Fréttir

Tilkynningar

Viðburðir

13.06.2024 kl. - Molinn

Orðaskipti

Melkorka Gunborg Briansdóttir, Júlía Gunnarsdóttir og Stefanía Stefánsdóttir Í verkefninu Orðaskipti skapa Stefanía, Júlía og Melkorka fjórar stuttmyndir yfir sumarið. Markmiðið er að kafa ofan í ólíkar tegundir samskipta - með orðum og án þeirra - í ýmsum aðstæðum og milli ólíkra einstaklinga. Sýnigartímar auglýstir síðar.
01.06.2024 kl. - Molinn

Bacterial girls

Í sumar ætlar hópurinn Bacterial Girls að taka bakteríusýni af mörgum af helstu kennileitum Kópavogs og rækta þau. Mynstrin sem bakteríurnar mynda verða svo skönnuð inn og búin til skapalón. Fólki er boðið á smiðjur þar sem verður hægt að koma með eigin boli og gefa þeim nýtt líf, einnig verður hægt að kaupa ódýra boli á kostnaðarverði á staðnum. Hópurinn  notar sólarprent aðferðir til að færa myndirnar af sýnunum yfir á bolina. Þannig er hægt að ''reppa'' sitt hverfi eða sinn stað með munstri sem bakteríurnar mynda. Með því, málar verkefnið þessi kennileiti í nýrri mynd. Verkið sýnir hvernig bakteríur lifa í sinni míkrókosmos, þar sem ótal einstaklingar sameinast og vinna saman sem endurspeglar líf.
01.06.2024 kl. - Molinn

Hula

 Íris Eva Ellenardóttir Magnúsdóttir Verkefnið hula er skúlptúrasería sem er innblásin af álfum og huldufólki. Viðfangsefnin eru óræð og dulúðarfull. Hulin, ósýnileg, en samt til staðar og skúlptúr er tilvalin miðill til þess að tjá hinn hliðstæða og falda, heim sem álfar og huldufólk tilheyra. Efniskennd skúlptúranna mun einkennast af mýkt og sveigjanleika. Textíllinn er hula sem sýnir í stað þess að fela og markmið verkefnissins er ekki að lyfta hulunni, heldur nota hana sem efnivið. Markmiðið er að skapa innsetningu ólíkra mjúkra skúlptúra sem vísa í álfa og huldufólk, og einnig óræðni og dulúð “hulunar” í víðara samhengi.
01.06.2024 kl. - Molinn

Viskustykki

Guðný Margrét Eyjólfsdóttir og Iðunn Gígja Kristjánsdóttir Viskustykki er hugarfóstur Guðnýjar Margrétar og Iðunnar Gígju. Þær skoða súrrealískan og ósjálfráðan húmor við gerð grínþáttar, þar sem gjörningar, spuni og tónlist koma saman í vinnuferlinu. Markmið verkefnisins er aukin dreifing absúrd húmors inn í íslenskt samfélag og aukinn sýnileiki gjörningalistar á samfélagsmiðlum, en fyrst og fremst er markmiðið að dreifa hlátri og gleði! Nánari upplýsingar koma síðar.
01.06.2024 kl. - Molinn

Stupid Cupid

Erla Hlín og Baldur Skúlason Verkefnið Stupid Cupid er safn af ástarlögum sem fylgja sambandi frá byrjun til enda, frá fyrstu kynnum til sambandsslits, samin og flutt af Erlu Hlín og Baldri Skúlasyni. Þau ætla sér að kynna og rannsaka eðli ástarlaga en líka að nýta vitneskju sína á ástinni og tónlist til þess að fanga tilfinningar í lögunum. Markmiðið er að gefa fólki tækifæri til að upplifa heilt samband á nokkrum mínútum.
01.06.2024 kl. - Molinn

Krullurnar þrjár

Anya Hrund Shaddock, Benedikt Gylfason og Kjalar Martinsson Kollmar Þríeykið vinnur að gerð stuttskífu í sumar. Lögin eru með íslenskum textum og í diskó-fönk stíl í anda ABBA, Boney M, Bee Gees og Earth, Wind and Fire. Hópurinn sér um að semja, útsetja og taka upp plötuna. Í ferlinu munu þau kynna sér ýmsa góða diskótónlist frá síðustu öld og vonast eftir því að geta komið íslensku diskó aftur á kortið. Fólk má búast við stuðlögum sem hægt er að dilla sér við sem og fallegum ástarballöðum.
13.06.2024 kl. 17:00 - Salurinn

