Fréttir

Tilkynningar

Viðburðir

26.11.2023 kl. 13:00 - Menning í Kópavogi

Jólalundur í Guðmundarlundi

Verið hjartanlega velkomin í Jólalundinn í Guðmundarlundi þar sem fram fer dásamleg fjölskyldudagskrá, alla sunnudaga fram að jólum. Ekki missa af jólaballinu hennar Rófu, spurningakeppni Hurðaskellis, sveimandi ævintýraverum, blaðskellandi jólasveinum, rjúkandi heitu kakói, splunkunýjum ratleikjum og jólaföndri í dásamlegri náttúru. Dagskráin er endurtekin yfir daginn svo að allir ættu að komast að, hitta ævintýraverur og jólasveina. Ratleikur og föndur verður í boði á meðan opnun stendur og hægt verður að kaupa heitt kakó. Barnakórar syngja:13:05 við inngang13:20 við kaffihúsið13:35 við leiktækin14:05 við inngang14:20 við kaffihúsið14:35 við leiktækin Jólaball Rófu13:10 - 13:40 - 14:10 - 14:35 Spurningarkeppni Hurðaskells13:15 - 13:45 - 14:15 - 14:45 Við hlökkum til þess að sjá ykkur og njóta fjölskyldauvænnar samveru í fallegu náttúrunni okkar hér í Kópavogi.
30.11.2023 kl. - Menning í Kópavogi

Tilnefndu Jólahús Kópavogs 2023 hér

Er jólahús Kópavogs í götunni þinni? Óskað er eftir tilnefningum um jólahús Kópavogsbæjar. Frestur er til og með 10. desember og skulu tilnefningar sendar inn í gegnum skráningarform á meko.is. Ýttu hér til þess að tilnefna. Úrslit verða kynnt 14. desember en valið á jólahúsi Kópavogsbæjar er í höndum lista- og menningarráðs Kópavogsbæjar. _______________________________________ Njóttu aðventunnar í Kópavogi – fjöldi viðburða víðsvegar um bæjarfélagið. Kynntu þér viðburðadagskrána á meko.is.
03.12.2023 kl. 16:00 - Salurinn

TEIKNIMYNDAJÓL

Viðlag snýr aftur með glænýja tónleikaupplifun sem aldrei áður hefur sést á Íslandi. Tónleikarnir eru innblásnir af Glee söngleikjaklúbbum Bandaríkjanna þar sem mikið er um stór söngnúmer og sprúðlandi leikgleði. Að þessu sinni syngur Viðlag inn jólin með þekktum lögum úr teiknimyndum sem eru sett í glænýjan jólabúning með íslenskum og sprenghlægilegum textum. Í stað þess að syngja um Bruno í Encanto syngur hópurinn um hvernig væri að halda jólin á Tenerife í ár. Par syngur dúett þar sem metist er um hver kaupir flottari jólagjöf. Malt og appelsín játa ást sína á hvort öðru á meðan aðrir dásama dálæti sitt á jólakvikmyndum. Tekin verða lög úr t.d. Fríðu og dýrinu, Frost, Aladdín, Mary Poppins og Moana. Viðlag hefur slegið í gegn með söngleikjatónleikum fyrir fullu húsi í Gaflaraleikhúsinu, Þjóðleikhúskjallaranum og í Tjarnarbíó undanfarin ár með sýningum fullum af húmor gleði. Meðlimir Viðlags eru allir lærðir leikarar, söngvarar eða hafa áralanga reynslu af söng. Upplifðu öðruvísi, skemmtileg og falleg jól með Viðlagi í Salnum.  3. desember kl. 16:00 – Fjölskylduvænir tónleikar 3. desember kl. 20:00 – Tónleikar Kórstjóri: Axel Ingi Árnason Listrænir stjórnendur: Agnes Wild, Bjarni Snæbjörnsson og Urður Bergsdóttir
03.12.2023 kl. 16:00 - Gerðarsafn

Útgáfufögnuður | Heimur Gerðar Helgadóttur

Verið hjartanlega velkomin á útgáfufögnuð og listasmiðju fyrir glænýja barnabók um Gerði Helgadóttur sem ber titilinn Heimur Gerðar Helgadóttur, sunnudaginn 3. desember kl. 16:00 í Gerðarsafni. Í bókinni fáum við að kynnast ævi og ferli Gerðar á spennandi hátt og spreyta okkur á gerð eigin listaverka. Bókin er afrakstur samstarfs Gerðarsafns við Helgu Páleyju Friðjónsdóttur listamann og Hrafnhildi Gissurardóttur sérfræðing í fræðslu og er unnin með stuðningi frá Safnsjóði. Börn og fjölskyldur þeirra eru boðin sérstaklega velkomin. Helga Páley Friðjónsdóttir mun leiða listsmiðju fyrir börn og léttar veitingar verða í boði. Hlökkum til að sjá ykkur!
03.12.2023 kl. 16:00 - Gerðarsafn Art Museum

