Fréttir

Tilkynningar

Viðburðir

15.02.2025 kl. 20:00 - Salurinn

Söngvaskáld | Emmsjé Gauti

Emmsjé Gauti er sviðsnafn rapparans Gauta Þeys Mássonar. Hann gaf út sína fyrstu breiðskífu árið 2011. Átta plötum seinna er Gauti orðið nafn sem flestir ættu að kannast við. Hvort sem þú fílar rapplögin, ballöðurnar eða bæði, þá finnur þú eitthvað fyrir alla á tónleikum með Gauta.Gauti er þekktur fyrir metnaðarfulla sviðsframkomu og leggur sig allan fram við að gera sem mest úr upplifun áhorfenda. Þú þarft ekki að fíla tónlist til að hafa gaman af þessum tónleikum, bara að hafa gaman af því að skemmta þér. Söngvaskáld er röð innilegra tónleika þar sem söngvaskáld spila frumsamin lög sín og segja frá tilurð laganna. Á Íslandi er að finna gífurlegt magn hæfileikaríks tónlistarfólks sem semur og spilar eigin lög, í öllum mögulegum tónlistarstefnum. Þessi tónleikaröð beinir athygli að slíku listafólki, varpar ljósi á margvíslegar aðferðir tónlistarfólks við lagasmíðar og gefur þjóðþekktum lögum meiri dýpt.
15.02.2025 kl. 11:00 - Bókasafn Kópavogs

Tala og spila

Talar þú smá íslensku og vilt æfa þig? Komdu að spila og tala íslensku á aðalsafni Bókasafns Kópavogs, alla laugardaga frá 11:00 - 12:30. Kaffi og kósý, kostar ekkert. Velkomin! Viðburðaröðin Tala og spila er hluti af verkefninu Bókasafnið í fjölmenningarlegu samfélagi og er styrkt af Bókasafnasjóði, Nordplus og jafnréttis- og mannréttindasjóði Kópavogsbæjar og í samstarfi við hjálparsamtökin GETA - Get together. Español Hablas un poco de islandés y te gustaría practicar? Ven a jugar cartas, juegos de mesa y   charlar en islandés en la libreria de Kopavogur, oficina principal cada sábado de 11:00-12:30. Cafe, ambiente cálido y entrada gratuita. Bienvenidos! Esta es una serie de eventos llevados a cabo en colaboración con la organización GETA-aid.  Arabic English Do you speak a little Icelandic and want to practice? Come and play card- or board-games and talk Icelandic at the Kopavogur Library, main branch, every Saturday from 11:00-12:30 Coffee and cosy, free. Welcome! Tala og spila is a part of the project The library in a multilingual society funded by Nordplus, Bókasafnasjóður and Equality and Human Rights Council in Kópavogur. The project is also in cooperation with GETA - Get together organization.  Polski Czy mówisz trochę po islandzku? Przyjdź pograć w karty albo gry planszowe i mów po islandzku w bibliotece w Kópavogur każdej soboty 11:00 -12:30. Kawa i miły czas bezpłatnie. Zapraszamy! Pусский Если вы уже говорите немного по-исландски и хотите заговорить еще лучше, то приходите практиковать язык и играть в игры на исландском языке в библиотеку Копавогура каждую субботу с 11:00 до 12:30. Кофе и уют и все бесплатно. Добро пожаловать!
15.02.2025 kl. 13:00 - Náttúrufræðistofa Kópavogs

Rauðkálsgaldur

Rauðkálsgaldur er fjölskyldusmiðja þar sem börnum og fullorðnum býðst að læra um efnafræði í gegnum list og leik. Þáttakendur fá að sulla með vökva sem skiptir um lit og mála með galdramálningu. Hentar öllum aldurshópum. Jóhanna Ásgeirsdóttir myndlistamaður og kennari leiðir smiðjuna, sem stendur frá kl. 13-15, í Tilraunastofu á Náttúrufræðistofu Kópavogs. Verið hjartanlega velkomin! Aðgangur er ókeypis! Viðburðurinn er styrktur af Menningar- og mannlífsnefnd Kópavogsbæjar
17.02.2025 kl. 12:00 - Bókasafn Kópavogs

Stólajóga

Jógakennarinn Kristín Harðardóttir býður upp á létt stólajóga á mánudögum. Tilvalið fyrir öll að mæta og fara slök inn í vikuna. Viðburðurinn fer fram í Huldustofu á þriðju hæð aðalsafns. Hvorki er þörf á íþróttaklæðnaði né jógadýnu. Aðgangur ókeypis og öll velkomin á meðan húsrúm leyfir.
17.02.2025 kl. 14:00 - Bókasafn Kópavogs