Bogomil Font og hljómsveit | Sumarjazz í Salnum

Bogomil Font býður til tónleika í forsal Salarins í tónleikaröðinni Sumarjazz í Salnum. Hljómsveitina skipa Bogomil Font, söngur og slagverk, Einar Scheving á trommur, Jóel Pálsson á saxófón, Pálmi Sigurhjartarson, píanó og Birgir Steinn Theodórsson á bassa.Aðgangur er ókeypis og öll hjartanlega velkomin á meðan húsrúm leyfir. Léttar veitingar til sölu.Sumarjazz í Salnum sumarið 202413. júní: Bogomil Font og hljómsveit20. júní: Ingibjörg Turchi og hljómsveit27. júní: MOVE, kvartett Óskars Guðjónssonar4. júlí: Tríó Kristjönu Stefánsdóttur11. júlí: Kvartett Edgars Rugajs18. júlí: Los BombonerosSumarjazz í Salnum er styrktur af lista- og menningarráði Kópavogsbæjar.
14.06.2024 kl. 20:00 - Salurinn

Bernskubrek í Kópavogi

Marteinn rifjar upp sprell og prakkarastrik Kópavogsæskunnar á öldinni sem leið með myndbrotum og spjalli. Sögurnar og myndefnið snertir á fjöldamörgum málum: Samskipti unglinga við herinn á stríðsárunum. Bræður byggðu fyrsta íþróttavöllinn. Lögreglan í Hafnarfirði handtekur unglinga í félagsmiðstöð. Fimm drengir í sjávarháska. Uppskeruhátíð í Agnarögn. Vinnuskóli Kópavogs um 1980. Kóparokk 1986. Baráttan milli austurbæjar og vesturbæjar.Skiptistöðin. Tómstundaklúbbar í Víghólaskóla og stuttmyndagerð í Þinghólsskóla um 1980. Breiðabliksstúlkur frumherjar í kvennafótbolta. Erfið skráning fyrir Augnablik. Skop í Skólahljómsveit Kópavogs. Koddaslagur á Hlíðargarðshátíð.  Pönkganga um Hamraborg. Á þessum árum var lausaganga barna sko ekki tiltökumál!
15.06.2024 kl. 15:00 - Menning í Kópavogi

Opnun í Y gallerí - Helgi Hjaltalín

Sjónarhorn Forskot Viðhorf Hagsmunir Yfirsýn Skoðun Heildarmynd Sjónarmið Vinkill er önnur sýning Helga Hjaltalíns Eyjólfssonar í þríleik sem hófst með sýningunni Haugsuga/Dreifari árið 2022. Á báðum sýningunum notast Helgi við fundið myndefni sem hann hefur safnað um árabil. Ljósmyndirnar teiknar hann upp ýmist með vatnslitum eða þurrnál. Myndirnar eru síðan þrykktar á pappír, oft hvað eftir annað þar sem sama myndin er endurtekin í fjölfeldi eins og gerist bæði í prenti og á internetinu. Helgi veltir hér upp spurningum um frummynd og eftirmynd og einnig hvaða þátt endurtekningin hefur í því samhengi. Hvort er hægt að segja að endurtekningin styrki upprunalegan boðskap myndarinnar eða breyti merkingu hennar við hverja endurprentun? Opnunin er laugardaginn 15. júní kl. 15.
16.06.2024 kl. 15:00 - Gerðarsafn

