Umhverfis- og samgöngunefnd

54. fundur 16. september 2014 kl. 16:30 í Fannborg 6, fundarherbergi 2. hæð
Fundinn sátu:
  • Hjördís Ýr Johnson aðalmaður
  • Jón Kristinn Snæhólm aðalmaður
  • Hreiðar Oddsson aðalmaður
  • Sigurður M Grétarsson aðalmaður
  • Einar Baldursson aðalmaður
  • Hreggviður Norðdahl aðalmaður
  • Steingrímur Hauksson sviðsstjóri skipulags- umhverfissviðs
  • Birgir Hlynur Sigurðsson skipulagsstjóri
  • Gylfi Sigurðsson áheyrnarfulltrúi
  • Bjarki Þórir Valberg
Fundargerð ritaði: Bjarki Valberg Umhverfisfulltrúi
Dagskrá

1.1409258 - Umhverfis- og samgöngunefnd - Umferðamál - Erindi 2014

Lagður fram listi af erindum varðandi umferðamál og tillaga af afgreiðslu erinda dags. 12.9.2014.
Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir tillögur af afgreiðslu mála.

2.1312157 - Ályktanir sveitarstjórnarvettvangs EFTA

Á fundi bæjarráðs 14.8.2014 var erindinu vísað til kynningar í umhverfis- og samgöngunefnd.
Lagt fram og kynnt. Umhverfisfulltrúa falið að taka saman drög að framkvæmdaáætlun. Umhverfis- og samgöngunefnd samþykktir að athuga með kaup á tveimur vespum og sjálfbærum valkosti við umhirðu sorpíláta.
Umhverfis- og samgöngunefnd vísar erindinu til bæjarráðs og bæjarstjórnar til afgreiðslu.

3.1102649 - Vatnsvernd höfuðborgarsvæðisins, endurskoðun

Á fundi bæjarstjórnar 14.7.2014 var erindinu vísað til kynningar í umhverfis- og samgöngunefnd.
Lagt fram og kynnt.

4.1409228 - Breiðahvarf - Umferðaskipulag - Umferðamál

Lögð fram breytt umferðaskipulag við Breiðahvarf og tillaga að sleppisvæði við Vatnsendaskóla dags. 29.8.2014 og 11.9.2014.
Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir framlagðar tillögu og vísar erindinu til bæjarráðs og bæjarstjórnar til afgreiðslu. Umhverfis- og samgöngunefnd leggur áherslu á að framkvæmdir hefjist sem fyrst.

5.1309039 - Ferðamátakannanir grunnskóla Kópavogs

Lögð fram tillaga að ferðamáta og leiðarvalskönnunum dags 4.9.2014.
Lagt fram og kynnt. Samþykkt.

6.1408478 - Umhverfismál - Innviði nýtt til rýmisafmörkunar og auðkennis

Lögð fram minnisblað og tillaga að útfærslum á innviðum til rýmisafmörkunar svæða dags. 11.9.2014 og 28.8.2014.
Umhverfis- og samgöngunefnd óskar eftir tillögu að útfærslu merkingar gönguleiða. Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir tilraunaverkefni við Furugrund, Digranesveg og Dalsmára.
Umhverfis- og samgöngunefnd vísar erindinu til bæjarráðs og bæjarstjórnar og gerðar næstu fjárhagsáætlunar fyrir 2015.

7.1409010 - Austurkór - Samgöngumál - Gönguleiðir

Lagt fram minnisblað varðandi gönguleiðir í Austurkór í samræmi við Leiðarvalskönnun dags. 1.9.2014
Umhverfis- og samgöngunefnd leggur áherslu á mikilvægi gönguleiðar skv. leiðarvalskönnun 5.2.2014 og að framkvæmdir ljúki hið fyrsta og vísar erindinu til bæjarráðs og bæjarstjórnar til afgreiðslu.

8.1409103 - Samgönguvika 2014 - 16.9.-22.9.

Lögð fram tillaga að dagskrá dags. 4.9.2014.
Lagt fram og kynnt. Samþykkt.

9.1409003 - Erindi til umhverfis- og samgöngunefndar - Hraðahindranir 2014

Lögð fram samantekt á beiðnum um hraðahindrunum til umhverfis- og samgöngunefndar 2014 dags. 28.8.2014.
Lagt fram og kynnt. Umhverfissviði falið að gera viðeigandi úrbætur.

10.1409244 - 4 ára áætlun um göngu- og hjólreiðastíga

Lögð fram tillaga að 4 ára áætlun um göngu- og hjólreiðastíga skv. málefnasamningi dags. 11.9.2014.
Samþykkt. Umhverfis- og samgöngunefnd vísar erindinu til bæjarráðs og bæjarstjórnar til afgreiðslu og gerðar næstu fjárhagsáætlunar fyrir 2015.

11.1409004 - Samantekt á aðliggjandi götum að þjónustustofnunum miðbæjarins skv. umferðaáætlun Kópavogsbæjar 2012

Lögð fram samantekt á aðliggjandi götum að þjónustustofnunum miðbæjarins skv. umferðáæltun Kópavogsbæjar 2012
Lagt fram og kynnt. Umhverfissviði falið að gera viðeigandi útbætur.

12.1309346 - Grenndargámastöðvar í Kópavogi

Lagt fram minnisblað varðandi aðlögun á grenndargámastöðvum í samræmi við landsáætlun um meðhöndlun úrgangs 2013 - 2024 og frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 55/2003 um meðhöndlun úrgangs.
Samþykkt. Umhverfis- og samgöngunefnd vísar erindinu til bæjarráðs og bæjarstjórnar til afgreiðslu og gerðar næstu fjárhagsáætlunar fyrir 2015. Umhverfis- og samgöngunefnd óskar eftir umsögn frá Öryrkjabandalaginu varðandi útfærslu á sértækri söfnun á flokkuðu sorpi.

13.1409005 - Umhverfis- og samgögnunefnd - Fyrirliggjandi verkefni

Lagt fram minnisblað varðandi fyrirliggjandi verkefni dags. 2.9.2014.
Lagt fram og kynnt.
Fyrirspurn frá formanni umhverfis- og samgöngunefndar varðandi að tenging milli Þrym-, Þrúð-, Þorra-, Örva- og Öldusala svæðis og Linda (skólasvæðis) í formi göngubrúar yfir Fífuhvammsveg verði framkvæmd.

Fundi slitið.