Fréttir

Tilkynningar

Viðburðir

27.05.2024 kl. 08:00 - Bókasafn Kópavogs

Plöntuskiptimarkaður

Hefur þú fengið leið á blómunum í stofunni? Vantar þig nýja plöntu í eldhúsið? Komdu með pottaplöntu(r), blóm og/eða afleggjara á aðalsafn og sjáðu hvort þú finnir eitthvað spennandi í staðinn. Inni-og útiblóm velkomin. Plöntuskiptamarkaðurinn verður uppi 27. maí til 1. júní og á lokadeginum, laugardaginn 1. júní verður Garðyrkjufélag Ísland einnig með plöntuskiptidag fyrir utan safnið.
28.05.2024 kl. 10:00 - Bókasafn Kópavogs

Hannyrðaklúbburinn Garn og gaman

Hannyrðaklúbburinn Garn og gaman hittist alla þriðjudaga á 2. hæð aðalsafns kl. 10. Heitt á könnunni og öll velkomin! Nánari upplýsingar veitir Gréta Björg Ólafsdóttir, gretabjorg@kopavogur.is Fylgist með í Facebook-hópnum Hannyrðaklúbburinn Garn og gaman | Bókasafn Kópavogs
29.05.2024 kl. 14:00 - Bókasafn Kópavogs

Hannyrðaklúbburinn Kaðlín

Hannyrðaklúbburinn Kaðlín hittist alla miðvikudaga á 2. hæð aðalsafns. Heitt á könnunni og öll velkomin! Nánari upplýsingar veitir Gréta Björg Ólafsdóttir, gretabjorg@kopavogur.is Fylgist með í Facebook-hópnum Hannyrðaklúbburinn Kaðlín | Bókasafn Kópavogs.
30.05.2024 kl. 20:00 - Salurinn

Davíðsson

Á þessum einstaka tónlistarviðburði mun munnhörpuleikarinn Þorleifur Gaukur Davíðsson koma fram ásamt Davíð Þór Jónssyni og Skúla Sverrissyni og flytja tónlist af væntanlegri plötu sinni sem ber heitið Davíðsson. Einnig verður stuttmyndin Stages (Sorgarstig) sýnd en hún fékk nýlega Jury Prize á RIFF hátíðinni sem besta íslenska stuttmyndin. Myndin fjallar um hóp hæfileikaríkra tónlistarmanna sem kemur saman í kjölfar föðurmissis eins þeirra í yfirgefinni rafstöð og veitir tilfinningunum útrás í lifandi spuna. --------- Þorleifur Gaukur Davíðsson hefur verið áberandi síðustu ár á Íslandi og má heyra hann á upptökum með Kaleo, Laufey, Mugison og Bríet. Hann spilar í allt frá félagsheimilum úti á landi til stærstu tónleikahalla heims og yfir í lítil spuna rými. Þorleifur Gaukur reynir alltaf að nálgast tónlistina frá tærleika og næmni. Hvert skipti er einstakt og kemur hann með fersk eyru í hvert sinn. Hann velur sér hljóðfæri sem geta teygt  tilfinningar manns og með þeim togar hann hlustendur inn og dregur þá með í vegferð. Davíðsson er hans frumóp. Hann tekur með sér reynslu úr öllum þessum heimum og fær með sér sínar stærstu hetjur og vini, Davíð Þór Jónsson og Skúla Sverrisson.- Davíð Þór er meðal fremstu og fjölhæfustu tónlistarmanna landsins, jafnvígur á píanóleik, spuna, tónsmíðar og hljómsveitarstjórn auk þess sem hann leikur á ógrynni hljóðfæra. Hann hefur leikið á tónlistarhátíðum víða um heim, gert tónlist og hljóðmyndir fyrir fjölda sviðsverka, kvikmyndir, útvarpsverk og sjónvarpsþætti og starfað náið með fjölda listamanna úr ólíkum geirum, má þar nefna náið samstarf hans og Ragnars Kjartanssonar. Davíð Þór hefur hlotið Íslensku tónlistarverðlaunin og Grímuverðlaunin sem og alþjóðleg verðlaun fyrir kvikmyndatónlistina úr Hross í oss og Kona fer í stríð. Davíð Þór var staðarlistamaður Salarins árið 2023. - Skúli Sverrisson hefur verið í framvarðasveit íslenskra tónlistarmanna um árabil og hefur á síðustu áratugum byggt upp einstakan feril sem samanstendur af tónsmíðum og iðkun eigin tónlistar annars vegar og hins vegar margbreytilegu samstarfi við breiðan hóp alþjóðlegra listamanna. Mætti þar nefna Laurie Anderson, Blonde Redehead, Wadada Leo Smith, Derek Bailey, Lou Reed, Jon Hassel, David Sylvian, Arto Lindsay, Ryuichi Sakamoto, Jóhann Jóhannsson, Hildi Guðnadóttur. Sidsel Endresen, Víking Heiðar Ólafsson, Megas og Ólöfu Arnalds. Skúli hefur verið flytjandi á yfir 100 hljómplötum og leikið vítt og breitt um heiminn. Hann hefur unnið sjö sinnum til Íslensku tónlistarverðlaunanna og tvisvar sinnum hlotið tilnefningu til Tónlistarverðlauna Norðurlandaráðs. https://youtu.be/Cji0yyyDjJ8?si=HNc1PcnyXLuW0EZR
30.05.2024 kl. 18:00 - Bókasafn Kópavogs

