12.09.2024 kl. - Salurinn
Þeir félagar Jón Gnarr og Sigurjón Kjartansson heimsóttu Jón Ólafsson síðastliðinn vetur og komust færri að en vildu. Fyrir vikið er slegið í klárinn að nýju og eftir viðburðaríkt ár þeirra félaga á sviði kvikmyndagerðar, forsetaframboðs, þáttagerðar og skemmtana mæta þeir nú aftur til leiks. Tónlistin verður í forgrunni enda hafa þeir félagar samið og flutt ógrynni stórskemmtilegra laga í þáttum sínum; hvort heldur sem Fóstbræður eða Tvíhöfði.
14.09.2024 kl. 11:00 - Bókasafn Kópavogs
Talar þú smá íslensku og vilt æfa þig?
Komdu að spila og tala íslensku á aðalsafni Bókasafns Kópavogs, alla laugardaga frá 11:00 - 12:30.
Kaffi og kósý, kostar ekkert. Velkomin!
Viðburðaröðin Tala og spila er hluti af verkefninu Bókasafnið í fjölmenningarlegu samfélagi og er styrkt af Bókasafnasjóði, Nordplus og jafnréttis- og mannréttindasjóði Kópavogsbæjar og í samstarfi við hjálparsamtökin GETA - Get together.
Español
Hablas un poco de islandés y te gustaría practicar?
Ven a jugar cartas, juegos de mesa y charlar en islandés en la libreria de Kopavogur, oficina principal cada sábado de 11:00-12:30. Cafe, ambiente cálido y entrada gratuita. Bienvenidos!
Esta es una serie de eventos llevados a cabo en colaboración con la organización GETA-aid.
Arabic
English
Do you speak a little Icelandic and want to practice?
Come and play card- or board-games and talk Icelandic at the Kopavogur Library, main branch, every Saturday from 11:00-12:30
Coffee and cosy, free. Welcome!
Tala og spila is a part of the project The library in a multilingual society funded by Nordplus, Bókasafnasjóður and Equality and Human Rights Council in Kópavogur. The project is also in cooperation with GETA - Get together organization.
Polski
Czy mówisz trochę po islandzku? Przyjdź pograć w karty albo gry planszowe i mów po islandzku w bibliotece w Kópavogur każdej soboty 11:00 -12:30. Kawa i miły czas bezpłatnie. Zapraszamy!
Pусский
Если вы уже говорите немного по-исландски и хотите заговорить еще лучше, то приходите практиковать язык и играть в игры на исландском языке в библиотеку Копавогура каждую субботу с 11:00 до 12:30. Кофе и уют и все бесплатно. Добро пожаловать!
14.09.2024 kl. 20:30 - Salurinn
Gunnar Þórðarsson er einn ástsælasti tónlistarmaður þjóðarinnar fyrr og síðar. Hann hefur samið yfir 800 lög og hefur auk þess samið tónlist fyrir kvikmyndir og söngleiki.
Einnig hefur hann útsett og stjórnað upptökum á fjölda hljómdiska. Á síðustu árum hefur Gunnar í vaxandi mæli fengist við klassíska tónlist og hefur Sinfóníuhljómsveit Íslands flutt nokkur verka hans.
Á þessum tónleikum ætlum við að leyfa ykkur að heyra nokkrar fallegar dægurlagaperlur Gunnars, lög á borð við: Fyrsti kossinn, Bláu augun þín, Gull, Vetrarsól og mörg, mörg fleiri.
Hljómsveitarstjórn og útsetningarMagnús Þór Sveinsson
ÚtsetningarStefán Örn Gunnlaugsson
Útsetning RaddaHrafnhildur Ýr Víglundsdóttir
SögumaðurValgerður Erlingsdóttir
SöngvararAldís FjólaDagur SigurðssonDaníel E. ArnarssonHrafnhildur Ýr VíglundsdóttirHreindís Ylva Garðarsdóttir HolmIngibjörg Fríða HelgadóttirSigurjón ÖrnSigurlaug Vordís Eysteinsdóttir
HljómsveitMagnús Þór Sveinsson - HljómborðEiríkur Hilmisson - GítarYngvi Rafn Garðarsson - Gítar Páll Sólmundur Eydal - Bassi Ragnar Már Jónsson - SaxófónnSigurður Ingi Einarsson - Trommur
14.09.2024 kl. 13:00 - Náttúrufræðistofa Kópavogs
Nú þegar blóm og lauf fara að detta af stönglum og greinum ætlum við að grípa tækifærið og skreyta okkur konunglega fyrir haustið! Komdu og tylltu þér hjá okkur og búðu til þína eigin kórónu úr náttúrulegum efnivið.
Viðburðurinn hefst klukkan 13 og varir til klukkan 15. Á þeim tíma er hægt að koma hvenær sem er og dvelja eins lengi og hentar hverjum og einum.
