Fréttir

Tilkynningar

Viðburðir

20.02.2025 kl. 12:00 - Gerðarsafn

Michael Richardt | Gjörningur | DA

Michael Richardt fremur gjörninginn DA alla fimmtudaga frá kl. 12-18 á sýningartímabili Störu. Verkið er hluti af sýningunni. Öll eru hjartanlega velkomin! Michael Richardt (f. 1980) er sviðslistamaður sem sérhæfir sig í tímatengdum og langvarandi gjörningum. Heimildamyndin My Mother Is Pink um móður hans var tilnefnd í flokki listrænna heimildamynda á Sheffield Documentary Film Festival og vann Outstanding Excellence Award á Desert Edge Global Film Festival í Indlandi. Richardt hefur unnið fyrir Marina Abramović og kom fram á Louisiana Museum of Modern Art og Henie Onstad Art Centre. Hann hefur sýnt verk sín í Nikolaj Art Gallery, Vraa Exhibition, Listasafni Reykjanesbæjar, Norræna húsinu Nordic og Nitja miðstöð fyrir samtímalist í Noregi. Richardt fer með hlutverk Raphaels í sjónvarpsþáttunum Felix og Klara sem verða sýndir á RÚV í sumar. Nánar um sýninguna Störu: Yfirfull af lífi feta verkin sig í kring um sjálf listafólksins í samsýningunni Stara sem var opnuð í Gerðarsafni sem hluti af Ljósmyndahátíð Íslands.Manneskjurnar í sýningunni standa berskjaldaðar frammi fyrir áhorfendum. Fólkið býður okkur að koma nær, stara á sig. En þau stara líka til baka, eru síður en svo valdalaus viðföng ljósmyndarans heldur aðalleikararnir í sinni sögu. Við erum velkomin en höfum stigið inn á þeirra yfirráðasvæði. Verkin eru róttæk hvísl og við þurfum að koma inn fyrir til að heyra í óeirðinni. Hún býr í persónulegum frásögnum, sögum heimsins sem sagðar eru frá einstöku sjónarhorni hvers skapara.Ljósmyndamiðillinn er í aðalhlutverki á sýningunni en ófullkomleiki einkennir margar myndanna þar sem úthugsaðri myndbyggingu og tæknilegri fullkomnun er kastað á glæ til að nálgast einlægni, til að komast nærri lífinu. Hráleikanum er beitt til að fá okkur til að sjá út frá tilfinningalegri vídd, til að sýna okkur orku, tráma, kaos og drama lífsins en líka húmorinn og uppátækjasemina. Hefðbundnar reglur ljósmyndamiðilsins eru brotnar í fölskvalausum óði til miðilsins. Hér er að finna mikla fegurð en þetta er ekki fegurð fagurbókmennta og landslagsmálverks, hér eru drunur og pönktextar, dagbókarfærslur og opin hjörtu, líkamsvessar og berskjöldun sem í ofurmjúkri viðkvæmni sinni verður óbrjótanleg.
24.03.2025 kl. 14:00 - Bókasafn Kópavogs

Bróderíklúbburinn á Lindasafni

Ertu byrjandi eða með áralanga reynslu af bróderíi? Viltu kannski rifja upp gamla takta og hitta aðra sem deila sama áhuga? Þá gæti Bróderíklúbburinn hentað fyrir þig. Bróderíklúbburinn hittist á mánudögum á Lindasafni í Núpalind 7 kl. 14:00. Öll velkomin og heitt á könnunni.
24.03.2025 kl. 12:00 - Bókasafn Kópavogs

Stólajóga

Jógakennarinn Kristín Harðardóttir býður upp á létt stólajóga á mánudögum. Tilvalið fyrir öll að mæta og fara slök inn í vikuna. Viðburðurinn fer fram í Huldustofu á þriðju hæð aðalsafns. Hvorki er þörf á íþróttaklæðnaði né jógadýnu. Aðgangur ókeypis og öll velkomin á meðan húsrúm leyfir.
25.03.2025 kl. 10:00 - Bókasafn Kópavogs

Hannyrðaklúbburinn Garn og gaman

Hannyrðaklúbburinn Garn og gaman hittist alla þriðjudaga á 2. hæð aðalsafns kl. 10. Heitt á könnunni og öll velkomin! Nánari upplýsingar veitir Gréta Björg Ólafsdóttir, gretabjorg@kopavogur.is Fylgist með í Facebook-hópnum Hannyrðaklúbburinn Garn og gaman | Bókasafn Kópavogs
25.03.2025 kl. 15:00 - Bókasafn Kópavogs

