Fréttir

Tilkynningar

Viðburðir

08.04.2024 kl. 08:00 - Bókasafn Kópavogs

Bókamarkaður

Mánaðarlegi bókamarkaðurinn okkar er á aðalsafni þessa vikuna. Bækur og fleira á góðu verði.
12.04.2024 kl. 13:00 - Salurinn

Hugleiðsla fellur niður

Af óviðráðanlegum ástæðum felllur hugleiðslan niður. Við þökkum fyrir frábærar móttökur og áhugann sem þið hafið sýnt. Framhald á viðburðarröðinni er í skoðun.
13.04.2024 kl. 13:00 - Bókasafn Kópavogs

Lífríki náttúrunnar

Í þessari smiðju munum við föndra litrík skordýr úr eggjabökkum, pípuhreinsurum og alls kyns glingri. Við heiðrum ríki skordýranna, það ríki sem er allt í kringum okkur og mun koma til með að spretta fram við vorjafndægur. Smiðjan hentar mjög vel fyrir börn og fjölskyldur. Aðgangur er ókeypis og öll hjartanlega velkomin á meðan húsrúm leyfir. Smiðjan er liður í viðburðaröðinni Fjölskyldustundir á laugardögum sem er styrkt af lista- og menningarráði Kópavogsbæjar
14.04.2024 kl. 13:30 - Salurinn

Upphaf (& endir)

Sameining, sólarlag, þróun  Tvær kynslóðir framúrskarandi tónlistarmanna taka höndum saman á þessum tónleikum. Þau Guðbjartur Hákonarson, fiðluleikari, Hrafnhildur Marta Guðmundsdóttir, sellóleikari og Helga Bryndís Magnúsdóttir píanóleikari eiga að baki náið samstarf í lífi og leik; Hrafnhildur Marta og Helga Bryndís eru mæðgur og Guðbjartur og Hrafnhildur Marta eru hjón. Hér stíga þremenningarnir í fyrsta sinn fram sem píanótríó og bjóða upp á tvö af sínum eftirlætis kammerverkum. Meistaraverk Schuberts, Es-dúr tríóið op.100, er eitt af síðustu verkum tónskáldsins, stórbrotið verk sem tekur um 50 mínútur í flutningi, fullt af unaðslegum laglínum, ljóðrænu og dramatík. Es-dúr tríóið er verk fullþroskaðs tónskálds á hápunkti ferils síns en sem mótvægi hljómar svo fyrsta verk eftir annan meistara tónbókmenntanna, Dmitri Shostakovich, sem samdi píanótríó sitt nr. 1 op. 8 eftir að hafa verið við nám í konservatoríinu í Leníngrad í þrjú ár. EfnisskráFranz SchubertPíanótríó í Es-dúr ópus 100Dmitri ShostakovichPíanótríó nr. 1 ópus 8 Á undan tónleikunum verður boðið upp á tónleikaspjall í forsal Salarins þar sem fjallað verður um efnisskrá dagsins. Tónleikakynningin kl. 12:30 og stendur í um 30 mínútur.Aðgangur er ókeypis og öll hjartanlega velkomin.Hægt verður að kaupa og njóta ljúffengra veitinga frá veitingastaðnum Krónikunni í forsal Salarins frá klukkan 12.
14.04.2024 kl. 14:00 - Gerðarsafn

Leiðsögn listakonu og sýningarstjóra um sýninguna Hjartadrottning.

