Fréttir

Tilkynningar

Viðburðir

05.06.2023 kl. 08:00 - Bókasafn Kópavogs

Plöntuskiptimarkaður

Hefurðu fengið leiða á blómunum í stofunni? Vantar þig nýja plöntu í eldhúsið eða á pallinn? Komdu með pottaplöntu(r), blóm og/eða afleggjara á aðalsafn og sjáðu hvort þú finnir eitthvað spennandi í staðinn. Inni- og útiblóm velkomin! Plöntuskiptimarkaðurinn fer fram á 2. hæð aðalsafns dagana 5.-17. júní.
13.06.2023 kl. 19:30 - Menning í Kópavogi

Flokkstjórinn 2023

Eftir góðar móttökur síðasta sumar fer einleikurinn Flokkstjórinn aftur af stað, og nú á fleiri stöðum um landið allt. Verkið var valið til sýninga á hátíðunum RVK Fringe og Act Alone á Suðureyri seinna í sumar, en fyrst eru sýningar undir berum himni á Vatnsenda. Sem áður fyrr er frítt inn í Hringleikahúsið við Grandahvarf 2, en panta þarf miða á TIX.is. Sýningarnar á hinum hátíðunum verða auglýstar síðar. Sviðið er staðsett á horni Elliðahvammsvegar og Grandahvarfs. Strætó 2 stoppar hjá hringleikahúsinu, á biðstöð sem heitir Elliðahvammur. Einnig er nóg er af bílastæðum við sviðið. Verkið er sýnt utandyra, komið klædd eftir veðri. Áhorfendur sitja á grasþöktum tröppum. Sniðugt er að koma með pullur, tjaldstóla eða hvað annað sem þægilegt er að sitja á á meðan sýningunni stendur. Meira um verkið: Illgresið er okkar óvinur. Þetta eru kraftmiklar og frekar plöntur sem ógna því gróðurfari sem þegar er til staðar. Þær geta spírað mjög snemma á vorin og því berum við ábyrgð á að uppræta illgresið áður en það nær að mynda fræið. En ræturnar ná oft djúpt ofan í jarðveginn, og þá þarf meira til en litlar skóflur, einfara og hrífur. Leiksýningin „Flokkstjórinn“ byggir á reynslu Hólmfríðar sem flokkstjóri í unglingavinnu en starfið veitti innsýn í samskipti unglinga, eineltismenningu og hve grimm mannskepnan getur verið þegar hún þráir ekkert heitar en að tilheyra hópnum. Er til slæmt fólk? Eða einungis slæm hegðun? Þarf virkilega alltaf að stíga í spor karlmanna til að öðlast virðingu? Jafnvel óvæntasta fólk getur brotið þig niður, sama hversu mikil völd þú ert með í rýminu. Lengd: 40 mín. Höfundar:Hólmfríður Hafliðadóttir og Magnús Thorlacius Leikkona:Hólmfríður Hafliðadóttir Leikstjóri:Magnús Thorlacius Tónlist:Iðunn Einars Aðstoð við plakat:Tómas Óli K. M. Myndbönd:Hákon Örn Helgason Sérstakar þakkir: Vinnuskólinn í Kópavogi, Starfsfólk Molans, Steinunn hjá Starfsleikni, Soffía hjá Kópavogsbæ, fyrrum flokkstjórar, vinir og allir unglingarnir Verkefnið er styrkt með framlagi úr lista- og menningarsjóði Kópavogsbæjar.
14.06.2023 kl. 14:00 - Bókasafn Kópavogs

Hannyrðaklúbburinn Kaðlín

Hannyrðaklúbburinn Kaðlín hittist alla miðvikudaga á 2. hæð aðalsafns. Heitt á könnunni og allir velkomnir! Nánari upplýsingar veitir Gréta Björg Ólafsdóttir, gretabjorg@kopavogur.is Fylgist með í Facebook-hópnum Hannyrðaklúbburinn Kaðlín | Bókasafn Kópavogs.
14.06.2023 kl. 17:00 - Bókasafn Kópavogs

