Smárahvammsvegur. Tillaga að deiliskipulagi.


Í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér með auglýst tillaga að deiliskipulagi Smárahvammsvegar. 

Bæjarstjórn Kópavogs samþykkti þann 26. október 2021 með tilvísan í 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi Smárahvammsvegar. Deiliskipulagið tekur til Smárahvammsvegar frá og með gatnamótum við Fífuhvammsveg að gatnamótum Arnarnesvegar.
Í tillögunni er akreinum fækkað svo Smárahvammsvegur verður ein akrein í hvora átt, almennt 3,5m breið og aðskildar með 5m breiðri miðeyju. Gatnamót Smárahvammsvegar—Fífuhvammsvegar og Smárahvammsvegar-Gullsmára/Silfursmára verða umferðarljósastýrð.  Vinstri beygjur verða leyfðar á öllum gatnamótum um op í miðeyju. Götur verða aðskildar grænum svæðum og eyjum með steyptum kanti. Göngustígar verða beggja vegna ganta og gönguþveranir verða við öll gatnamót í plani við gatnamót um hellulagða upphækkun í götu. Hjólastígur verður samhliða gangstíg vestan Smárahvammsvegar, í einstefnu upp í átt að Nónhæð.

Tillagan er sett fram á uppdrætti í mkv. 1:1000 ásamt greinargerð og skýringaruppdrætti dags. 15. október 2021. Nánar er vísað til kynningargagna.

Ofangreind tillaga er aðgengileg á heimasíðu bæjarins, www.kopavogur.is. Ef óskað er eftir nánari upplýsingum um tillöguna er hægt að senda fyrirspurn á starfsfólk skipulagsdeildar á netfangið skipulag@kopavogur.is.

Fimmtudaginn 11. nóvember 2021 milli kl. 17 og 18 verður starfsfólk skipulagsdeildar með opið hús að Digranesvegi 1 þar sem tillagan verður sérstaklega kynnt þeim sem þess óska. Áhugasamir eru beðnir að skrá komu sína með tölvupósti á netfangið skipulag@kopavogur.is fyrir 10. nóvember nk.

Kynning hefst þann 28. október 2021 og skal ábendingum og athugasemdum við framlagða tillögu skila skriflega til skipulagsdeildar, Digranesvegi 1, 200 Kópavogi eða með tölvupósti á skipulag@kopavogur.is fyrir kl. 16:00 þriðjudaginn 14. desember 2021. Eru þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta hvattir til að kynna sér tillögurnar.

Smárahvammsvegur. Tillaga að deiliskipulagi.
Tímabil
28. október 2021 - 14. desember 2021