Taktu til í lífinu með KonMari aðferðinni

Viltu taka til og skipuleggja lífið með KonMari aðferðinni? Lísa Z. Valdimarsdóttir alþjóðlegur KonMari ráðgjafi og eigandi Skipulagsgleðinnar segir frá aðferðinni sem er nefnd eftir japanska tiltektargúrúnum Marie Kondo en aðferð hennar rutti sér til rúms fyrir nokkrum árum síðan. Farið verður yfir grunnhugmyndina að baki aðferðinni, hvernig við getum nýtt hana á heimilinu og lífinu og sýnt hvernig föt eru brotin saman með aðferðinni. Viðburðurinn fer fram í fjölnotasal á 1. hæð aðalsafns. Aðgangur ókeypis og öll velkomin á meðan húsrúm leyfir.
31.05.2024 kl. 09:00 - Gerðarsafn

Myndlist og náttúra

Verið hjartanlega velkomin á alþjóðlegu ráðstefnuna Myndlist og náttúra á vegum Gerðarsafns. Á ráðstefnunni verður sjónum beint að tengslum myndlistar og náttúru með sérstakri áherslu á listkennslu og fræðslustarfi listasafna. Ráðstefnan er haldin í samstarfi við Louisiana (DK), Moderna Museet (SE), Beyeler Foundation (CH) og Stiftung Kunst und Natur (DE) og veitir dýrmæta innsýn inn í fræðslustarf þessara leiðandi safna á alþjóðavísu. Á ráðstefnunni er jafnframt gefin innsýn í starf listamanna, hönnuða og fræðimanna sem vinna á mörkum listar og náttúru. Ráðstefnan fer fram föstudaginn 31. maí 2024 frá 9:00-17:00 í Salnum í Kópavogi. Þátttaka á ráðstefnunni er gestum að kostnaðarlausu og er hún haldin á ensku. Skráning á ráðstefnuna fer fram á Tix: https://tix.is/is/event/17519/myndlist-og-nattura/ Dagskrá ráðstefnu: 8:30 - Innskráning ráðstefnugesta 9:00 - OpnunarávarpCecilie Gaihede, verkefnastjóri safneignar og rannsókna, og Brynja Sveinsdóttir, forstöðumaður Gerðarsafns og Náttúrufræðistofu Kópavogs 9:15 - Aðalfyrirlestur: Um innbyrðis samband náttúru, listar, vísinda og heimspeki.Ole Sandberg, PhD heimspekingur, sérfræðingur hjá Náttúruminjasafn Íslands 10:30 - Náttúran í gegnum linsu myndlistar: smiðjaÞorgerður Þórhallsdóttir, verkefnastjóri fræðslu í Gerðarsafni og Hulda Margrét Birkisdóttir, verkefnastjóri fræðslu í Náttúrufræðistofu Kópavogs 11:15 - Fræðslustarf á mótum myndlistar og náttúru í Moderna MuseetPhilippa Couch, hópstjóri fræðslu í Moderna Museet, Stockholm 11:45 - Óstöðugt landÞorgerður Ólafsdóttir og Gunndís Ýr Finnbogadóttir, myndlistarmenn 12:15-13:00 - Hádegishlé 13:00 Aðalfyrirlestur - Pólitísk vistfræði í verkum listakvenna á ÍslandiHeiðar Kári Rannversson, listfræðingur og sýningarstjóri 14:15 - List og náttúra í verkum RúríarRúrí, myndlistarmaður 14:45 - ÞykjóSigríður Sunna Reynisdóttir, listrænn stjórnandi hönnunarteymisins ÞYKJÓ 15:15 - Mikilvægi náttúrunnar: fræðslustarf Foundation Beyeler og Stiftung Kunst und NaturJanine Schmutz, fræðslustjóri Foundation Beyeler og Kristine Preuß, fræðslustjóri hjá Stiftung Kunst und Natur 15:45 - Fræðslustarf á mótum myndlistar og náttúru í LouisianaElisabeth Bodin fræðslustjóri hjá Louisiana Learning og fræðsluteymi Louisiana 16:30 - Ráðstefnuslit og léttar veitingar í Gerðarsafni Ráðstefnan er haldin með stuðningi Safnasjóðs og Nordisk Kulturfond.
01.06.2024 kl. 12:00 - Bókasafn Kópavogs

