Fréttasafn

Baugakór gata ársins í Kópavogi - 27.8.2015

Umhverfisviðurkenningar umhverfis- og samgöngunefndar Kópavogsbæjar voru afhentar í Salnum fimmtudaginn 27. ágúst.  Kynnt var val á götu ársins, Baugakór, en auk þess voru veittar tólf viðurkenningar fyrir hönnun og umhverfi. Í Baugakór afhjúpaði Margrét Friðriksdóttir, forseti bæjarstjórnar, viðurkenningakjöld og flutti ávarp. Margrét, Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri og Hjördís Ýr Johnson formaður umhverfis- og samgöngunefndar gróðursettu svo tré íbúum götunnar til heiðurs. Bæjarstjórn Kópavogs valdi götu ársins á bæjarstjórnarfundi fyrr í sumar.

Meira

Nemendur í 8. og 9. bekk fá spjaldtölvur - 24.8.2015

Nemendur í áttunda og níunda bekk í Kópavogi fá afhentar spjaldtölvur mánudaginn 7. september. Þá verða tæplega 900 tæki afhent en spjaldtölvuvæðing grunnskóla í Kópavogi hefst með þessum tveimur árgöngum.

Haldnir verða kynningarfundir í skólunum fyrir foreldra í tengslum við afhendinguna þar sem farið verður yfir ýmis hagnýt atriði, reglur um notkun tækjanna og aðra skilmála. Þá fá nemendur fræðslu um netöryggi og stafræna borgaravitund áður en þeim eru afhent tækin.

Meira

Skoða fréttasafnTilkynningar

Brúðubíllinn í Kópavogi - 18.8.2015

Brúðubíllinn verður með sýningu á túninu við menningarhús Kópavogsbæjar laugardaginn 22. ágúst og hefst sýningin kl. 14:00. Sýningin er ókeypis og er henni ætlað að höfða til yngstu kynslóðarinnar. Sýningin heitir „Leikið með liti“  og Lilli, Úlli úlfur og fleiri brúður koma fram.

Meira

Fleiri tilkynningar

Viðburðir

ágúst 2015

(Sleppa dagatali)
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31          


Spurning vikunnar

Tókstu þátt í afmælishátíðarhöldum Kópavogsbæjar?

Sjá eldri spurningar


Þetta vefsvæði byggir á Eplica