13.12.2024 kl. - Bókasafn Kópavogs
Skiptimarkaður jólasveinsins er á 2. hæð aðalsafns.
Jólasveinarnir vilja ýta undir hringrásarhagkerfið og hafa því fengið aðsetur hjá okkur fyrir dótaskiptimarkað. Þar má bæði skilja eftir og/eða taka dót, án allra kvaða.
Skiptimarkaðurinn verður opinn til 23. desember.
02.12.2024 kl.
Komdu á Náttúrufræðisstofu og taktu þátt í jólabingói!Öll fyrirbærin á bingóspjaldinu má finna einhverstaðar í sýningunni okkar. Aftan á því er svo smá fróðleikur um hvert og eitt þeirra og jafnvel vísbendingar. Fundvísir þátttakendur eiga síðan möguleika á því að vinna jólaglaðning!
Munið bara að skrifa nafn og tengiliðaupplýsingar á miðann og skila honum í plexíglersúluna fremst í sýningnni og þá eruð þið komin í pottinn.
Dregið verður út 9. desember, 16. desember og 23. desember.
04.12.2024 kl. 20:00 - Salurinn
Kaupið miða á alla þrjá tónleikana á sérstöku verði!
MIÐAR Á JÓLAÞRENNU
Jólaundirbúningur hljómsveitarinnar Los Bomboneros hefst á vænni flís af feitum sauð því hljómsveitin býður til sannkallaðrar veislu í desember þar sem engu verður til sparað.
Fyrstu tónleikarnir verða þann 4.des þar sem hefðir bóleró - formsins og son cubano spilastílsins verðar heiðraðar. Gestur kvöldsins er enginn annar en Unnsteinn Manuel. Aldrei að vita hvort eitt og eitt jólalag komi með til byggða.
Þann 11.des verður hins vegar hljómur strengjahljóðfæranna í algerum forgrunni. Við fáum til okkar Sólveigu Thoroddsen með hörpurnar sínar og Sergio Coto með lútur og gítara og leitum aftur í akústíska tíma að kertaljósum og klæðum rauðum.
18.des - Jólaball Los Bomboneros. Nýjustu jólarannsóknir sýna að það eina sem virðist slá almennilega á stressið í desember er að hætta að hugsa um rauðkál og lufsast út á gólf í almennlegt jólatjútt. Lýðheilsubætandi svitakast með Los Bomboneros ásamt Óskari Guðjónssyni og Samúel Jóni Samúelssyni.
Hljómsveitina Los Bomboneros skipa Kristófer Rodriguez Svönuson (bæjarlistarmaður Kópavogs 2024), Alexandra Kjeld, Daníel Helgason og Sigrún Kristbjörg Jónsdóttir.
13.12.2024 kl. 11:00 - Bókasafn Kópavogs
Get Together meet-ups will be held at the Library in Kópavogur, on the first floor in the Tilraunastofa - meeting room. The meet-ups are international meetings open to refugees, asylum-seekers, immigrants, and anyone seeking companionship. Whether you're a family or an individual, you're welcome to join us.
Each week, we gather and do relaxing activities like painting, weaving, crafting, and more. It's all about getting together, making new friends, and sharing stories in a warm, supportive space.Get Together meet-ups are a collaboration between GETA aid organization and the Library in Kópavogur.We offer free coffee and treats for everyone!
These meet ups are a part of the project The library in a multilingual society sponsored by Nordplus and Bókasafnasjóður.
Get Together heldur alþjóðlegan fjölskyldu- og vinahitting á Bókasafni Kópavogs, á fyrstu hæð í Tilraunastofunni. Þetta er alþjóðlegur hittingur fyrir flóttafólk, hælisleitendur, innflytjendur og öll sem vilja félagsskap.Viðburðurinn er bæði fyrir fjölskyldur og einstaklinga.
Í hverri viku munum við hittast og gera eitthvað skemmtilegt saman eins og að mála, prjóna, föndra o.fl. Í Get together hittum við nýja vini og deilum sögum okkar í þægilegu og öruggu umhverfi.
Get Together er samstarfsverkefni milli GETA hjálparsamtök og Bókasafn Kópavogs.
Við munum bjóða upp á kaffi og með því!
Þessi viðburður er hluti af verkefninu Bókasafnið í fjölþjóðlegu umhverfi sem er styrkt af Nordplus og Bókasafnasjóði.
14.12.2024 kl. 20:00 - Salurinn
Una Torfa kíkir í Salinn í jólaskapi! Á notalegum tónleikum mun Una flytja blöndu af sínum eigin lögum og jólalögum sem henni þykir vænt um. Hafsteinn Þráinsson verður með Unu á sviðinu og leikur á gítar.