Komd'inn | Perúskar stuttmyndir

Verið velkomin á sýningu fjögurra stuttmynda eftir perúska listamanninn Rafael Hastings (1945-2020), The Unconditioned Unconcealment (Four Short Films on the Act of Disappearing) frá 1974, sunnudaginn 16. júní kl. 15:00 í Gerðarsafni. Einnig verður sýnd stutt heimildarmynd um yfirfærslu stuttmyndanna á stafrænt form. Aðgangur er ókeypis og öll eru velkomin. Rafael Hastings (1945-2020) var perúskur fjöllistamaður og voru kvikmyndir hans hreyfiafl í suður-amerískri kvikmyndagerð. Sérstaða hans felst í tilraunakenndum stílbrögðum og samruna mismunandi listrænna þátta. Hugo Llanes myndlistarmaður kynnir myndirnar og lífshlaup Rafael Hastings í stuttu máli á undan sýningu myndanna. Nánar: Stikla úr myndunum: https://www.youtube.com/watch?v=6zRfVW_A97k Stuttmyndirnar, The Unconditioned Unconcealment (Four Short Films On The Act Of Disappearing) (1974) byggði Hastings á verkum Fernando Llosa Porras, sem rannsakaði forna kínverska goðsögn sem segir frá upphafi nýs tímabils á táknrænan hátt. Llosa Porras benti á að kjarni þessarar goðsagnar líktist goðafræði menningarheimanna í Andesfjöllum og Mesóameríku. Stuttmyndirnar fjórar voru sýndar árið 1976 í Lima í Perú fyrir örfáa áhorfendur og voru síðar sýndar í New York. Í Perú var sýningu á þeim hafnað vegna atriða sem innihéldu nekt. Það var þá sem framleiðandinn, Juan Barandiarían, ákvað að gera útgáfur af myndunum fyrir almenning sem væri hægt að dreifa í kvikmyndahús en var þetta gert gegn vilja höfundarins. Með tímanum týndust bæði eintök af þessum útgáfum og afrit Hastings sjálfs. Eftir að myndirnar höfðu verið týndar í 50 ár tók það perúska sýningarstjórann José-Carlos Mariátegui næstum tvo áratugi að finna þær en myndirnar fundust loksins í Spanish Cinematheque árið 2021. Þetta gerðist nokkrum mánuðum eftir að Hastings lést. Með því að bjarga kvikmyndum Hastings frá glötun og kynna kvikmyndagerð hans í Perú og á alþjóðavettvangi, er miðað að því að viðurkenna gildi verka hans og framlag hans til kvikmyndasögu í Perú og Rómönsku-Ameríku. Stafræn endurgerð, skráning og varðveisla var möguleg þökk sé styrkveitingum frá Audiovisual Preservation Stimulus og frá menningar- og menntamálaráðuneyti Perú. Hugo Llanes (f. 1990) fæddist í Xalapa, Mexíkó og býr í Reykjavík. List hans felur í sér rannsókn á sprungum í pólitískum og félagslegum kerfum og þeirri fagurfræði sem sprettur upp úr þeim. Verk hans eru meðal annars afleidd málverk, æt verk, innsetningar, og staðarsértækir og staðbundnir gjörningar. Hann horfir á félagslegar aðstæður, eins og fólksflutninga á milli landa, misnotkun valds og áhrif síðnýlendustefnu á þróun sjálfsmyndar í Rómönsku Ameríku, auk þess sem hann vinnur með mat sem viðfangsefni félagsfræðilegrar krísu og mótun merkingar í gegnum matargerð. Verk hans bjóða áhorfandanum að íhuga og gaumgæfa, auk þess að taka þátt. Llanes er með BA-gráðu í myndlist frá Veracruz-háskóla í Mexíkó, meistaragráðu í myndlist frá Listaháskóla Íslands og vinnur nú að meistaragráðu í umhverfis- og auðlindafræðum við Háskóla Íslands.
16.06.2024 kl. 15:00 - Gerðarsafn

