. Aðgangur er ókeypis og öll hjartanlega velkomin. Dúó Stemma hefur leikið saman í tæp tuttugu ár og spilað fyrir fjölmörg börn á Íslandi og erlendis. Dúó Stemma hlaut viðurkenninguna Vorvindar frá IBBY samtökunum árið 2008 fyrir framlag þeirra til barnamenningar á Íslandi. Herdís Anna Jónsdóttir nam víóluleik við Tónlistarskóla Akureyrar 1983, Tónlistarskólann í Reykjavík 1986 og Hochschule fur Musik und Darstellende Kunst Stuttgart 1992. Hún er fastráðinn víóluleikari í Sinfóníuhljómsveit Íslands. Steef van Oosterhout lauk einleikaraprófi frá Sweelinck Conservatorium Amsterdam 1987. Hann starfaði í Hollandi með ýmsum kammerhljómsveitum, m.a. Nederlands blazersensemble og lék með sinfóníuhljómsveitum þ.á.m. Consertgebouwhljómsveitinni í Amsterdam.  Síðan 1991 hefur Steef verið fastráðinn sem leiðari í slagverksdeild Sinfóníuhljómsveitar Íslands.  
11.05.2024 kl. 13:00 - Menning í Kópavogi

Opnunarhátíð miðstöð menningar og vísinda í Bókasafni og Náttúrufræðistofu Kópavogs

Við blásum til hátíðar í nýrri miðstöð menningar og vísinda á Bókasafni og Náttúrufræðistofu Kópavogs í tilefni að opnun hennar og hefst dagskráin kl. 13 með Lúðrasveit Verkalýðsins og opnunaárvarpi Ásdísar Kristjánsdóttur, bæjarstjóra. Bjóðum upp á smiðjur bæði úti og inni í nýjum rýmum sem við hlökkum til þess að kynna fyrir ykkur. Teiknihringur I Pödduhótel I Smíðavöllur I Sögurhetjurnar; mennskt bókasafn I Listaverkasýning grunnskólabarna I Málað með mold I Kórónusmiðja I Leiktæki I Krakkabar I Lúðrasveit
12.05.2024 kl. 13:30 - Salurinn

Kvintettinn Kalais

Kvintettinn Kalais heldur tónleika í Salnum sunnudaginn 12. maí klukkan 13:30. Kvintettinn Kalais er skipaður hljóðfæraleikurum úr Sinfóníuhljómsveit Íslands, þeim Martial Nardeau flautuleikara, Matthíasi Nardeau óbóleikara, Grími Helgasyni klarínettleikara, Emil Friðfinnssyni hornleikara og Brjáni Ingasyni fagottleikara. Þeir félagar munu leika tvö verk eftir Martial, flautuleikara hópsins. Annað verkið nefnist  Divertissement eða Gletta, en hitt Missir og verður það frumflutt á þessum tónleikum. Martial lætur af störfum í Sinfóníuhljómsveitinni í haust og með þessum tónleikum er hann að kveðja þessa meðleikara sína til margra ára. Verkin eru hugleiðingar hans og minningar í tónum um árin í hljómsveitinni. Tónleikarnir eru rúmlega hálftíma langir og án hlés. Aðgangur er ókeypis og öll hjartanlega velkomin á meðan húsrúm leyfir. Kópavogsbær og Menningarsjóður FÍH styrkja tónleikana.
12.05.2024 kl. 14:00 - Gerðarsafn

Leiðsögn um Tölur, staði með Jóni Proppé

Verið velkomin á leiðsögn Jóns Proppé listheimspekings um Tölur, staði sunnudaginn 12. maí kl. 14:00. Á sýningunni Tölur, staðir má sjá og upplifa nýja innsetningu eftir myndlistarmanninn Þór Vigfússon sem hann vinnur sérstaklega með sýningarsal Gerðarsafns í huga. Sýningin samanstendur af fjölda jafnstórra ferninga úr lituðu gleri sem dreifast um veggi salarins eftir ákveðinni reglu og mynda víxlverkun milli forma, lita og rýmis. Við fyrstu sýn virðist sýning Þórs lítillát og óhlutbundin innsetning sem leiðir hugann að verkum í anda geómetríu eða naumhyggju. En þrátt fyrir sparsamt efnisval og framsetningu má við nánari athugun greina flókna hugmyndalega nálgun á sjálft skúlptúrformið.
12.05.2024 kl. 12:00 - Bókasafn Kópavogs

Sögustund með rithöfundi 

Sunnudaginn 12. maí, kl. 12.00 í nýrri barnadeild aðalsafns Bóksafns Kópavogs Bergrún Íris Sævarsdóttir rithöfundur og myndhöfundur mun lesa fyrir börn og aðra gesti í nýju barnadeildinni á aðalsafni. Öll velkomin! Sunnudaginn 12. maí verður auka opnun á aðalsafni Bókasafns Kópavogs frá kl. 11:00-17:00 í tilefni af opnun barnadeildarinnar á 1. hæð.  
14.05.2024 kl. 10:00 - Bókasafn Kópavogs

Hannyrðaklúbburinn Garn og gaman

Hannyrðaklúbburinn Garn og gaman hittist alla þriðjudaga á 2. hæð aðalsafns kl. 10. Heitt á könnunni og öll velkomin! Nánari upplýsingar veitir Gréta Björg Ólafsdóttir, gretabjorg@kopavogur.is Fylgist með í Facebook-hópnum Hannyrðaklúbburinn Garn og gaman | Bókasafn Kópavogs
Fleiri viðburðir

Hafðu samband

 

Hringdu í 441 0000

ef þig vantar aðstoð, svör eða nánari upplýsingar. Opnunartími Þjónustuversins er mánudaga - fimmtudaga frá 8 - 16 en frá 8 - 13 á föstudögum.

Hringja

 

Sendu okkur póst

Við tökum á móti ábendingum og fyrirspurnum í gegnum tölvupóst. Smelltu á merkið hér að ofan til að senda okkur póst.

Senda póst

 

Þarftu að senda viðkvæm gögn á öruggan hátt til Kópavogsbæjar

Notendur geta sent Kópavogsbæ viðkvæmar skrár eftir að þeir hafa auðkennt sig með rafrænum skilríkjum.

Gögnum er eytt úr Signet transfer eftir að viðkomandi hefur sótt þau.

Signet