Plöntuskiptidagur Garðyrkjufélags Íslands

Árlegur plöntuskiptidagur Garðyrkjufélags Íslands fer fram við aðalsafn laugardaginn 1. júní kl. 12-15. Komdu með pottaplöntur og afleggjara, inniblóm og útiblóm, stór og smá og taktu plöntu með þér heim í staðinn. Allt grænt og vænt velkomið!
03.06.2024 kl. 08:00 - Bókasafn Kópavogs

Bókamarkaður

Mánaðarlegi bókamarkaðurinn okkar er á aðalsafni þessa vikuna. Bækur og fleira á góðu verði.
04.06.2024 kl. 10:00 - Bókasafn Kópavogs

Hannyrðaklúbburinn Garn og gaman

Hannyrðaklúbburinn Garn og gaman hittist alla þriðjudaga á 2. hæð aðalsafns kl. 10. Heitt á könnunni og öll velkomin! Nánari upplýsingar veitir Gréta Björg Ólafsdóttir, gretabjorg@kopavogur.is Fylgist með í Facebook-hópnum Hannyrðaklúbburinn Garn og gaman | Bókasafn Kópavogs
05.06.2024 kl. 14:00 - Bókasafn Kópavogs

Hannyrðaklúbburinn Kaðlín

Hannyrðaklúbburinn Kaðlín hittist alla miðvikudaga á 2. hæð aðalsafns. Heitt á könnunni og öll velkomin! Nánari upplýsingar veitir Gréta Björg Ólafsdóttir, gretabjorg@kopavogur.is Fylgist með í Facebook-hópnum Hannyrðaklúbburinn Kaðlín | Bókasafn Kópavogs.
05.06.2024 kl. 20:00 - Salurinn

Vortónar

Ásta Dóra Finnsdóttir er 17 ára nemandi við Menntaskóla í tónlist og Barratt Due Musikkinstitutt í Osló. Hún hefur unnið tugi verðlauna fyrir píanóleik sinn og komið fram víða í heiminum sem einleikari. Ásta Dóra stefnir nú á sumarferðalög með keppnisþátttöku í Portúgal, Frakklandi og Þýzkalandi.  Ekki missa af þessu einstaka tækifæri til að sjá og heyra framúrskarandi píanóleik hjá upprennandi stórstjörnu í píanóheiminum.  Á efnisskrá einleikstónleika Ástu Dóru eru spennandi og krefjandi píanóverk. Efnisskrá: F.Chopin„Hetju“-polonesa í As - dúr, op. 53                           S.RachmaninoffEtýða-mynd í a - moll, op. 39 nr. 6 - “Little Red Riding Hood” F.ChopinNæturljóð í cís - moll, op. 27 nr. 1                             S.ProkofjevSónata nr. 3  í a - moll,  op. 28                                                         HLÉ F.ChopinNæturljóð í Des – dúr, op. 27 nr. 2 F.LisztChasse-neige (Snjófok)  - “Transcendental etýða nr. 12 F.ChopinBallaða  nr. 4 í  f - moll,  op. 52                                 M.RavelJeux d’eau (Gosbrunnir)                                                        
09.06.2024 kl. 13:00 - Gerðarsafn

