Fréttasafn

Haustfrí í skólum Kópavogs - 15.10.2014

Vegna haustfrís verður lokað í skólum Kópavogi föstudaginn 17. október og mánudaginn 20. október. Ýmislegt er í boði fyrir skólanemendur og foreldra í fríi í Kópavogsbæ. Söfnin á menningartorfunni eru áhugaverð fyrir börn á öllum aldri og sundlaugar sívinsæl afþreying.

Meira

Markmið V í Gerðarsafni - 8.10.2014

Laugardaginn 11. október opna listamennirnir Helgi Hjaltalín Eyjólfsson og Pétur Örn Friðriksson sýningu sem ber heitið Markmið XV í Gerðarsafni kl. 15:00. Markmið er samstarfsverkefni þeirra Helga og Péturs og samanstendur af fjölbreyttum verkefnum sem unnin eru til sýningar, skrásett til birtingar á sjónrænan hátt og með öðrum heimildum. Sýningin stendur til 9. nóvember.
Meira

Skoða fréttasafnTilkynningar

Kristín Dagmar er nýr listrænn stjórnandi - 23.10.2014

Kristín Dagmar Jóhannesdóttir hefur verið ráðin listrænn stjórnandi Gerðarsafns, listasafns Kópavogs. Hún var valin úr hópi 40 umsækjenda og talin hæfust til að gegna starfinu. Starfið var auglýst laust til umsóknar í lok ágúst og er ráðið í það til fimm ára í senn. Kristín Dagmar mun m.a. móta listræna stefnu Gerðarsafns, skipuleggja sýningar þess og faglegt starf, bera ábyrgð á  listaverkasafni Kópavogsbæjar og annast kaup á listaverkum.
Meira

Fleiri tilkynningar


Loftgæði í Kópavogi:

Heimild: Umhverfisstofnun
  • Hleður gögnum
Viðburðir

október 2014

(Sleppa dagatali)
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  


Spurning vikunnar

Finnst þér snyrtilegt í Kópavogi?

Sjá eldri spurningar