Sumarlestrargleði með Gunnari Helgasyni

Bókasafn Kópavogs ýtir sumarlestrinum 2023 úr vör með sumarlestrargleði á aðalsafni. Gunnar Helgason rithöfundur kemur í heimsókn, les úr bókunum sínum og veitir krökkunum lestrarhvatningu fyrir sumarið. Starfsfólk safnsins aðstoðar einnig lestrarhesta og foreldra við að finna réttu bækurnar til að lesa í sumar. Viðburðurinn verður haldinn á 1. hæð aðalsafns. Skráðu þig í sumarlesturinn á sumarlestur.is
15.06.2023 kl. 17:00 - Salurinn

Marína Ósk 

Söngkonan og lagahöfundurinn Marína Ósk hefur síðustu misseri fangað tónlistareyru og augu landans. Nýjasta plata hennar, “One Evening in July” (2022) hefur hlotið mikið lof gagnrýnenda og fyrir tónverk af þeirri plötu hlaut Marína Ósk Íslensku tónlistarverðlaunin 2023 auk þriggja annarra tilnefninga. Hún mætir nú á Sumarjazz í Salnum ásamt góðum vinum og mun flytja þar lög af umræddri plötu, auk annarra vel valinna gersema úr íslensku dægurlagasöngbókinni. Tónlist Marínu Óskar ber með sér anda eldri tíma þegar rómantík og hlýyrði gengu hönd í hönd niður eftir Laugarvegi og hámarkshraði gatna var almennt undir 50 km/klst. Ást hennar á jazztónlist frá 50’s og 60’s síðustu aldar má greina auðveldlega og leika áheyrilegar laglínur og snoppufríðir textar lausum hala, áheyrendum til yndisauka og hjartahlýju.  Með henni leika þeir Steingrímur Teague og Andri Ólafsson, sem báðir eru í hópi okkar þekktustu tónlistarmanna og m.a. meðlimir í hljómsveitinni Moses Hightower. Fram koma:Marína Ósk - söngurSteingrímur Teague - píanóAndri Ólafsson - kontrabassi
17.06.2023 kl. 13:30 - Menning í Kópavogi

17. júní

17. júní verður fagnaði í Kópavogi á Rútstúni og við Salalaug með glæsilegri hátíðardagskrá. Hátíðarhöldin hefjast kl. 13.30 með skrúðgöngu frá Menntaskólanum í Kópavogi að Rútstúni með Skólahljómsveit Kópavogs og Skátana í broddi fylkingar. Landsþekktir skemmtikraftar og tónlistarfólk stíga á stokk á hátíðarsvæðunum á Rútstúni og við Salalaug þar sem meðal annars koma fram Bríet, Friðrik Dór, Gunni og Felix, Eyrdís og Halaldur úr Draumaþjófnum, Saga Garðars og Snorri Helga, Eva Ruza og Hjálmar Örn ásamt fleirum góðum gestum. Tívolítæki og hoppukastalar eru hluti af þeirri skemmtun sem boðið verður uppá á hátíðarsvæðunum tveimur og eru þau gestum að kostnaðarlausu eins og undanfarin ár. Þá gefst krökkum tækifæri á að prófa veltibílinn sem staðsettur verður við Sundlaug Kópavogs. Þá verður Sirkus, húllahopp, andlitsmálning og hægt að fara á hestbak við menningarhúsin í Kópavogi. Að venju  verður 17. júní hlaup í umsjá Frjálsíþróttadeild Breiðabliks um morguninn sem hefst klukkan 10.00, ætlað börnum í 1.-6. bekk, þar sem allir fá viðurkenningarpening fyrir þátttökuna. Nánari dagskrá verður auglýst þegar nær dregur þjóðhátíðardeginum.
21.06.2023 kl. 14:00 - Bókasafn Kópavogs

Hannyrðaklúbburinn Kaðlín

Hannyrðaklúbburinn Kaðlín hittist alla miðvikudaga á 2. hæð aðalsafns. Heitt á könnunni og allir velkomnir! Nánari upplýsingar veitir Gréta Björg Ólafsdóttir, gretabjorg@kopavogur.is Fylgist með í Facebook-hópnum Hannyrðaklúbburinn Kaðlín | Bókasafn Kópavogs.
22.06.2023 kl. 17:00 - Salurinn