Smiðjan hentar vel fyrir börn og fjölskyldur. Öll hjartanlega velkomin á meðan húsrúm leyfir og aðgangur er ókeypis.
Lista- og menningarráð Kópavogsbæjar styrkir Fjölskyldustundir á laugardögum.
—
ÞYKJÓ er þverfaglegt hönnunarverkefni fyrir börn og fjölskyldur þeirra. Hönnunarstarf ÞYKJÓ miðar að því að örva ímyndunarafl og sköpunarkraft barna í frjálsum leik. Í hönnunarvinnu höfum við til hliðsjónar hvernig hægt er að örva snertiskyn með efnisvali og formfræði, hreyfiþroska og jafnvægisskyn. ÞYKJÓ stendur einnig fyrir fjölbreyttum listsmiðjum, innsetningum og viðburðum í samstarfi við söfn og menningarstofnanir.
ÞYKJÓ er hópur hönnuða með fjölbreyttan bakgrunn sem samnýta ólíka sérþekkingu í teymisvinnu sinni. Innan vébanda ÞYKJÓ eru arkitekt, fatahönnuður og klæðskeri, leikmynda- og búningahönnuður.
Hópurinn vinnur einnig náið með listafólki, vísindamönnum og fræðifólki á borð við uppeldisfræðinga, líffræðinga, listfræðinga og síðast en ekki síst – með börnum.
16.09.2024 kl. 13:00 - Bókasafn Kópavogs
Sigurlaug Guðmundsdóttir býður okkur í notalegt sófaspjall um andleg mál.
Sigurlaug leiðir spjallið og fer vítt og breitt um hvaðeina sem sem varðar duldu málefnin.
Öll velkomin meðan húsrúm leyfir.
Spurningar sem við veltum upp eru m.a.-Hvað felst í orkunni?-Hvaða máli skiptir hvernig við hugsum?-Hvað er skyggni?-Hvað eru bænir?-Hvað er ímyndunaraflið og hvernig getum við notað það okkur til góðs? -Hvað og hvar eru huldufólkið og álfarnir? -Hvernig sköpum við okkar eigin raunveruleika?
Býður Sigurlaug gestum einnig að koma með eigin spurningar og vangaveltur.
17.09.2024 kl. 10:00 - Bókasafn Kópavogs
Hannyrðaklúbburinn Garn og gaman hittist alla þriðjudaga á 2. hæð aðalsafns kl. 10. Heitt á könnunni og öll velkomin!
Nánari upplýsingar veitir Gréta Björg Ólafsdóttir, gretabjorg@kopavogur.is
Fylgist með í Facebook-hópnum Hannyrðaklúbburinn Garn og gaman | Bókasafn Kópavogs
18.09.2024 kl. 14:00 - Bókasafn Kópavogs
Hannyrðaklúbburinn Kaðlín hittist alla miðvikudaga á 2. hæð aðalsafns. Heitt á könnunni og öll velkomin!
Nánari upplýsingar veitir Gréta Björg Ólafsdóttir, gretabjorg@kopavogur.is
Fylgist með í Facebook-hópnum Hannyrðaklúbburinn Kaðlín | Bókasafn Kópavogs.
18.09.2024 kl. 16:00 - Bókasafn Kópavogs
Bókmenntaklúbburinn Hananú! hittist í Huldustofu á 3. hæð aðalsafns.
Annan hvern miðvikudag hittist á bókasafninu fremur siðprúður hópur fólks og ræðir hinar fögru orðlistir. Komið bara og gangið í bæinn, tölum um bækur – og Hananú!
Fylgist með í Facebook-hópnum Bókmenntaklúbburinn Hananú | Bókasafn Kópavogs.
18.09.2024 kl. 12:15 - Gerðarsafn
Tónlistarmennirnir Kristófer Rodriguez Svönuson og Matthías M. D. Hemstock skapa hljóðheim við sýninguna Hamskipti | Listsköpun Gerðar Helgadóttur sem nú stendur yfir í Gerðarsafni. Inn í hljóðheiminn renna slagverkstónar og rafhljóð, dulúðug og kraftmikil, dansandi og svífandi, leitandi og frjáls en innblásturinn er sóttur í myndlist Gerðar Helgadóttur. Gestum er frjálst að ganga um sýninguna á meðan viðburðurinn varir, aðgangur er ókeypis og öll hjartanlega velkomin á meðan húsrúm leyfir. Gerður Helgadóttir var frumkvöðull innan höggmyndalistar og brautryðjandi í þrívíðri abstraktlist á Íslandi. Hún ögraði viðurkenndum hugmyndum um myndlist með tilraunakenndri nálgun sinni. Færni hennar var gífurleg, hún tileinkaði sér tækni fjölda flókinna aðferða og vann þvert á miðla, skapandi, dansandi, svífandi lipur, en á sama tíma svo kröftug. Í sýningunni Hamskipti er list Gerðar sett í sögulegt samhengi og verkin skoðuð út frá stefnum og straumum í samtíma hennar. Sjónum er einkum beint að örum breytingum í listsköpun Gerðar, þróun hennar úr hefðbundnu fígúratívu myndmáli yfir í hið óhlutbundna, hvernig hún fer úr steini í leir í járn og brons. Úr mjög formfastri myndbyggingu í svífandi léttleika og yfir í lífrænni og náttúrulegri form. Innsýn er veitt í hvernig leit Gerðar var bæði á andlega sviðinu og í listinni. List Gerðar gat verið skoðun á möguleikum efnisins, tenging inn á við, en pælingar hennar leita líka út fyrir hugarheim okkar, yfir í hið spítitíska og dulúðlega.
