02.11.2025 kl. 20:00 - Salurinn
Vegna fjölda áskoranna munu Bjarni Snæbjörns og Sigga Eyrún snúa aftur í Salinn með tónleikaröðina SÖNGLEIKJASTÆLA. Tónleikaröðin sló í gegn í fyrra og er óður til söngleikjanna þar sem ný og gömul söngleikjatónlist fær að njóta sín í meðförum reyndra söng-leikara ásamt hljómsveit.
Að þessu sinni verða þrennir tónleikar sem teygja sig yfir allan veturinn þar sem hverjir tónleikar eru með ólíka nálgun á formið.
2. nóvember: Nýstirnið Salka Gústafsdóttir og þjóðargersemin Jóhann Sigurðarson koma sem gestasöngvarar og flytja sín uppáhalds söngleikjalög.7. febrúar: Sprúðlandi fjölskyldutónleikar um miðjan dag þar sem börn á öllum aldri fá að syngja með.25. apríl: Sprengju-tónleikar með Söngleikjakórnum Viðlag.
SMELLTU HÉR TIL AÐ KAUPA ÁSKRIFT Á ALLA ÞRJÁ TÓNLEIKANA Á EINSTÖKU TILBOÐI
Sigga Eyrún og Bjarni Snæbjörnsson eru ástríðufullir söng-leikarar. Samstarf þeirra hófst á Reykjavík Pride árið 2008 með söngleikjaparinu Viggó og Víólettu. Síðan þá hafa þau lagt hjarta og sál í söngleikjaformið og skemmt landanum á sviðum leikhúsanna, á árshátíðum, í afmælum og víðar. Meðal söngleikja sem þau hafa tekið þátt í eru: Vesalingarnir, Mary Poppins, Kardemommubærinn, Sem á himni, Slá í gegn, Ronja Ræningjadóttir, Jesus Christ Superstar, Frost og Góðan daginn, faggi.
Hljómsveitin er sem fyrr skipuð okkar fremsta tónlistarfólki:
Karl Olgeirsson: hljómsveitarstjóri spilar á píanó, hljómborð, harmonikku o.fl.Svanhildur Lóa Bergsveinsdóttir á trommur/slagverkAndri Ólafsson á bassa
18.11.2025 kl. 10:00 - Bókasafn Kópavogs
Hannyrðaklúbburinn Garn og gaman hittist alla þriðjudaga á 2. hæð aðalsafns kl. 10. Heitt á könnunni og öll velkomin!
Nánari upplýsingar veitir Gréta Björg Ólafsdóttir, gretabjorg@kopavogur.is
Fylgist með í Facebook-hópnum Hannyrðaklúbburinn Garn og gaman | Bókasafn Kópavogs
19.11.2025 kl. 14:00 - Bókasafn Kópavogs
Hannyrðaklúbburinn Kaðlín hittist alla miðvikudaga á 2. hæð aðalsafns. Heitt á könnunni og öll velkomin!
Nánari upplýsingar veitir Gréta Björg Ólafsdóttir, gretabjorg@kopavogur.is
Fylgist með í Facebook-hópnum Hannyrðaklúbburinn Kaðlín | Bókasafn Kópavogs.
19.11.2025 kl. 16:00 - Bókasafn Kópavogs
Þórdís Helgadóttir verður gestur í Hananú á 2. hæð aðalsafns. Hún mun lesa upp úr nýrri bók sinni og spjalla um tilurð hennar.
Léttar veitingar í boði
Annan hvern miðvikudag hittist á bókasafninu fremur siðprúður hópur fólks og ræðir hinar fögru orðlistir. Komið bara og gangið í bæinn, tölum um bækur – og Hananú!
Fylgist með í Facebook-hópnum Bókmenntaklúbburinn Hananú | Bókasafn Kópavogs.
19.11.2025 kl. 15:00 - Bókasafn Kópavogs
Bækurnar á náttborðinu verður með breyttu sniði í vetur, því við ætlum nú að velja eina bók fyrir hvern klúbb og ræða hana.
