Almenn störf

Vinsamlega fyllið út upplýsingar á því umsóknarformi sem birtist þegar sótt er um starf. Það er yfirleitt beðið um að a.m.k. starfsferilskrá fylgi útfylltri umsókn.

Starfsmenn á heimili fatlaðs fólksUmsóknarfrestur til: 26. febrúar 2017

Starfsmenn óskast á heimili fatlaðs fólks í Kópavogi Velferðarsvið Kópavogs óskar eftir starfsmanni, 20 ára eða eldri, til starfa á heimili fatlaðs fólks í Kópavogi. Markmið þjónustu við fatlað fólk hjá Kópavogsbæ er að veita persónulegan stuðning og einstaklingsmiðaða og sveigjanlega þjónustu sem skal tryggja fötluðu fólki jafnrétti og sambærileg lífskjör á við aðra íbúa bæjarins.

Starfshlutfall og ráðningartími Um er að ræða 80 - 100% starf í vaktavinnu.

Möguleiki er á framtíðarstarfi.

Menntunar- og hæfniskröfur

· Menntun og/eða reynsla sem nýtist í starfi

· Góð íslenskukunnátta

· Hæfni í mannlegum samskiptum

· Framtakssemi og jákvætt viðhorf í starfi

· Æskilegt er að umsækjandi hafi reynslu af starfi með fötluðu fólki

Helstu verkefni og ábyrgð

· Einstaklingsmiðaður persónulegur stuðningur við íbúa í þeirra daglega lífi, jafnt innan sem utan heimilis

· Almenn heimilisstörf

· Samvinna við samstarfsfólk, aðstandendur og aðra þjónustuaðila íbúa

Frekari upplýsingar

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Launanefndar sveitarfélaga og Starfsmannafélags Kópavogs.

Þeir sem ráðnir eru til starfa hjá Velferðarsviði Kópavogs þurfa að skila sakavottorði eða veita heimild til að leitað sé upplýsinga af sakaskrá.

Umsóknarfrestur er til og með 26. febrúar 2017.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Ágúst Elvar Vilhjálmsson forstöðumaður í síma 554-3833 eða í tölvupósti, aguste@kopavogur.is

Karlar jafnt sem konur eru hvattir til að sækja um starfið.

Eingöngu er hægt að sækja um starfið rafrænt á vef Kópavogsbæjar www.kopavogur.is

Sækja um starf

Starfsmaður í Örva - starfsþjálfun fyrir fatlaðaUmsóknarfrestur til: 26. febrúar 2017

Starfsmaður í framleiðslu í Örva starfsþjálfun

Örvi starfsþjálfun býður upp á tímabundna starfsprófun og starfsþjálfun fyrir fatlað fólk. Meginmarkmið Örva er að efla og styðja einstaklinga til starfa á almennum vinnumarkaði. Í Örva er unnið eftir þeim meginhugmyndum sem birtast í lögum um málefni fatlaðs fólks, lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga og mannréttindasáttmálum sem Ísland er aðili að.

Starfshlutfall og ráðningartími Um er að ræða 90% starf í dagvinnu, tímabundið fram í árslok 2017.

Menntunar- og hæfniskröfur

· Góð almenn menntun sem nýtist í starfi. Iðn- eða tæknimenntun æskileg

· Reynsla af vinnu með fötluðu fólki

· Hæfni í mannlegum samskiptum

· Reynsla af umgengni og vinnu við vélar æskileg.

· Frumkvæði og skipulagshæfileikar

· Starfið getur verið líkamlega krefjandi

Helstu verkefni og ábyrgð

· Hefur umsjónog stjórn yfir vinnu verkefna í vinnusölum

· Styður einstaklinga með skerta vinnugetu í starfsprófun og starfsþjálfun

· Hefur umsjón með vélum og búnaði vegna framleiðslu plastumbúða

· Er í samskiptum við viðskiptavini Örva, sér um móttöku og skráningu pantana

· Sér um tilboðsgerð og verðlagningu verkefna í samráði við forstöðumann

Frekari upplýsingar

Laun eru samkvæmt kjarasamningi viðkomandi stéttarfélags og Launanefndar sveitarfélaga.