Book launch party | The World of Gerður Helgadóttir

Join us to celebrate the brand-new children's book about Gerður Helgadóttir, The World of Gerður, Sunday 3rd December at 4 p.m. in Gerðarsafn. Children and their families are especially welcome. Artist Helga Páley Friðjónsdóttir, the illustrator for the book, will host a workshop for children and there will be refreshments. Looking forward to seeing you!
03.12.2023 kl. 17:00 - Menning í Kópavogi

Friðarjól í Digraneskirkju

Samkór Kópavogs mun syngja inn aðventuna með ljúfum og fallegum aðventu- og jólalögum sunnudaginn 3. desember kl. 17 í Digraneskirkju. Einsöngvari á tónleikunum er tenórsöngvarinn Gunnar Björn Jónsson tenór, orgel- og píanóleikari er Lenka Mátéóva og stjórnandi kórsins er Friðrik S. Kristinsson. Verðið öll hjartanlega velkomin. Miðasala er hjá kórfélögum (samkor@samkor.is) og við innganginn.
03.12.2023 kl. 17:00 - Menning í Kópavogi

Glimmerjól í Hjallakirkju

Glimmerjól, jólatónleikar Kvennakórs Kópavogs, verða haldnir í Hjallakirkju í Kópavogi þann 3. desember næstkomandi klukkan 17.00. Í kórnum eru tæplega 50 konur sem syngja undir stjórn Margrétar Eirar. Sérstakur gestasöngvari tónleikanna í ár verður Bjarni Arason stórsöngvari sem mun syngja vel valin jólalög ásamt kórnum. Að venju verður einvalalið tónlistarfólks með okkur í för sem sér um að slá hinn sanna jólatakt. Ingvar Alfreðsson leikur á píanó, Róbert Þórhallsson á rafbassa og Ólafur Hólm á trommur. Við lofum einstakri glimmer jólastemmningu og hlökkum til sjá ykkur öll! Miðar á TIX Miðaverð: 3000 kr.Ónúmeruð sæti.
03.12.2023 kl. 13:00 - Menning í Kópavogi

Jólalundur í Guðmundarlundi

Verið hjartanlega velkomin í Jólalundinn í Guðmundarlundi þar sem fram fer ókeypis fjölskyldudagskrá, alla sunnudaga fram að jólum. Ekki missa af jólaballinu hennar Rófu, spurningakeppni Hurðaskellis, sveimandi ævintýraverum, blaðskellandi jólasveinum, rjúkandi heitu kakói, splunkunýjum ratleikjum og jólaföndri í dásamlegri náttúru. Dagskráin er endurtekin yfir daginn svo að allir ættu að komast að, hitta ævintýraverur og jólasveina. Ratleikur og föndur verður í boði á meðan opnun stendur og hægt verður að kaupa heitt kakó. Barnakórar syngja:13:05 við inngang13:20 við kaffihúsið13:35 við leiktækin14:05 við inngang14:20 við kaffihúsið14:35 við leiktækin Jólaball Rófu13:10 - 13:40 - 14:10 - 14:35 Spurningarkeppni Hurðaskells13:15 - 13:45 - 14:15 - 14:45 Við hlökkum til þess að sjá ykkur og njóta fjölskyldauvænnar samveru í fallegu náttúrunni okkar hér í Kópavogi.
06.12.2023 kl. 20:00 - Menning í Kópavogi

Krimmakviss í 27 Mathús & bar

Verið hjartanlega velkomin í krimmakviss í Kópavogi. Lilja Sigurðardóttir stýrir keppninni og nokkrar af helstu glæpasagnakanónum landsins eru liðsstjórar en þau eru Eva Björg Ægisdóttir, Ævar Örn Jósepsson, Jónína Leósdóttir, Skúli Sigurðsson, Sólveig Pálsdóttir og Óskar Guðmundsson. Boðið verður upp á sérstök tilboð á mat og drykk og mælum við með að áhugasamir bóki borð. Viðburðurinn fer fram á 27 Mathús & bar,Víkurhvarfi 1. Aðgangur ókeypis og öll hjartanlega velkomin á meðan húsrúm leyfir. Bókaklúbbur bæjarlistamannsins 2023 - 2024 Lilja Sigurðardóttir er bæjarlistamaður Kópavogsbæjar 2023 - 2024 og mun af því tilefni bjóða upp á stórskemmtilega viðburðadagskrá sem hverfist um glæpasöguna í öllum sínum litbrigðum. 9. ágúst kl. 18Hinsegin glæpalýðurÍslenskar og erlendar glæpasögur í hinsegin ljósiLesarar með Lilju eru Íris Tanja Flygenring og Sigursteinn MássonÍ samstarfi við Hinsegin dagaBókasafn Kópavogs 18. október kl. 20Glæpsamlega gott jólabókaflóðSplunkunýjar glæpasögur í brennidepliBókasafn Kópavogs 6. desember kl. 20KrimmaKviss í KópavogiJólastemning og dularfull spurningakeppni27 mathús og bar. Víkurhvarfi 1 28. luty kl. 20Wieczór z książką Artysty Miasta KópavogurWprowadzenie do islandzkiego kryminału i książek dostępnych po polsku. Spotkanie odbędzie się w języku polskim. Wszyscy mile widziani! We współpracy z Polishbooks, polską księgarnią w KópavogurBiblioteka Miejska w Kópavogur 9. mars kl. 11 – 15Hvernig á að skrifa glæpasögu?Innsýn veitt í skapandi ferliSkráning auglýst síðarBókasafn Kópavogs23. apríl kl. 18. Dagur bókarinnarKanóna íslenskra glæpasagnaHverjar eru uppáhalds glæpasögur Kópavogsbúa?Bókasafn Kópavogs
06.12.2023 kl. 14:00 - Bókasafn Kópavogs

