Fréttir

Tilkynningar

Viðburðir

05.10.2024 kl. 11:00 - Bókasafn Kópavogs

Tala og spila

Talar þú smá íslensku og vilt æfa þig? Komdu að spila og tala íslensku á aðalsafni Bókasafns Kópavogs, alla laugardaga frá 11:00 - 12:30. Kaffi og kósý, kostar ekkert. Velkomin! Viðburðaröðin Tala og spila er hluti af verkefninu Bókasafnið í fjölmenningarlegu samfélagi og er styrkt af Bókasafnasjóði, Nordplus og jafnréttis- og mannréttindasjóði Kópavogsbæjar og í samstarfi við hjálparsamtökin GETA - Get together. Español Hablas un poco de islandés y te gustaría practicar? Ven a jugar cartas, juegos de mesa y   charlar en islandés en la libreria de Kopavogur, oficina principal cada sábado de 11:00-12:30. Cafe, ambiente cálido y entrada gratuita. Bienvenidos! Esta es una serie de eventos llevados a cabo en colaboración con la organización GETA-aid.  Arabic English Do you speak a little Icelandic and want to practice? Come and play card- or board-games and talk Icelandic at the Kopavogur Library, main branch, every Saturday from 11:00-12:30 Coffee and cosy, free. Welcome! Tala og spila is a part of the project The library in a multilingual society funded by Nordplus, Bókasafnasjóður and Equality and Human Rights Council in Kópavogur. The project is also in cooperation with GETA - Get together organization.  Polski Czy mówisz trochę po islandzku? Przyjdź pograć w karty albo gry planszowe i mów po islandzku w bibliotece w Kópavogur każdej soboty 11:00 -12:30. Kawa i miły czas bezpłatnie. Zapraszamy! Pусский Если вы уже говорите немного по-исландски и хотите заговорить еще лучше, то приходите практиковать язык и играть в игры на исландском языке в библиотеку Копавогура каждую субботу с 11:00 до 12:30. Кофе и уют и все бесплатно. Добро пожаловать!
05.10.2024 kl. 11:30 - Bókasafn Kópavogs

Lesið fyrir hunda

Bókasafn Kópavogs ásamt Vigdísi, vinum gæludýra á Íslandi, býður börnum að lesa fyrir hunda sem hafa fengið sérstaka þjálfun í að hlusta á upplestur. Skráning fer fram á eyrun.osk@kopavogur.is  Viðburðurinn er hugsaður fyrir 5-12 ára börn sem eru byrjuð að lesa sjálf. Lestrarstundin er ekki ætluð börnum sem glíma við hundahræðslu heldur er markmiðið að auka öryggi við lestur, ekki síst hjá þeim sem eiga við lestrarörðugleika að stríða. Hundurinn hjálpar barninu að slaka á, gagnrýnir ekki lesturinn og leiðréttir ekki barnið.
05.10.2024 kl. 15:00 - Salurinn