Þeir sem ráðnir eru til starfa hjá velferðarsviði Kópavogs þurfa að skila sakavottorði eða veita heimild til að leitað sé upplýsinga af sakaskrá.

Umsóknarfrestur er til og með 26. febrúar 2017

Nánari upplýsingar um starfið veitir María Guðmundsdóttir í síma 441-9860 og einnig er hægt að senda fyrirspurn á netafangið maria@kopavogur.is

Karlar jafnt sem konur eru hvattir til að sækja um starfið.

Eingöngu er hægt að sækja um starfið rafrænt á vef Kópavogsbæjar www.kopavogur.is

Sækja um starf

Leikskólasérkennari í leikskólann FögrubrekkuUmsóknarfrestur til: 28. febrúar 2017

Leikskólinn Fagrabrekka óskar eftir leikskólasérkennara, þroskaþjálfa eða öðrum uppeldismenntuðum starfsmanni í sérkennslu

Leikskólinn Fagrabrekka, Fögrubrekku 26, Kópavogi hóf starfsemi sína 22. desember 1976. Fagrabrekka er fjögurra deilda leikskóli fyrir börn á aldrinum 1 - 5 ára. Heimasíða: http://fagrabrekka.kopavogur.is/

Leikskólinn Fagrabrekka starfar eftir hugmyndafræði Reggio Emilia.

Einkunnarorð leikskólans eru Gleði ? Frumkvæði ? Virðing

Ráðningartími og starfshlutafall

Starfið er laust nú þegar og er um 70-100% stöðu að ræða.

Menntunar og hæfniskröfur

Leikskólasérkennaramenntun, Þroskaþjálfamenntun eða önnur sambærileg menntun sem nýtist í starfi.

Ábyrgur og jákvæður einstaklingur sem á auðvelt með mannleg samskipti.

Sjálfstæði og metnaður í vinnubrögðum

Frekari upplýsingar

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Launanefndar sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags.

Þeir sem ráðnir eru til stafa í leikskóla Kópavogs þurfa að skila inn sakavottorði.

Umsóknarfrestur er til og með 28. febrúar 2017.

Upplýsingar gefa Edda Valsdóttir, leikskólastjóri í síma 4416201 og Þórlaug Inga Þorvarðardóttir sérkennslustjóri í síma 4416203. Einnig má senda fyrirspurnir á eddav@kopavogur.is

Karlar jafnt sem konur eru hvattir til að sækja um starfið.

Eingöngu er hægt að sækja um starfið rafrænt á vef Kópavogsbæjar www.kopavogur.is

Sækja um starf

Aðstoðarmatráður í leikskólann AusturkórUmsóknarfrestur til: 01. mars 2017

Leikskólinn Austurkór óskar eftir að ráða aðstoðarmatráð

Leikskólinn Austurkór er nýlegur sex deilda leikskóli í Kórahverfinu í Kópavogi sem býr yfir fyrirmyndar vinnuumhverfi.

Leitað er að jákvæðum og sveigjanlegum starfsmanni með drifkraft í 100% stöðu aðstoðarmatráðs. Aðstoðarmatráður starfar við matargerð, þrif, þvotta og vinnur sjálfstætt eftir fyrirmælum matráðs við bakstur og matargerð. Í fjarveru matráðs er aðstoðarmatráður staðgengill hans.

Ráðningartími.

Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst

Menntunar og hæfniskröfur

Reynsla af vinnu í eldhúsi ? matseld og bakstur

Snyrtimennska og stundvísi

Frumkvæði og sjálfstæði í starfi

Lipurð og sveigjanleiki í samskiptum

Frekari upplýsingar

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Launanefndar sveitarfélaga og Sfk eða Matvís

Þeir sem ráðnir eru til starfa á leikskólum Kópavogs þurfa að skila sakavottorði.

Umsóknarfrestur er til og með 01.03.2017

Nánari upplýsingar veita Guðný Anna Þóreyjardóttir leikskólastjóri og Steinunn Jónsdóttir aðstoðarleikskólastjóri í síma 4415100 eða í netfangið: austurkor@kopavogur.is

Karlar jafnt sem konur eru hvattir til að sækja um starfið.