Á fyrsta fundi þann 19. nóvember tökum við fyrir bókina Gervigul eftir Rebecca F. Kuang.
Þetta er mögnuð saga. Þetta er ekki sagan hennar.
June Hayward á misheppnaðan feril að baki sem rithöfundur. Þegar hún verður vitni að því að hennar helsti keppinautur í lífinu, Athena Liu, deyr í furðulegu slysi sér hún tækifæri … sem hún grípur. Hvað um það þótt hún steli handriti frá Athenu? Hvað um það þótt hún fái „lánaða“ persónu hennar? Hvað um það þótt fyrsta lygin sé bara byrjunin …? Loksins nær June þeirri frægð sem hún átti alltaf skilið. En einhver ætlar sér að koma upp um hana … Það sem gerist næst er einhverjum öðrum að kenna.
HVÍT LYGI. SVARTUR HÚMOR. BANVÆNAR AFLEIÐINGAR.
Metsöluhöfundurinn Juniper Song er ekki sú sem hún segist vera. Hún skrifaði ekki bókina sem hún segist hafa skrifað og hún er svo sannarlega ekki af asískum uppruna. Gervigul eftir R.F. Kuang hefur slegið í gegn um allan heim og hlotið ógrynni verðlauna.
Bækurnar á náttborðinu er lesklúbbur á Lindasafni sem hentar öllum þeim sem vilja hittast og spjalla um bækurnar sem eru á náttoborðinu. Við lesum eina bók fyrir hvern fund og svo gefst tækifæri til að ræða þær bækur sem eru okkur efst í huga.
Öll velkomin meðan húsrúm leyfir. Heitt á könnunni. Hlökkum til að sjá ykkur.
19.11.2025 kl. 12:15 - Gerðarsafn
Verið öll hjartanlega velkomin á erindi Sunnu Ástþórsdóttur um varðveislu gjörninga miðvikudaginn 19. nóvember kl. 12.15 í Gerðarsafni. Erindið er haldið í tengslum við sýninguna Skúlptúr skúlptúr performans.
Líf okkar samanstanda af óteljandi umbreytingum – stórum eða smáum, hljóðlátum eða yfirþyrmandi. Við göngum í gegnum þessar umskiptingar, þar sem tilfinningar brjótast fram án viðvörunar – og eitthvað óáþreifanlegt byrjar að titra.
Í sjöttu sýningu Skúlptúr skúlptúr raðar Gerðarsafns mæta gjörningar höggmyndalist. Er þar listsköpun fundinn staður mitt í þessum umbreytingastundum, þar sem við vitum ekki hvar eitt endar og annað hefst – þar sem form, tilfinningar og merkingar fljóta um án þess að festa rætur. Listafólk sýningarinnar bregst við þessum umbreytingum með viðkvæmni, leikgleði, fögnuði og von – og réttir fram hönd hvað til annars, aftur til fortíðarinnar og hvísla mjúklega óskum til framtíðarinnar.
Listafólk sýningarinnar eru Curro Rodriguez, Hekla Dögg Jónsdóttir, Jasa Baka, Kristín Helga Ríkharðsdóttir, Mjólk (Hlín Gylfadóttir, Karlotta Blöndal, Unnar Örn Jónasson Auðarson), Post Performance Blues Band (Álfrún Örnólfsdóttir, Hrefna Lind Lárusdóttir, Saga Kjerúlf), Regn Sólmundur Evu og Styrmir Örn Guðmundsson. Sýningarstjóri er Jo Pawlowskx.
Sýningin er styrkt af Myndlistarsjóði og Myndstef.
Hádegisleiðsögnin er liður í viðburðaröðinni Menning á miðvikudögum sem er styrkt af lista- og menningarráði Kópavogsbæjar.
20.11.2025 kl. 10:00 - Bókasafn Kópavogs
Nærandi nærvera - eflum tengsl foreldra og barna
Kristrún Kristjánsdóttir er móðir, hjúkrunarfræðingur, jógakennari og söngkona. Hún hefur þónokkra reynslu af leikskólastarfi og hefur haldið krakkajóga sumarnámskeið.