Tímamót og fögnuður

Verið hjartanlega velkomin á hátíðartónleika í tilefni af 25 ára afmæli Salarins. Frumflutt verða átta splunkuný og glæsileg tónverk fyrir barnakóra í flutningi ungra söngvara úr Kársnesskóla, Hörðuvallaskóla og Smáraskóla. Stjórnendur skólakóranna eru Álfheiður Björgvinsdóttir, Ása Valgerður Sigurðardóttir og Ásta Magnúsdóttir. Lögin átta eru jafn fjölbreytt og þau eru mörg; blíð og björt, kraftmikil og fjörug, flókin og látlaus, við sögu koma glimmersturtur, tátuþulur, perlusöngvar og gleðigeislar en sum laganna voru samin í nánu samstarfi við ungu söngvarana. Tónskáldin sem fengin voru til verksins eru Benedikt Hermann Hermannsson (Benni Hemm Hemm), Ingibjörg Fríða Helgadóttir & Ingibjörg Ýr Skarphéðinsdóttir, Jóhann G. Jóhannsson, Kristín Þóra Haraldsdóttir, Lúpína (Nína Sólveig Andersen), Tryggvi M. Baldvinsson, Úlfur Eldjárn og Þóra Marteinsdóttir. Hátíðarhljómsveit dagsins er skipuð Daða Birgissyni á píanó, Rögnvaldi Borgþórssyni á gítar, Guðnýju Jónasdóttur á selló, Alexöndru Kjeld á kontrabassa og Kristófer Rodriguez Svönusyni, trommu- og slagverksleikara og bæjarlistamanni Kópavogsbæjar. Kynnir á tónleikunum er Ingibjörg Fríða Helgadóttir. Boðið verður upp á laufléttar veitingar að tónleikum loknum. Við hlökkum til að sjá ykkur í tyllidagaskapi. Verkefnið er styrkt af lista- og menningarráði Kópavogsbæjar, Barnamenningarsjóði og Tónlistarsjóði. Nánar um efnisskrána Bíddu eftir mér í 100 ár eftir Benna Hemm Hemm ásamt Skólakór Kárness Lagið er samtal krakkanna í Skólakór Kársness við jafnaldra sína eftir 100 ár - þau sem verða unglingar árið 2124. Ég átti marga fundi með kórnum þar sem ég reyndi að fiska eftir því hverju þau myndu vilja breyta til þess að unglingar framtíðarinnar ættu sem besta tilveru. Það kom mér á óvart að það sem var efst á blaði var ekki breyting heldur vildu þau halda í eitt sem þau voru sammála um að þeim fyndist öllum mjög vænt um: íslenskuna. Þetta hljómar eins og þema sem kennarinn þröngvar upp á nemendur - en þetta er dagsatt, þetta er það sem þau voru sammála um að væri þeim mikilvægast að koma á framfæri við framtíðina. Textinn kemur bæði frá mér og kórnum sjálfum. Glimmersturta eftir Ingibjargir ásamt Kórum Smáraskóla Glimmersturta er óður til gleðinnar sem við finnum þegar við fögnum einhverju í lífinu, stóru jafnt sem smáu. Kór Smáraskóla og Ingibjargir fóru saman í hugarflug um tímamót og fögnuð og úr því komu lykilsetningar í laginu. Ætli sönggleðin sé ekki bara kjarninn í verkinu - ástæða þess að við erum saman komin hér í dag? Syngjum, dönsum, leikum, lifum og fögnum - með slatta af glimmeri! Það er fögnuðurallir eru hamingjusamirÞað er fögnuðurþessi hátíð er veislaÞað er gaman að læra eitthvað nýttþegar við fögnum þá syngjum við saman Eins og perla eftir Jóhann G. Jóhannsson Á tímum sem þessum, þegar virðing og umhyggja jarðarbúa hver fyrir öðrum og fyrir náttúrunni rýkur æ oftar út í veður og vind, glæðir það vonir okkar að heyra einlægar barnaraddir sameinast í söng og flytja okkur ákall eða bæn um bjarta framtíð. Í draumsýn barnanna birtist sú von að þeim lánist að búa saman í sátt og samlyndi, hlúa vel hvert að öðru og gera jörðina að betri stað fyrir okkur öll á meðan hún líður áfram á alheims vegum eins og blá og fögur perla. Skólaganga eftir Kristínu Þóra Haraldsdóttur Með mikla löngun til að skapa tónlist fyrir börn og barnið í okkur öllum í anda vísna- og jazztónlistar fékk ég hina fallegu vísnabók Ásdísar Þulu Þorláksdóttur, Sólstafir, til að vinna með. Hér er lífið og tilveran séð með augum barnsins og tími er tekinn til að njóta augnabliksins, leika sér og láta sig dreyma og er það innblástur minn að tónefninu og eðli tónlistarinnar. Lygnir um lok eftir Lúpínu Lygnir um lok er lag um hindranirnar og sigrana í lífinu. Ég samdi lagið með alls konar tímamót í huga og varð hugsað til alls þess góða og alls þess erfiða sem leiðir til tímamóta. Lagið er áminning um að hlutirnir eiga það til að leysast á endanum og erfiðleikarnir eru það sem ýtir okkur áfram á betri staði. Tátuþula eftir Tryggva M. Baldvinsson Í leit minni að skemmtilegum þulum rakst ég fljótlega á tvær talna-þulur; „Táta, Táta teldu dætur þínar“ og svo þessa, þar sem Táta telur alla bræður sína. Sú fyrri er all þekkt og er lagið t.a.m. að finna í þjóðlagasafni Sr. Bjarna Þorsteinssonar á meðan lög við bræðraþuluna eru meira á reiki, a.m.k. ef marka má þær heimildir sem finna má á hinum ágæta vef ismus.is. Mér fannst því tilhlýðilegt að gera nýtt lag við þessa þulu og vona að einhverjum geti þótt gaman að telja þessa stóru bræðrahjörð. Tugakerfinu til heiðurs er lagið meira og minna í takttegundum sem ganga upp í tölunni 10. Raddir vorsins eftir Úlf Eldjárn Við tölum oft um að raddir barna þurfi að heyrast betur. Mig langaði til að taka þá hugmynd bókstaflega og gera verk með barnakór, þar sem raddirnar fengju að njóta sín sem hljóðgjafar án þess að leggja þeim orð í munn. Bjart er yfir hugarheimi eftir Þóru Marteinsdóttur Mér finnst svo æðislegt hvað það að syngja saman getur búið til mikla gleði í sálinni. Mig langaði að búa til lag dregur fram þessa gleði og hampar henni. Og vonandi býr það í leiðinni til smá fögnuð og gleði í sálinni. Hjá þeim sem hlusta og hlýða en ekki síður hjá þeim sem flytja lagið.
05.10.2024 kl. 13:00 - Bókasafn Kópavogs

