Dalsmári 13. Stækkun Tennishallar. Breytt deiliskipulag.

Í samræmi við 1. mgr. 43. gr skipulagslaga nr. 123/2010 er breyting á deiliskipulagi hér með auglýst.

Athygli er vakin á því að skipulagsráð samþykkti á fundi sínum þann 24. október 2023 að auglýsa breytt deiliskipulag fyrir lóðina nr. 13 við Dalsmára. Í breytingunni felst stækkun lóðarinnar um 10m frá núverandi lóðamörkum í austur, alls um 660 m² ásamt tillögu að viðbyggingu við núverandi hús á lóðinni alls um 1.800 m² að flatarmáli. Gert er ráð fyrir nýrri aðkomu sunnan megin við fyrirhugaða viðbyggingu og nýjum tengigangi úr gleri í stað núverandi brúar. Jafnframt er gert ráð fyrir að veitingastaður í núverandi byggingu á lóðinni verði í flokki 2. Fyrirkomulag bílastæða breytist, þeim fækkar úr 17 stæðum í 15, og gert er ráð fyrir 15 hjólastæðum á lóðinni. Einnig breytist lega göngustígar sunnan lóðar.

Nánar um tillöguna vísast til kynningargagna.

Ofangreind tillaga er aðgengileg á vef Kópavogsbæjar, www.kopavogur.is, í þjónustuveri bæjarins að Digranesvegi 1 og í skipulagsgátt https://skipulagsgatt.is/, mál nr. 870/2023. Ef óskað er eftir nánari upplýsingum um tillöguna er hægt að senda fyrirspurn á starfsfólk skipulagsdeildar á netfangið skipulag@kopavogur.is.

Eru þeir sm telja sig eiga hagsmuna að gæta hvattir til að kynna sér tillöguna. Kynning hófst þann 20. nóvember 2023. Athugasemdir og ábendingar við framlagða tillögu skulu hafa borist gegnum skipulagsgátt https://skipulagsgatt.is/ eigi síðar en mánudaginn 22. janúar 2024.

Vakin er athygli á því að áður auglýstur kynningartími var frá 20. nóvember 2023 til mánudagsins 8. janúar 2024. Kynningartími hefur nú verið framlengdur til mánudagsins 22. janúar 2024.

Dalsmári 13. Stækkun Tennishallar. Breytt deiliskipulag.
Tímabil
20. nóvember - 22. janúar 2024