Spilaklúbbur | 13-17 ára

Nýr spilaklúbbur fyrir 13-17 ára hefur göngu sína. Klúbburinn hittist vikulega á þriðjudögum kl. 15 í ungmennadeild aðalsafnsins á 3. hæð og spilar saman.  Öll ungmenni hjartanlega velkomin!
26.03.2025 kl. 14:00 - Bókasafn Kópavogs

Hannyrðaklúbburinn Kaðlín

Hannyrðaklúbburinn Kaðlín hittist alla miðvikudaga á 2. hæð aðalsafns. Heitt á könnunni og öll velkomin! Nánari upplýsingar veitir Gréta Björg Ólafsdóttir, gretabjorg@kopavogur.is Fylgist með í Facebook-hópnum Hannyrðaklúbburinn Kaðlín | Bókasafn Kópavogs.
26.03.2025 kl. 10:30 - Bókasafn Kópavogs

Sögufélag Kópavogs | Heimildamyndasýning

HEIMILDAMYNDIR OG VIÐTÖL Sýnd brot úr heimildamyndum og viðtölum sem Marteinn Sigurgeirsson hefur tekið á undanförnum árum. Ókeypis inn og öll velkomin.
26.03.2025 kl. 12:15 - Gerðarsafn

Guðrún Elsa Bragadóttir | „Fallegri þegar þú brosir“

Verið velkomin á erindi Guðrúnar Elsu Bragadóttur, „Fallegri þegar þú brosir" sem fjallar m.a. um kvenleika, árásargirnir og húmor, miðvikudaginn 26. mars kl. 12.15 í Gerðarsafni. Guðrún Elsa Bragadóttir er lektor í fræðigreinum kvikmyndalistar við kvikmyndalistadeild Listaháskóla Íslands. Guðrún Elsa er kvikmynda- og bókmenntafræðingur, fædd árið 1986. Hún hlaut meistaragráðu frá SUNY Buffalo árið 2016 og doktorsgráðu frá sama skóla árið 2021, en doktorsritgerð hennar fjallaði um hinsegin kvenleika, árásargirni og húmor í kvikmyndum og annarri listsköpun. Þar áður lærði hún bókmennta- og kvikmyndafræði við Háskóla Íslands og lauk þaðan BA prófi árið 2011 og MA prófi árið 2013. Síðan árið 2017 hefur hún kennt kvikmyndafræði í Tækniskólanum og Háskóla Íslands, en frá og með haustinu 2022 hefur hún starfað sem aðjúnkt og fagstjóri fræða við Kvikmyndalistadeild Listaháskóla Íslands. Auk kennslu hefur hún starfað sem kvikmyndagagnrýnandi, flutt erindi á innlendum og alþjóðlegum ráðstefnum og birt greinar í íslenskum og erlendum fræðiritum, meðal annars um stöðu kvenna í íslenskri kvikmyndagerð í bókinni Women in the International Film Industry: Policy, Practice and Power (Palgrave Macmillan, 2020). Yfirfull af lífi feta verkin sig í kring um sjálf listafólksins á sýningunni sem er hluti af Ljósmyndahátíð Íslands 2025.Manneskjurnar í sýningunni standa berskjaldaðar frammi fyrir áhorfendum. Fólkið býður okkur að koma nær, stara á sig. En þau stara líka til baka, eru síður en svo valdalaus viðföng ljósmyndarans heldur aðalleikararnir í sinni sögu. Við erum velkomin en höfum stigið inn á þeirra yfirráðasvæði. Verkin eru róttæk hvísl og við þurfum að koma inn fyrir til að heyra í óeirðinni. Hún býr í persónulegum frásögnum, sögum heimsins sem sagðar eru frá einstöku sjónarhorni hvers skapara. Ljósmyndamiðillinn er í aðalhlutverki á sýningunni en ófullkomleiki einkennir margar myndanna þar sem úthugsaðri myndbyggingu og tæknilegri fullkomnun er kastað á glæ til að nálgast einlægni, til að komast nærri lífinu. Hráleikanum er beitt til að fá okkur til að sjá út frá tilfinningalegri vídd, til að sýna okkur orku, tráma, kaos og drama lífsins en líka húmorinn og uppátækjasemina. Hefðbundnar reglur ljósmyndamiðilsins eru brotnar í fölskvalausum óði til miðilsins. Hér er að finna mikla fegurð en þetta er ekki fegurð fagurbókmennta og landslagsmálverks, hér eru drunur og pönktextar, dagbókarfærslur og opin hjörtu, líkamsvessar og berskjöldun sem í ofurmjúkri viðkvæmni sinni verður óbrjótanleg. Hádegiserindið er liður í viðburðaröðinni Menning á miðvikudögum sem er styrkt af menningar og mannlífsnefnd Kópavogsbæjar.
26.03.2025 kl. 20:00 - Salurinn