Fjölskyldustund | kartöflustimplun

Lindasafn býður í skapandi fjölskyldustund, þar sem við ætlum að skreyta taupoka með alls kyns litríkum kartöflustimplum. Allt efni á staðnum og öll velkomin með húsrúm leyfir. Fjölskyldustundir á laugardögum eru styrktar af lista- og menningarráði Kópavogsbæjar.
05.10.2024 kl. 16:00 - Menning í Kópavogi

Færeysk hljómsveit heimsækir Kópavog

Fjörutíu manna blásarasveit frá Færeyjum er í heimsókn í Kópavogi þessa dagana og verður með ókeypis tónleika fyrir bæjarbúa laugardaginn 5. október kl. 16:00.Þessi úrvalsblásarasveit er undir stjórn Bernharðs Wilkinsonar sem er Íslendingum að góðu kunnur þar sem hann starfaði hér á landi í fjölda ára sem hljómsveitarstjóri og flautuleikari með Sinfóníuhljómsveit Íslands. Hljómsveitin er sett saman af sérvöldum ungum hljóðfæraleikurum úr bestu blásarasveitum Færeyja og telst hún því vera eins konar ungmennalandslið Færeyja í blásaratónlist. Á fjölbreyttri dagskrá tónleikanna má finna útsetningar á þekktum sinfóníuverkum, spennandi kvikmyndatónlist, tónlist úr söngleikjum, djasstónlist og ný verk sem sérstaklega voru samin fyrir blásarasveitir. Tónleikarnir eru í Tónhæð, sem er húsnæði Skólahljómsveitar Kópavogs að Álfhólsvegi 102 í Kópavogi. Frítt inn. Sérstakar þakkir fá NATA, Mentanargrunn, FTF og Landshandilin fyrir stuðninginn. 
06.10.2024 kl. 19:30 - Salurinn