Verið velkomin á leiðsögn um sýninguna Hjartadrottning í fylgd með Sóleyju Ragnarsdóttur og Heiðari Kára Rannverssyni, sunnudaginn 14. apríl. Á sýningunni Hjartadrottning birtist áhorfendum heillandi hugar- og efnisheimur myndlistarkonunnar Sóleyjar Ragnarsdóttur. Ofurskrautleg málverk og skúlptúrar af ýmsum stærðum og gerðum, fagurlega málaðir veggfletir og sérhannað veggfóður auk sýningarborða með einstöku servíettusafni skapa hér eina heild svo úr verður malerísk innsetning. Þetta er fyrsta einkasýning Sóleyjar Ragnarsdóttur á Íslandi. Hér gefst áhorfendum því einstækt tækifæri að sjá úrval af verkum þessarar upprennandi listakonu, sem eru ólík því sem er efst á baugi í íslenskri samtímalist. Sýningarstjóri er Heiðar Kári Rannversson. Athugið að leiðsögnin fer fram á ensku. Sóley Ragnarsdóttir Sóley Ragnarsdóttir (f. 1991) er dönsk-íslensk myndlistarkona búsett í Stenbjerg, Thy í Danmörku. Hún lauk meistaraprófi frá Städelschule í Frankfurt, Þýskalandi árið 2019 undir handleiðslu Amy Sillman, Monika Baer og Nikolas Gambaroff. Á síðustu árum hefur Sóley vakið verðskuldaða athygli á danska og alþjóðlega myndlistarsviðinu og tekið þátt í fjölmörgum samsýningum. Þá hefur hún haldið nokkrar einkasýningar, m.a. Dot, dot, dot (2021) í Gallery Jean-Claude Maier, Frankfurt, Organizing Principles (2021) á O–Overgaden og Cherrystone (2022) í Formation Gallery, Kaupmannahöfn. Árið 2023 sýndi hún verkið More Love Hours á alþjóðlegu tónlistarhátíðinni Roskilde Festival. Verk Sóleyjar má finna í einkasöfnum erlendis og Statens Kunstfond í Danmörku. Heiðar Kári Rannversson Heiðar Kári Rannversson (b. 1982) er listfræðingur og sjálfstætt starfandi sýningarstjóri. Hann var deildarstjóri við Nordatlantens Brygge í Kaupmannahöfn frá 2018-2022 og verkefnastjóri fræðslu og viðburða á Listasafni Reykjavíkur frá 2013-2016. Undanfarin tíu ár hefur Heiðar Kári unnið fjölmörg rannsóknar- og sýningarverkefni fyrir innlendar og erlendar liststofnanir, m.a. Nýlistasafnið, Hafnarborg, Listasafn Íslands og Myndlistarmiðstöð. Þá hefur hann sinnt stundakennslu við Háskóla- og Listaháskóla Íslands um árabil. Heiðar Kári hlaut MA próf í listrannsóknum frá Háskólanum í Amsterdam árið 2012 eftir BA nám í Listfræði við Háskóla Íslands og Arkitektúr við Konunglega Listaháskólann í Kaupmannahöfn. Hann hefur verið formaður Listfræðafélags Íslands frá árinu 2023.
14.04.2024 kl. 13:00 - Gerðarsafn