Tríó Jóns Árnasonar

Tríó Jóns Árnasonar er leitt af gítarleikaranum Jóni Ómari en er að auki skipað þeim Nico Moreaux á kontrabassa og Magnúsi Trygvasyni Eliassen á trommur. Þeir leika tónsmíðar Jóns ásamt vel völdum húsgöngum og jazzlögum sem eru í uppáhaldi hljómsveitarmeðlima. Gítarleikarinn og tónskáldið Jón Ómar Árnason lauk BA í tónlistarfræðum frá Leeds Conservatoire á Englandi með áherslu á jazz tónlist árið 2010. Hann hefur lengi fengist við spilamennsku og tónleikahald og starfar nú sem tónlistarkennari við Menntaskóla í tónlist, Tónlistarskóla Reykjanesbæjar og Tónlistarskóla Árbæjar ásamt því að koma reglulega fram með Tríói Jóns Árnasonar, HJAL kvartett og JÁ Tríó. Jón Ómar er framkvæmdastjóri og listrænn stjórnandi Jazzhátíðar Reykjavíkur frá árinu 2019. Með honum leikar þeir Magnús Trygvason Eliassen, sem er einn af okkar eftirsóttustu trommuleikurm og leikur m.a. með hljómsveitunum Moses Hightower og ADHD og franski bassaleikarinn Nico Moreaux, en hann hefur búið hér á landi undanfarin ár og er mjög virkur á jazzsenunni og eftirsóttur bassaleikari. Fram koma:Jón Ómar Árnason - rafgítarNico Moreaux - kontrabassiMagnús Trygvason Eliassen - trommur
28.06.2023 kl. 14:00 - Bókasafn Kópavogs

Hannyrðaklúbburinn Kaðlín

Hannyrðaklúbburinn Kaðlín hittist alla miðvikudaga á 2. hæð aðalsafns. Heitt á könnunni og allir velkomnir! Nánari upplýsingar veitir Gréta Björg Ólafsdóttir, gretabjorg@kopavogur.is Fylgist með í Facebook-hópnum Hannyrðaklúbburinn Kaðlín | Bókasafn Kópavogs.
05.07.2023 kl. 14:00 - Bókasafn Kópavogs

Hannyrðaklúbburinn Kaðlín

Hannyrðaklúbburinn Kaðlín hittist alla miðvikudaga á 2. hæð aðalsafns. Heitt á könnunni og allir velkomnir! Nánari upplýsingar veitir Gréta Björg Ólafsdóttir, gretabjorg@kopavogur.is Fylgist með í Facebook-hópnum Hannyrðaklúbburinn Kaðlín | Bókasafn Kópavogs.
12.07.2023 kl. 14:00 - Bókasafn Kópavogs

Hannyrðaklúbburinn Kaðlín

Hannyrðaklúbburinn Kaðlín hittist alla miðvikudaga á 2. hæð aðalsafns. Heitt á könnunni og allir velkomnir! Nánari upplýsingar veitir Gréta Björg Ólafsdóttir, gretabjorg@kopavogur.is Fylgist með í Facebook-hópnum Hannyrðaklúbburinn Kaðlín | Bókasafn Kópavogs.
19.07.2023 kl. 14:00 - Bókasafn Kópavogs

Hannyrðaklúbburinn Kaðlín

Hannyrðaklúbburinn Kaðlín hittist alla miðvikudaga á 2. hæð aðalsafns. Heitt á könnunni og allir velkomnir! Nánari upplýsingar veitir Gréta Björg Ólafsdóttir, gretabjorg@kopavogur.is Fylgist með í Facebook-hópnum Hannyrðaklúbburinn Kaðlín | Bókasafn Kópavogs.
Fleiri viðburðir

Hafðu samband

 

Hringdu í 441 0000

ef þig vantar aðstoð, svör eða nánari upplýsingar. Opnunartími Þjónustuversins er mánudaga - fimmtudaga frá 8 - 16 en frá 8 - 13 á föstudögum.

Hringja

 

Sendu okkur póst

Við tökum á móti ábendingum og fyrirspurnum í gegnum tölvupóst. Smelltu á merkið hér að ofan til að senda okkur póst.

Senda póst

 

Þarftu að senda viðkvæm gögn á öruggan hátt til Kópavogsbæjar

Notendur geta sent Kópavogsbæ viðkvæmar skrár eftir að þeir hafa auðkennt sig með rafrænum skilríkjum.

Gögnum er eytt úr Signet transfer eftir að viðkomandi hefur sótt þau.

Signet