Menning á miðvikudögum er styrkt af lista- og menningarráði Kópavogsbæjar.
21.09.2024 kl. 11:00 - Bókasafn Kópavogs
Talar þú smá íslensku og vilt æfa þig?
Komdu að spila og tala íslensku á aðalsafni Bókasafns Kópavogs, alla laugardaga frá 11:00 - 12:30.
Kaffi og kósý, kostar ekkert. Velkomin!
Viðburðaröðin Tala og spila er hluti af verkefninu Bókasafnið í fjölmenningarlegu samfélagi og er styrkt af Bókasafnasjóði, Nordplus og jafnréttis- og mannréttindasjóði Kópavogsbæjar og í samstarfi við hjálparsamtökin GETA - Get together.
Español
Hablas un poco de islandés y te gustaría practicar?
Ven a jugar cartas, juegos de mesa y charlar en islandés en la libreria de Kopavogur, oficina principal cada sábado de 11:00-12:30. Cafe, ambiente cálido y entrada gratuita. Bienvenidos!
Esta es una serie de eventos llevados a cabo en colaboración con la organización GETA-aid.
Arabic
English
Do you speak a little Icelandic and want to practice?
Come and play card- or board-games and talk Icelandic at the Kopavogur Library, main branch, every Saturday from 11:00-12:30
Coffee and cosy, free. Welcome!
Tala og spila is a part of the project The library in a multilingual society funded by Nordplus, Bókasafnasjóður and Equality and Human Rights Council in Kópavogur. The project is also in cooperation with GETA - Get together organization.
Polski
Czy mówisz trochę po islandzku? Przyjdź pograć w karty albo gry planszowe i mów po islandzku w bibliotece w Kópavogur każdej soboty 11:00 -12:30. Kawa i miły czas bezpłatnie. Zapraszamy!
Pусский
Если вы уже говорите немного по-исландски и хотите заговорить еще лучше, то приходите практиковать язык и играть в игры на исландском языке в библиотеку Копавогура каждую субботу с 11:00 до 12:30. Кофе и уют и все бесплатно. Добро пожаловать!
21.09.2024 kl. 13:00 - Bókasafn Kópavogs
Á alþjóðlegum degi friðar ætlum við að gera saman litlar og fallegar friðardúfur úr silkipappír, stenslum, spotta og priki. Að smiðju lokinni verður hægt að taka dúfurnar með sér heim og leyfa þeim að flögra um loftin blá.
Smiðjan hefst klukkan 13 og varir til klukkan 15. Á þeim tíma er hægt að koma hvenær sem er og dvelja eins lengi og hentar hverjum og einum.
Smiðjan hentar vel fyrir börn og fjölskyldur. Öll hjartanlega velkomin á meðan húsrúm leyfir og aðgangur er ókeypis.
Fjölskyldustundir á laugardögum eru styrktar af lista- og menningarráði Kópavogsbæjar.
--
Dúfan hefur í gegnum aldir og árþúsundir öðlast sess sem sterkt og mikilvægt friðartákn innan ólíkra trúarbragða og menningarheima og því vel við hæfi að hylla friðardúfuna á alþjóðlegum friðardegi. 21. september var fyrst helgaður alþjóðlegum friði árið 1982 og til hans stofnað af Sameinuðu þjóðunum árið áður. Árið 2001 var dagurinn gerður að alþjóðlegum degi friðsamlegra aðgerða og vopnahlés. Sameinuðu þjóðirnar bjóða öllum þjóðum og íbúum heims að stöðva átök og hernaðaraðgerðir á deginum og að öðru leyti minnast dagsins með vitundarvakningu í menntastofnunum og hjá almenningi um málefni er snúa að friði.
21.09.2024 kl. 20:00 - Salurinn
Þið komið og syngið bæði Germundarlög og önnur lög sem allir kunna.
Nú verður gaman - við lofum því!
Við spilum undir:
Geirmundur Valtýsson, harmonika
Birgir Jóhann Birgisson, hljómborð
Sólmundur Friðriksson, bassi
Jói færeyingur, trommur