Fréttasafn

Launarannsókn sýnir lítinn kynbundinn launamun - 28.6.2016

Í umfjöllun um nýja kjarakönnun BHM hefur verið fjallað um að kynbundinn launamunur félagsmanna í öðrum sveitarfélögum en Reykjavík hafi aukist á milli kannana. Samkvæmt niðurstöðu könnunarinnar fór munurinn að meðaltali úr 9,4% í 11,7%. Kópavogsbær vekur í framhaldi athygli á því að niðurstöður nýjustu rannsóknar á launum hjá sveitarfélaginu sýndu að kynbundinn launamunur var 3,25%, körlum í hag. Markvisst hefur verið unnið að því að jafna laun kynjanna hjá Kópavogsbæ og var rannsóknin liður í þeirri aðgerð. Eins rannsókn verður framkvæmd í haust.  

Meira

Kjörsókn í Kópavogi - 25.6.2016

Kjörfundur vegna forsetakosninganna 25. júní 2016  hefst  klukkan 9 og lýkur klukkan 22. Kjörstaðir í Kópavogi eru tveir, í  Smáranum og í Kórnum. Hægt verður að fylgjast með kjörsókn hér og verða tölur uppfærðar á klukkustundar fresti.

Við lokun kjörstaða höfðu 19.438 kjósendur greitt atkvæði á kjörstað, þar af karlar 36,2% og konur 40,9%.  Utan kjörstaða kusu 4.646. Kosningaþáttaka utan kjörstaða var 18,4%, þar af karlar 8,5% og konur 9,9%. 

Á kjörskrá í Kópavogi eru 25.211. Kosningaþáttaka var samtals 77,1%.


Meira

Skoða fréttasafnTilkynningar

Lokanir  vegna malbikunar 28. júní - 27.6.2016

Vegna malbikunar verður Skógarlind lokuð (milli Lindarvegs og innkeyrslu að Elko) 28. júní. Hringtorg við Lindaveg verður opið fyrir umferð. Gatnamót við Elko lokast um morguninn (9-12) meðan þau eru bikuð. Á þeim tíma verður lokað fyrir akstur frá norðri (undir brú). Lokun hefur áhrif á umferð um aðliggjandi þvergötur.

Fleiri tilkynningar

Viðburðir

júní 2016

(Sleppa dagatali)
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30    


Spurning vikunnar

Hefur þú heimsótt kaffihúsið í Gerðarsafni?

Sjá eldri spurningar


Þetta vefsvæði byggir á Eplica