Sækja um starf

Deildarstjóri í leikskólann BaugUmsóknarfrestur til: 03. mars 2017

Deildarstjóri í leikskólann Baug

Leikskólinn Baugur er staðsettur í Kórahverfi í Kópavogi, hann er 8 deilda og þar starfa um 50 manns. Leikskólinn starfar eftir hugmyndafræði Reggio Emilia og til að nálgast hugmyndafræðina er stöðvavinna notuð þar sem lögð er áhersla á að skapa fjölbreytilegt leikumhverfi sem ýtir undir ímyndunarafl, sköpunarkraft og tjáningu barnanna. Upplýsingar um leikskólann má finna á http://baugur.kopavogur.is/

Einkunnarorð skólans eru: Skynjun ? uppgötvun ? þekking

Æskilegt er að viðkomandi geti byrjað þann 1. apríl eða fyrr. Starfshlufall er 90 til 100%.

Menntunar- og hæfniskröfur

· Leikskólakennari

· Ábyrgur og jákvæður einstaklingur sem á auðvelt með mannleg samskipti

· Sjálfstæði og metnaður í vinnubrögðum

· Góð íslenskukunnátta

Frekari upplýsingar

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Launanefndar sveitarfélaga og FL.

Unnið er samkvæmt starfslýsingum Félags leikskólakennara en starfslýsingar má finna á http://ki.is

Þeir sem ráðnir eru til starfa á leikskólum Kópavogs þurfa að skila sakavottorði.

Umsóknarfrestur er til og með 3. mars 2017

Upplýsingar gefur Margrét Magnúsdóttir, leikskólastjóri í síma 4415601 Guðbjörg Þorgeirsdóttir, aðstoðarleikskólastjóri í síma 4415602 Einnig má senda fyrirspurnir á netfangið baugur@kopavogur.is

Karlar jafnt sem konur eru hvött til að sækja um starfið.

Eingöngu er hægt að sækja um starfið rafrænt á vef Kópavogsbæjar www.kopavogur.is

Sækja um starf

Skólaliði í dægradvöl í KópavogsskólaUmsóknarfrestur til: 08. mars 2017

Kópavogsskóli óskar eftir að ráða skólaliða í dægradvöl

Kópavogsskóli er heildstæður grunnskóli með um 320 nemendur og 55 starfsmenn. Í skólanum er sérdeild fyrir nemendur á mið- og unglingastigi og dægradvöl fyrir nemendur í 1. ? 4. bekk. Skólinn er þátttakandi í verkefninu Heilsueflandi grunnskól og unnið er samkvæmt uppeldisstefnunni Uppeldi til ábyrgðar. Áhersla er lögð á list- og verkgreinar og ýmis þróunarverkefni eru í gangi. Kópavogur er í fararbroddi við innleiðingu breyttra kennsluhátta með nýtingu spjaldtölva og allir nemendur í 5. til 10. bekk verða með spjaldtölvur frá upphafi skólaársins 2016-2017. Góður starfsandi er í skólanum og vinnuaðstæður góðar.

Ráðningarhlutfall og tími

Um er að ræða 50% starf skólaliða í dægradvöl kl. 13-17. Ráðningartími er frá 3. mars 2017.

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Stuðningsfulltrúamenntun eða önnur menntun sem nýtist í starfi æskileg.
  • Þolinmæði og hæfni í mannlegum samskiptum.
  • Viðkomandi þarf að vera sjálfstæður og drífandi.
  • Stundvís og áreiðanleiki skilyrði

Frekari upplýsingar

Starf skólaliða í dægradvöl felst í leik og starfi með börnum og gæslu jafnt innan sem utan húss. Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Starfsmannafélags Kópavogs. Bent er á að samkvæmt lögum verða umsækjendur að skila sakavottorði. Mjög viðamiklar upplýsingar um Kópavogsskóla og skólastarfið er að finna á www.kopavogsskoli.is. Einungis er hægt að sækja um starfið á vef Kópavogsbæjar www.kopavogur.is

Umsóknarfrestur er til og með 8. mars 2017.

