Loftgæði í Kópavogi:

Heimild: Umhverfisstofnun
  • Hleður gögnum

Fréttasafn

Vorhreinsun í Kópavogsbæ - 17.4.2015

Vorhreinsun í Kópavogi hefst mánudaginn 20. apríl og stendur til 6. maí. Bæjarbúar eru hvattir til að hreinsa lóðir sínar en starfsmenn Kópavogsbæjar fjarlægja garðaúrgang sem fólk hefur sett utan við lóðamörk sín á tímabilinu 20. apríl til 6. maí. Þessi þjónusta er veitt í íbúðahverfum bæjarins. Byrjað verður í Vestur- og Austurbæ, þá haldið í Smára-, Linda- og Salahverfi og loks haldið í Kóra- og Vatnsendahverfi. Bærinn hvetur auk þess fyrirtæki til þess að taka til á sínum lóðum og vera samtaka bæjarbúum í að fegra nærumhverfi sitt.

Meira

Stofutónleikar í Kópavogi 8. og 9. maí - 16.4.2015

Kópavogsbúum býðst að fá tónlistarfólk heim í stofu föstudaginn 8. og laugardaginn 9. maí. Stofutónleikarnir eru hluti af hátíðarhöldum í tilefni 60 ára afmælis bæjarins en lista- og menningarráð Kópavogs býður bæjarbúum upp á stutta og stórskemmtilega tónleika afmælishelgina. Þeir listamenn sem halda munu stofutónleika eru Björn Thoroddsen, Bee Bee (Brynhildur Oddsdóttir), Snorri Helga og KK,  Kristján Kristjánsson. Tónleikarnir eru húsráðanda að kostnaðarlausu en sækja þarf um að fá að halda tónleika.  

Meira

Skoða fréttasafnTilkynningar

Auglýst eftir bæjarlistamanni - 17.4.2015

Lista- og menningarráð Kópavogs auglýsir eftir umsóknum  eða  ábendingum  um  bæjarlistamann Kópavogs. Þeir listamenn koma einir til greina sem eiga lögheimili í Kópavogi. Bæjarlistamaður Kópavogs skal vera tilbúinn til að vinna með lista- og menningarráði og menningarstofnunum bæjarins að því að efla áhuga á list og  listsköpun í Kópavogi og taka þátt í viðburðum bæjarins með það að leiðarljósi.

Meira

Fleiri tilkynningar

Viðburðir

apríl 2015

(Sleppa dagatali)
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30    


Spurning vikunnar

Vissir þú að Kópavogsbær leigir út garðlönd til matjurtaræktunar til bæjarbúa?

Sjá eldri spurningar