Fréttasafn

Fjárhagsáætlun 2016 samþykkt - 26.11.2015

Fjárhagsáætlun Kópavogs fyrir árið 2016 var samþykkt með öllum greiddum atkvæðum á fundi bæjarstjórnar 24. nóvember. Í bókun bæjarstjórnar segir: “Fjárhagsáætlun Kópavogs er nú gerð í samvinnu allra bæjarfulltrúa. Þessi samvinna undirstrikar sameiginlega ábyrgð allra bæjarfulltrúa á rekstri bæjarins. Ákvörðun um samvinnu við áætlunina var samþykkt í bæjarstjórn. Niðurstaðan sýnir að samstarf sem þetta er farsælt fyrir bæinn og bæjarbúa. Í slíkri samvinnu þurfa allir að gefa eitthvað eftir og lokaniðurstaðan endurspeglar það.  Bæjarstjórn þakkar starfsfólki bæjarins fyrir vandaða vinnu við gerð áætlunarinnar.”

Meira

Aðventuhátíð Kópavogs - 22.11.2015

Aðventuhátíð Kópavogs 2014

Aðventuhátíð í Kópavogi verður haldin 28.  og 29. nóvember með jóladagskrá fyrir alla fjölskylduna. Hátíðin er að þessu sinni á nýjum stað, á túninu við menningarhúsin í Hamraborg í Kópavogi og verður einnig dagskrá í menningarhúsunum laugardag og sunnudag. 

Tendrað verður á jólatréi bæjarins klukkan fjögur á laugardegi og slegið upp jólaballi með söng og leik.

Meira

Skoða fréttasafnTilkynningar

Snjóhreinsun í Kópavogi - 28.11.2015

Verið er að moka allar íbúaagötur og mun sú vinna standa í allan dag. Allar nánari upplýsingar um snjóhreinsun í Kópavogsbæ  má finna á vefsíðunni um snjóhreinsun með því að smella  hér.
Hægt er að skoða skjölin með áætlununum með því að smella á slóðirnar hér að neðan:
Snjóhreinsun og hálkuvarnir á götum   (stórt skjal - 10 MB)

Snjóhreinsun og hálkuvarnir á göngu- og hjólaleiðum   (stórt skjal 8,7 MB)

Fleiri tilkynningar

Viðburðir

nóvember 2015

(Sleppa dagatali)
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          


Spurning vikunnar

Tókstu þátt í afmælishátíðarhöldum Kópavogsbæjar?

Sjá eldri spurningar


Þetta vefsvæði byggir á Eplica