Sara Gabríela er móðir, hefur unnið sem dagmamma og verið mikið í barnastarfi, t.d. Félagsmiðstöðin við Gufunes. Hún bjó einnig í Danmörku þar sem hún var með heimarekið skólastarf ásamt öðrum fjölskyldum.
Þessir viðburðir eru skapaðir með þann ásetning að efla tengsl foreldra og barna án utanaðkomandi áreitis sem hefur gjarnan áhrif á daglegt líf - þá sérstaklega í hraðanum í nútíma samfélagi.
Komið og njótið nærandi og rólegrar stundar þar sem börn og foreldrar tengjast í gegnum ljúfa tóna, leik og söng
Foreldramorgnar eru frábært tækifæri fyrir foreldra og ung börn þeirra til að hittast og eiga rólega stund saman á safninu.
Fylgist með í Facebook-hópnum Foreldramorgnar | Bókasafn Kópavogs.
Ókeypis aðgangur og öll velkomin.
20.11.2025 kl. 16:00 - Gerðarsafn
List og náttúra með ÞYKJÓ!Þriðja fimmtudag hvers mánaðar fram að áramótum frá 16:00 – 17:00 í Gerðarsafni.
Náttúran er magnaður myndhöggvari! Sjórinn slípar steina til, eldgos skilja eftir myndastyttugarða og hellismunnar myndast þar sem ís hefur bráðnað. Vilt þú koma og setja þig í stellingar náttúrunnar og móta landslagsskúlptúr? Smiðjan er leidd af hönnunarteyminu ÞYKJÓ og unnin í samstarfi á milli Gerðarsafns og Náttúrufræðistofu Kópavogs.
Við könnum tengsl á milli höggmynda og náttúru í skapandi smiðjum fyrir fjölskyldur í Gerðarsafni. Tilgangurinn er að skapa tíma og rými fyrir samverustundir fjölskyldunnar eftir leikskóla eða skóla. Smiðjurnar eru fjórar og byggja þær hver ofan á fyrri og því engin eins.
ÞYKJÓ er þverfaglegt teymi hönnuða sem vinna fyrir börn og fjölskyldur þeirra á sviði upplifunarhönnunar, innsetninga og vöruhönnunar. Hönnunarstarf þeirra miðar að því að örva ímyndunarafl og sköpunarkraft barna í samstarfi við mennta- og menningarstofnanir. Á meðal nýlegra verkefna er innsetningin Hljóðhimnar í Hörpu, húsgagnalínurnar Kyrrðarrými og Hreiður og þátttökuverkefnið Gullplatan. ÞYKJÓ hlaut Hönnunarverðlauna Íslands 2024 fyrir verkefnið Börnin að borðinu. Hópurinn hefur í tvígang hlotið tilnefningu til sömu verðlauna, árin 2021 og 2022 auk tilnefningu til alþjóðlegu YAM verðlaunanna. Á Hönnunarmars 2025 kom út Saga um Þykjó, bók sem dregur upp litríka mósaíkmynd af hönnunarferli og hugmyndafræði ÞYKJÓ hönnunarteymisins.
Myndlist og náttúra er samstarfsverkefni Gerðarsafns og Náttúrufræðistofu Kópavogs og er stutt af Safnasjóði.
20.11.2025 kl. 12:00 - Bókasafn Kópavogs
Opinn leikskóli Memmm býður foreldrum/forsjáraðilum og ungum börnum þeirra fjölskylduvæna aðstöðu til þess að leika og hitta aðrar fjölskyldur. Einnig geta fjölskyldur sótt fræðslu um málefni uppeldis og barna.
Í opna leikskólanum er velkomið að mæta hvenær sem er á opnunartíma. Starfsfólk tekur vel á móti gestum. Þar geta foreldrar átt gæðastundir með börnum sínum í fallegu umhverfi en einnig tækifæri fyrir börnin að hitta jafnaldra sína og efla félagsþroska á þessum mótandi aldri.
20.11.2025 kl. 16:00 - Gerðarsafn
Art and Nature with ÞYKJÓ!The third Thursday of every month until the end of the year from 16:00 - 17:00 at Gerðarsafn.
