Endurskoðun Aðalskipulags Kópavogs

Aðalskipulag Kópavogs 2019-2040 í kynningu til 27. maí 2021, tillaga:

Tillaga að  Aðalskipulagi Kópavogs 2019-2040. Greinargerð.

Tillaga að Aðalskipulagi Kópavogs 2019-2040. Aðalskipulagsuppdráttur.

Á fundi bæjarstjórnar Kópavogs 26. febrúar 2019 var lögð fram og samþykkt skipulagslýsing vegna endurskoðunar Aðalskipulags Kópavogs 2012-2024.  Skipulagsráð samþykkti lýsinguna á fundi sínum 18. febrúar 2019.

Skipulagslýsingin er verklýsing endurskoðunarinnar. Í ­lýsingunni er meðal annars gerð grein fyrir ástæðum endurskoðunar aðalskipulags­áætlunarinnar, helstu áherslum, forsendum, fyrirliggjandi stefnu, samráði, tímaferli, umhverfismati áætlunar og gildistíma.

Vinnslutillaga að endurskoðuðu Aðalskipulagi Kópavogs  var kynnt í júlí 2020.

Leita skal umsagnar um skipulagslýsinguna hjá Skipulagsstofnun og umsagnaraðilum og kynna hana fyrir almenningi.

Gildandi Aðalskipulag Kópavogs var samþykkt í bæjarstjórn Kópavogs 26. nóvember 2013 og staðfest af Skipulagsstofnun 24. febrúar 2014.

Skipulagsráð Kópavogs hefur yfirumsjón með endurskoðun aðalskipulagsins, er verkefnisstjórn þess, en ábyrgð verkefnisins er í höndum skipulagsstjóra Kópavogs. Verkefnisstjóri mun funda reglulega með þeim nefndum og ráðum bæjarins sem koma að verkefninu.

Haldinn var kynningarfundur í Hörðuvallaskóla 2.apríl 2019.  Kynninguna má nálgast hér.

 

 • Helstu atriði endurskoðunar Aðalskipulags Kópavogs

  Núgildandi stefna aðalskipulagsins hefur í stórum dráttum haldið. Helstu breytingar hafa verið á talnagrunni meðal annars hefur íbúum í Kópavogi fjölgað hraðar en áætlanir gerðu ráð fyrir og því þörf á að endurskoða mannfjöldaspá og um leið gera áætlun um fjölgun íbúða til næstu 12 ára.

  •  Yfirfara og uppfæra talnagrunn þar með talið íbúaþróun og áætlun um fjölda íbúða.
  • Yfirfara og uppfæra þróunarsvæði, þéttingarsvæði, ný byggingarsvæði Kópavogs.
  • Uppland Kópavogs. Skipuleggja landnotkun í upplandinu miðað við breytt sveitarfélagsmörk skv. úrskurði Hæstaréttar árið 2017.
  •  Vinna áfram og þróa rammahluta aðalskipulags og hverfisáætlanir.
  • Samþætta aðalskipulag og stefnu bæjarstjórnar Kópavogs um „Heimsmarkmiðin, markmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun“. Heimsmarkmiðin taka við  af Staðardagskrá 21.
  • Uppfæra og endurskoða með tilliti til annarra áætlana svo sem landsskipulagsstefnu, svæðisskipulags höfuðborgarsvæðisins, aðalskipulags aðlægra sveitarfélaga.

   

 • Kynning og samráð

  Til að auðvelda samskipti (upplýsingaflæði) og þátttöku íbúa og annarra hagsmunaaðila í kynningar- og samráðsferlinu hefur Kópavogsbær opnað skipulagsgátt á vef sínum.  

  Á heimasíðunni verður framvinda verkefnisins kynnt og þar verða ýmis gögn er tengjast verkefninu. Þar verður jafnframt hægt að senda inn athugasemdir og ábendingar til umsjónaraðila verkefnisins.

  Þar gefst íbúum sem og öðrum sem hafa áhuga á byggðaþróun í lögsögu bæjarins tækifæri til að senda inn ábendingar og hugmyndir í skipulagsvinnuna á adalskipulag(hjá)kopavogur.is

 • Tímaferli og áfangar endurskoðunar

  1. Skilgreining forsendna, gagnaöflun og skipulagslýsing
  2. Stefnumörkun, skipulagstillaga mótuð, samráð og kynningar, umhverfismat aðalskipulagsáætlunarinnar unnið.
  3. Tillagan kynnt og auglýst samkvæmt 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, „31. gr. Auglýsing aðalskipulagstillögu“.

  Tekin verður saman greinargerð með umsögnum bæjaryfirvalda um athugasemdir og ábendingar er berast á kynningartíma.

Síðast uppfært 30. september 2021