Fréttasafn

Afmælismyndasýning Kópavogs - 20.5.2015

Myndasýning sem sett var upp fyrir afmælistónleika bæjarins í Kórnum er nú aðgengileg á vef bæjarins. Í tilefni sextíu ára afmælis bæjarins var sett saman myndasýningu með gömlum myndum úr bænum. Myndirnar, sem var varpað á skjái til hliðar við sviðið í Kórnum, bregða upp svipmynd af Kópavogi í árdaga bæjarins og fram yfir aldamót. Efniviður myndanna er fjölbreyttur, mannlíf og bær í uppbyggingu.

Meira

Sameiginlegt átak gegn heimilisofbeldi - 15.5.2015

Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogs, Gunnar Einarsson, bæjarstjóri Garðabæjar, Haraldur L. Haraldsson bæjarstjóri Hafnarfjarðar og Sigríður Björk Guðjónsdóttir lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu undirrituðu í dag samstarfsyfirlýsingu um átak gegn heimilisofbeldi. Í yfirlýsingunni felst að frá og með mánudeginum 18. maí taka velferðasvið sveitarfélaganna og lögreglan upp nýjar verklagsreglur sem tryggja eiga markvissari viðbrögð og úrræði gegn ofbeldi á heimilum.

Meira

Skoða fréttasafnTilkynningar

Rafmagnsbilun varði í korter - 21.5.2015

Bilun varð í háspennustreng á milli tveggja aðveitustöðva í Kópavogi í morgun. Rafmagnslaust varð í stórum hluta bæjarins í tæpan stundarfjórðung, en fyrsta tilkynning kom klukkan 9:37 og var rafmagn aftur komið á klukkan 9:51. Unnið er að greiningu.  Orkuveita Reykjavíkur biðst velvirðingar á þeim óþægindum sem bilunin kunni að valda.

Meira

Fleiri tilkynningar

Viðburðir

maí 2015

(Sleppa dagatali)
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            


Spurning vikunnar

Tókstu þátt í afmælishátíðarhöldum Kópavogsbæjar?

Sjá eldri spurningar