Bróderíklúbburinn á Lindasafni

Ertu byrjandi eða með áralanga reynslu af bróderíi? Viltu kannski rifja upp gamla takta og hitta aðra sem deila sama áhuga? Þá gæti Bróderíklúbburinn hentað fyrir þig. Bróderíklúbburinn hittist á mánudögum á Lindasafni í Núpalind 7 kl. 14:00. Öll velkomin og heitt á könnunni.
18.02.2025 kl. 10:00 - Bókasafn Kópavogs

Hannyrðaklúbburinn Garn og gaman

Hannyrðaklúbburinn Garn og gaman hittist alla þriðjudaga á 2. hæð aðalsafns kl. 10. Heitt á könnunni og öll velkomin! Nánari upplýsingar veitir Gréta Björg Ólafsdóttir, gretabjorg@kopavogur.is Fylgist með í Facebook-hópnum Hannyrðaklúbburinn Garn og gaman | Bókasafn Kópavogs
19.02.2025 kl. 14:00 - Bókasafn Kópavogs

Hannyrðaklúbburinn Kaðlín

Hannyrðaklúbburinn Kaðlín hittist alla miðvikudaga á 2. hæð aðalsafns. Heitt á könnunni og öll velkomin! Nánari upplýsingar veitir Gréta Björg Ólafsdóttir, gretabjorg@kopavogur.is Fylgist með í Facebook-hópnum Hannyrðaklúbburinn Kaðlín | Bókasafn Kópavogs.
19.02.2025 kl. 16:00 - Bókasafn Kópavogs

Guðrún Eva Mínervudóttir | Bókmenntaklúbburinn Hananú!

Guðrún Eva Mínervudóttir verður gestur í bókmenntaklúbbnum Hananú miðvikudaginn 19.febrúar kl. 16:00  Hún mun ræða bók sína Í skugga trjánna og lesa úr henni fyrir gesti.  Bókmenntaklúbburinn Hananú! hittist í Huldustofu á 3. hæð aðalsafns.  Annan hvern miðvikudag hittist á bókasafninu fremur siðprúður hópur fólks og ræðir hinar fögru orðlistir. Komið bara og gangið í bæinn, tölum um bækur – og Hananú! Fylgist með í Facebook-hópnum Bókmenntaklúbburinn Hananú | Bókasafn Kópavogs.
19.02.2025 kl. 16:00 - Náttúrufræðistofa Kópavogs

List og náttúra

List og náttúra er einföld smiðja einn miðvikudag í mánuði frá kl. 16-17 í Náttúrufræðistofu Kópavogs. Smiðjan er liður af stærra verkefni sem unnið er í samstarfi Gerðarsafns og Náttúrufræðistofu Kópavogs. Tilgangurinn er að skapa tíma og rými fyrir samverustundir fjölskyldunnar eftir leikskóla eða skóla. Börnin vinna með náttúrulegan efnivið undir leiðsögn myndlistarkennara og skapa eigið listaverk. Fjölskyldur geta komið á hvaða tíma sem hentar innan þessa tímaramma, staldrað stutt við eða lengi. Náttúran verður skoðuð í gegnum linsu myndlistarinnar á mismunandi hátt og sjónum beint að einhverju áhugaverðu í umhverfinu hverju sinni. Allur efniviður verður á staðnum. Viðburðirnir henta vel fyrir börn á aldrinum 3 ára til 8 ára.Hlökkum til að sjá ykkur!-----------------------------------------------------------------------Welcome to the workshop Art and nature in the Natural History Museum in Kópavogur. Once each month there will be a simple workshop for children in the Natural History Museum from 4 - 5 p.m. in collaboration with the Gerðarsafn in Kópavogur. The aim is to create time and space for families to be together after school.The theme will always be connected to nature where we will use art to explore the subject. Material will be available.The workshops are great for ages 3 to 8 years old.We look forward to seeing you!
19.02.2025 kl. 12:15 - Náttúrufræðistofa Kópavogs

Hvað er Carbfix?

