Fífuhvammur 45.

Á fundi skipulagsráðs 19. júní sl. varlagt fram erindi byggingarfulltrúa dags. 26. maí 2023 þar sem umsókn TAG teiknistofu ehf. um byggingarleyfi f.h. lóðarhafa lóðarinnar nr. 45 við Fífuhvamm. Sótt er um leyfi til að byggja 68 m² bílskúr við lóðarmörk að Fífuhvammi 43. Skv. gildandi mæliblaði er bílastæði á lóðinni Reynishvamms megin. Samþykki lóðarhafa aðliggjandi lóðar liggur fyrir.
Erindið hefur áður verið lagt fyrir skipulagsráð í formi fyrirspurnar og þá vann skipulagsdeild minnisblað dags. 11. nóvember 2022 sem er meðfylgjandi.
Þá lagðir fram uppdrættir í mkv. 1:100 og 1:500 dags. 17. febrúar 2023.

Skipulagsráð samþykkti með tilvísun í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að framlögð byggingarleyfisumsókn verði grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum lóðanna nr. 41 og 43 við Fífuhvamm, nr. 34 og 36 við Víðihvamm og nr. 38 og 40 við Reynihvamm.

Nánar um tillöguna vísast til kynningargagna.

Eru þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta hvattir til að kynna sér tillögurnar. Athugasemdir og ábendingar skulu hafa borist skriflega til skipulagsdeildar, Digranesvegi 1, 200 Kópavogi eða á netfangið skipulag@kopavogur.is eigi síðar en kl. 12:00 föstudaginn 25. ágúst 2023.

Skipulagsfulltrúinn í Kópavogi.

Fífuhvammur 45.
Tímabil
25. júlí til 25. ágúst 2023.