Leiðsögn listamanns og sýningarstjóra | Hjartadrottning

Verið velkomin á leiðsögn um sýninguna Hjartadrottning í fylgd með Sóleyju Ragnarsdóttur og Heiðari Kára Rannverssyni, sunnudaginn 14. apríl. Á sýningunni Hjartadrottning birtist áhorfendum heillandi hugar- og efnisheimur myndlistarkonunnar Sóleyjar Ragnarsdóttur. Ofurskrautleg málverk og skúlptúrar af ýmsum stærðum og gerðum, fagurlega málaðir veggfletir og sérhannað veggfóður auk sýningarborða með einstöku servíettusafni skapa hér eina heild svo úr verður malerísk innsetning. Þetta er fyrsta einkasýning Sóleyjar Ragnarsdóttur á Íslandi. Hér gefst áhorfendum því einstækt tækifæri að sjá úrval af verkum þessarar upprennandi listakonu, sem eru ólík því sem er efst á baugi í íslenskri samtímalist. Sýningarstjóri er Heiðar Kári Rannversson. Athugið að leiðsögnin fer fram á ensku. Sóley Ragnarsdóttir Sóley Ragnarsdóttir (f. 1991) er dönsk-íslensk myndlistarkona búsett í Stenbjerg, Thy í Danmörku. Hún lauk meistaraprófi frá Städelschule í Frankfurt, Þýskalandi árið 2019 undir handleiðslu Amy Sillman, Monika Baer og Nikolas Gambaroff. Á síðustu árum hefur Sóley vakið verðskuldaða athygli á danska og alþjóðlega myndlistarsviðinu og tekið þátt í fjölmörgum samsýningum. Þá hefur hún haldið nokkrar einkasýningar, m.a. Dot, dot, dot (2021) í Gallery Jean-Claude Maier, Frankfurt, Organizing Principles (2021) á O–Overgaden og Cherrystone (2022) í Formation Gallery, Kaupmannahöfn. Árið 2023 sýndi hún verkið More Love Hours á alþjóðlegu tónlistarhátíðinni Roskilde Festival. Verk Sóleyjar má finna í einkasöfnum erlendis og Statens Kunstfond í Danmörku. Heiðar Kári Rannversson Heiðar Kári Rannversson (b. 1982) er listfræðingur og sjálfstætt starfandi sýningarstjóri. Hann var deildarstjóri við Nordatlantens Brygge í Kaupmannahöfn frá 2018-2022 og verkefnastjóri fræðslu og viðburða á Listasafni Reykjavíkur frá 2013-2016. Undanfarin tíu ár hefur Heiðar Kári unnið fjölmörg rannsóknar- og sýningarverkefni fyrir innlendar og erlendar liststofnanir, m.a. Nýlistasafnið, Hafnarborg, Listasafn Íslands og Myndlistarmiðstöð. Þá hefur hann sinnt stundakennslu við Háskóla- og Listaháskóla Íslands um árabil. Heiðar Kári hlaut MA próf í listrannsóknum frá Háskólanum í Amsterdam árið 2012 eftir BA nám í Listfræði við Háskóla Íslands og Arkitektúr við Konunglega Listaháskólann í Kaupmannahöfn. Hann hefur verið formaður Listfræðafélags Íslands frá árinu 2023.
16.04.2024 kl. 10:00 - Bókasafn Kópavogs

Hannyrðaklúbburinn Garn og gaman

Hannyrðaklúbburinn Garn og gaman hittist alla þriðjudaga á 2. hæð aðalsafns kl. 10. Heitt á könnunni og öll velkomin! Nánari upplýsingar veitir Gréta Björg Ólafsdóttir, gretabjorg@kopavogur.is Fylgist með í Facebook-hópnum Hannyrðaklúbburinn Garn og gaman | Bókasafn Kópavogs
17.04.2024 kl. 14:00 - Bókasafn Kópavogs

Hannyrðaklúbburinn Kaðlín

Hannyrðaklúbburinn Kaðlín hittist alla miðvikudaga á 2. hæð aðalsafns. Heitt á könnunni og allir velkomnir! Nánari upplýsingar veitir Gréta Björg Ólafsdóttir, gretabjorg@kopavogur.is Fylgist með í Facebook-hópnum Hannyrðaklúbburinn Kaðlín | Bókasafn Kópavogs.
17.04.2024 kl. 16:00 - Bókasafn Kópavogs

Bókmenntaklúbburinn Hananú!

Bókmenntaklúbburinn Hananú! hittist í Huldustofu á 3. hæð aðalsafns.  Annan hvern miðvikudag hittist á bókasafninu fremur siðprúður hópur fólks og ræðir hinar fögru orðlistir. Komið bara og gangið í bæinn, tölum um bækur – og Hananú! Fylgist með í Facebook-hópnum Bókmenntaklúbburinn Hananú | Bókasafn Kópavogs.
17.04.2024 kl. 12:15 - Náttúrufræðistofa Kópavogs

Hvað er mold?