Í jólastressinu er ekkert betra en að gefa sér góða kvöldstund til þess að slaka á og rifja upp friðinn sem gleymist oft í undirbúningi jólanna. Una ætlar að skapa friðsælt og ljúft andrúmsloft eins og henni einni er lagið.
Ímyndaðu þér heitt súkkulaði, heitt súkkulaði með eins miklum þeyttum rjóma og þig lystir, heitt súkkulaði og tvö piparkökuhjörtu á undirskál. Finnurðu hlýjuna? Svona mun þér líða þegar þú kemur að sjá Unu Torfa í jólafötunum í Salnum þann 14. desember.
14.12.2024 kl. 16:00 - Gerðarsafn
Verið hjartanlega velkomin á afhendingu Gerðarverðlaunanna, laugardaginn 14. desember kl. 16 í Gerðarsafni.
Gerðarverðlaunin eru til heiðurs Gerði Helgadóttur myndhöggvara og eru veitt listamanni fyrir ríkulegt framlag til höggmynda- og rýmislistar á Íslandi. Gerðarverðlaunin eru nú veitt í fimmta sinn en fyrri handhafar þeirra eru Rósa Gísladóttir, Þór Vigfússon, Finnbogi Pétursson og Ragna Róbertsdóttir.
Kristofer Rodriguez Svönuson og hljómsveit flytja tónlist. Léttar veitingar verða í boði.
Gerðarverðlaunin eru veitt með stuðningi frá Lista- og menningarráði Kópavogsbæjar.
15.12.2024 kl. 13:00 - Menning í Kópavogi
Verið hjartanlega velkomin í Jólalund í Guðmundarlundi þar sem fram fer dásamleg fjölskyldudagskrá, alla sunnudaga fram að jólum á milli 13 og 15.Ekki missa af jólaballinu hennar Rófu, tengingakappi Hurðaskellis, risastóra jóladagatalinu, sveimandi ævintýraverum, blaðskellandi jólasveinum, rjúkandi heitu kakói, splunkunýjum ratleikjum, jólaföndri í dásamlegri náttúru eða því að kíkja í fataskápinn í Grýluhelli.
Dagskráin er endurtekin yfir daginn svo að öll ættu að komast að, og koma sér í jólastemninguna með ævintýraverurm og jólasveinum. Ratleikur, jóladagatal, leikir og föndur verður í boði á meðan opnun stendur og hægt verður að kaupa heitt kakó og piparkökur.
Nánari tímasetningar:Jólaball Rófu
13:1013:4014:1014:35
Örtónleikar barnakóra í Kópavogi
13:00 við inngang13:20 við kaffihúsið13:40 við leiktækin14:10 við kaffihúsið14:30 við inngang
Við hlökkum til þess að sjá ykkur og njóta fjölskylduvænnar samveru í fallegu náttúrunni okkar hér í Kópavogi.Viðburðurinn er styrktur af lista- og menningarráði Kópavogsbæjar og Kópavogsbæ.
17.12.2024 kl. 10:00 - Bókasafn Kópavogs
Hannyrðaklúbburinn Garn og gaman hittist alla þriðjudaga á 2. hæð aðalsafns kl. 10. Heitt á könnunni og öll velkomin!
Nánari upplýsingar veitir Gréta Björg Ólafsdóttir, gretabjorg@kopavogur.is
Fylgist með í Facebook-hópnum Hannyrðaklúbburinn Garn og gaman | Bókasafn Kópavogs
18.12.2024 kl. 14:00 - Bókasafn Kópavogs
Hannyrðaklúbburinn Kaðlín hittist alla miðvikudaga á 2. hæð aðalsafns. Heitt á könnunni og öll velkomin!
Nánari upplýsingar veitir Gréta Björg Ólafsdóttir, gretabjorg@kopavogur.is
Fylgist með í Facebook-hópnum Hannyrðaklúbburinn Kaðlín | Bókasafn Kópavogs.
18.12.2024 kl. 17:00 - Bókasafn Kópavogs
Leikhópurinn Óhemjur kemur í heimsókn á Bókasafn Kópavogs á aðventunni með jólasýninguna "Nátttröllið Yrsa - einmana á jólanótt".
Nátttröllið Yrsa sér fram á einmanalega jólahátíð þar sem foreldrar hennar og systkini eru öll orðin að steini. Hún tekur á það ráð að fanga lítinn skógarþröst og læsa hann inni í helli sínum svo hún hafi félagsskap yfir jólin. Skógarþrösturinn er á öðru máli og hjálpar henni að sjá hlutina í nýju ljósi. Þetta er hjartnæm saga um einmana tröll sem þarf að læra að setja sig í spor annarra og hver veit, kannski eignast hún vin í leiðinni?