Hannyrðaklúbburinn Kaðlín

Hannyrðaklúbburinn Kaðlín hittist alla miðvikudaga á 2. hæð aðalsafns. Heitt á könnunni og allir velkomnir! Nánari upplýsingar veitir Gréta Björg Ólafsdóttir, gretabjorg@kopavogur.is Fylgist með í Facebook-hópnum Hannyrðaklúbburinn Kaðlín | Bókasafn Kópavogs.
06.12.2023 kl. 17:00 - Gerðarsafn

Samtal við Skúlptúr/Skúlptúr

Tónlistarhópurinn Skerpla kemur fram á síðdegistónleikum í Gerðarsafni þar sem hann skapar hljóðheim og viðbragð við verk á samsýningunni Skúlptúr/Skúlptúr. Skerpla, sem starfar innan Listaháskóla Íslands, skapar og flytur tónlist af tilraunakenndum toga með það að markmiði að víkka út hefðbundnar hugmyndir um tónlist. Hópurinn hefur komið fram á fjölda tónleika og hátíða, má þar nefna Sequences, Myrka músíkdaga, Hönnunarmars og Hljóðön í Hafnarborg. Listrænn stjórnandi hópsins er Berglind María Tómasdóttir. Þrennir tónleikar Skerplu eru fyrirhugaðir í tengslum við sýninguna í Gerðarsafni; miðvikudagana 18. október, 15. nóvember og 5. desember. Tónleikarnir hefjast klukkan 17 og standa yfir í 30 - 40 mínútur. Skerplu skipa Aiden Dumitru, Baldur Snær Bachmann. Diana Burkot, Egill Ásdísarson, Eydís Egilsdóttir Kvaran, Eyrún Úa Þorbjörnsdóttir, Karolis Dabulskis, Konrad Stanislaw Groen, Konstantine Vlasis, Kristrún Steingrímsdóttir, Lidong Lin, Michael Richardt Petersen og Ólöf Sigríður Valsdóttir. Sýningin Skúlptúr/Skúlptúr er samsýning tíu ólíkra listamanna sem hverfist um skúlptúrinn og ólíkar birtingarmyndir hans í samtímalist. Listamennirnir tíu koma úr ólíkum áttum en hafa allir sett mark sitt á íslenska samtímalist með einum eða öðrum hætti. Hér er reynt á mörk miðilsins- hvað varðar stærð, tækni, rými, viðhorf og hlutverk okkar sem áhorfanda en listamenn sýningarinnar eru Andreas Brunner. Anna Líndal, Claire Paugam. Elísabet Brynhildardóttir, Eygló Harðardóttir, Geirþrúður Finnbogadóttir Hjörvar, Ingrid Ogenstedt, Ívar Glói Gunnarsson Breiðfjörð, Martha Haywood og Raimonda Sereikaité. Sýningarstjórar eru Brynja Sveinsdóttir og Cecilie Gaidhede.  Ókeypis er á tónleikana fyrir nemendur LHÍ. Miði á sýninguna gildir að öðrum kosti en almennt miðaverð er 1200 krónur og 600 krónur fyrir aldraða. Frítt fyrir börn og ungmenni yngri en 18 ára, öryrkja og félaga í SÍM, ICOM og FÍSOS gegn framvísun skírteinis. https://www.youtube.com/watch?v=eRpEABhjTuM
06.12.2023 kl. 16:00 - Bókasafn Kópavogs

Aðventutónleikar Tónlistarskóla Kópavogs

Nemendur Tónlistarskóla Kópavogs spila ljúfa jólatónlist fyrir gesti og gangandi á 2. hæð aðalsafns dagana 6. desember, 13. desember og 20. desember kl. 16:00. Piparkökur og hugguleg stemning. Öll velkomin!
Fleiri viðburðir

Hafðu samband

 

Hringdu í 441 0000

ef þig vantar aðstoð, svör eða nánari upplýsingar. Opnunartími Þjónustuversins er mánudaga - fimmtudaga frá 8 - 16 en frá 8 - 13 á föstudögum.

Hringja

 

Sendu okkur póst

Við tökum á móti ábendingum og fyrirspurnum í gegnum tölvupóst. Smelltu á merkið hér að ofan til að senda okkur póst.

Senda póst

 

Þarftu að senda viðkvæm gögn á öruggan hátt til Kópavogsbæjar

Notendur geta sent Kópavogsbæ viðkvæmar skrár eftir að þeir hafa auðkennt sig með rafrænum skilríkjum.

Gögnum er eytt úr Signet transfer eftir að viðkomandi hefur sótt þau.

Signet