Fyrir starfsfólk
Kópavogsbær er næststærsta sveitarfélag landsins með 40 þúsund íbúa og þriðji stærsti vinnustaður landsins á opinberum vinnumarkaði. Hjá Kópavogsbæ starfa um 2700 einstaklingar á um 70 starfsstöðum.
Kópavogsbær er næststærsta sveitarfélag landsins með 40 þúsund íbúa og þriðji stærsti vinnustaður landsins á opinberum vinnumarkaði. Hjá Kópavogsbæ starfa um 2700 einstaklingar á um 70 starfsstöðum.
Starfsemi Kópavogsbæjar fer fram á fimm fagsviðum, menntasviði, umhverfissviði, velferðarsviði og tveimur stoðsviðum, fjármálasviði og stjórnsýslusviði.
Kópavogsbær hefur það að leiðarljósi að vera eftirsóknarverður vinnustaður sem styður við heilsu, öryggi og vellíðan starfsfólks.
Kópavogsbær vill bjóða upp á hvetjandi, öruggt og heilsusamlegt starfsumhverfi. Starfsfólk bæjarins er hvatt til að stunda reglulega hreyfingu og huga vel að andlegri og líkamlegri velferð sinni.
Kópavogsbær leggur áherslu á góðan starfsanda. Samskipti starfsfólks skulu einkennast af virðingu, umburðarlyndi og jákvæðu viðmóti.
Kópavogsbær leitast ávallt við að ráða sem hæfast starfsfólk til starfa. Markmið Kópavogsbæjar er að rækta sem best þann mannauð, sem í starfsfólki hans felst.
Kópavogsbær leggur áherslu á að nýtt starfsfólk upplifi að það sé boðið velkomið til starfa. Haldin eru nýliðanámskeið þar sem starfsfólk fær kynningu á vinnustaðnum, upplýsingar um helstu stefnur og gildi Kópavogsbæjar sem vinnustaðar auk hagnýtra upplýsinga.
Nýju starfsfólki er boðin margvísleg fræðsla m.a. með aðgangi að rafrænu fræðslukerfi Fræðslutorg. Auk þess hefur starfsfólk aðgang að innri vef Torgi og samskiptamiðlinum Workplace.
Stjórnandi gerir ráðningarsamning við starfsfólk og upplýsir það um hvaða gögnum skila þarf til launadeildar svo hægt sé að greiða starfsfólki rétt laun.
Ef þú hefur frekari spurningar þegar þú hefur störf hafðu samband við þinn yfirmann.
Kópavogsbær hefur samþykkt stefnu gegn einelti, kynbundinni áreitni, kynferðislegri áreitni og ofbeldi (EKKO) á vinnustöðum sveitarfélagsins. Jafnframt hafa verið gefnar út leiðbeiningar til starfsfólks hvað varðar tilkynningar um mál og tilkynningarblað. Einnig upplýsingar um óformlega meðferð mála og framkvæmd frumkvæðisathugana.
Í eineltisteymi sitja:
Sigríður Þrúður Stefánsdóttir, mannauðsstjóri
Amanda K. Ólafsdóttir, deildarstjóri frístundadeildar
Ása A. Kristjánsdóttir, deildarstjóri lögfræðideildar
Svavar Pétursson, verkefnastjóri á umhverfissviði
Þóranna Hrönn Þórsdóttir, mannauðsfulltrúi velferðarsviðs.
Hér fyrir neðan má finna eftirfarandi:
Stefna Kópavogsbæjar gegn einelti, áreitni og ofbeldi.
Óformleg meðferð kvartana um einelti, áreitni og ofbeldi.
Frumkvæðisathugun á félagslegum áhættuþáttum og vinnuumhverfi
Kópavogsbær hefur sett sér það markmið að vera slysalaus vinnustaður. Til að svo megi verða þarf að efla öryggisvitund starfsmanna og stuðla að öflugri öryggismenningu.
Kópavogsbær leggur áherslu á að öryggi starfsmanna, nemenda og annarra þjónustuþega sé í fyrirrúmi og að leita allra leiða til að efla öryggi.
Forvarnir og góð vinnubrögð skapa öruggara umhverfi sem fyrirbyggi óhöpp og slys. Í öryggisstefnu bæjarins felst meðal annars að á öllum vinnustöðum verði til staðar virkar öryggisnefndir og starfsmenn bæjarins vinni eftir samþykkt um öryggismál.
Fyrirspurnir og ábendingar sem varða öryggismál má senda á netfangið oryggi@kopavogur.is.
Takk fyrir! Ábending þín er móttekin