Komd'inn | Perúskar stuttmyndir

Verið velkomin á sýningu fjögurra stuttmynda eftir perúska listamanninn Rafael Hastings (1945-2020), The Unconditioned Unconcealment (Four Short Films on the Act of Disappearing) frá 1974, sunnudaginn 16. júní kl. 15:00 í Gerðarsafni. Einnig verður sýnd stutt heimildarmynd um yfirfærslu stuttmyndanna á stafrænt form. Aðgangur er ókeypis og öll eru velkomin. Rafael Hastings (1945-2020) var perúskur fjöllistamaður og voru kvikmyndir hans hreyfiafl í suður-amerískri kvikmyndagerð. Sérstaða hans felst í tilraunakenndum stílbrögðum og samruna mismunandi listrænna þátta. Viðburðurinn er haldinn í samstarfi við Hugo Llanes myndlistarmann og er hluti af viðburðardagskrá Komd'inn. Eftir sýninguna verður sýnd stutt heimildarmynd um verk Hastings og rannsókn þeim. Komd’inn hófst sem viðburðadagskrá í Gerðarsafni. Sýningarstjórar verkefnisins voru Helena Aðalsteinsdóttir og Þórhildur Tinna Sigurðardóttir ásamt Nermine El Ansari, Vikram Pradhan og Wiola Ujazdowska. Þau buðu nýjar raddir velkomnar inn á safnið og með þeim mótuðu þau viðburðadagskrá sem lagði upp með að höfða til fjölbreyttra hópa á þeirra eigin forsendum. Nú er ráðgjafahópurinn í áframhaldandi sjálfstæðu samstarfi með safninu og sýningastýra þau viðburðum undir formerkjum Komd’inn áfram. Nánar: Stikla úr myndunum: https://www.youtube.com/watch?v=6zRfVW_A97k Stuttmyndirnar, The Unconditioned Unconcealment (Four Short Films On The Act Of Disappearing) (1974) byggði Hastings á verkum Fernando Llosa Porras, sem rannsakaði forna kínverska goðsögn sem segir frá upphafi nýs tímabils á táknrænan hátt. Llosa Porras benti á að kjarni þessarar goðsagnar líktist goðafræði menningarheimanna í Andesfjöllum og Mesóameríku. Stuttmyndirnar fjórar voru sýndar árið 1976 í Lima í Perú fyrir örfáa áhorfendur og voru síðar sýndar í New York. Í Perú var sýningu á þeim hafnað vegna atriða sem innihéldu nekt. Það var þá sem framleiðandinn, Juan Barandiarían, ákvað að gera útgáfur af myndunum fyrir almenning sem væri hægt að dreifa í kvikmyndahús en var þetta gert gegn vilja höfundarins. Með tímanum týndust bæði eintök af þessum útgáfum og afrit Hastings sjálfs. Eftir að myndirnar höfðu verið týndar í 50 ár tók það perúska sýningarstjórann José-Carlos Mariátegui næstum tvo áratugi að finna þær en myndirnar fundust loksins í Spanish Cinematheque árið 2021. Þetta gerðist nokkrum mánuðum eftir að Hastings lést. Með því að bjarga kvikmyndum Hastings frá glötun og kynna kvikmyndagerð hans í Perú og á alþjóðavettvangi, er miðað að því að viðurkenna gildi verka hans og framlag hans til kvikmyndasögu í Perú og Rómönsku-Ameríku. Stafræn endurgerð, skráning og varðveisla var möguleg þökk sé styrkveitingum frá Audiovisual Preservation Stimulus og frá menningar- og menntamálaráðuneyti Perú.
18.06.2024 kl. 10:00 - Bókasafn Kópavogs

Hannyrðaklúbburinn Garn og gaman

Hannyrðaklúbburinn Garn og gaman hittist alla þriðjudaga á 2. hæð aðalsafns kl. 10. Heitt á könnunni og öll velkomin! Nánari upplýsingar veitir Gréta Björg Ólafsdóttir, gretabjorg@kopavogur.is Fylgist með í Facebook-hópnum Hannyrðaklúbburinn Garn og gaman | Bókasafn Kópavogs
Fleiri viðburðir

Hafðu samband

 

Hringdu í 441 0000

ef þig vantar aðstoð, svör eða nánari upplýsingar. Opnunartími Þjónustuversins er mánudaga - fimmtudaga frá 8 - 16 en frá 8 - 13 á föstudögum.

Hringja

 

Sendu okkur póst

Við tökum á móti ábendingum og fyrirspurnum í gegnum tölvupóst. Smelltu á merkið hér að ofan til að senda okkur póst.

Senda póst

 

Þarftu að senda viðkvæm gögn á öruggan hátt til Kópavogsbæjar

Notendur geta sent Kópavogsbæ viðkvæmar skrár eftir að þeir hafa auðkennt sig með rafrænum skilríkjum.

Gögnum er eytt úr Signet transfer eftir að viðkomandi hefur sótt þau.

Signet