Nature is an amazing sculptor! The sea grinds rocks, volcanic eruptions leave behind sculpture gardens, and cave paintings are formed where ice has melted. Would you like to come and put yourself in the poses of nature and shape a landscape sculpture? The workshop is led by the design team ÞYKJÓ and is a collaboration between Gerðarsafn and the Kópavogur Natural History Museum.
We explore the connection between sculpture and nature in creative workshops for families at Gerðarsafn. The purpose is to create time and space for family time together after kindergarten or school. The workshops are four in total and no two will be the same.
ÞYKJÓ is a multidisciplinary team of designers who work for children and their families in the fields of experience design, installations, and product design. Their design work aims to stimulate children's imagination and creativity in collaboration with educational and cultural institutions. Recent projects include the installation Hljóðhimnar in Harpa, the furniture lines Kyrrðarrými and Hreiður and the participatory project Gullplatan. ÞYKJÓ won the Icelandic Design Award 2024 for the project Börnin að tördinu. The group has been nominated for the same award twice, in 2021 and 2022, as well as a nomination for the international YAM award. At Design March 2025, Saga um Þykjó was published, a book that paints a colorful mosaic of the design process and ideology of the ÞYKJÓ design team.
Art and Nature is a collaboration between Gerðarsafn and the Kópavogur Natural History Museum and is supported by the Icelandic Museum Council.
20.11.2025 kl. 16:00 - Bókasafn Kópavogs
Bókapersónurnar Lína langsokkur og Múmínálfarnir eru 80 ára í ár.
Nokkrar sögupersónur, barnabókahöfundar og barnabókamyndhöfundar eiga stórafmæli og ætlum við að halda upp á það með ævintýra afmælisveislu á bókasafninu.
Ilon Wikland er 95 ára. Hún myndskreytti Lottubækurnar, Ólátagarð, Ronju ræningjadóttur og margar fleiri af okkar uppáhalds barnabókum.
Þá eru 90 ár frá fæðingu Guðrúnar Helgadóttur, barnabókahöfundar, sem skrifaði meðal annars perlurnar um Jón Odd og Jón Bjarna, þríleikinn Sitji guðs englar, Ástarsögu úr fjöllunum og margar fleiri.
Verið hjartanlega velkomin í ævintýra afmælisveislu á Bókasafni Kópavogs fimmtudaginn 20. nóvember frá 16.00-18.00.
Dagskrá:16:15, 16:30, 16:45 Skynjunarsögustund í Djúpinu17:00-17:20 Ævintýratónleikar með Ragnheiði Gröndal16:00-17:00 Afmæliskaka16:00-18:00 Afmæliskorta- og afmæliskórónusmiðja16:00-18:00 Teiknismiðja afmælisbarnanna 16:00-18:00 Þrautabraut Línu Langsokks
21.11.2025 kl. 20:00 - Salurinn
Jón Arnar Einarsson básúnuleikari og Ólína Ákadóttir píanóleikari flytja saman verk fyrir píanó og básúnu. Þetta eru aðrir tónleikarnir í seríunni BásúnuMANÍA, sem hófust í september 2025.
Efnisskrá
Sigismond Stojowski - Fantasie
Ørjan Matre - "...since I say it now "
Jórunn Viðar - Hugleiðingar um fimm gamlar stemmur
Giovanni Battista Pergolesi - Sinfonia
Frank Martin - Ballade
Claude Debussy - Kaflar úr Children’s Corner
Jórunn Viðar - Tilbrigði um íslenskt þjóðlag
Flytjendur
Ólína Ákadóttir er einn fremsti ungi píanóleikari íslendinga. Hún er með BA frá Norges Musikkhøgskole og stundar framhaldsnám við Tónlistar Konservatoríið í Kaupmannahöfn.
Jón Arnar Einarsson er leiðari básúnudeilar Sinfóníuhljómsveitar Íslands og virkur einleikari innan landsteinana sem utan. Hann sótti framhaldsnám til Noregs og hefur unnið á Íslandi síðan 2023.