Púlsinn | Amor Vincit Omnia & Woolly Kind

Molinn, miðstöð unga fólksins og Salurinn kynna Púlsinn, nýja tónleikaröð sem verður haldin í Salnum, Kópavogi í vor. Markmið Púlsins er að gefa ungu tónlistarfólki tækifæri að koma fram á tónleikum í einum fallegasta tónleikasal landsins en jafnframt gefa þeim verkfæri og tól til þess að vinna í tónlistarferli sínum. Fyrstu tónleikarnir fara fram 26.mars þar sem Amor Vincit Omnia og Woolly Kind koma fram. Amor Vincit Omnia Hljómsveitin Amor Vincit Omnia var stofnuð af Erlu Hlín og Baldri haustið 2023. Þau gáfu út sína fyrstu þröngskífu brb babe á síðasta ári sem myndi helst falla undir tilraunakennt rafpopp, sem þau hlutu síðan Kraumsverðlaunin fyrir. Textar þeirra persónulegir og mjög litríkir, en þau leika sér mikið með klisjur og hefðir poppsins. Woolly Kind „Woolly Kind” er svokölluð fuzz-folk hljómsveit með það að markmiði að spila háværa og jafnframt lágværa, óþægilega persónulega tónlist með hjálp furðulegra akústíska hljóðgjafa uppmagnaða af fuzz hljóðbjögun. Púlsinn 26.mars - Amor Vincit Omnia & Woolly Kind 9.apríl - HáRún & Laufkvist 21.maí - AGLA & Flesh Machine Molinn er miðstöð fyrir ungt fólk á aldrinum 16-25 ára þar sem hægt að mæta og nota aðstöðuna á ýmsan hátt, til dæmis með að bóka stúdíó og vinna í tónlist, æfa sig á sviði, halda viðburði en einnig til að slaka á, læra eða hafa gaman. Molinn er einnig skipuleggjandi Skapandi sumarstarfa í Kópavogi sem fagna 20 ára starfsafmæli í sumar.
27.03.2025 kl. - Salurinn

Salka Sól | Af fingrum fram í 15 ár

Salka Sól Eyfeld hefur staðið í íslensku sviðsljósi um nokkra hríð og vakið athygli fyrir fjölhæfni sína. Hljómsveitin Amabadama kemur auðvitað upp í hugann þegar nafn hennar ber á góma þar sem hún söng eftirminnilega en þess utan hefur hún samið og flutt tónlist í leikhúsi og verið vinsæl útvarpskona og skemmtikraftur. Salka spilar á ólíklegustu hljóðfæri og það er ekki ólíklegt að við fáum að sjá hana sýna færni sína í þeirri deild. Uppáhaldslög listakonunnar í bland við frumsamið efni verður á dagskránni og það er 107% öruggt að þetta verður gott kvöld. Guðmundur Óskar Guðmundsson mun sjá um bassaleik.
27.03.2025 kl. 10:00 - Bókasafn Kópavogs

Holl fæða | Foreldramorgunn

Ebba Guðný Guðmundsdóttir, heilsufyrirlesari og rithöfundur, fræðir foreldra um holla og næringarríka fæðu fyrir yngstu börnin. Foreldramorgnar eru frábært tækifæri fyrir foreldra og ung börn þeirra til að hittast og eiga rólega stund saman á safninu. Fylgist með í Facebook-hópnum Foreldramorgnar | Bókasafn Kópavogs.  Ókeypis aðgangur og öll velkomin.
27.03.2025 kl. 20:00 - Bókasafn Kópavogs

Aðdáendaklúbbur Jane Austen

Við fylgjum eftir alveg hreint frábærum stofnfundi Aðdáendaklúbbs Jane Austen með bókamessu á Bókasafni Kópavogs. Fjallað verður um bækur Jane Austen og þeim bókum sem þýddar hafa verið á íslensku gert hátt undir höfði. Þær eru Hroki og hleypidómar, Aðgát og örlyndi og Emma. Dagskrárstjórn og fræðsla: Kristín Linda sálfræðingur, formaður aðdáendaklúbbsins Sérstakur gestur: Salka Guðmundsdóttir þýðandi Emmu, verkefnastjóri hjá Rithöfundasambandi Íslands. Gestum býðst að taka þátt í umræðum í hópum, njóta þess að spjalla saman um bækurnar, sögusviðið, söguhetjurnar og söguþráð bókanna. Við lofum gleði, gamni og góðum móttökum. Tækifæri til að setja upp hattana!
Fleiri viðburðir