Sagan af Yrsu hefur ríkan boðskap sem á sannarlega erindi við börnin okkar. Fullkomin aðventusaga; einlæg, falleg og sorgleg á stundum en húmorinn og sprellið eru aldrei langt undan! Sýningin er 25 mínútur að lengd og stútfull af söng, leik og dansi.
Um leikarana:
Helgi Grímur Hermannsson er með BA gráðu af sviðshöfundabraut Listaháskóla Íslands og mastersgráðu í ritlist frá Háskóla Íslands. Hann er leiklistarkennari í Laugalækjarskóla og hefur komið að uppsetningu fjölda leikrita (barnaóperu í Hörpu, útvarpsleikrit hjá Storytel, frumsamin leikrit fyrir unglingastig o.s.frv.) ásamt fjöldanum öllum af listnámskeiðum fyrir börn og ungmenni.
Ellen Margrét Bæhrenz er leikkona og dansari með BA í leiklist frá Listaháskóla Íslands. Hún hefur mikla reynslu af barnasýningum; Þ.á.m. lék hún og dansaði í Mary poppins í Borgarleikhúsinu, Latabæ í Þjóðleikhúsinu, Óð og Flexu með Íslenska Dansflokknum og var brúðuleikari í Brúðubílnum. Hún hefur reynslu af því að skapa og ferðast með barnaverk milli leikskóla ásamt því að hún hefur kennt í áfanganum Barnaverk við leikarabraut LHÍ.
18.12.2024 kl. 16:00 - Náttúrufræðistofa Kópavogs
List og náttúra er einföld smiðja einn miðvikudag í mánuði frá kl. 16-17 í Náttúrufræðistofu Kópavogs. Smiðjan er liður af stærra verkefni sem unnið er í samstarfi Gerðarsafns og Náttúrufræðistofu Kópavogs. Tilgangurinn er að skapa tíma og rými fyrir samverustundir fjölskyldunnar eftir leikskóla eða skóla. Börnin vinna með náttúrulegan efnivið undir leiðsögn myndlistarkennarans Arnar Alexanders og skapa eigið listaverk.
Fjölskyldur geta komið á hvaða tíma sem hentar innan þessa tímaramma, staldrað stutt við eða lengi. Náttúran verður skoðuð í gegnum linsu myndlistarinnar á mismunandi hátt og sjónum beint að einhverju áhugaverðu í umhverfinu hverju sinni. Allur efniviður verður á staðnum.
Viðburðirnir henta vel fyrir börn á aldrinum 3 ára til 8 ára.Hlökkum til að sjá ykkur!-----------------------------------------------------------------------Welcome to the workshop Art and nature in the Natural History Museum in Kópavogur. Once each month there will be a simple workshop for children in the Natural History Museum from 4 - 5 p.m. in collaboration with the Gerðarsafn in Kópavogur. The aim is to create time and space for families to be together after school.The theme will always be connected to nature where we will use art to explore the subject. Material will be available.The workshops are great for ages 3 to 8 years old.We look forward to seeing you
19.12.2024 kl. 12:15 - Bókasafn Kópavogs
Áróra Friðriksdóttir og Jóna Svandís Þorvaldsdóttir bjóða upp á hlýlega stund á Bókasafni Kópavogs. Fluttar verða nokkrar jólaperlur á íslensku í notalegu umhverfi bókasafnsins. Fullkomin leið til að taka stund frá önnum dagsins og njóta hátíðleika aðventunnar.
Tónleikarnir standa yfir í um hálfa klukkustund og eru öllum opnir á meðan húsrúm leyfir. Aðgangur ókeypis.
Áróra Friðriksdóttir stundar söngnám á miðstigi við Tónlistarskóla FÍH. Hún hefur alltaf haft ánægju og yndi af tónlist og hóf að syngja í barna- og unglingakór Hafnarfjarðarkirkju aðeins fjögurra ára gömul. Auk þess stundaði hún bæði klassískt og rytmískt píanónám við Tónlistarskóla Hafnarfjarðar og lauk þaðan miðprófi í klassískum píanóleik. Áróra hóf nám í rytmískum söng árið 2022 og stefnir á að ljúka miðprófi í vor.
Jóna Svandís Þorvaldsdóttir stundar söngnám á miðstigi við Tónlistarskóla FÍH og hefur einnig grunn á píanó. Hún hefur notið þess að syngja frá blautu barnsbeini, lengst af með Vocal Project – poppkór Íslands en áður með kór Verzlunarskóla Íslands og Barnakór Árbæjarkirkju. Jóna stofnaði árið 2013 sönghópinn Jólabjöllurnar sem skemmta víða fyrir hver jól. Hún semur einnig eigin tónlist og gaf nýverið út plötuna ÓRAR ásamt vinkonum sínum.
Með Áróru og Jónu Svandísi kemur fram Valur Þór Hjálmarsson á gítar.