Upplýsingar gefur Guðmundur Ásmundsson skólastjóri í gsm. 899 0137. Einnig má senda fyrirspurnir á netfangið goa@kopavogur.is.

Karlar jafnt sem konur er hvött til að sækja um starfið.

Sækja um starf

Leikskólakennari / leiðbeinandi í leikskólann LækUmsóknarfrestur til: 10. mars 2017

Leikskólinn Lækur óskar eftir leikskólakennara í sérkennslu

Lækur er 6 deilda leikskóli, í skólanum eru 132 börn og 39 starfsmenn. Deildir skólans eru aldurskiptar, eldri börnin eru í stóra Læk og yngri börnin í litla Læk.

Leikskólinn er staðsettur í Kópavogsdal, þar sem stutt er í góð og skemmtileg útivistarsvæði á öllum árstímum. Skólinn hefur afnot af Lækjavelli, fyrrum gæsluvelli, sem nýtist sem útiskóli.

Einkunnarorð leikskólas eru sjálfræði, virðing og hlýja.

Lagt er upp með lýðræðislega nálgun í starfi með börnunum og starfsfólki með samræðum og mati þannig hafa börn og starfsfólk áhrif á starfið í leikskólanum um leið og taka þarf tillit til skoðanna og þarfa allra. Upplýsingar um leikskólann má finna á heimasíðu hans http://laekur.kopavogur.is/

Ráðningartími og starfshlutfall

Um framtíðarstarf er að ræða og er æskilegt að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Starfshlutfall er 100%.

Hæfniskröfur

· Leikskólakennaramenntun eða sambærileg menntun.

· Ábyrgur og jákvæður einstaklingur sem á auðvelt með mannleg samskipti og er sjálfstæður í vinnubrögðum.

· Góð íslenskukunnátta skilyrði.

Ef ekki fæst leikskólakennari verður ráðinn starfsmaður með aðra uppeldismenntun eða leiðbeinandi.

Nánari upplýsingar

Unnið er samkvæmt starfslýsingum Félags leikskólakennara.

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Launanefndar sveitarfélaga og KÍ.

Þeir sem ráðnir eru til starfa hjá leikskólum Kópavogs þurfa að skila sakavottorði.

Umsóknarfrestur er til og með 10. mars 2017.

Upplýsingar um starfið María Vilborg Hauksdóttir leikskólastjóri í síma 564 4300 eða 840 2685. Einnig má senda fyrirspurnir á laekur@kopavogur.is

Karlar jafnt sem konur eru hvattir til að sækja um starfið.

Eingöngu er hægt að sækja um starfið rafrænt á vef Kópavogsbæjar http://www.kopavogur.is

Sækja um starf

Leikskólakennari í leikskólann KópasteinUmsóknarfrestur til: 10. mars 2017

Laus staða leikskólakennara í leikskólanum Kópasteini

Leikskólinn Kópasteinn er 4 deilda skóli, með 73 börn á aldrinum eins árs til fimm ára.

Við störfum samkvæmt aðalnámskrá leikskóla, með áherslu á lífsleikni/samskipti, tónlist, skapandi starf, útiveru, upplifun og gleði, kjör orð skólans eru ?gaman saman?.

Kópasteinn er þátttakandi í vináttuverkefni Barnaheilla og læsisátaki leik- og grunnskóla Kópavogs. Kópasteinn er umhverfisvænn skóli.

Við skólann starfar reynslu mikill hópur kennara og starfsmanna sem leggur áherslu á að gera góðan skóla betri, alla daga. Kópasteinn, hóf starfsemi 1964, er því elsti leikskóli Kópavogs. Skólinn er staðsettur í Borgarholtinu, Hábraut 5, stutt í allar helstu menningarstofnanir bæjarins.

Heimasíða: http://kopasteinn.kopavogur.is

Menntunar- og hæfniskröfur, ráðningartími :

· Leikskólakennari eða önnur uppeldismenntun,

afleysing í fæðingarleyfi, með möguleika á framtíðarstarfi.

· Ábyrgur og jákvæður einstaklingur sem á auðvelt með mannleg samskipti.

· Sjálfstæði, tölvulæsi og metnaður í vinnubrögðum.