Hvað er er erindaröð á vegum Náttúrufræðistofu Kópavogs. Sérfræðingar úr ýmsum áttum eru fengnir til að varpa ljósi á ólík hugtök og fyrirbæri og skýra þau út á mannamáli. Viðfangsefni þessa hádegisfyrirlestrar er í anda komandi birtu og sumars þar sem Ólafur Arnalds, líffræðingur mun fjalla um mold en Ólafur er einn fremsti vísindamaður landsins á sviði jarðvegsrannsókna. Ólafur Arnalds hefur stundað rannsóknir á landgræðslu, kolefnisbindingu í jarðvegi, vistheimt og ástandi lands, sem nýtast meðal annars fyrir ákvörðun á stöðu beitilanda og endurheimt landgæða. Hann leiddi verkefnið Nytjaland sem er viðamikill gagnagrunnur um eðli yfirborðs landsins. Ólafur vann við rannsóknir á eiginleikum íslensks jarðvegs um langa hríð. Hann mótaði m.a. aðferðir við flokkun moldarinnar og er aðalhöfundur jarðvegskorts fyrir landið. Ólafur tók virkan þátt í fjölþjóðlegu samstarfi um jarðveg á eldfjallasvæðum sem og við þróun regluverks um jarðvegsvernd á vegum Evrópusambandsins. Bók hans, Mold ert þú - jarðvegur og íslensk náttúra, kom út árið 2023 og hlaut viðurkenningu Hagþenkis. Fyrirlesturinn fer fram í forsal Salarins. Aðgangur er ókeypis og öll hjartanlega velkomin.
18.04.2024 kl. 17:00 - Bókasafn Kópavogs

Íslenskar lækningajurtir

Steinn Kárason, garðyrkjumeistari og M.Sc. í umhverfisfræðum, segir frá algengum íslenskum drykkjar- og lækningajurtum og leiðbeinir um söfnun þeirra, verkun og notkun. Hann veitir jafnframt tilsögn í að útbúa jurtate, grasaseyði og hvannasúpu og veitir innsýn í þróun og sögu grasalækninga og nýjar rannsóknir sem styðja reynslu forfeðranna. Stiklað verður á stóru í sögulegu samhengi og áhersla lögð á sjálfbærni og virðingu við náttúruna. Viðburðurinn fer fram í Huldustofu á 3. hæð aðalsafns. Aðgangur ókeypis og öll velkomin á meðan húsrúm leyfir.
18.04.2024 kl. 10:00 - Bókasafn Kópavogs

Holl fæða | Foreldramorgunn

Ebba Guðný Guðmundsdóttir, heilsufyrirlesari og rithöfundur, fræðir foreldra um holla og næringaríka fæðu fyrir yngstu börnin. Foreldramorgunninn fer fram í fordyri Salarins, tónlistarhúss. Foreldramorgnar eru frábært tækifæri fyrir foreldra og ung börn þeirra til að hittast og eiga rólega stund saman á safninu. Fylgist með í Facebook-hópnum Foreldramorgnar | Bókasafn Kópavogs.  Ókeypis aðgangur og öll velkomin.
Fleiri viðburðir

Hafðu samband

 

Hringdu í 441 0000

ef þig vantar aðstoð, svör eða nánari upplýsingar. Opnunartími Þjónustuversins er mánudaga - fimmtudaga frá 8 - 16 en frá 8 - 13 á föstudögum.

Hringja

 

Sendu okkur póst

Við tökum á móti ábendingum og fyrirspurnum í gegnum tölvupóst. Smelltu á merkið hér að ofan til að senda okkur póst.

Senda póst

 

Þarftu að senda viðkvæm gögn á öruggan hátt til Kópavogsbæjar

Notendur geta sent Kópavogsbæ viðkvæmar skrár eftir að þeir hafa auðkennt sig með rafrænum skilríkjum.

Gögnum er eytt úr Signet transfer eftir að viðkomandi hefur sótt þau.

Signet