Íbúafjöldi í Kópavogi þann 1. ágúst 2023 var 40.288 íbúar.
- Íbúar
- Börn og ungmenni
- Íþróttir & útivist
- Velferð
- Þjónusta
- Skipulagsmál
- Byggingarmál
- Samgöngur
- Umhverfi
- Menning
- Íbúaverkefni
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
- þjónustugátt
- Ábendingar
Í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér með auglýst tillaga að deiliskipulagi Smárahvammsvegar.
Bæjarstjórn Kópavogs samþykkti þann 26. október 2021 með tilvísan í 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi Smárahvammsvegar. Deiliskipulagið tekur til Smárahvammsvegar frá og með gatnamótum við Fífuhvammsveg að gatnamótum Arnarnesvegar.
Í tillögunni er akreinum fækkað svo Smárahvammsvegur verður ein akrein í hvora átt, almennt 3,5m breið og aðskildar með 5m breiðri miðeyju. Gatnamót Smárahvammsvegar—Fífuhvammsvegar og Smárahvammsvegar-Gullsmára/Silfursmára verða umferðarljósastýrð. Vinstri beygjur verða leyfðar á öllum gatnamótum um op í miðeyju. Götur verða aðskildar grænum svæðum og eyjum með steyptum kanti. Göngustígar verða beggja vegna ganta og gönguþveranir verða við öll gatnamót í plani við gatnamót um hellulagða upphækkun í götu. Hjólastígur verður samhliða gangstíg vestan Smárahvammsvegar, í einstefnu upp í átt að Nónhæð.
Tillagan er sett fram á uppdrætti í mkv. 1:1000 ásamt greinargerð og skýringaruppdrætti dags. 15. október 2021. Nánar er vísað til kynningargagna.
Ofangreind tillaga er aðgengileg á heimasíðu bæjarins, www.kopavogur.is. Ef óskað er eftir nánari upplýsingum um tillöguna er hægt að senda fyrirspurn á starfsfólk skipulagsdeildar á netfangið skipulag@kopavogur.is.
Fimmtudaginn 11. nóvember 2021 milli kl. 17 og 18 verður starfsfólk skipulagsdeildar með opið hús að Digranesvegi 1 þar sem tillagan verður sérstaklega kynnt þeim sem þess óska. Áhugasamir eru beðnir að skrá komu sína með tölvupósti á netfangið skipulag@kopavogur.is fyrir 10. nóvember nk.
Kynning hefst þann 28. október 2021 og skal ábendingum og athugasemdum við framlagða tillögu skila skriflega til skipulagsdeildar, Digranesvegi 1, 200 Kópavogi eða með tölvupósti á skipulag@kopavogur.is fyrir kl. 16:00 þriðjudaginn 14. desember 2021. Eru þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta hvattir til að kynna sér tillögurnar.
Takk fyrir! Ábending þín er móttekin
Íbúafjöldi í Kópavogi þann 1. ágúst 2023 var 40.288 íbúar.
Vissir þú af opnu bókhaldi Kópavogsbæjar? Þarna getur þú skoðað hvert og í hvað peningarnir fara.
Álfhóll við Álfhólsveg er jökulsorfinn klapparhóll sem nýtur bæjarverndar sem bústaður álfa.
Myndavefur Kópavogsbæjar birtir einnig gömul myndbönd úr Kópavogi. Sjáðu gömul myndbönd úr Kópavogi.
Kópavogshreppur var stofnaður árið 1948 og voru íbúar þá rúmlega 900.