Leiðsögn sýningarstjóra | Hjartadrottning og Tölur, staðir

Verið velkomin á leiðsögn Heiðars Kára Rannverssonar um sýningarnar Hjartadrottning og Tölur, staðir sunnudaginn 9. júní kl. 13:00 í Gerðarsafni. Heiðar Kári er sýningarstjóri sýninganna beggja. Á sýningunni Hjartadrottning birtist áhorfendum heillandi hugar- og efnisheimur myndlistarkonunnar Sóleyjar Ragnarsdóttur. Ofurskrautleg málverk og skúlptúrar af ýmsum stærðum og gerðum, fagurlega málaðir veggfletir og sérhannað veggfóður auk sýningarborða með einstöku servíettusafni skapa hér eina heild svo úr verður malerísk innsetning. Verk Sóleyjar eru ekki málverk í hefðbundnum skilningi heldur fljóta á mörkum hins tvívíða og þrívíða forms. Grunnur þeirra er heldur ekki strigi heldur tauservíettur hertar með epoxí og akrylmálningu. Hér mætti tala um útvíkkað málverk en verkin eru líka undir sterkum áhrifum frá Pattern & Decoration hreyfingunni sem var virk í Bandaríkjunum á 8. áratug síðustu aldar, en er lítt þekkt hér á landi. Listafólk hreyfingarinnar, mestmegnis konur, upphóf handverkshefðir og tileinkaði sér hið skrautlega form og hugsun, sem listrænt mótvægi við karllæga hreinlínustefnu módernismans. Á sýningunni Tölur, staðir má sjá og upplifa nýja innsetningu eftir myndlistarmanninn Þór Vigfússon sem hann vinnur sérstaklega með sýningarsal Gerðarsafns í huga. Sýningin samanstendur af fjölda jafnstórra ferninga úr lituðu gleri sem dreifast um veggi salarins eftir ákveðinni reglu og mynda víxlverkun milli forma, lita og rýmis. Við fyrstu sýn virðist sýning Þórs lítillát og óhlutbundin innsetning sem leiðir hugann að verkum í anda geómetríu eða naumhyggju. En þrátt fyrir sparsamt efnisval og framsetningu má við nánari athugun greina flókna hugmyndalega nálgun á sjálft skúlptúrformið. Heiðar Kári Rannversson (b. 1982) er listfræðingur og sjálfstætt starfandi sýningarstjóri. Hann var deildarstjóri við Nordatlantens Brygge í Kaupmannahöfn frá 2018-2022 og verkefnastjóri fræðslu og viðburða á Listasafni Reykjavíkur frá 2013-2016. Undanfarin tíu ár hefur Heiðar Kári unnið fjölmörg rannsóknar- og sýningarverkefni fyrir innlendar og erlendar liststofnanir, m.a. Nýlistasafnið, Hafnarborg, Listasafn Íslands og Myndlistarmiðstöð. Þá hefur hann sinnt stundakennslu við Háskóla- og Listaháskóla Íslands um árabil. Heiðar Kári hlaut MA próf í listrannsóknum frá Háskólanum í Amsterdam árið 2012 eftir BA nám í Listfræði við Háskóla Íslands og Arkitektúr við Konunglega Listaháskólann í Kaupmannahöfn. Hann hefur verið formaður Listfræðafélags Íslands frá árinu 2023.
Fleiri viðburðir

Hafðu samband

 

Hringdu í 441 0000

ef þig vantar aðstoð, svör eða nánari upplýsingar. Opnunartími Þjónustuversins er mánudaga - fimmtudaga frá 8 - 16 en frá 8 - 13 á föstudögum.

Hringja

 

Sendu okkur póst

Við tökum á móti ábendingum og fyrirspurnum í gegnum tölvupóst. Smelltu á merkið hér að ofan til að senda okkur póst.

Senda póst

 

Þarftu að senda viðkvæm gögn á öruggan hátt til Kópavogsbæjar

Notendur geta sent Kópavogsbæ viðkvæmar skrár eftir að þeir hafa auðkennt sig með rafrænum skilríkjum.

Gögnum er eytt úr Signet transfer eftir að viðkomandi hefur sótt þau.

Signet