TEENS - Questions for Teenagers

Hin rómaða kammersveit Ensemble MidtVest ásamt tónlistarstjörnunum Teiti frá Færeyjum, Nive frá Grænlandi og Ólöfu Arnalds frá Íslandi frumflytja verkið TEENS - Questions for Teenagers, glænýtt og hrífandi tónverk eftir Teit. Verkið TEENS - Questions for Teenagers er innblásið af röddum unglinga og viðtölum sem tekin voru við ungmenni frá Danmörku, Færeyjum, Grænlandi og Íslandi á árunum 2023 - 2024. Hverjar eru vonir þeirra og þrár, áskoranir og vonbrigði, gleði og sorgir? Raddir ungmennanna lifna við í þessu einstaklega heillandi verki þar sem saman renna sígild hljóðfæri kammersveitarinnar og söngraddir Teits, Nive og Ólafar. Verkið verður flutt á þrennum tónleikum í október, að loknum frumflutningi í Salnum fara fram tónleikar í Norræna húsinu í Þórshöfn, Færeyjum og í Slagteriet í Holstebro í Danmörku. Ensemble Midtvest hefur starfað frá árinu 2002 við frábært orðspor en sveitin er skipuð níu úrvals tónlistarmönnum sem koma víða að. Hljómsveitin gerir út frá Danmörku en hefur komið fram víða um heim á virtum tónlistarhátíðum og tónleikastöðum svo sem ULTIMA tónlistarhátíðinni í Osló og Carnegie Hall í New York. Á meðal listafólks sem sveitin hefur starfað með má nefna fiðluleikarann Pekka Kuusisto, víóluleikarann Jennifer Stumm, sellistann Andreas Brantelied, klarinettuleikarann Martin Fröst og barítonsöngvarann Bo Skovhus. Hljómsveitin hefur vakið athygli fyrir ferskt og áhugavert efnisval þar sem nýju lífi er blásið í aldagamla tónlist jafnframt því sem áhersla er á samtímatónlist úr ólíkum áttum, jafnt skrifaða tónlist sem spunakennda. Þetta er í fyrsta sinn sem hljómsveitin kemur fram á Íslandi. Teitur Lassen er margverðlaunaður tónlistarmaður, fæddur árið 1977 í Færeyjum. Hann vakti fyrst athygli árið 2003 með plötu sinni Poetry and Aeroplanes sem hlaut frábærar viðtökur gagnrýnenda og tónlistarmanna á borð við Rufus Wainwright og Aimee Mann sem buðu Teiti í kjölfarið að koma fram með sér á tónleikum. Teitur hefur síðan sent frá sér sex rómaðar breiðskífur, komið fram á tónleikum um allan heim og starfað með tónlistarfólki og -hópum úr ólíkum geirum svo sem International Contemporary Ensemble, Netherlands Wind Ensemble, Nico Muhly, Ane Brun og Aarhus Jazz Orchestra en nýjasta breiðskífa Teits, Songs From A Social Distance (2023) hefur að geyma samstarf Teits við stórsveitina í Árósum. Ólöf Arnalds stundaði nám í tónsmíðum og nýmiðlum við Listaháskóla Íslands samhliða því að koma fram og hljóðrita tónlist með m.a. Múm, Slowblow og Mugison. Frumburður hennar sem söngvaskáld var hljómplatan Við og við en fimmta sólóplata hennar, Tár í morgunsárið, er nú væntanleg. Ólöf hefur komið fram víðsvegar um Evrópu, Bandaríkin og Ástralíu og hlotið lof í fjölmiðlum á borð við The New York Times, The Guardian og Rolling Stone. Hún hefur tvisvar unnið til Íslensku tónlistarverðlaunanna og einnig verið tilnefnd til Norrænu tónlistarverðlaunanna. Ólöf hefur unnið að ýmsum tónlistarverkefnum með Skúla Sverrissyni og söng m.a. einsöng í verki hans Kaldur sólargeisli með Sinfóníuhljómsveit Íslands. Meðal listafólks sem Ólöf hefur átt samstarf við eru Erna Ómarsdóttir, Ragnar Kjartansson, Víkingur Heiðar Ólafsson, Björk og Davíð Þór Jónsson. Ólöf hlaut ásamt Skúla Sverrissyni Grímuverðlaunin árið 2024 fyrir tónlistina í Saknaðarilmi. Nive Nielsen er grænlenskt söngvaskáld og leikkona. Hún hefur komið fram á tónleikum víða um heim, ein síns liðs eða með hljómsveit sinni, Nive Nielsen & The Deer Children en hljómsveitin hefur sent frá sér breiðskífurnar Nive Sings! (2012) og Feet First (2015). Nive hefur leikið í kvikmyndum og þáttaröðum á borð við kvikmyndina The New World (2005) og The Terror (2018).
07.10.2024 kl. 08:00 - Bókasafn Kópavogs

Bókamarkaður

Mánaðarlegi bókamarkaðurinn okkar er á aðalsafni þessa vikuna. Bækur og fleira á góðu verði.
07.10.2024 kl. 13:00 - Bókasafn Kópavogs

Sófaspjall um andleg mál

Sigurlaug Guðmundsdóttir býður okkur í notalegt sófaspjall um andleg mál og fordóma gegn þeim. Sigurlaug leiðir spjallið og fer vítt og breitt um hvaðeina sem sem varðar duldu málefnin. Öll velkomin meðan húsrúm leyfir. Spurningar sem við veltum upp eru m.a.-Hvað felst í orkunni?-Hvaða máli skiptir hvernig við hugsum?-Hvað er skyggni?-Hvað eru bænir?-Hvað er ímyndunaraflið og hvernig getum við notað það okkur til góðs? -Hvað og hvar eru huldufólkið og álfarnir? -Hvernig sköpum við okkar eigin raunveruleika? Býður Sigurlaug gestum einnig að koma með eigin spurningar og vangaveltur.
08.10.2024 kl. 10:00 - Bókasafn Kópavogs

Hannyrðaklúbburinn Garn og gaman

Hannyrðaklúbburinn Garn og gaman hittist alla þriðjudaga á 2. hæð aðalsafns kl. 10. Heitt á könnunni og öll velkomin! Nánari upplýsingar veitir Gréta Björg Ólafsdóttir, gretabjorg@kopavogur.is Fylgist með í Facebook-hópnum Hannyrðaklúbburinn Garn og gaman | Bókasafn Kópavogs
08.10.2024 kl. 20:30 - Salurinn

