Fréttasafn

Sumargleði í Gerðarsafni - 22.7.2015

Gerðarsafn býður í sumargleði og afhjúpun á útiverki Þórdísar Erlu Zoëga fimmtudaginn 23. júlí kl. 17. Þórdís Erla Zoëga (1988-) nam myndlist við Gerrit Rietveld Academy í Amsterdam og hefur sýnt verk sín víða hérlendis og erlendis, þar á meðal með Kunstschlager listhópnum. Útiverk Þórdísar breytir lautinni á milli menningarhúsanna í Hamraborg í útistofu og kallast á við endurgerð Kristínar Maríu Sigþórsdóttur upplifunarhönnuðar á svæðinu.

Meira

2000 þátttakendur á Símamóti - 17.7.2015

Um tvöþúsund þátttakendur eru á Símamótinu í fótbolta sem fer fram í Kópavogsdalnum. Síminn og Breiðablik standa að mótinu sem er fjölmennasta opna fótboltamót landsins. Mótið er fyrir stúlkur í fimmta til sjöunda flokki. Dagskrá mótsins hófst að venju með skrúðgöngu frá Digraneskirkju að Kópavogsvelli. Fótboltaleikir standa svo yfir frá föstudegi til sunnudags.

Meira

Skoða fréttasafnTilkynningar

Raðhúsalóðir við Faldarhvarf lausar til umsóknar - 26.6.2015

Kópavogsbær auglýsir lausar til umsóknar raðhúsalóðir við Faldarhvarf, sem er ný gata í Kópavogi. Um er að ræða þrjú raðhús, eitt með fimm íbúðum og tvö með þremur íbúðum. Lóðirnar verða byggingarhæfar í lok árs.

Faldarhvarf er gata úr Funahvarfi sunnan Breiðahvarfs í nálægð við Vatnsendaskóla.

Meira

Fleiri tilkynningar

Viðburðir

júlí 2015

(Sleppa dagatali)
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  


Spurning vikunnar

Tókstu þátt í afmælishátíðarhöldum Kópavogsbæjar?

Sjá eldri spurningar


Þetta vefsvæði byggir á Eplica