Hvað er? er erindaröð á vegum Náttúrufræðistofu Kópavogs. Sérfræðingar úr ýmsum áttum eru fengnir til að varpa ljósi á ólík hugtök og fyrirbæri og skýra þau út á mannamáli. Hér verður fyrirbærið Carbfix skoðað út frá ýmsum sjónarhornum ásamt sérfræðingi frá carbfix sem ætlar að svara því hvað þetta margumrædda fyrir bæri er eiginlega? Fyrirlesturinn fer fram í Tilraunastofu, Náttúrufræðistofun Kópavogs. Aðgangur er ókeypis og öll hjartanlega velkomin. Viðburðurinn er styrktur af Menningar og mannlífsnefnd Kópavogsbæjar. _________________________________________ English: What is it? is a lecture series organized by the Kópavogur Natural History Museum. Experts from various fields are invited to shed light on different concepts and phenomena, explaining them in simpler terms. In this event, the phenomenon of Carbfix will be explored from various perspectives, with a specialist from Carbfix on hand to answer the question: What exactly is this much-discussed process? The lecture will take place in Icelandic and in the Tilraunastofa (Experiment Lab) at the Kópavogur Natural History Museum. 
20.02.2025 kl. - Salurinn

Magni Ásgeirsson | Af fingrum fram í 15 ár

Borgarfjörður Eystri, Bræðslan, Á móti sól og Rock Star eru kannski helstu fyrirbærin sem koma upp í hugann þegar nafn Magna Ásgeirssonar, tónlistarmanns, ber á góma. Austfirðingurinn knái rekur í dag tónlistarskóla á Akureyri þegar hann er ekki að skemmta Íslendingum ýmist með hljómsveitinni sinni eða í alls kyns verkefnum. Magni er fádæma duglegur og afkastamikill og virðist sjaldan sitja auðum höndum enda eftirsóttur mjög. Lög af sólóplötum, lög með Á móti sól, tónlist Queen og jafnvel eitthvað af meiði söngleikja er líklegt til að rata inn á dagskrá tónleikanna.
21.02.2025 kl. 20:00 - Salurinn

Björn Thoroddsen og Janne Schaffer

Þessir tónleikar eru í hinni árlegu tónleikaröð, ”Gítarveisla Björns Thoroddsen” og verður þetta í 21. skiptið sem hátíðin er haldin. Sérstakur gestur verður sænski stórgítarleikarinn Janne Schaffer og auk hans verður með í för, samlandi hans, píanóleikarinn og söngvarinn Jonas Gideon. Gitarleikararnir Björn Thoroddsen og Janne Schaffer leika á tónleikum í Salnum í Kópavogi föstudaginn 21.febrúar 2025 og með þeim verða Jón Rafnsson, bassaleikari, Sigfús Örn Óttarsson, trommuleikari og sænski píanóleikarinn og söngvarinn Jonas Gideon, en hann hefur starfað mikið með Janne Schaffer undanfarin ár og nú sem stendur eru þeir félagar á tónleikaferðalagi um Svíþjóð og leika þar þá tónlist sem Janne hefur sýslað með síðastliðin 50 ár. Sú tónleikaröð nefnist „My Music Story“. Dagskrá tónleikanna í Salnum mun samanstanda af tónlist eftir Janne Schaffer, - fusion-kennd gítartónlist sem einnig hefur yfir sér skemmtilegan sænskan þjóðlegan blæ og eflaust fær eitthvað ABBA-lag að fljóta með, en hann lék með ABBA nær allan þeirra starfsferil. Tónlist Björns Thoroddsen fær sinn sess, bæði hans frumsamda tónlist og íslensk þjóðlög, en Björn er stofnandi tríósins Guitar Islancio, sem er þekkt fyrir sínar útsetningar á íslenskum þjóðlögum og eitthvað af þeim lögum verða væntanlega á dagskránni í nýjum útsetningum þeirra félaga. Hin árlega gítarveisla Björns Thoroddsen er fyrir löngu orðin viðburður sem margir bíða eftir. Í gegn um árin hafa margir heimsþekktir tónlistarmenn komið fram á hátíðinni með Birni og má þar nefna nöfn eins og Tommy Emmanuel, Al Di Meola, Philip Catherine, Larry Coryell, Ulf Wakenius, Robin Nolan, Kazumi Watanabe, Robben Ford, Leni Stern og Mike Stern að ógleymdum öllum íslensku gítarleikurunum; Þorsteinn Magnússon, Ólafur Gaukur, Jón Páll Bjarnason, Björgvin Gíslason, Halldór Bragason, Þóður Árnason, Gunnar Þórðarson, Tryggvi Hübner, Vilhjálmur Guðjónsson, Óskar Logi Ágústsson, Hjörtur Stephensen og fleiri.
Fleiri viðburðir