Winther / Andersson / Watts

Don't miss an electrifying world-class jazz experience with Carl Winther, Richard Andersson, and Grammy winner Jeff "Tain" Watts.  Carl Winther: Piano Richard Andersson: Bass Jeff ‘Tain’ Watts: Drums  Prepare for an unforgettable evening of jazz as the unique trio of Carl Winther, Richard Andersson, and Grammy-winning drummer Jeff “Tain” Watts takes the stage.  With their impressive musicianship and unique blend of Danish and American jazz, this trio is a must-see! Their music is a captivating fusion of modern jazz with global influences, drawing on the members’ extensive musical backgrounds. The result is a sound that reflects their virtuosity, spontaneity, and pure love for music.  Latest Album Release: June 2024  The Danish pianist Carl Winther and bassist Richard Andersson had been collaborating for years when they decided to invite American drum phenomenon Jeff “Tain” Watts to join them for a European tour in 2023. Following the tour, the three musicians recorded the album WAW! (HobbyHorse Records, June 2024), where the trio's energy and unique synergy were fully unleashed.  “The music evolves constantly when the three of us play together. I’m really looking forward to seeing where the music takes us this time and bringing the audience along for the journey,” – Carl Winther  Jeff “Tain” Watts Jeff “Tain” Watts is widely recognized in the jazz world as one of the most influential drummers of his generation. He has performed with iconic jazz legends like George Benson, Harry Connick Jr., McCoy Tyner, and Kenny Garrett. He has released several acclaimed albums and won multiple awards, including two Grammy Awards with the Branford Marsalis Quartet, three with Wynton Marsalis, one with Harry Connick Jr., one with the Mingus Big Band, and most recently, two with the Metropolitan Opera.  Carl Winther Carl Winther is widely regarded as one of the most talented and innovative jazz pianists of his generation, earning significant recognition both in Denmark and internationally. He has worked with renowned artists such as Jerry Bergonzi, Billy Hart, Adam Nussbaum, and Till Brönner.  Richard Andersson Richard Andersson has gained considerable acclaim for his work as a composer and bassist in modern jazz. Described as “one of the most interesting characters on the Danish jazz scene” (Gaffa), he has released several albums as a bandleader, featuring both Danish and international musicians like Oskar Gudjonsson (IS), Rudi Mahall (DE), Kasper Tranberg (DK), Ra-Kalam Bob Moses (US), Tony Malaby (US), and Bill McHenry (US). Don't miss the chance to witness Carl Winther, Richard Andersson and Jeff "Tain" Watts live at Salurinn on October 8th 2024.
08.10.2024 kl. 11:00 - Bókasafn Kópavogs

Get together

Get Together meet-ups will be held at the Library in Kópavogur, on the first floor in the Tilraunastofa - meeting room. The meet-ups are international meetings open to refugees, asylum-seekers, immigrants, and anyone seeking companionship. Whether you're a family or an individual, you're welcome to join us. Each week, we gather and do relaxing activities like painting, weaving, crafting, and more. It's all about getting together, making new friends, and sharing stories in a warm, supportive space.Get Together meet-ups are a collaboration between GETA aid organization and the Library in Kópavogur.We offer free coffee and treats for everyone! These meet ups are a part of the project The library in a multilingual society sponsored by Nordplus and Bókasafnasjóður. Get Together heldur alþjóðlegan fjölskyldu- og vinahitting á Bókasafni Kópavogs, á fyrstu hæð í Tilraunastofunni. Þetta er alþjóðlegur hittingur fyrir flóttafólk, hælisleitendur, innflytjendur og öll sem vilja félagsskap.Viðburðurinn er bæði fyrir fjölskyldur og einstaklinga. Í hverri viku munum við hittast og gera eitthvað skemmtilegt saman eins og að mála, prjóna, föndra o.fl. Í Get together hittum við nýja vini og deilum sögum okkar í þægilegu og öruggu umhverfi. Get Together er samstarfsverkefni milli GETA hjálparsamtök og Bókasafn Kópavogs. Við munum bjóða upp á kaffi og með því! Þessi viðburður er hluti af verkefninu Bókasafnið í fjölþjóðlegu umhverfi sem er styrkt af Nordplus og Bókasafnasjóði.
09.10.2024 kl. 14:00 - Bókasafn Kópavogs

Hannyrðaklúbburinn Kaðlín

Hannyrðaklúbburinn Kaðlín hittist alla miðvikudaga á 2. hæð aðalsafns. Heitt á könnunni og öll velkomin! Nánari upplýsingar veitir Gréta Björg Ólafsdóttir, gretabjorg@kopavogur.is Fylgist með í Facebook-hópnum Hannyrðaklúbburinn Kaðlín | Bókasafn Kópavogs.
Fleiri viðburðir