· Góð íslensku kunnátta.

· Starfshlutfall: 100%

· Ráðningartími: sem fyrst

Ef ekki fæst leikskólakennari verður ráðinn starfsmaður með aðra uppeldismenntun eða leiðbeinandi.

Frekari upplýsingar

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Launanefndar sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags.

Unnið er samkvæmt starfslýsingum Félags leikskólakennara en starfslýsingar má finna á http://ki.is

Þeir sem ráðnir eru til starfa á leikskólum Kópavogs þurfa að skila sakavottorði.

Umsóknarfrestur er til 10. mars 2017. Konur jafnt sem karlar eru hvött til að sækja um starfið.

Upplýsingar gefa í síma 441-5700, Heiða Björk Rúnarsdóttir leikskólastjóri og Guðdís Guðjónsdóttir aðstoðarleikskólastjóri.

Einnig másenda fyrirspurnir á netfangið: kopasteinn@kopavogur.is

Eingöngu er hægt að sækja um starfið rafrænt á vef Kópavogsbæjar www.kopavogur.is

Sækja um starf

Aðstoðarmatráður í hlutastarf í leikskólann LækUmsóknarfrestur til: 10. mars 2017

Leikskólinn Lækur óskar eftir aðstoðarmanni í eldhús í hlutastarf

Lækur er 6 deilda leikskóli, í skólanum eru 129 börn og 40 starfsmenn. Deildir skólans eru aldurskiptar, eldri börnin eru í Stóra-Læk og yngri börnin í Litla-Læk. Leikskólinn er staðsettur í Kópavogsdal, þar sem stutt er í góð og skemmtileg útivistarsvæði á öllum árstímum.Skólinn hefur afnot af Lækjavelli, fyrrum gæsluvelli, sem nýtist sem útiskóli.

Lagt er upp með lýðræðislega nálgun í starfi með börnunum og starfsfólki með mati og samræðu hafa börn og starfsfólk hafi áhrif á starfið í leikskólanum. Upplýsingar um leikskólann má finna á heimasíðu hans http://laekur.kopavogur.is/

Aðstoðarmaður í eldhúsi aðstoðar yfirmann eldhússins við að undirbúa og framreiða máltíðir auk þess að sjá um þvotta leikskólans. Einkunnarorð leikskólans eru sjálfræði, hlýja og virðing

Ráðningartími og starfshlutfall

Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Starfshlutfall er 50%.

Hæfniskröfur

Sýni ábyrgð, sjálfstæði og frumkvæði í vinnubrögðum

Hafi áhuga og þekkingu á matreiðslu

Búi yfir samviskusemi, snyrtimennsku, stundvísi og jákvæðu hugarfari

Góð íslenskukunnátta skilyrði

Nánari upplýsingar

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Launanefndar sveitarfélaga og starfsmannafélags Kópavogs.

Þeir sem ráðnir eru til starfa hjá leikskólum Kópavogs þurfa að skila sakavottorði.

Umsóknarfrestur er til og með 10. mars 2017

Upplýsingar um starfið gefa María Vilborg Hauksdóttir leikskólastjóri í síma 564 4300 og 840 2685. Einnig má senda fyrirspurnir á laekur@kopavogur.is

Karlar jafnt sem konur eru hvattir til að sækja um starfið.

Eingöngu er hægt að sækja um starfið rafrænt á vef Kópavogsbæjar http://www.kopavogur.is

Sækja um starf

Kennarar í LindaskólaUmsóknarfrestur til: 12. mars 2017

Lindaskóli óskar eftir kennurum fyrir skólaárið 2017 - 2018

Lindaskóli er heildstæður grunnskóli í Kópavogi. Í skólanum um 480 nemendur í 1. -10. bekk og 70 starfsmenn. Þar ríkir góður starfsandi og vinnuaðstæður eru góðar. Lindaskóli leggur rækt við listir og menningu í skólastarfinu. Hann leggur jafnframt áherslu á umhverfismennt og tekur þátt í Grænfánaverkefninu. Virk heilsuefling er eitt einkenna skólans og hefur til margra ára verið í forystusveit skóla sem hafa tekið þátt í Skólahreysti. Mikil og góð samvinna er milli skólans og heimila í nærumhverfinu.

Kennslugreinar

Um er að ræða kennslu í ensku og dönsku á unglingastigi og umsjónarkennslu 5.-7. bekk.

Menntunar- og hæfniskröfur

· Kennsluréttindi í grunnskóla

· Góð þekking á tölvum og upplýsingatækni

· Frumkvæði og metnaður í vinnubrögðum

· Jákvæðni og áhugi á að starfa í skapandi umhverfi

· Stundvísi og samviskusemi

Frekari upplýsingar

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Launanefndar sveitarfélaga og KÍ.

Umsóknarfrestur er til og með 12. mars 2017.

Nánari upplýsingar um starfið gefur Guðrún G. Halldórsdóttir skólastjóri, gudrungh@lindaskoli.is í síma 862-8778.

Karlar jafnt sem konur eru hvött til að sækja um starfið.

Eingöngu er hægt að sækja um starfið rafrænt á vef Kópavogsbæjar www. kopavogur.is

Sækja um starf

Aðstoðarskólastjóri í HörðuvallaskólaUmsóknarfrestur til: 20. mars 2017

Aðstoðarskólastjóri í Hörðuvallaskóla

Hörðuvallaskóli var stofnaður árið 2006 og hefur því starfað í rúm 10 ár undir einkunnarorðunum ?það er gaman í skólanum?. Í skólanum fer fram metnaðarfullt starf með framangreind einkunnarorð að leiðarljósi. Nú starfa um 870 nemendur og 130 starfsmenn við skólann sem er enn í nokkrum vexti. Skólinn er staðsettur í tveimur húsum, yngsta stig og miðstig við Baugakór og unglingastig við Vallakór. Skólinn einkennist af góðum starfsanda og vinalegu viðmóti.

Um er að ræða nýtt starf í stjórnunarteymi skólans en frá og með hausti 2017 verða tveir aðstoðarskólastjórar við skólann. Nýr aðstoðarskólastjóri mun hafa meginaðsetur á unglingastigi skólans, bera ábyrgð á og stjórna daglegu starfi stigsins.

Helstu verkefni og ábyrgð

· Að vera í forystu um mótun og framkvæmd faglegrar stefnu skólans

· Að vera faglegur leiðtogi við skólanámskrárvinnu og í skólaþróunarverkefnum

· Að vinna að starfsþróun og bera faglega ábyrgð á innra mati skólans

· Að vinna að öflugu samstarfi innan skólasamfélagsins

Menntunar- og hæfniskröfur

· Leitað er að stjórnanda sem hefur metnað og býr yfir hæfni til að skipuleggja krefjandi og framsækið skólastarf í samvinnu við aðra stjórnendur, starfsfólk, foreldra og nemendur

· Kennsluréttindi og kennslureynsla á grunnskólastigi er skilyrði

· Framhaldsmenntun (MA, MEd, MBA eða diplóma að lágmarki) á sviði uppeldis- og menntunarfræða, stjórnunar eða sambærilegra greina er skilyrði

· Reynsla af stjórnun og/eða faglegri forystu á sviði kennslu og þróunar í grunnskólastarfi er skilyrði

· Mjög góð þekking á kennslu- og uppeldisfræðum

· Metnaður í starfi ogáhugi á skólaþróun

· Forystuhæfileikar, samskiptahæfni og góðir skipulagshæfileikar

Frekari upplýsingar

Umsókn skal fylgja yfirlit yfir nám og störf, leyfisbréf grunnskólakennara, greinargerð um sýn umsækjanda á skólastarf og önnur gögn er málið kunna að varða. Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og KÍ.

Umsóknarfrestur er til og með 20. mars 2017

Upplýsingar gefur Ágúst Jakobsson skólastjóri í síma 441 3600 eða gsm. 8478812. Einnig má senda fyrirspurnir á netfangið agustj@kopavogur.is

Karlar jafnt sem konur eru hvattir til að sækja um starfið.

Einungis er hægt að sækja um starfið rafrænt á vef Kópavogsbæjar www.kopavogur.is

Sækja um starf